#HvarerOAstefnan?

Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands, skrifar grein í tilefni af viku opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október.

Auglýsing

Nið­ur­stöður rann­sókna í íslenskum háskólum hafa gjarnan verið birtar í við­ur­kenndum fræði­ritum á við­kom­andi fræða­sviði. Höf­undur hefur þá ef til vill greitt útgef­anda fyrir birt­ing­una og síðan hefur not­and­inn þurft að kaupa aðgang að grein­inni með áskrift að tíma­rit­inu. Íslenskir háskólar eru áskrif­endur að fjölda fræði­tíma­rita og á Íslandi er Lands­að­gangur að raf­rænum áskriftum (hvar.is) sem veitir öllum sem tengj­ast net­inu með íslenskum net­veitum aðgang að tæp­lega 22 þús­und tíma­rits­grein­um. Íslenskur almenn­ingur hefur því góðan aðgang að raf­rænum tíma­rits­greinum en fyrir áskrift Lands­að­gangs greiða um 200 íslenskar stofn­anir og fyr­ir­tæki (t.d. háskól­ar, bóka­söfn og rann­sókn­ar­stofn­an­ir). 

Aðgangur að þekk­ingu og nið­ur­stöðum rann­sókna er sem sagt tals­vert háður fjár­magn­i. 

Í opnum aðgangi er gengið út frá því að almenn­ingur hafi aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna sem fjár­magn­aðar eru af hinu opin­bera án þess að tækni­vandi eða fjár­magns­skortur hafi áhrif á aðgang­inn, t.d. hátt áskrift­ar­gjald að tíma­riti eða gagna­safni sem veldur því að stofnun eða Lands­að­gangur kaupir þá ekki áskrift­ina. Íslensk lög (nr. 3/2003) kveða á um að birta skuli rann­sókn­ar­nið­ur­stöður sem kost­aðar eru með opin­berum styrkjum í opnum aðgangi en enn vantar stefnu íslenskra stjórn­valda um opinn aðgang.

  

Verk­efn­is­hópur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur unnið til­lögur að stefnu um opinn aðgang. Þar er lagt til að fyrstu skrefin í átt að opnum aðgangi verði á grund­velli „grænu leið­ar­inn­ar“ en þá er vís­inda­grein birt sam­hliða í rit­rýndu tíma­riti og í raf­rænu varð­veislu­safni í opnum aðgangi. Jafn­framt er lagt til að lang­tíma­mark­mið fram til árs­ins 2025 verði að allt efni sem stefnan um opinn aðgang nær til birt­ist í tíma­ritum í opnum aðgangi skv. „gullnu leið­inni“ en þá þarf not­and­inn ekki að greiða fyrir aðgang en höf­und­ur­inn gæti hins vegar þurft að greiða útgef­anda tíma­rits­ins gjald (Art­icle Process­ing Charge) fyrir birt­ing­una í opnum aðgang­i. 

Auglýsing
Framgangskerfi háskól­anna byggir að miklu leyti á því að rann­sak­end­ur/­kenn­arar birti rann­sókn­ar­nið­ur­stöður sínar í við­ur­kenndum rit­rýndum tíma­ritum með háan áhrifa­stuðul (Jo­urnal Impact Fact­or). Þetta þýðir oft að höf­undur afsalar sér öllum rétt­indum til að ráð­stafa grein­inni og þarf líka að greiða útgef­and­anum fyrir birt­ingu grein­ar­inn­ar. Að þessu fram­gangs­kerfi þarf að huga við inn­leið­ingu á stefnu um opinn aðgang þannig að gildi rann­sókna verði metið í stað­inn fyrir að meta hvar nið­ur­stöð­urnar birt­ast. Þannig mætti hugsa sér að breyta fram­gangs­kerf­inu á þann hátt að höf­undar fái umbun fyrir að birta rann­sókn­ar­nið­ur­stöður í opnum aðgangi. Málið er þó ekki ein­falt þar sem horfa verður á það í alþjóð­legu sam­hengi því íslenskir háskólar og rann­sókn­ar­að­ilar eru iðu­lega í erlendu sam­starfi og til mik­ils að vinna að vekja athygli á íslenskum rann­sóknum á alþjóð­legum vett­vangi.

Í til­lögum verk­efn­is­hóps­ins er líka lögð til stefna um inn­leið­ingu með þátt­töku háskól­anna, rann­sókn­ar­stofn­ana, stjórna opin­berra rann­sókna­sjóða, Rannís og bóka­safna þar sem umgjörð birt­inga sé sam­ræmd. Þættir í  inn­leið­inga­stefn­unni eru m.a.:

  • Vís­inda- og tækni­ráð á að birta stefn­una á heima­síðu sinn­i. 
  • Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti á að gera stefn­una að hluta af vís­inda­stefnu sem birt er í fjár­mála­á­ætlun hvers árs sem og fylgj­ast með þróun á sviði opins aðgangs og rýna stefn­una á tveggja til þriggja ára fresti.
  • Háskólar og rann­sókn­ar­stofn­anir eiga að stuðla að því að höf­undar birti ekki í blönd­uðum tíma­ritum (e. hybrid journals), afsali sér ekki höf­und­ar­rétti til útgef­enda og setji opna leyf­is­skil­mála að verkum sín­um. Einnig skulu skól­arnir og stofn­an­irnar tryggja:
  • birt­ingu rann­sókn­ar­nið­ur­staðna í sam­ræmi við opin­bera stefn­u. 
  • aðgang að þjón­ustu við vís­inda­menn varð­andi birt­ingu í opnum aðgangi og umbuni fyrir slíka birt­ing­u. 
  • að áfram verði unnt að birta greinar á íslensku í íslenskum rit­rýndum tíma­ritum og gerðar verk­lags­reglur fyrir vís­inda­fólk um safn­vistun í varð­veislu­söfnin Opin vís­indi og Hirslu.
  • Bóka­söfn og Lands­að­gangur eiga að:

  • tryggja að í áskrift­ar­samn­ingum séu ákvæði um vistun rit­rýndra loka­hand­rita í varð­veislu­söfn­um.  
  • sam­eina Hirsl­una og Opin vís­indi í eitt varð­veislu­safn fyrir Ísland (Lands­bóka­safn og Lands­spít­ali)
  • veita sér­fræði­þjón­ustu við birt­ingu í opnum aðgangi og styðja við til­færslu íslenskra tíma­rita yfir í opinn aðgang.
  • breyta hlut­verki Lands­að­gangs að raf­rænum gagna­söfnum í sam­ræmi við stefnu um opinn aðgang til að kostn­aður vegna birt­inga í opnum aðgangi verði ekki við­bót við kostnað sem liggur í áskrift­um. Jafn­framt skal gætt að því að ekki sé verið að greiða tvisvar fyrir sömu birt­ingu vís­inda­greinar þ.e. bæði fyrir áskrift að tíma­riti og útgáfu greina úr því í opnum aðgangi.
  • stuðla að fræðslu um opinn aðgang.
  • Rannís og opin­berir rann­sókna­sjóðir eiga að fylgja því eftir að styrk­þegar birti nið­ur­stöður sínar í opnum aðgang­i. 

Gott og vel, nú er staðan þessi:

  • Sam­kvæmt 10. grein laga nr. 3/2003 um opin­beran stuðn­ing við vís­inda­rann­sóknir skulu rann­sókn­ar­nið­ur­stöður sem kost­aðar eru með styrkjum úr opin­berum sjóðum birtar í opnum aðgangi og vera öllum aðgengi­leg­ar.
  • Búið er að vinna til­lögur í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti að stefnu um opinn aðgang og þeim fylgir aðgerða­á­ætlun um inn­leið­ingu og við­auki með grófu kostn­að­ar­mat­i. 
  • Vís­inda- og tækni­ráð mun, sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun 2020-2021, leggja fram til­lögur á næsta ári um inn­leið­ingu opins aðgangs og greina hindr­anir og kostn­að. Í inn­leið­ing­ar­ferl­inu verði tekið til­lit til sjón­ar­miða um birt­inga­töf til að gera vís­inda­mönnum kleift að birta nið­ur­stöður sínar fyrst.
  • Íslenskir háskólar hafa verið að eða eru að móta eigin stefnur um opinn aðgang.
  • Lands­bóka­safn Íslands – Háskóla­bóka­safn hefur mótað stefnu um opinn aðgang.
  • Rannís hefur birt reglur um birt­ingu í opnum aðgangi á vef sín­um.
  • Háskóli Íslands hefur sent mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti umsögn um til­lögur ráðu­neyt­is­ins. Þar kemur fram að brýnt sé að fá sem fyrst stefnu stjórn­valda um opinn aðgang.

Þó háskólar og stofn­anir hafi sett sínar eigin stefnur í sam­ræmi við lög nr. 3/2003 vantar opin­bera stefnu ráðu­neyt­is­ins og inn­leið­ingu hennar fyrir stofn­an­irnar að vinna eft­ir. Það er þjóð­inni dýrt að bíða eftir sam­þykktri opin­berri stefnu um opinn aðgang að rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­um. Vinna við und­ir­bún­ing og inn­leið­ingu stefn­unnar kostar sitt og á meðan þarf þjóðin að halda áfram að borga útgef­endum fyrir bæði birt­ingu greina og áskriftir að tíma­rit­un­um. 

Und­an­farið hafa Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá farið mik­inn á sam­fé­lags­miðlum og kraf­ist inn­leið­ingar nýrrar stjórn­ar­skrár með átaki þar sem þátt­tak­endur leita að nýrri stjórn­ar­skrá undir myllu­merk­inu #Hvar. Slíkt átak með myllu­merk­inu #Hvar­er­OA­stefnan mætti heim­færa upp á leit að stefnu stjórn­valda um opinn aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna og spyrja:

  • Hvar er stefna stjórn­valda um opinn aðgang? 
  • Þarf að bíða til a.m.k. árs­ins 2022 eftir að hægt verði að hefja inn­leið­ingu stefnu um opinn aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna? 

Höf­undur er for­stöðu­maður bóka­safns og upp­lýs­inga­þjón­ustu Lista­há­skóla Íslands

#Hvar­er­OA­stefn­an?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar