#HvarerOAstefnan?

Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands, skrifar grein í tilefni af viku opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október.

Auglýsing

Niðurstöður rannsókna í íslenskum háskólum hafa gjarnan verið birtar í viðurkenndum fræðiritum á viðkomandi fræðasviði. Höfundur hefur þá ef til vill greitt útgefanda fyrir birtinguna og síðan hefur notandinn þurft að kaupa aðgang að greininni með áskrift að tímaritinu. Íslenskir háskólar eru áskrifendur að fjölda fræðitímarita og á Íslandi er Landsaðgangur að rafrænum áskriftum (hvar.is) sem veitir öllum sem tengjast netinu með íslenskum netveitum aðgang að tæplega 22 þúsund tímaritsgreinum. Íslenskur almenningur hefur því góðan aðgang að rafrænum tímaritsgreinum en fyrir áskrift Landsaðgangs greiða um 200 íslenskar stofnanir og fyrirtæki (t.d. háskólar, bókasöfn og rannsóknarstofnanir). 

Aðgangur að þekkingu og niðurstöðum rannsókna er sem sagt talsvert háður fjármagni. 

Í opnum aðgangi er gengið út frá því að almenningur hafi aðgang að niðurstöðum rannsókna sem fjármagnaðar eru af hinu opinbera án þess að tæknivandi eða fjármagnsskortur hafi áhrif á aðganginn, t.d. hátt áskriftargjald að tímariti eða gagnasafni sem veldur því að stofnun eða Landsaðgangur kaupir þá ekki áskriftina. Íslensk lög (nr. 3/2003) kveða á um að birta skuli rannsóknarniðurstöður sem kostaðar eru með opinberum styrkjum í opnum aðgangi en enn vantar stefnu íslenskra stjórnvalda um opinn aðgang.

  

Verkefnishópur mennta- og menningarmálaráðherra hefur unnið tillögur að stefnu um opinn aðgang. Þar er lagt til að fyrstu skrefin í átt að opnum aðgangi verði á grundvelli „grænu leiðarinnar“ en þá er vísindagrein birt samhliða í ritrýndu tímariti og í rafrænu varðveislusafni í opnum aðgangi. Jafnframt er lagt til að langtímamarkmið fram til ársins 2025 verði að allt efni sem stefnan um opinn aðgang nær til birtist í tímaritum í opnum aðgangi skv. „gullnu leiðinni“ en þá þarf notandinn ekki að greiða fyrir aðgang en höfundurinn gæti hins vegar þurft að greiða útgefanda tímaritsins gjald (Article Processing Charge) fyrir birtinguna í opnum aðgangi. 

Auglýsing
Framgangskerfi háskólanna byggir að miklu leyti á því að rannsakendur/kennarar birti rannsóknarniðurstöður sínar í viðurkenndum ritrýndum tímaritum með háan áhrifastuðul (Journal Impact Factor). Þetta þýðir oft að höfundur afsalar sér öllum réttindum til að ráðstafa greininni og þarf líka að greiða útgefandanum fyrir birtingu greinarinnar. Að þessu framgangskerfi þarf að huga við innleiðingu á stefnu um opinn aðgang þannig að gildi rannsókna verði metið í staðinn fyrir að meta hvar niðurstöðurnar birtast. Þannig mætti hugsa sér að breyta framgangskerfinu á þann hátt að höfundar fái umbun fyrir að birta rannsóknarniðurstöður í opnum aðgangi. Málið er þó ekki einfalt þar sem horfa verður á það í alþjóðlegu samhengi því íslenskir háskólar og rannsóknaraðilar eru iðulega í erlendu samstarfi og til mikils að vinna að vekja athygli á íslenskum rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi.

Í tillögum verkefnishópsins er líka lögð til stefna um innleiðingu með þátttöku háskólanna, rannsóknarstofnana, stjórna opinberra rannsóknasjóða, Rannís og bókasafna þar sem umgjörð birtinga sé samræmd. Þættir í  innleiðingastefnunni eru m.a.:

 • Vísinda- og tækniráð á að birta stefnuna á heimasíðu sinni. 
 • Mennta- og menningarmálaráðuneyti á að gera stefnuna að hluta af vísindastefnu sem birt er í fjármálaáætlun hvers árs sem og fylgjast með þróun á sviði opins aðgangs og rýna stefnuna á tveggja til þriggja ára fresti.
 • Háskólar og rannsóknarstofnanir eiga að stuðla að því að höfundar birti ekki í blönduðum tímaritum (e. hybrid journals), afsali sér ekki höfundarrétti til útgefenda og setji opna leyfisskilmála að verkum sínum. Einnig skulu skólarnir og stofnanirnar tryggja:
 • birtingu rannsóknarniðurstaðna í samræmi við opinbera stefnu. 
 • aðgang að þjónustu við vísindamenn varðandi birtingu í opnum aðgangi og umbuni fyrir slíka birtingu. 
 • að áfram verði unnt að birta greinar á íslensku í íslenskum ritrýndum tímaritum og gerðar verklagsreglur fyrir vísindafólk um safnvistun í varðveislusöfnin Opin vísindi og Hirslu.
 • Bókasöfn og Landsaðgangur eiga að:
 • tryggja að í áskriftarsamningum séu ákvæði um vistun ritrýndra lokahandrita í varðveislusöfnum.  
 • sameina Hirsluna og Opin vísindi í eitt varðveislusafn fyrir Ísland (Landsbókasafn og Landsspítali)
 • veita sérfræðiþjónustu við birtingu í opnum aðgangi og styðja við tilfærslu íslenskra tímarita yfir í opinn aðgang.
 • breyta hlutverki Landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum í samræmi við stefnu um opinn aðgang til að kostnaður vegna birtinga í opnum aðgangi verði ekki viðbót við kostnað sem liggur í áskriftum. Jafnframt skal gætt að því að ekki sé verið að greiða tvisvar fyrir sömu birtingu vísindagreinar þ.e. bæði fyrir áskrift að tímariti og útgáfu greina úr því í opnum aðgangi.
 • stuðla að fræðslu um opinn aðgang.
 • Rannís og opinberir rannsóknasjóðir eiga að fylgja því eftir að styrkþegar birti niðurstöður sínar í opnum aðgangi. 

Gott og vel, nú er staðan þessi:

 • Samkvæmt 10. grein laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir skulu rannsóknarniðurstöður sem kostaðar eru með styrkjum úr opinberum sjóðum birtar í opnum aðgangi og vera öllum aðgengilegar.
 • Búið er að vinna tillögur í mennta- og menningarmálaráðuneyti að stefnu um opinn aðgang og þeim fylgir aðgerðaáætlun um innleiðingu og viðauki með grófu kostnaðarmati. 
 • Vísinda- og tækniráð mun, samkvæmt aðgerðaáætlun 2020-2021, leggja fram tillögur á næsta ári um innleiðingu opins aðgangs og greina hindranir og kostnað. Í innleiðingarferlinu verði tekið tillit til sjónarmiða um birtingatöf til að gera vísindamönnum kleift að birta niðurstöður sínar fyrst.
 • Íslenskir háskólar hafa verið að eða eru að móta eigin stefnur um opinn aðgang.
 • Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur mótað stefnu um opinn aðgang.
 • Rannís hefur birt reglur um birtingu í opnum aðgangi á vef sínum.
 • Háskóli Íslands hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti umsögn um tillögur ráðuneytisins. Þar kemur fram að brýnt sé að fá sem fyrst stefnu stjórnvalda um opinn aðgang.

Þó háskólar og stofnanir hafi sett sínar eigin stefnur í samræmi við lög nr. 3/2003 vantar opinbera stefnu ráðuneytisins og innleiðingu hennar fyrir stofnanirnar að vinna eftir. Það er þjóðinni dýrt að bíða eftir samþykktri opinberri stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Vinna við undirbúning og innleiðingu stefnunnar kostar sitt og á meðan þarf þjóðin að halda áfram að borga útgefendum fyrir bæði birtingu greina og áskriftir að tímaritunum. 

Undanfarið hafa Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá farið mikinn á samfélagsmiðlum og krafist innleiðingar nýrrar stjórnarskrár með átaki þar sem þátttakendur leita að nýrri stjórnarskrá undir myllumerkinu #Hvar. Slíkt átak með myllumerkinu #HvarerOAstefnan mætti heimfæra upp á leit að stefnu stjórnvalda um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna og spyrja:

 • Hvar er stefna stjórnvalda um opinn aðgang? 
 • Þarf að bíða til a.m.k. ársins 2022 eftir að hægt verði að hefja innleiðingu stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna? 

Höfundur er forstöðumaður bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands

#HvarerOAstefnan?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar