Píratadrottningin og hakkarinn

Þórný Hlynsdóttir, forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst, skrifar í tilefni af viku opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október.

Auglýsing

Þann 11. jan­úar 2013 svipti ungur maður sig lífi síðla kvölds á heim­ili sínu og unn­ustu hans í Brook­lyn í New York. Hann var aðeins 27 ára gam­all, tölvunörd og hakk­ari og dáður í þeim hópi. Þessi ungi maður var þá þegar orð­inn snill­ing­ur, höf­undur RSS áskrift­ar­vakans, Mark­down for­rits­ins og Creative Comm­ons afnota­leyf­is­ins sem margir sem nota netið þekkja vel. Árið 2010 fékk hann starf við rann­sóknir í Harvard háskóla og fram­tíðin virt­ist björt. 

Hvað leiddi til þess að svo hæfi­leik­a­ríkur ungur maður grípur til slíks örþrifa­ráðs? Jú, hann hafði nýlega verið hand­tek­inn af lög­reglu MIT (Massachu­settes Institute of Technology) fyrir þjófnað og inn­brot eftir að hafa notað net­kerfi og net­þjóna MIT til að hlaða niður á kerf­is[bund­inn hátt vís­inda­greinum úr JSTOR tíma­rita­safn­inu á gesta­að­gangi stofn­un­ar­inn­ar. JSTOR er stór útgef­andi sem sér­hæfir sig í að gera eldra efni aðgengi­legt á vef. Banda­rísk yfir­völd höfðu því birt honum stefnu aðeins tveimur dögum fyrr þar sem saka­giftir gátu valdið 35 ára fang­elsun eða sekt upp á eina milljón Banda­ríkja­dala. 

Ekki eru allir sam­mála um að Aaron Schwarz hafi verið glæpa­mað­ur. Hann barð­ist gegn ósann­girni í útgáfu vís­inda­rann­sókna, auknum höf­und­ar­rétti vís­inda­manna á rann­sóknum og skrifum á net­inu, hlutum sem honum fannst þá þegar stefna í óefni. Eftir dauða sinn var hann tek­inn inn í félaga­sam­tökin Inter­net Hall of Fame, sam­tök sem heiðra þá sem hafa náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri í fram­þróun netheima.

Hinum megin í heim­inum var ung kona nokkrum árum fyrr að brjót­ast til mennta í Rúss­landi en Alex­andra Elbakyan, var stöðugt að rekast á svo­kall­aðan greiðslu­vegg (e. paywall) þar sem hún var rukkuð fyrir aðgang að því vís­inda­efni sem hún þurfti að kom­ast í. Ef hún ekki borg­aði gat hún ekki lesið og þetta pirraði hana og hún greip til sinna ráða. 

Greiðslu­veggir eru hönnun útgef­enda, bæði sú áskrift sem þeir bjóða og síðan gjald­taka fyrir ein­staka grein­ar. Greiðslu­veggjum er stýrt með IP-­tölu aðgengi eða aðgangs­orð­um, háskólar sem kaupa áskrift gefa upp IP-­tölu mengi sinna skóla og fá þannig aðgang. Greiðslu­mód­elið sem útgef­endur bjóða háskólum er oft­ast nær svo­kall­aður stór­pakki (e. Big Deal). Þeir stjórna því hvað pakk­inn inni­heldur og geta breytt inni­haldi hans jafn­vel meðan á áskrift stend­ur. Nýj­ustu rann­sóknum er þó mjög oft haldið utan við áskrift­ina, algeng bið eftir að nýj­ustu greinar birt­ist áskrif­endum eru sex til átján mán­uð­ir, en getur þó verið enn lengri tími. Þessi birt­ing­ar­töf hefur þær afleið­ingar að þeir áskrif­endur sem ekki eru til­búnir að borga auka­lega fyrir nýlega rann­sókn geta þurft að bíða eftir að hún verði aðgengi­leg í pakka­á­skrift­inni. Þetta er því orðin tvö­föld hindr­un, eða tvö­faldur greiðslu­vegg­ur, þegar not­andi þarf að borga fyrir aðgang að vís­inda­grein, jafn­vel þott hann sé með áskrift og ætti því að hafa aðgang.  

Auglýsing
Rússneski háskól­inn sem Alex­andra stund­aði nám við hefur án efa verið áskrif­andi að ein­hverjum vís­inda­tíma­ritum árið 2009, en greiðslu­veggir eru stað­reynd þrátt fyrir áskrift­ir. Staðan er því miður þannig að heilar heims­álfur eru meira og minna utan við greiðslu­vegg­ina, litlar rann­sókna­stofur eru utan þeirra og almenn­ingur víð­ast hvar kemst ekki í rann­sóknir sam­landa sinna þrátt fyrir að þær séu kost­aðar af almanna­fé. Aðeins lít­ill hluti rann­sókn­ar­nið­ur­staðna skilar sér í raf­ræn varð­veislu­söfn háskól­anna sem eru í opnum aðgangi.

Stór­pakk­arnir eru dýrir og getur áskrift að þeim hlaupið á tugum millj­óna  króna á ári sem gerir það að verkum að tæki­færi fátækra ríkja og rann­sak­enda í smærri háskólum til að nálg­ast vís­inda­legt efni á net­inu, efni sem þeir þurfa að nálg­ast til að þróa rann­sóknir sín­ar, eru enn verri en þeirra sem hafa þó aðgang gegnum stór­pakka. 

Fólk er smám saman að átta sig á þessum vanda. Hér á landi er Lands­að­gangur sem er stór­pakka­á­skrift bæði að tíma­rita­söfnum og gagna­söfn­um. Hann virkar á öllum IP-­tölum á Íslandi, þannig að við gerum okkur mörg hver illa grein fyrir hvaða bar­átta fer fram í heim­inum fyrir bættum aðgangi að rann­sókn­um, gögnum þeirra og birtum nið­ur­stöð­um. Flestir sem stunda rann­sóknir á Íslandi hafa þó rek­ist á að kom­ast ekki í grein nema gegn gjaldi þrátt fyrir þennan stóra aðgangs­samn­ing sem inni­heldur 22 þús­und tíma­rit og kost­aði okkur Íslend­inga ríf­lega 230 millj­ónir króna árið 2019 sjá www.hvar.is.

Víkjum þá aftur að Alexöndru Elbakyan og tengslum hennar við Aaron Schwartz. Alex­andra sagði eins og Aaron þessu mód­eli stríð á hend­ur, snill­ing­ur­inn sem hún er fann leið fram­hjá greiðslu­veggjum og stofn­aði pírata­síð­una Sci­Hub sem veitir þús­undum aðgang að millj­ónum rann­sókna­greina sem eru læstar í greipum stór­fyr­ir­tækja, m.a. Elsevi­er. Alex­andra býr í Rúss­landi þar sem banda­rísk lög­gjöf nær ekki til hennar en þarf þó að fara huldu höfði þar sem stór­fyr­ir­tækin eru á eftir henni með mál­sóknir til­búnar.

Á þeim skamma tíma sem lið­inn er síðan tíma­ritin breyttu útgáfu­formi sínu frá pappír í pdf (tæp 20 ár) hafa rann­sóknir vís­inda­manna orðið féþúfa banda­rískra og breskra stór­fyr­ir­tækja sem velta millj­örðum Banda­ríkja­dala árlega og halda háskólum föstum í greipum áskrifta að aðgangi í stað kaupa á tíma­rit­um, áskrift að aðgangi tryggir þó ekki að bóka­safnið eigi tíma­ritin og grein­arnar eins og áður var. Um leið og bóka­safnið hættir áskrift, missir það aðgang­inn. Þetta módel þekkjum við öll, þetta er snilldar leið til að græða pen­inga. Hvort sem áskriftin er tón­list (Spoti­fy), sjón­varps­þættir (Net­fl­ix), bækur (Storyt­el) eða vís­inda­legar rann­sókn­ir.

Sann­gjarnt væri seint orð sem hægt er að nota um pakka­á­skriftir stóru útgef­end­anna og það tang­ar­hald sem þeir hafa á háskóla­sam­fé­lag­in­u. Andóf Alexöndru og Sci­Hub hefur samt haft þau áhrif að háskóla­bóka­söfn hafa sum hver tekið þá áhættu að segja upp áskriftum og víða um heim hafa vís­inda­menn ákveðið að snið­ganga tíma­rit stór­fyr­ir­tækja uns sann­gjarn­ari samn­ingar nást

Alex­andra og Aaron eiga það sam­eig­in­legt að hafa brotið sér leið fram­hjá greiðslu­veggj­unum og opnað fyrir aðgang að rann­sóknum fyrir almenn­ing og unga náms­menn víða um heim. Fyrir það eru þau fræg sem Pírata­drottn­ingin og hakk­ar­inn. Fyrir það eru þau hetjur og njóta þess vafa­sama heið­urs að vera ofsótt af banda­rískum yfir­völd­um. Ég full­yrði ekki að leið þeirra sé rétt­læt­an­leg, en kannski er hún skilj­an­leg í ljósi þess fyr­ir­komu­lags sem nú ríkir um eign­ar­hald á rann­sókn­um. Kannski og von­andi hafa aðgerðir Aar­ons og Alexöndru náð að auka skiln­ingi á vanda­mál­inu. Því hver skyldi eiga rann­sóknir íslenskra vís­inda­manna sem stund­aðar eru fyrir opin­bert fé? Er það Elsevi­er, Sage, ProQuest, JSTOR, Wiley, vís­inda­mað­ur­inn eða við öll?

Höf­undur er for­stöðu­maður bóka­safns Háskól­ans á Bif­röst.

#Hvar­er­OA­stefn­an? #openaccessweek2020

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar