Píratadrottningin og hakkarinn

Þórný Hlynsdóttir, forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst, skrifar í tilefni af viku opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október.

Auglýsing

Þann 11. janúar 2013 svipti ungur maður sig lífi síðla kvölds á heimili sínu og unnustu hans í Brooklyn í New York. Hann var aðeins 27 ára gamall, tölvunörd og hakkari og dáður í þeim hópi. Þessi ungi maður var þá þegar orðinn snillingur, höfundur RSS áskriftarvakans, Markdown forritsins og Creative Commons afnotaleyfisins sem margir sem nota netið þekkja vel. Árið 2010 fékk hann starf við rannsóknir í Harvard háskóla og framtíðin virtist björt. 

Hvað leiddi til þess að svo hæfileikaríkur ungur maður grípur til slíks örþrifaráðs? Jú, hann hafði nýlega verið handtekinn af lögreglu MIT (Massachusettes Institute of Technology) fyrir þjófnað og innbrot eftir að hafa notað netkerfi og netþjóna MIT til að hlaða niður á kerfis[bundinn hátt vísindagreinum úr JSTOR tímaritasafninu á gestaaðgangi stofnunarinnar. JSTOR er stór útgefandi sem sérhæfir sig í að gera eldra efni aðgengilegt á vef. Bandarísk yfirvöld höfðu því birt honum stefnu aðeins tveimur dögum fyrr þar sem sakagiftir gátu valdið 35 ára fangelsun eða sekt upp á eina milljón Bandaríkjadala. 

Ekki eru allir sammála um að Aaron Schwarz hafi verið glæpamaður. Hann barðist gegn ósanngirni í útgáfu vísindarannsókna, auknum höfundarrétti vísindamanna á rannsóknum og skrifum á netinu, hlutum sem honum fannst þá þegar stefna í óefni. Eftir dauða sinn var hann tekinn inn í félagasamtökin Internet Hall of Fame, samtök sem heiðra þá sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í framþróun netheima.

Hinum megin í heiminum var ung kona nokkrum árum fyrr að brjótast til mennta í Rússlandi en Alexandra Elbakyan, var stöðugt að rekast á svokallaðan greiðsluvegg (e. paywall) þar sem hún var rukkuð fyrir aðgang að því vísindaefni sem hún þurfti að komast í. Ef hún ekki borgaði gat hún ekki lesið og þetta pirraði hana og hún greip til sinna ráða. 

Greiðsluveggir eru hönnun útgefenda, bæði sú áskrift sem þeir bjóða og síðan gjaldtaka fyrir einstaka greinar. Greiðsluveggjum er stýrt með IP-tölu aðgengi eða aðgangsorðum, háskólar sem kaupa áskrift gefa upp IP-tölu mengi sinna skóla og fá þannig aðgang. Greiðslumódelið sem útgefendur bjóða háskólum er oftast nær svokallaður stórpakki (e. Big Deal). Þeir stjórna því hvað pakkinn inniheldur og geta breytt innihaldi hans jafnvel meðan á áskrift stendur. Nýjustu rannsóknum er þó mjög oft haldið utan við áskriftina, algeng bið eftir að nýjustu greinar birtist áskrifendum eru sex til átján mánuðir, en getur þó verið enn lengri tími. Þessi birtingartöf hefur þær afleiðingar að þeir áskrifendur sem ekki eru tilbúnir að borga aukalega fyrir nýlega rannsókn geta þurft að bíða eftir að hún verði aðgengileg í pakkaáskriftinni. Þetta er því orðin tvöföld hindrun, eða tvöfaldur greiðsluveggur, þegar notandi þarf að borga fyrir aðgang að vísindagrein, jafnvel þott hann sé með áskrift og ætti því að hafa aðgang.  

Auglýsing
Rússneski háskólinn sem Alexandra stundaði nám við hefur án efa verið áskrifandi að einhverjum vísindatímaritum árið 2009, en greiðsluveggir eru staðreynd þrátt fyrir áskriftir. Staðan er því miður þannig að heilar heimsálfur eru meira og minna utan við greiðsluveggina, litlar rannsóknastofur eru utan þeirra og almenningur víðast hvar kemst ekki í rannsóknir samlanda sinna þrátt fyrir að þær séu kostaðar af almannafé. Aðeins lítill hluti rannsóknarniðurstaðna skilar sér í rafræn varðveislusöfn háskólanna sem eru í opnum aðgangi.

Stórpakkarnir eru dýrir og getur áskrift að þeim hlaupið á tugum milljóna  króna á ári sem gerir það að verkum að tækifæri fátækra ríkja og rannsakenda í smærri háskólum til að nálgast vísindalegt efni á netinu, efni sem þeir þurfa að nálgast til að þróa rannsóknir sínar, eru enn verri en þeirra sem hafa þó aðgang gegnum stórpakka. 

Fólk er smám saman að átta sig á þessum vanda. Hér á landi er Landsaðgangur sem er stórpakkaáskrift bæði að tímaritasöfnum og gagnasöfnum. Hann virkar á öllum IP-tölum á Íslandi, þannig að við gerum okkur mörg hver illa grein fyrir hvaða barátta fer fram í heiminum fyrir bættum aðgangi að rannsóknum, gögnum þeirra og birtum niðurstöðum. Flestir sem stunda rannsóknir á Íslandi hafa þó rekist á að komast ekki í grein nema gegn gjaldi þrátt fyrir þennan stóra aðgangssamning sem inniheldur 22 þúsund tímarit og kostaði okkur Íslendinga ríflega 230 milljónir króna árið 2019 sjá www.hvar.is.

Víkjum þá aftur að Alexöndru Elbakyan og tengslum hennar við Aaron Schwartz. Alexandra sagði eins og Aaron þessu módeli stríð á hendur, snillingurinn sem hún er fann leið framhjá greiðsluveggjum og stofnaði píratasíðuna SciHub sem veitir þúsundum aðgang að milljónum rannsóknagreina sem eru læstar í greipum stórfyrirtækja, m.a. Elsevier. Alexandra býr í Rússlandi þar sem bandarísk löggjöf nær ekki til hennar en þarf þó að fara huldu höfði þar sem stórfyrirtækin eru á eftir henni með málsóknir tilbúnar.

Á þeim skamma tíma sem liðinn er síðan tímaritin breyttu útgáfuformi sínu frá pappír í pdf (tæp 20 ár) hafa rannsóknir vísindamanna orðið féþúfa bandarískra og breskra stórfyrirtækja sem velta milljörðum Bandaríkjadala árlega og halda háskólum föstum í greipum áskrifta að aðgangi í stað kaupa á tímaritum, áskrift að aðgangi tryggir þó ekki að bókasafnið eigi tímaritin og greinarnar eins og áður var. Um leið og bókasafnið hættir áskrift, missir það aðganginn. Þetta módel þekkjum við öll, þetta er snilldar leið til að græða peninga. Hvort sem áskriftin er tónlist (Spotify), sjónvarpsþættir (Netflix), bækur (Storytel) eða vísindalegar rannsóknir.

Sanngjarnt væri seint orð sem hægt er að nota um pakkaáskriftir stóru útgefendanna og það tangarhald sem þeir hafa á háskólasamfélaginu. Andóf Alexöndru og SciHub hefur samt haft þau áhrif að háskólabókasöfn hafa sum hver tekið þá áhættu að segja upp áskriftum og víða um heim hafa vísindamenn ákveðið að sniðganga tímarit stórfyrirtækja uns sanngjarnari samningar nást

Alexandra og Aaron eiga það sameiginlegt að hafa brotið sér leið framhjá greiðsluveggjunum og opnað fyrir aðgang að rannsóknum fyrir almenning og unga námsmenn víða um heim. Fyrir það eru þau fræg sem Píratadrottningin og hakkarinn. Fyrir það eru þau hetjur og njóta þess vafasama heiðurs að vera ofsótt af bandarískum yfirvöldum. Ég fullyrði ekki að leið þeirra sé réttlætanleg, en kannski er hún skiljanleg í ljósi þess fyrirkomulags sem nú ríkir um eignarhald á rannsóknum. Kannski og vonandi hafa aðgerðir Aarons og Alexöndru náð að auka skilningi á vandamálinu. Því hver skyldi eiga rannsóknir íslenskra vísindamanna sem stundaðar eru fyrir opinbert fé? Er það Elsevier, Sage, ProQuest, JSTOR, Wiley, vísindamaðurinn eða við öll?

Höfundur er forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst.

#HvarerOAstefnan? #openaccessweek2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar