Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum

Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, svarar grein Jóhanns Páls Jóhannssonar um framtíðarfyrirkomulag gjaldeyrismála.

Auglýsing

Jóhann Páll Jóhanns­son skrifar á Kjarn­ann and­svar við svari mínu við grein hans. Ég þakka honum það. Mál­efna­leg umræða um gjald­eyr­is­mál er mjög af hinu góða, að mínu mati.

­Fyrst finnur Jóhann að notkun minni á gæsa­löppum í milli­fyr­ir­sögnum í svar­grein­inni. Af minni hálfu var um stíl­bragð að ræða sem átti að fanga kjarna hvers atriðis sem tekið var fyrir í svar­grein­inni. Ekki var þarna um beinar til­vitn­anir í grein Jóhanns að ræða. Það mátti mis­skilja. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Jóhann afsök­unar á því.

Ég er sáttur við þá punkta sem Jóhann hefur sett fram og tel þá, ásamt andsvörum mín­um, ágæta sam­an­tekt á kostum og göllum ólíkra leiða í gjald­eyr­is­mál­um. Fremur en að svara grein Jóhanns vil ég því nota þetta tæki­færi til að taka saman þessa kosti og galla ólíkra leiða, les­endum til glöggv­un­ar.

Krón­an, kostir og gallar

Kostir krón­unnar hafa mikið verið rædd­ir. Ljóst er að sjálf­stæður gjald­mið­ill skapar ákveð­inn sveigj­an­leika í hag­stjórn sem getur komið sér vel. Sér­stak­lega auð­veldar sjálf­stæður gjald­mið­ill leið­rétt­ingu mis­taka, t.d. í gerð kjara­samn­inga, og að takast á við áföll. Mögu­legt er að lækka raun­laun og bæta sam­keppn­is­stöðu með því að leyfa gengi að falla. Rétt er þó að hafa í huga að þetta „með­al“ við hag­stjórnar­á­skor­unum er því miður þannig að erfitt er að stjórna skammta­stærð­inni, eins og Ásgeir Jóns­son Seðla­banka­stjóri hefur bent á. Þannig er hætta á að krónan falli mun meira en nauð­syn­legt er til að leið­rétta raun­laun, með til­heyr­andi kjara­rýrn­un. Þetta upp­lifðu Íslend­ingar m.a. 2001 og 2008. 

Auglýsing
Gallarnir eru að sjálf­stæð mynt veldur hærri við­skipta­kostn­aði, dregur úr sam­keppni, skapar óvissu um við­skipta­kjör útflutn­ings­fyr­ir­tækja, ýtir undir verð­bólgu og leiðir til hærra vaxt­ar­stigs. Öll þessi vanda­mál verða þeim mun meiri því minna sem mynt­svæðið er. Færri og minni vondar fréttir þarf til að hreyfa við gengi lít­ils gjald­mið­ils en stór­s. 

Evr­an, kostir og gallar

Kostir aðildar Íslands að evru­svæð­inu eru að gallar krón­unnar hætta að vera vanda­mál. Við­skipta­kostn­aður lækkar gagn­vart evru­svæð­inu, óvissa um við­skipta­kjör hverfur og geng­is­sveiflur gagn­vart öðrum löndum innan mynt­svæð­is­ins hætta að hafa áhrif á verð­lag. Vextir lækka og sam­keppni á mörk­uðum svo sem fjár­mála­starf­semi og trygg­ingum verður mögu­leg.

Gall­arnir er að sveigj­an­leiki krón­unnar hverf­ur. Mis­tök í hag­stjórn eða áföll verða ekki leyst með lækkun gengis og þar með raun­launa. Reyna mundi veru­lega á sveigj­an­leika vinnu­mark­aðar ef hag­stjórn­ar­vanda­mál eiga ekki að leiða til atvinnu­leys­is. Einnig er það nokkuð sam­dóma álit sér­fræð­inga að aðild að ERM II og upp­taka evru sé ekki mögu­leg nema með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það yrði ekki gert nema með víð­tækri póli­tískri sátt, sem virð­ist nokkuð fjar­lægur mögu­leiki í dag.

Mála­miðl­un­in, kostir og gallar

Mála­miðl­unin felst í teng­ingu gengis krón­unnar við evru með gagn­kvæmum samn­ingum við Evr­ópu­sam­band­ið. Slík teng­ing hefur nær alla sömu kosti og galla og upp­taka evru. En hún krefst ekki aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu og væri því mögu­leg strax, ef póli­tískur vilji er fyrir hendi hér á landi og innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Á hinn bóg­inn er var­an­leiki slíkrar lausnar ein­ungis tryggður meðan báðir aðilar eru í stakk búnir til að verja fyr­ir­komu­lag­ið. Ég tel það mögu­legt, þó aðrir efast.

Af hverju ekki fljót­andi krónu?

Sé fyr­ir­komu­lag gjald­eyr­is­mála í heim­inum skoðað og borið saman við fólks­fjölda kemur í ljós að kostir sjálf­stæðrar myntar eru for­rétt­indi sem fyrst og fremst fjöl­mennar þjóðir leyfa sér. Litlar sjálf­stæðar myntir eru sjald­gæf­ar. Mynd 1 sýnir sam­an­tekt höf­undar á fyr­ir­komu­lagi gjald­eyr­is­mála og fólks­fjölda fyrir lönd heims­ins.Mynd 1.

Myndin sýnir að lang flestar minni þjóðir nota annað hvort gjald­miðil ann­arra ríkja eða tengja gjald­miðil sinn við aðra gjald­miðla. Ein­ungis meðal stór­þjóða er fljót­andi gengi algeng­asta fyr­ir­komu­lag gjald­eyr­is­mála. Hverju sæt­ir? Svarið blasir við. Aðrar þjóðir hafa kom­ist að því að kostn­aður sjálf­stæðrar myntar rétt­læti ekki ábatann. 

Ein­föld grund­vall­ar­lög­mál leiða til þess að óstöð­ug­leiki er fylgi­fiskur smæð­ar. Minni frá­vik í einum geira lít­ils og fábreytts hag­kerfis þarf til að hreyfa sam­töl­una fyrir hag­kerfið allt en í stóru fjöl­breyttu hag­kerfi. Því meiri óstöð­ug­leiki því meiri sveiflur í gengi, því meiri sveiflur í gengi því meiri kostn­aður af sjálf­stæðri mynt.

Við virð­umst stundum gleyma því hvað er stórt og hvað er lítið í þess­ari umræðu. Frændur okkar Norð­menn eru með sjálf­stæða mynt, norsku krón­una. Gengi hennar hefur verið mun stöðugra en gengi íslensku krón­unn­ar, þrátt fyrir að norska hag­kerfið sé á margan hátt ekki ósvipað því íslenska. Íslenska hag­kerfið er hins vegar lægra hlut­fall af því norska en hag­kerfi Hafn­ar­fjarðar er af íslenska hag­kerf­inu. Er hug­myndin um Hafn­firska krónu góð? Mundi það bæta lífs­kjör og fram­tíð­ar­horfur Hafn­firð­inga?

Auglýsing
Þeir aðilar sem af alvöru hafa skoðað mögu­leika Íslands í gjald­eyr­is­málum hafa allir kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að eini gjald­mið­ill­inn sem raun­veru­lega komi til greina að tengja gengi krón­unnar við sé evr­an. Evru­svæðið er lang stærsta við­skipta­blokkin sem Ísland á við­skipti við. Einnig skapar samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið sterkan innri markað fyrir vinnu­afl, sem mundi auð­velda teng­ingu Íslands við evru­svæð­ið. Jóhann, og margir aðr­ir, hafa bent á að hag­sveiflur á Íslandi og á evru­svæð­inu séu ekki í takt. Því gæti tengin sem þessi orðið okkur spenni­treyja í hag­stjórn. Ekki er hægt að neita því. (Benda má á að aug­ljós­asti val­kostur Hafn­firð­inga í gjald­eyr­is­málum er íslenska krón­an, þrátt fyrir að hagur Hafn­ar­fjarðar og Íslands ganga ekki alltaf í takt.)

Vanda­málið er þetta. Sá óstöð­ug­leiki sem krónan skapar hefur reynst Íslandi mjög dýr. Íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki þurfa að geta staðið af sér löng tíma­bil hás raun­gengis með háum raun­launum og erf­iðri sam­keppn­is­stöðu. Þetta hefur stuðlað að ein­hæfni útflutn­ings­at­vinnu­veg­anna hér á landi. Það sem helst þrífst eru greinar sem byggja á ódýrum aðgangi að íslenskum auð­lind­um. Á þessu þarf að verða breyt­ing ef mögu­legt á að vera að tryggja sam­bæri­leg kjör fyrir kom­andi kyn­slóðir og þeim bjóð­ast í nágranna­lönd­un­um. Lausnin getur ekki að eilífu verið að ganga bara á næstu auð­lind. Umfang þeirra er end­an­legt.

Ég er þeirrar skoð­unar að gjald­miðla­málin séu brýnt mál sem verði að ræða strax. Ég er einnig þeirrar skoð­unar að ekki eigi að spyrða það við aðrar og flókn­ari spurn­ing­ar, s.s. aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Af þeim sökum tel ég hug­mynd okkar Stef­áns Más þess virði að ræða.

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar