Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá

Árni Stefán Árnason skrifar um mikilvægi þess að ákvæði um dýravernd sé í stjórnarskrá.

Auglýsing

Lög­mað­ur­inn og áhrifa­vald­ur­inn Sig­urður Guðni Guð­jóns­son var á meðal við­mæl­enda í Silfri Egils ný­ver­ið. Hann and­mælti mik­il­vægi til­lagna Stjórn­laga­ráðs (hér eftir kallað Ráð­ið) um nýja stjórn­ar­skrá. Dag­inn áður, eða svo, hafði vel titl­aður kenn­ari við HÍ baunað því yfir þjóð­ina, órök­stutt, að til­lögum ráðs­ins hefði verið hafn­að. Það er rangt og stór­und­ar­legt að laga­pró­fessor láti slíkt frá sér.

Sig­urður hefur áhyggjur af því að bar­áttu­menn fyrir nýrri stjórn­ar­skrá nái fram vilja sín­um. Hann hefur áhyggjur af því að tekið verði mark á lýð­ræð­is­legum kosn­ingum um til­lögur Ráðs­ins, 2012. Það er óvenju­legur þanka­gangur hjá lög­lærðum mann­i. Ég hef áhyggjur af slíkum mál­flutn­ingi frá fag­mönnum úr röðum Sig­urð­ar.

Til­tók hann, og stökk því miður greini­lega bros á kinn, eitt dæmi úr til­lögum Ráðs­ins, ­sem er mér sér­stak­lega hug­leik­ið. Það er 36. gr. um dýra­vernd, sem hljóðar svo: 

,,Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri með­ferð og dýra­teg­unda í útrým­ing­ar­hættu".

Sig­urður telur að fólk þurfi að spyrja sig hvort þörf sé á þessu ákvæði. Ég svara: já það er þörf á því. Af hverju ég tel svo vera mun ég útskýra, enn einu sinni. Af orðum hans mátti ráða að hann hefur ekki lesið grein­ar­gerð­ina, sem Ráðið skrif­aði með ákvæð­inu og er í eðli sínu lög­skýr­ing­ar­gagn, væri ­til­laga ráðs­ins orðin að stjórn­skip­un­ar­lög­um.

Auglýsing
Sigurður telur ákvæðið algeran óþarfa og rök­styð­ur­ það með því að þegar sé kveðið á um vernd dýra í lög­um. Af orðum hans mátti ráða að hann hefur litla, sem enga þekk­ingu á rétt­ar­á­hrifum og fram­kvæmd dýra­vernda­laga á Íslandi. Þar hef ég for­skot á lög­mann­inn. Ég rann­sak­aði það á háskóla­stigi í 18. mán­uði. Þeirri vinnu lauk með útgáfu meist­ara­rit­gerðar í lög­fræði um efn­ið. Nið­ur­staða mín er sú í rit­gerð­inni að brýn þörf sé á stjórn­ar­skrár­á­kvæði um dýra­vernd og er það rök­stutt ræki­lega. Slíkt ákvæði er auk þess í stjórn­ar­skrám margra rétt­ar­ríkja auk almennra laga um dýra­vernd. Þar má nefna ­stjórn­ar­skrá Þjóð­verja, sem almennt er nú ekki taldar klaufar í ritun lög­gjaf­ar, til­gangi hennar og mark­mið­um. Eða eins og Þjóð­verjum er tamt að segja: Ordn­ung muss sein.

Sig­urður er flinkur mála­flutn­ings­maður og veit að fátt er betra en að geta stutt mál­flutn­ings sinn við stjórn­ar­skrár­á­kvæði þegar á reynir að sann­færa dóm­ara.

Núgild­andi dýra­vernd­ar­lög, sem tóku gildi 2013 eru ágæt, sem slík, við fyrsta lest­ur, en und­ir­liggj­andi er að þau eru sniðin að hags­muna­að­ilum þó tónn­inn sé fag­ur. Fram­kvæmd þeirra er að mörgu leyti í mol­um. Væri þeim fylgt þá væri t.d. ekki lengur heim­ilað að stunda loð­dýra­eldi, blóð­mera­bú­skap, margar teg­undir af fisk­veiði­að­ferðum og veiði­heim­ildir á villtum spen­dýrum eins og hrein­dýrum væru miklu þrengri. Þá er hæpið að mjólk­ur­fram­leiðsla væri heim­il­uð. Allt fram­an­greint og reyndar miklu fleira inni­ber illa með­ferð á dýrum hvað ég hef og aðrir hafa margoft rök­stutt í ýmsum skrif­um.

Það er alvar­legt og vill­andi með hags­muni dýr­anna að leið­ar­ljósi og fyrir mis­vel ­upp­lýsta áhorf­endur RÚV þegar svona rugli er haldið fram framan í þjóð­ina í vin­sælum sjón­varps­þætti.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og áhuga­maður um vernd allra dýra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar