Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá

Árni Stefán Árnason skrifar um mikilvægi þess að ákvæði um dýravernd sé í stjórnarskrá.

Auglýsing

Lögmaðurinn og áhrifavaldurinn Sigurður Guðni Guðjónsson var á meðal viðmælenda í Silfri Egils nýverið. Hann andmælti mikilvægi tillagna Stjórnlagaráðs (hér eftir kallað Ráðið) um nýja stjórnarskrá. Daginn áður, eða svo, hafði vel titlaður kennari við HÍ baunað því yfir þjóðina, órökstutt, að tillögum ráðsins hefði verið hafnað. Það er rangt og stórundarlegt að lagaprófessor láti slíkt frá sér.

Sigurður hefur áhyggjur af því að baráttumenn fyrir nýrri stjórnarskrá nái fram vilja sínum. Hann hefur áhyggjur af því að tekið verði mark á lýðræðislegum kosningum um tillögur Ráðsins, 2012. Það er óvenjulegur þankagangur hjá löglærðum manni. Ég hef áhyggjur af slíkum málflutningi frá fagmönnum úr röðum Sigurðar.

Tiltók hann, og stökk því miður greinilega bros á kinn, eitt dæmi úr tillögum Ráðsins, sem er mér sérstaklega hugleikið. Það er 36. gr. um dýravernd, sem hljóðar svo: 

,,Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu".

Sigurður telur að fólk þurfi að spyrja sig hvort þörf sé á þessu ákvæði. Ég svara: já það er þörf á því. Af hverju ég tel svo vera mun ég útskýra, enn einu sinni. Af orðum hans mátti ráða að hann hefur ekki lesið greinargerðina, sem Ráðið skrifaði með ákvæðinu og er í eðli sínu lögskýringargagn, væri tillaga ráðsins orðin að stjórnskipunarlögum.

Auglýsing
Sigurður telur ákvæðið algeran óþarfa og rökstyður það með því að þegar sé kveðið á um vernd dýra í lögum. Af orðum hans mátti ráða að hann hefur litla, sem enga þekkingu á réttaráhrifum og framkvæmd dýraverndalaga á Íslandi. Þar hef ég forskot á lögmanninn. Ég rannsakaði það á háskólastigi í 18. mánuði. Þeirri vinnu lauk með útgáfu meistararitgerðar í lögfræði um efnið. Niðurstaða mín er sú í ritgerðinni að brýn þörf sé á stjórnarskrárákvæði um dýravernd og er það rökstutt rækilega. Slíkt ákvæði er auk þess í stjórnarskrám margra réttarríkja auk almennra laga um dýravernd. Þar má nefna stjórnarskrá Þjóðverja, sem almennt er nú ekki taldar klaufar í ritun löggjafar, tilgangi hennar og markmiðum. Eða eins og Þjóðverjum er tamt að segja: Ordnung muss sein.

Sigurður er flinkur málaflutningsmaður og veit að fátt er betra en að geta stutt málflutnings sinn við stjórnarskrárákvæði þegar á reynir að sannfæra dómara.

Núgildandi dýraverndarlög, sem tóku gildi 2013 eru ágæt, sem slík, við fyrsta lestur, en undirliggjandi er að þau eru sniðin að hagsmunaaðilum þó tónninn sé fagur. Framkvæmd þeirra er að mörgu leyti í molum. Væri þeim fylgt þá væri t.d. ekki lengur heimilað að stunda loðdýraeldi, blóðmerabúskap, margar tegundir af fiskveiðiaðferðum og veiðiheimildir á villtum spendýrum eins og hreindýrum væru miklu þrengri. Þá er hæpið að mjólkurframleiðsla væri heimiluð. Allt framangreint og reyndar miklu fleira inniber illa meðferð á dýrum hvað ég hef og aðrir hafa margoft rökstutt í ýmsum skrifum.

Það er alvarlegt og villandi með hagsmuni dýranna að leiðarljósi og fyrir misvel upplýsta áhorfendur RÚV þegar svona rugli er haldið fram framan í þjóðina í vinsælum sjónvarpsþætti.

Höfundur er lögfræðingur og áhugamaður um vernd allra dýra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar