Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá

Árni Stefán Árnason skrifar um mikilvægi þess að ákvæði um dýravernd sé í stjórnarskrá.

Auglýsing

Lög­mað­ur­inn og áhrifa­vald­ur­inn Sig­urður Guðni Guð­jóns­son var á meðal við­mæl­enda í Silfri Egils ný­ver­ið. Hann and­mælti mik­il­vægi til­lagna Stjórn­laga­ráðs (hér eftir kallað Ráð­ið) um nýja stjórn­ar­skrá. Dag­inn áður, eða svo, hafði vel titl­aður kenn­ari við HÍ baunað því yfir þjóð­ina, órök­stutt, að til­lögum ráðs­ins hefði verið hafn­að. Það er rangt og stór­und­ar­legt að laga­pró­fessor láti slíkt frá sér.

Sig­urður hefur áhyggjur af því að bar­áttu­menn fyrir nýrri stjórn­ar­skrá nái fram vilja sín­um. Hann hefur áhyggjur af því að tekið verði mark á lýð­ræð­is­legum kosn­ingum um til­lögur Ráðs­ins, 2012. Það er óvenju­legur þanka­gangur hjá lög­lærðum mann­i. Ég hef áhyggjur af slíkum mál­flutn­ingi frá fag­mönnum úr röðum Sig­urð­ar.

Til­tók hann, og stökk því miður greini­lega bros á kinn, eitt dæmi úr til­lögum Ráðs­ins, ­sem er mér sér­stak­lega hug­leik­ið. Það er 36. gr. um dýra­vernd, sem hljóðar svo: 

,,Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri með­ferð og dýra­teg­unda í útrým­ing­ar­hættu".

Sig­urður telur að fólk þurfi að spyrja sig hvort þörf sé á þessu ákvæði. Ég svara: já það er þörf á því. Af hverju ég tel svo vera mun ég útskýra, enn einu sinni. Af orðum hans mátti ráða að hann hefur ekki lesið grein­ar­gerð­ina, sem Ráðið skrif­aði með ákvæð­inu og er í eðli sínu lög­skýr­ing­ar­gagn, væri ­til­laga ráðs­ins orðin að stjórn­skip­un­ar­lög­um.

Auglýsing
Sigurður telur ákvæðið algeran óþarfa og rök­styð­ur­ það með því að þegar sé kveðið á um vernd dýra í lög­um. Af orðum hans mátti ráða að hann hefur litla, sem enga þekk­ingu á rétt­ar­á­hrifum og fram­kvæmd dýra­vernda­laga á Íslandi. Þar hef ég for­skot á lög­mann­inn. Ég rann­sak­aði það á háskóla­stigi í 18. mán­uði. Þeirri vinnu lauk með útgáfu meist­ara­rit­gerðar í lög­fræði um efn­ið. Nið­ur­staða mín er sú í rit­gerð­inni að brýn þörf sé á stjórn­ar­skrár­á­kvæði um dýra­vernd og er það rök­stutt ræki­lega. Slíkt ákvæði er auk þess í stjórn­ar­skrám margra rétt­ar­ríkja auk almennra laga um dýra­vernd. Þar má nefna ­stjórn­ar­skrá Þjóð­verja, sem almennt er nú ekki taldar klaufar í ritun lög­gjaf­ar, til­gangi hennar og mark­mið­um. Eða eins og Þjóð­verjum er tamt að segja: Ordn­ung muss sein.

Sig­urður er flinkur mála­flutn­ings­maður og veit að fátt er betra en að geta stutt mál­flutn­ings sinn við stjórn­ar­skrár­á­kvæði þegar á reynir að sann­færa dóm­ara.

Núgild­andi dýra­vernd­ar­lög, sem tóku gildi 2013 eru ágæt, sem slík, við fyrsta lest­ur, en und­ir­liggj­andi er að þau eru sniðin að hags­muna­að­ilum þó tónn­inn sé fag­ur. Fram­kvæmd þeirra er að mörgu leyti í mol­um. Væri þeim fylgt þá væri t.d. ekki lengur heim­ilað að stunda loð­dýra­eldi, blóð­mera­bú­skap, margar teg­undir af fisk­veiði­að­ferðum og veiði­heim­ildir á villtum spen­dýrum eins og hrein­dýrum væru miklu þrengri. Þá er hæpið að mjólk­ur­fram­leiðsla væri heim­il­uð. Allt fram­an­greint og reyndar miklu fleira inni­ber illa með­ferð á dýrum hvað ég hef og aðrir hafa margoft rök­stutt í ýmsum skrif­um.

Það er alvar­legt og vill­andi með hags­muni dýr­anna að leið­ar­ljósi og fyrir mis­vel ­upp­lýsta áhorf­endur RÚV þegar svona rugli er haldið fram framan í þjóð­ina í vin­sælum sjón­varps­þætti.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og áhuga­maður um vernd allra dýra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar