Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá

Árni Stefán Árnason skrifar um mikilvægi þess að ákvæði um dýravernd sé í stjórnarskrá.

Auglýsing

Lög­mað­ur­inn og áhrifa­vald­ur­inn Sig­urður Guðni Guð­jóns­son var á meðal við­mæl­enda í Silfri Egils ný­ver­ið. Hann and­mælti mik­il­vægi til­lagna Stjórn­laga­ráðs (hér eftir kallað Ráð­ið) um nýja stjórn­ar­skrá. Dag­inn áður, eða svo, hafði vel titl­aður kenn­ari við HÍ baunað því yfir þjóð­ina, órök­stutt, að til­lögum ráðs­ins hefði verið hafn­að. Það er rangt og stór­und­ar­legt að laga­pró­fessor láti slíkt frá sér.

Sig­urður hefur áhyggjur af því að bar­áttu­menn fyrir nýrri stjórn­ar­skrá nái fram vilja sín­um. Hann hefur áhyggjur af því að tekið verði mark á lýð­ræð­is­legum kosn­ingum um til­lögur Ráðs­ins, 2012. Það er óvenju­legur þanka­gangur hjá lög­lærðum mann­i. Ég hef áhyggjur af slíkum mál­flutn­ingi frá fag­mönnum úr röðum Sig­urð­ar.

Til­tók hann, og stökk því miður greini­lega bros á kinn, eitt dæmi úr til­lögum Ráðs­ins, ­sem er mér sér­stak­lega hug­leik­ið. Það er 36. gr. um dýra­vernd, sem hljóðar svo: 

,,Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri með­ferð og dýra­teg­unda í útrým­ing­ar­hættu".

Sig­urður telur að fólk þurfi að spyrja sig hvort þörf sé á þessu ákvæði. Ég svara: já það er þörf á því. Af hverju ég tel svo vera mun ég útskýra, enn einu sinni. Af orðum hans mátti ráða að hann hefur ekki lesið grein­ar­gerð­ina, sem Ráðið skrif­aði með ákvæð­inu og er í eðli sínu lög­skýr­ing­ar­gagn, væri ­til­laga ráðs­ins orðin að stjórn­skip­un­ar­lög­um.

Auglýsing
Sigurður telur ákvæðið algeran óþarfa og rök­styð­ur­ það með því að þegar sé kveðið á um vernd dýra í lög­um. Af orðum hans mátti ráða að hann hefur litla, sem enga þekk­ingu á rétt­ar­á­hrifum og fram­kvæmd dýra­vernda­laga á Íslandi. Þar hef ég for­skot á lög­mann­inn. Ég rann­sak­aði það á háskóla­stigi í 18. mán­uði. Þeirri vinnu lauk með útgáfu meist­ara­rit­gerðar í lög­fræði um efn­ið. Nið­ur­staða mín er sú í rit­gerð­inni að brýn þörf sé á stjórn­ar­skrár­á­kvæði um dýra­vernd og er það rök­stutt ræki­lega. Slíkt ákvæði er auk þess í stjórn­ar­skrám margra rétt­ar­ríkja auk almennra laga um dýra­vernd. Þar má nefna ­stjórn­ar­skrá Þjóð­verja, sem almennt er nú ekki taldar klaufar í ritun lög­gjaf­ar, til­gangi hennar og mark­mið­um. Eða eins og Þjóð­verjum er tamt að segja: Ordn­ung muss sein.

Sig­urður er flinkur mála­flutn­ings­maður og veit að fátt er betra en að geta stutt mál­flutn­ings sinn við stjórn­ar­skrár­á­kvæði þegar á reynir að sann­færa dóm­ara.

Núgild­andi dýra­vernd­ar­lög, sem tóku gildi 2013 eru ágæt, sem slík, við fyrsta lest­ur, en und­ir­liggj­andi er að þau eru sniðin að hags­muna­að­ilum þó tónn­inn sé fag­ur. Fram­kvæmd þeirra er að mörgu leyti í mol­um. Væri þeim fylgt þá væri t.d. ekki lengur heim­ilað að stunda loð­dýra­eldi, blóð­mera­bú­skap, margar teg­undir af fisk­veiði­að­ferðum og veiði­heim­ildir á villtum spen­dýrum eins og hrein­dýrum væru miklu þrengri. Þá er hæpið að mjólk­ur­fram­leiðsla væri heim­il­uð. Allt fram­an­greint og reyndar miklu fleira inni­ber illa með­ferð á dýrum hvað ég hef og aðrir hafa margoft rök­stutt í ýmsum skrif­um.

Það er alvar­legt og vill­andi með hags­muni dýr­anna að leið­ar­ljósi og fyrir mis­vel ­upp­lýsta áhorf­endur RÚV þegar svona rugli er haldið fram framan í þjóð­ina í vin­sælum sjón­varps­þætti.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og áhuga­maður um vernd allra dýra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar