Látum raddir barna heyrast!

Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989.

þrírdrengs.jpg
Auglýsing

Í dag, 20. nóv­em­ber, er alþjóð­legi dagur barna sem og afmæl­is­dagur Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þessi dagur er mik­il­vægur meðal ann­ars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa und­ir­ritað Barna­sátt­mál­ann sem gerir hann að þeim mann­rétt­inda­sátt­mála sem hefur verið sam­þykktur af flestum ríkjum í heim­in­um. Á þessum degi er þess vegna til­valið að vekja athygli á mik­il­vægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sátt­mál­ans, sér­stak­lega þegar stórar breyt­ingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk.

Síðan sátt­mál­inn var sam­þykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum rétt­inda barna, og til­valið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ung­menna­ráði heims­mark­mið­anna. Þetta er aðeins eitt af fjöl­mörgum ung­menna­ráðum á Íslandi, sem eru sam­kvæmt okkar rann­sóknum 295 tals­ins. Þessi ráð eru kjör­inn vett­vangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sátt­mál­ans sem segir að öll börn, óháð kyni, lit­ar­hætti, trúar og öðrum per­sónu­legum sér­kenn­um, eigi að njóta rétt­inda Barna­sátt­mál­ans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera með­vituð um það sem er að ger­ast í öðrum löndum varð­andi rétt­indi barna. Með því að halda góðu starfi gang­andi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum inn­blástur til að vinna að bjartri fram­tíð barna um allan heim.

Auglýsing
Annað sem við Íslend­ingar getum gert til að hjálpa til við að upp­fylla rétt­indi barna all­stað­ar í heim­inum er að vinna að heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þessi mark­mið eru leið­bein­ingar sem hjálpa okkur að vinna að sjálf­bærri fram­tíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heil­brigðu og ham­ingju­sömu lífi til fram­búð­ar. Með því að minka kolefn­is­sporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferð­umst vinnum við að heims­mark­miði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífs­á­stand barna í öðrum löndum í heim­inum þar sem nátt­úru­ham­farir eru að versna vegna ham­fara­hlýn­un­ar. Svona má tengja öll 17 heims­mark­miðin við rétt­indi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.

Á tímum sem þessum er sér­stak­lega mik­il­vægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geð­heilsu barna. Covid-19 far­ald­ur­inn hefur haft mikil áhrif á börn og ung­linga. Til dæmis hafa fjölda­tak­mark­anir komið í veg fyrir að börn get­i hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tóm­stund­um. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upp­lýsa börn, á jákvæðan og hvetj­andi hátt, um hvað þau geti gert til að við­halda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglu­lega eða njóta úti­vist­ar. Einnig er mik­il­vægt að vera ekki dóm­harður við börn og leifa þeim að læra af eigin mis­tökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heil­brigð­ari ein­stak­lingar þannig.

Við viljum óska öllum börnum til ham­ingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér rétt­indi sín og láta skoð­anir ykkar heyr­ast. Nýtum okkur þau rétt­indi sem við höfum til að tjá okkur um mik­il­væg mál­efni sem varða okkur nú og munu varða okkur í fram­tíð­inni, það er ekki sjálf­gef­ið. Lesa má barna­sátt­mál­ann í heild sinni inni á vef­síðu Umboðs­manns barna (barn.is).

Fyrir hönd Ung­menna­ráðs heims­mark­mið­anna,

Finn­ur Ricart, ­Pétur Már og Arnar Snær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar