Draumur á jólanótt

Árni Már Jensson skrifar áramótahugvekju.

Auglýsing

Það var blíð­skapa­veður í djúp­inu þennan föstu­dag í lok febr­ú­ar. Þrátt fyrir hæga norð­vestan golu og bjart­viðri var þung und­ir­alda og tals­verður straumur í djúp­áln­um. Ég var yngstur um borð eða nýlega orð­inn fimmtán ára. Ég var nokkuð stór eftir aldri og þótti stýri­mann­inum því óhætt að setja mig á garð­ann. Þetta var minn fjórði róður á þessum 64 tonna eik­ar­báti og upp­lifði ég mig sem full­veðja háseta, enda nýlega fermdur og því karl­maður í full­orð­inna manna tölu. Stýri­mað­ur­inn brýndi fyrir mér að halda vöku minni og gæta þess að að stíga ekki nær bönd­unum þegar ég vipp­aði grjót-­sökk­unum fyrir borð. Hann lagði áherslu á að ég yrði að vera fljótur að stíga aftur á bak ef snuðra hlypi á lykkju eða net því ekki yrði aftur tekið ef ég færi útbyrðis með tross­unni.

Vitjun dags­ins hafði gengið vel og flestar trossur bunk­aðar af gol-þorski svo strák­arnir voru enn að ganga frá stýj­unum niðri í lest þegar við vorum að leggja. Þegar síð­asta trossan var að renna frá borði vissi ég ekki fyrr en eitt­hvað reif í hægri fót­inn og hreif mig á leift­ur­hraða yfir lunn­ing­una bak­borðs­megin og aftur fyrir skut. Mér sortn­aði fyrir augum og missti áttir um leið og trossan dró mig í níst­ings­kalt djúp­ið. Ein­ungis einni hugsun laust í huga mér, sem strák­arnir höfðu hamrað á við mig allan fyrsta túr­inn: „Ekki berj­ast um ef þig tekur fyrir borð. Þá muntu flækj­ast í net­unum og festast”.

Sárs­auk­inn í lík­am­anum nísti gegnum merg og bein enda til­finn­ingin sem ég væri rif­inn í sundur um mig miðjan er trossan tog­aði mig með sér niður í myrk und­ir­djúp­in. Það var sem tím­inn stöðv­að­ist þegar adrena­línið spýtt­ist um blóð­rás­ina. Hugs­unin varð leift­ur­hröð og lík­am­legur þróttur margefldist. Ég fann þó að fót­ur­inn var fastur og ég gat mig hvergi hreyft af ótta við að flækj­ast í net­in. Mér virt­ust allar bjargir bann­aðar um leið og lík­ami minn sökk eins og blý. Á sama tíma og ég heyrði skrúfu­hljóðið fjar­lægj­ast jókst þrýst­ing­ur­inn í eyr­unum þar til mér fannst höf­uðið á mér vera að springa. Skíma skamm­deg­is­birtunnar hvarf sjónum og ég vissi að enda­lokin færð­ust nær eftir því sem dýpið tog­aði. Sárs­auk­inn færð­ist úr skrokknum inn í lungun sem voru að kremj­ast undan þrýst­ingn­um. Ég fyllt­ist örvænt­ingu og öskr­aði í bólakafi og í sömu andrá fyllt­ust lungun af jök­ulköldum sjó. Í örskamma stund varð sárs­auk­inn óbæri­legur en síðan sortn­aði mér og ég missti með­vit­und. Allt varð myrkvað og kyrrt. Ég var dáinn en samt fannst mér sér­kenni­legt að vita það að ég væri dáinn. Hvernig gat ég verið með­vit­aður um sjálfan mig eftir að vera orð­inn líf­vana?

Auglýsing
Ég upp­lifði mig eins og ég væri tvær vit­und­ir; önnur sem tengd­ist hold­lík­am­anum og heila­starf­sem­inni sem nú var slokkn­uð, en hin sem tengd­ist und­ir­vit­und­inni og and­an­um, þeirri sömu og ég upp­lifði draumana gegnum er ég svaf. Nú skynj­aði ég allt gegnum þessa and­legu guðsvit­und hið innra. Vit­und, sem ég var á þess­ari stundu með­vit­aður um að hafa ávalt verið hluti af, þó ómeð­vitað hafi verið áður. Það var sér­kenni­leg til­finn­ing að vera á þennan hátt með­vit­aður um eigið líf og til­veru mitt í sömu andrá og starf­semi heil­ans væri slokknuð með drukknun lík­am­ans. 

Skyndi­lega varð ég var við ljóstýru í fjarska sem færð­ist nær og mér hlýn­aði. Þetta var allt svo óraun­veru­legt í ljósi þess að ég vissi að lík­am­inn sykki æ dýpra og ég væri drukkn­að­ur. En þetta ljós var öðru­vísi en venju­legt ljós. Það var ein­hvers­konar seig­fljót­andi orka sem gaf frá sér gullna birtu sem ylj­aði mér á þann hátt sem ég hlyti að vera hluti af. Allt varð nú krist­al­tært og hugsun mín skýr. Úr ljós­inu birt­ist mér and­lit sem færð­ist nær og nær þar til ég gat séð það skýrt og greini­lega. Það var maður sem ég þekkti. Hann var fal­legur með djúp augu og hátt enni. Hann var hluti af þessu gullna ljósi og ljósið var hluti af hon­um. Hann rétti mér styrka hönd sína og hreif mig úr djúp­inu og upp á yfir­borðið þar sem lík­ami minn var hífður líf­vana um borð. 

Star­andi upp í myrkt en stjörnu­bjart him­in­hvolfið milli æpandi and­lita skips­fé­lag­anna var það næsta sem ég man. Níst­ings­kuldi og sárir verkir í lungum og lík­ama gerðu vart við sig og kall­inn æpti: „Gerið klárt strák­ar,-landstím”!  Áhöfnin hlúði að mér á dekk­inu, vaf­inn inn í mörg ull­ar­teppi og segl. Brjóst­beinin höfðu brotnað við end­ur­lífg­un­ina og lík­am­inn var skjálf­andi kaldur og illa lemstr­að­ur. Strák­arnir sögðu mér að ég hefði verið í und­ir­djúp­unum í 10-15 mín­útur og að eng­inn púls né líf hafi verið með mér er mér hafi skyndi­lega skotið upp á yfir­borðið eins og kork­tappa, 30-50 metrum frá bátn­um. Þeir hafi vart trúað sínum eigin augum er ég hóf að kasta upp vatni úr lung­unum og byrja að anda með hvelj­um. Hægri fótur minn, sá sem flækt­ist í tross­unni, var svo illa brot­inn að þeir þorðu ekki að bera mig inn undir þilj­ur, enda ein­ungis hálf önnur klukku­stund af landstími framundan og stig­inn niður í lúkar þröngur og bratt­ur.

Það mátti heyra saum­nál detta er gamli mað­ur­inn lauk frá­sögn­inni. Við þekkt­umst lít­il­lega frá fyrri tíð en hann glímdi við krabba sem hafði lengi hrjáð hann. Nú hafði meinið dreift sér um allan lík­amann og komið að loka áfang­an­um. Við áttum því þetta hinsta sam­tal við rúmbeð hans á líkn­ar­deild­inn­i. 

Ég spurði þennan vin minn, hvers and­lit og hönd hafi hrifið hann úr und­ir­djúp­un­um? 

Hann horfði undr­andi í augu mín yfir þess­ari spurn­ingu og svar­aði: „Var ég ekki búinn að segja þér það? Það var vita­skuld Jesú Krist­ur. Á leið­inni upp á yfir­borðið sagði frels­ar­inn mér, að ég ætti eftir að flytja þessa frá­sögn áður en við hitt­umst aft­ur, sem ég geri hér með“.

Það færð­ist friður yfir ásjónu gamla manns­ins um leið og hann lyngdi aftur aug­unum og varp­aði önd­inni létt­ar. Á nátt­borði hans var lítil bæn Stein­gríms Thor­steins­sonar á snjáðum papp­írs­snepli sem hafði greini­lega fylgt honum margan veg­inn.: 

Trúðu á tvennt í heimi,

tign sem hæsta ber:

Guð í alheims geimi,

Guð í sjálfum þér.

Hálfur annar ára­tugur er lið­inn frá því að þessi vinur minn kvaddi jarð­vist­ina. Frá­sögn hans var mér að mestu gleymd þar til nú, á jóla­nótt sem leið, að gamli mað­ur­inn vitj­aði mín ljós­lif­andi í draumi. Hann ljóm­aði og birt­ist mér nú eins og hann var upp á sitt besta og sagði: „Mað­ur­inn í jarð­vist, hneig­ist til að skilja það sem honum er með­vitað en ekki ómeð­vit­að, þó hvor veru­leik­inn fyrir sig sé jafn raun­veru­leg­ur“.

Síðan kink­aði hann brosmildur kolli og rétti mér penna og autt blað í hönd. Ég tók við rit­föng­unum og vakn­aði frá draumnum með vissu um hvað gera þyrfti.

Gleði­legt nýtt ár.

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar