Betri tíð

Nánast hvergi á byggðu bóli ríkir meiri jöfnuður en á Íslandi, hvort sem litið er til eigna eða tekna. Engu máli virðist skipta hvar borið er niður, skrifar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Auglýsing

Horfur í þjóð­ar­bú­skapnum voru bjartar eftir mörg gjöful ár þegar bann­sett veiran kom og sneri öllu á haus í lok febr­ú­ar. Þessi óboðni gestur hefur varpað dökkum skugga á þjóð­lífið og leikið mörg grátt. Bless­un­ar­lega hafa inn­viðir sam­fé­lags­ins reynst nægi­lega sterkir til að halda far­aldr­inum í skefj­um, en það hefur kostað miklar fórn­ir.  

Slæmu frétt­irnar

Grund­völlur ferða­þjón­ustu, sem öðrum atvinnu­greinum fremur lyfti þjóð­inni úr öldu­dal banka­hruns­ins á undra­skömmum tíma, hvarf á einni nóttu án þess að nokkur fengi rönd við reist. Stjórn­völd hafa verið gagn­rýnd fyrir aðgerðir eða aðgerða­leysi með réttu eða röngu. Þeirra hlut­verk er ekki öfunds­vert því flest sem gert er orkar tví­mælis og for­dæmi til að styðj­ast við eru eng­in. Eins og hendi sé veifað horfum við á blóm­leg fyr­ir­tæki án tekna og tugi þús­unda vinnu­fúsra handa án verk­efna. Höggið bitnar beint og óbeint á öllum rekstri, þó að enn séu í land­inu sterk fyr­ir­tæki, sem betur fer.

Auglýsing

Lands­fram­leiðsla dróst saman um meira en 10 pró­sent á þriðja fjórð­ungi árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra. Ferða­þjón­ust­an, helsta upp­spretta gjald­eyr­is­tekna, var ekki svipur hjá sjón. Sam­drátt­ur­inn þar nam 77 af hundraði. Um er að ræða mesta sam­drátt í einu hag­kerfi í Evr­ópu. Dökkar tölur eru enn í spil­un­um.

Mót­vægið

Við­brögð við þreng­ing­unum hafa að mörgu leyti heppn­ast vel. En mót­væg­is­að­gerð­irnar hafa í för með sér að rík­is­sjóður þenst út, miklu meira en gengur upp til lengd­ar. Ríkið hefur þurft að taka lán fyrir þessum útgjöld­um. Áætlað er að sam­an­lagður halli rík­is­sjóðs á þessu ári og því næsta verði meira en 500 millj­arðar króna.

Gripið var til nauð­syn­legra úrræða á borð við greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti, hluta­bóta­leið, lok­un­ar­styrki og brú­ar­lán til fyr­ir­tækja. Tekju­falls­styrkjum verður útdeilt til ein­yrkja og smærri rekstr­ar­að­ila.

Starf­semi stærsta fyr­ir­tækis lands­ins, Icelanda­ir, hefur meira og minna verið í skötu­líki síðan ósköpin dundu yfir. Engum duld­ist á miðju ári að fyr­ir­tækið reri líf­róð­ur. Rík­is­á­byrgð á lána­línum var afar mik­il­væg fyrir hluta­fjár­út­boð­ið, sem ráð­ist var í. Und­ir­tektir fjár­festa voru þegar upp var staðið vonum fram­ar. Umfram­eft­ir­spurn var eftir hluta­bréfum og félagið komst fyrir vind.

Um miðjan nóv­em­ber kynnti rík­is­stjórnin svo aðgerðir sem hún kallar við­spyrnu fyrir Ísland. Þar má finna almennar og sér­tækar félags­legar aðgerðir og við­spyrnu­að­gerðir fyrir fyr­ir­tæki. Í þessum aðgerðum felst til dæmis að rekstr­ar­að­ilar sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 60 pró­sent tekju­falli geta fengið styrk úr rík­is­sjóði til að mæta rekstr­ar­kostn­aði.

Góðu frétt­irnar

Góðu frétt­irnar eru þær að bólu­setn­ing er þegar haf­in. Þar njótum við smæð­ar­inn­ar. Með sam­hentu átaki allra, sem við höfum svo oft náð í mót­byr, getum við bólu­sett stóran hluta þjóð­ar­innar á met­tíma.

Heil­brigð­is­kerfið hefur sannað sig, svo ekki verður um vill­st, í þessu risa­verk­efni og fram­lag einka­að­ila til þeirrar bar­áttu hefur skipt sköp­um. List­ir, menn­ing og íþróttir blómstra svo eftir er tekið um lönd og álf­ur. Ísland er í fremstu röð í jafn­rétt­is­mál­um, þótt auð­vitað þurfi að halda jafn­rétt­is­bar­áttu áfram. Hér ríkir bæði mál­frelsi og tján­ing­ar­frelsi og öfl­ugir fjöl­miðlar eru starf­rækt­ir.

Auglýsing

Ekki má gleyma inn­flytj­end­un­um, útlent fólk sem sest hefur að á Íslandi um lengri eða skemmri tíma setur mark sitt á þjóð­líf­ið. Það er ekki síst aðfluttu fólki að þakka að hjól sam­fé­lags­ins snú­ast á þessum erf­iðu tím­um. Lyk­il­stofn­anir eins og sjúkra­hús og hjúkr­un­ar­heim­ili eru mönnuð vinnu­fúsu fólki frá öllum heims­horn­um. 

Nán­ast hvergi á byggðu bóli ríkir meiri jöfn­uður en á Íslandi, hvort sem litið er til eigna eða tekna. Engu máli virð­ist skipta hvar borið er nið­ur. Ísland er öruggt land - hér er gott  að vera barn og full­orðin og allar for­sendur eru til að finna öllum vinnu­fúsum höndum verðug verk­efni. Þannig komumst við í gegnum þetta, reynsl­unni rík­ari.

Fram­tíðin

Verk­efni dags­ins er að þreyja þorrann, klára nauð­syn­legar bólu­setn­ingar og þannig tryggja að við getum umgeng­ist hvert annað eðli­lega. Getum hitt vini og fjöl­skyldu á manna­mót­um, farið á tón­leika, í bíó og leik­hús. Mætt í vinn­una, ferð­ast og stundað lík­ams­rækt. 

Þá tekur allt við sér og við komumst fljótt og örugg­lega upp úr þess­ari óvæntu kreppu, öfl­ugri en nokkru sinn­i. 

Bráðum kemur nefni­lega betri tíð.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit