Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum

Eyþór Eðvarðsson segir tímbært fyrir heiminn að girða sig í brók. Annars séu hamfarir handan við hornið.

Auglýsing

Síð­ustu sex ár hafa verið þau hlýj­ustu frá upp­hafi veð­ur­mæl­inga og ára­tug­ur­inn 2011-2020 sá heit­ast­i. ­Fyrir utan 8% minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á síð­asta ári vegna kór­ónu­veirunnar er ekki margt sem gefur ástæðu til mik­illar bjart­sýn­i. Ham­farir sem tengj­ast hlýnun jarðar eru næstum dag­lega í fréttum hér á Íslandi og um allan heim, aur­skrið­ur, ofsa­veð­ur, vatns­flóð, snjó­flóð, þurrkar, skóg­ar­eld­ar, stöð­ugur útdauði dýra­teg­unda o.s.frv.

Staðan er grafal­var­leg og ástæða þess að 196 þjóðir heims komu saman árið 2015 til að gera samn­ing um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Úr varð Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn sem hefur að mark­miði að halda hlýn­un­inni undir 2°C, helst 1.5°C.   En hvar erum við stödd í dag?

Erum að falla á tíma

Í des­em­ber 2020 skrif­aði dr. Zeke Haus­father grein sem birt er á heima­síð­unni Car­bon Brief og heitir Ana­lys­is: When might the world exceed 1.5°C and 2°C of global warm­ing?

Auglýsing

Grein Haus­father er byggð á spálík­ani sem kall­ast CMIP6 sem er notað af Vís­inda­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna (IPCC eða The Intergovern­mental Panel on Climate Change) til að búa til Sixth Assess­ment Report sem mun líta dags­ins ljós 2021-2022. Helsta nið­ur­staða hans er að ef ekki verði dregið stór­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda muni hlýn­unin fara yfir 1.5°C á árunum 2026 til 2042. Mið­gildið er árið 2031.

Í þeirri sviðs­mynd sem gerir ráð fyrir mestri losun förum við yfir 2°C þrösk­uld­inn á árunum 2034 til 2052. Mið­gildið er árið 2043

Miðað við lít­ils­háttar sam­drátt og að los­unin verði svipuð og hún er í dag förum við yfir 2°C hlýnun á árunum 2028-2072 með mið­gildi árið 2052

Það er mis­mun­andi hvaða for­sendur eða sviðs­myndir liggja til grund­vallar útreikn­ing­unum og hægt að deila um nokkur ár til eða frá. Aðal­at­riðið er þó að lít­ill munur er á milli spálík­an­anna og ljóst að það er lít­ill tími til stefnu ef takast á að stöðva hlýn­un­ina við 1.5°C eða 2°C. Margir þjóð­ar­leið­togar hafa lýst þessu sem neyð­ar­á­standi og sama gerðu rúm­lega 11 þús­und vís­inda­menn frá 153 löndum í tíma­rit­inu BioSci­ence.

Lofts­lags­málin ekki tekin alvar­lega

Heims­byggðin er nokkuð langt frá því að taka lofts­lags­vand­ann alvar­lega. Ekki þarf nema að skoða áform rík­is­stjórnar Íslands til að átta sig á því að hversu lítil alvara er í aðgerð­un­um. Áherslan hefur verið á að kom­ast upp með að gera sem minnst og Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn hentað vel því ein­ungis lít­ill hluti los­unar Íslands fellur undir hann. Aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar stefnir á sam­drátt að hámarki 1-2 millj­óna tonna á næstu 10 árum á meðan heild­ar­losun Íslands á ári er um 18 millj­ónir tonna (með land­notkun og illa förnu land­i). Það er ekki lítil losun en til sam­an­burðar er Nor­egur með losun upp á um 51 milljón tonn og þar búa 5.4 millj­ón­ir. 

Sam­kvæmt gögnum frá European Environ­ment Agency (EEA) erum við með langstærsta kolefn­is­spor per ein­stak­ling í Evr­ópu eða næstum 40 tonn á mann á meðan Lúx­em­borg, sem er í næsta sæti á eftir okk­ur, losar 17 tonn á mann. 

Það sem upp á Ísland stendur er að draga hratt úr losun á þeim 18 millj­ónum tonna sem bestu upp­lýs­ingar vís­inda­manna kveða á um. 

Hægt að ná miklum árangri strax

Það verður að telj­ast umhugs­un­ar­efni að ekki skuli fastar tekið á þeim tveim þáttum sem losa rúm­lega tvo þriðju af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­unum á Íslandi þ.e. fram­ræst vot­lendi og gróð­ur­eyð­ing á illa förnu landi. Fram­ræst vot­lendi losar 8.4 millj­ónir tonna á ári og ef dregið er frá allt það fram­ræsta land sem er í notk­un, t.d. í land­bún­aði, eru eftir 6.6 millj­ónir tonna sem hægt að end­ur­heimta strax. Illa farið land er talið losa 4 millj­ónir tonna sem eru vegna ofbeitar við fram­leiðslu á kinda­kjöti. Á Íslandi eru fram­leidd 9000 tonn af kinda­kjöti en mark­aður er fyrir 6000 tonn hér­lend­is. Kolefn­is­sporið af því kjöti er í þokka­bót á engan hátt verj­and­i. 

Áherslan yfir­valda er að mestu á orku­skipti í sam­göng­um, sem vissu­lega þarf að hraða, en hafa ber í huga að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­göngum er ein­ungis tæp milljón tonn á ári af þeim 18 sem Ísland los­ar. 

Það er kom­inn tími til að gyrða í brók, það eru ham­farir handan við horn­ið.

Grein­ar­höf­undur er ráð­gjafi. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar