Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum

Eyþór Eðvarðsson segir tímbært fyrir heiminn að girða sig í brók. Annars séu hamfarir handan við hornið.

Auglýsing

Síð­ustu sex ár hafa verið þau hlýj­ustu frá upp­hafi veð­ur­mæl­inga og ára­tug­ur­inn 2011-2020 sá heit­ast­i. ­Fyrir utan 8% minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á síð­asta ári vegna kór­ónu­veirunnar er ekki margt sem gefur ástæðu til mik­illar bjart­sýn­i. Ham­farir sem tengj­ast hlýnun jarðar eru næstum dag­lega í fréttum hér á Íslandi og um allan heim, aur­skrið­ur, ofsa­veð­ur, vatns­flóð, snjó­flóð, þurrkar, skóg­ar­eld­ar, stöð­ugur útdauði dýra­teg­unda o.s.frv.

Staðan er grafal­var­leg og ástæða þess að 196 þjóðir heims komu saman árið 2015 til að gera samn­ing um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Úr varð Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn sem hefur að mark­miði að halda hlýn­un­inni undir 2°C, helst 1.5°C.   En hvar erum við stödd í dag?

Erum að falla á tíma

Í des­em­ber 2020 skrif­aði dr. Zeke Haus­father grein sem birt er á heima­síð­unni Car­bon Brief og heitir Ana­lys­is: When might the world exceed 1.5°C and 2°C of global warm­ing?

Auglýsing

Grein Haus­father er byggð á spálík­ani sem kall­ast CMIP6 sem er notað af Vís­inda­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna (IPCC eða The Intergovern­mental Panel on Climate Change) til að búa til Sixth Assess­ment Report sem mun líta dags­ins ljós 2021-2022. Helsta nið­ur­staða hans er að ef ekki verði dregið stór­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda muni hlýn­unin fara yfir 1.5°C á árunum 2026 til 2042. Mið­gildið er árið 2031.

Í þeirri sviðs­mynd sem gerir ráð fyrir mestri losun förum við yfir 2°C þrösk­uld­inn á árunum 2034 til 2052. Mið­gildið er árið 2043

Miðað við lít­ils­háttar sam­drátt og að los­unin verði svipuð og hún er í dag förum við yfir 2°C hlýnun á árunum 2028-2072 með mið­gildi árið 2052

Það er mis­mun­andi hvaða for­sendur eða sviðs­myndir liggja til grund­vallar útreikn­ing­unum og hægt að deila um nokkur ár til eða frá. Aðal­at­riðið er þó að lít­ill munur er á milli spálík­an­anna og ljóst að það er lít­ill tími til stefnu ef takast á að stöðva hlýn­un­ina við 1.5°C eða 2°C. Margir þjóð­ar­leið­togar hafa lýst þessu sem neyð­ar­á­standi og sama gerðu rúm­lega 11 þús­und vís­inda­menn frá 153 löndum í tíma­rit­inu BioSci­ence.

Lofts­lags­málin ekki tekin alvar­lega

Heims­byggðin er nokkuð langt frá því að taka lofts­lags­vand­ann alvar­lega. Ekki þarf nema að skoða áform rík­is­stjórnar Íslands til að átta sig á því að hversu lítil alvara er í aðgerð­un­um. Áherslan hefur verið á að kom­ast upp með að gera sem minnst og Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn hentað vel því ein­ungis lít­ill hluti los­unar Íslands fellur undir hann. Aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar stefnir á sam­drátt að hámarki 1-2 millj­óna tonna á næstu 10 árum á meðan heild­ar­losun Íslands á ári er um 18 millj­ónir tonna (með land­notkun og illa förnu land­i). Það er ekki lítil losun en til sam­an­burðar er Nor­egur með losun upp á um 51 milljón tonn og þar búa 5.4 millj­ón­ir. 

Sam­kvæmt gögnum frá European Environ­ment Agency (EEA) erum við með langstærsta kolefn­is­spor per ein­stak­ling í Evr­ópu eða næstum 40 tonn á mann á meðan Lúx­em­borg, sem er í næsta sæti á eftir okk­ur, losar 17 tonn á mann. 

Það sem upp á Ísland stendur er að draga hratt úr losun á þeim 18 millj­ónum tonna sem bestu upp­lýs­ingar vís­inda­manna kveða á um. 

Hægt að ná miklum árangri strax

Það verður að telj­ast umhugs­un­ar­efni að ekki skuli fastar tekið á þeim tveim þáttum sem losa rúm­lega tvo þriðju af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­unum á Íslandi þ.e. fram­ræst vot­lendi og gróð­ur­eyð­ing á illa förnu landi. Fram­ræst vot­lendi losar 8.4 millj­ónir tonna á ári og ef dregið er frá allt það fram­ræsta land sem er í notk­un, t.d. í land­bún­aði, eru eftir 6.6 millj­ónir tonna sem hægt að end­ur­heimta strax. Illa farið land er talið losa 4 millj­ónir tonna sem eru vegna ofbeitar við fram­leiðslu á kinda­kjöti. Á Íslandi eru fram­leidd 9000 tonn af kinda­kjöti en mark­aður er fyrir 6000 tonn hér­lend­is. Kolefn­is­sporið af því kjöti er í þokka­bót á engan hátt verj­and­i. 

Áherslan yfir­valda er að mestu á orku­skipti í sam­göng­um, sem vissu­lega þarf að hraða, en hafa ber í huga að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­göngum er ein­ungis tæp milljón tonn á ári af þeim 18 sem Ísland los­ar. 

Það er kom­inn tími til að gyrða í brók, það eru ham­farir handan við horn­ið.

Grein­ar­höf­undur er ráð­gjafi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar