Tveir á móti einum? Einn á móti tveim? Tveir á móti tveim?

María Sjöfn Árnadóttir skrifar um sýn sína sem brotaþola á refsivörslukerfið.

Auglýsing

Staða brota­þola í íslensku sam­fé­lagi er mér ofar­lega í huga en hún getur hvorki talist sann­gjörn né rétt­lát í núver­andi kerfi. Mörg dæmi eru um að brota­þoli hafi þurft að ganga í gegnum mein­gallað rétt­ar­vörslu­kerfi sem tekur í raun við kefl­inu af ger­anda og heldur áfram að brjóta á brota­þola sem brot­inn er fyr­ir.

I Af­leið­ingar ofbeldis

Ofbeldi hefur bæði and­legar og lík­am­legar afleið­ingar fyrir þol­anda og hald­ast afleið­ingar brot­anna á lík­ams­kerfið í heild sinni í hendur sem leiða oft til áfallastreiturösk­un­ar. Langvar­andi áfallastreituröskun getur verið lífs­hættu­leg. Dæmi eru um að ein­stak­lingur með áfall­streituröskun sé á stöð­ugu varð­bergi, jafn­vel í mörg ár, kipp­ist til við minnstu hljóð og hreyf­ingar og sé ávallt við­bú­inn árás. Lík­am­inn fer í „fight and flight mode“ í varn­að­ar­skyni. Slíkt ástand getur valdið lík­am­legum kvillum s.s., álags­há­þrýst­ingi og miklu álagi á hjarta sem pumpar á óeðli­legum hraða.

Til við­bótar getur and­leg van­líðan verið lífs­hættu­leg og margir sem vinna sig ekki úr áfallastreit­unni nema með sér­tækri aðstoð s.s. EM­DR á­fallastreiturösk­un­ar­með­ferð. Þá með­ferð er þó ekki á færi allra að nýta sér þar sem hver tími kostar rúmar 18.000.kr.

Í ljósi þess að ofbeldi spyr hvorki um stétt né stöðu, ættu allir sem verða fyrir ofbeld­is­broti að eiga kost á sér­tækri aðstoð til að vinna sig frá slíkum óskapn­aði sem ofbeldi er, óháð efna­hag. Til við­bótar við­tals­með­ferðum bæt­ist við lyfja­kostn­að­ur, og eru mörg dæmi um að þolendur þurfi á þung­lynd­is-,svefn-,kvíða-, og hjarta­lyfjum að halda í kjöl­far brota, jafn­vel í mörg ár.

Bjark­ar­hlíð og Stíga­mót sinna við­tals­þjón­ustu við brota­þolend­ur. Sú þjón­usta heldur brota­þola á floti meðan á máls­með­ferð stend­ur, jafn­vel í mörg ár þar sem ­máls­með­ferð­ar­tím­i í ofbeld­is­brotum getur verið mjög lang­ur. Mörg dæmi eru um að þol­andi geti illa unnið sig frá lífs­reynsl­unni fyrr en máls­með­ferð er end­an­lega lok­ið, það er því rétt hægt að ímynda sér­ á­lag­ið á þolendur þegar máls­með­ferð­ar­tími dregst úr hófi fram.

Auglýsing
Afleiðingar ofbeld­is­brota geta verið mjög alvar­legar og kemur alvar­leg­asta birt­ing þeirra fram þegar fólk sviptir sig lífi. Einnig eru dæmi um að brota­þolar þurfi að sækja vímu­efna- og áfeng­is­með­ferð­ir, verði öryrkjar og öðlist aldrei aftur eðli­legt líf. Það hlýtur að vera þjóð­fé­lags­lega hag­bært að koma brota­þola aftur út í lífið með því að bjóða upp á með­ferð vegna marg­þætts heilsu­far­s­vanda.

II Á­byrgð rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins

Í stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu er kveðið á um að allir skuli eiga rétt á rétt­látri máls­með­ferð fyrir óháðum dóm­stól­um, enda um mik­il­væg mann­rétt­indi að ræða. Þegar rétt­ur­inn til hefnda var tek­inn af almúg­anum og færður til ákæru­valds var rann­sak­endum gert að vanda vel til verka, enda ábyrgð­ar­mikið hlut­verk og vald í honum fólg­inn.

En hvað ger­ist þegar rann­sak­endur brjóta gegn rétt­indum brota­þola, ekki er vandað til verka og kerfið fyr­ir­gerir rétti brota­þola til að fá notið rétt­látrar máls­með­ferð­ar? Hvað ger­ist þegar mál fyrn­ast í rann­sókn ákæru­sviðs með þeim afleið­ingum að brota­þoli tapar rétti sínum til rétt­látrar máls­með­ferðar og ekki er hægt að ákæra í máli?

Svarið er ein­falt, ekk­ert! Það hefur engar afleið­ingar í för með sér fyrir ákæru­vald þegar það brýtur gegn rétt­indum brota­þola.

Afleið­ing­arnar fyrir brota­þol­ann eru hins vegar miklar, hann situr eft­ir brotn­ari en hann var áður en hann kærði ofbeldið og missir allt traust á refsi­vörslu­kerf­i ­sem átti að vanda til verka og vernda ákveðin grund­vall­ar­mann­rétt­indi. Brota­þoli situr eftir og þarf sjálfur að bera kostnað vegna sér­tækrar aðstoðar í kjöl­far áfalla og þarf jafn­vel að greiða háan reikn­ing fyrir lög­fræði­þjón­ustu úr eigin vasa.

Það er ekki góð til­finn­ing að geta ekki treyst refsi­vörslu­kerf­inu. Öll þurfum við að bera afleið­ingar af gerðum okkar og ætti refsi­vörslu­kerfið ekki að vera þar und­an­skil­ið.

Þegar refsi­vörslu­kerfið bregst brota­þola verða ger­endur tveir, upp­haf­legur ger­andi og ákæru­svið. Þegar refsi­vörslu­kerfið hefur brugð­ist brota­þola með þeim afleið­ingum að rétt­lát máls­með­ferð þeirra verður ekki tryggð, getur þá talist eðli­legt að brota­þoli fái ekki gjaf­sókn í einka­máli gegn ger­anda óháð efna­hag, til að fá hluta af rétt­látri máls­með­ferð bætta? Telst eðli­legt að ríkið beri ekki hlut­læga skaða­bóta­skyldu þegar þessi mik­il­vægu mann­rétt­indi eru brot­in? Telst eðli­legt að það hafi engar afleið­ingar í för með sér fyrir ákæru­svið þegar það brýtur með sak­næmum hætti á rétti brota­þola?

Ítrekuð brot refsi­vörslu­kerf­is­ins virka eins og blaut tuska í and­lit brota­þolenda. Til­finn­ingin sem situr eftir hjá brota­þola er van­virð­andi og nið­ur­lægj­andi. Brota­þolar treysta ekki refsi­vörslu­kerf­inu, það verður að laga. Rétt­indi þeirra verður að tryggja þegar kerfið bregst þeim, svo þeir verði ekki ein­ungis máls­númer hjá rann­sak­end­um.

Það myndi að öllum lík­indum leiða til vand­aðri rann­sókna, óháð fjár­magns-og ­mann­eklu­vanda ­sem getur aldrei talist gild afsökun þegar mann­rétt­indi eru brot­in. Slæ­leg vinnu­brögð refsi­vörslu­kerf­is­ins verða að hafa afleið­ingar í för með sér fyrir kerf­ið. Það myndi svo aftur leiða til auk­ins traust brota­þola á kerf­inu.

Það vantar sár­lega meiri þekk­ingu á afleið­ingum ofbeld­is­brota bæði hjá rann­sak­endum og dóm­stól­um. Það má spyrja þeirra spurn­ingar hvort þörf sé á sér­dóm­stól í ofbeld­is­brot­um, þar sem eðli brot­anna eru mjög per­sónu­leg umfram önnur brot. Þá mætti einnig leggja meiri áherslu á rétt­arsál­fræði sem ætti að vera skyldu­fag í grunn­námi í lög­fræði.

III ­Kerf­is­leg­ar breyt­ingar eru nauð­syn­legar

Þol­andi sem kærir brot sitt á fyrir höndum sein­farna leið í gegnum rétt­ar­vörslu­kerf­ið, því fylgir álag á þol­anda sem tekur af honum sinn toll, bæði and­lega og lík­am­lega. Þá getur kostn­aður fyrir brota­þola sem kærir ofbeld­is­brot numið nokkrum hund­ruð þús­und­um.

Það getur vart talist eðli­legt, rétt­látt né sann­gjarnt að brota­þoli sem verður fyrir refsi­verðu ofbeldi beri þann kostn­að. Það er því mik­il­vægt að ríki greiði fyrir þá með­ferð sem brota­þola er nauð­syn­legt að sækja sér, heilsu sinnar vegna.

Það er nauð­syn­legt að tryggja betur rétt brota­þola til rétt­látrar máls­með­ferð­ar, gagn­vart kerf­is­lægum brotum rann­sak­enda, en líkt og að framan greinir er pottur víða brot­inn.

Tryggja þarf brota­þola laga­legan rétt á aðild í máli. Einnig þarf að tryggja brota­þola skýra kæru­heim­ild á rann­sókn­ar­stigi, telji brota­þoli/rétt­ar­gæslu­lög­maður að verið sé að brjóta lögvarð­an rétt í máls­með­ferð. Sú kæru­heim­ild helst í hendur við að tryggja rétt brota­þola um aðgengi að máls­gögnum og gera honum kleift að fylgj­ast með máli sínu.

Hafi brota­þoli/rétt­ar­gæslu­lög­maður ekki tök á að ­fylgast ­með fram­gangi máls, getur hann ekki vitað hvort verið er að brjóta á rétti hans til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrr en það er orðið of seint. Þetta á t.d. við ef ekki hefur verið talað við vitni í máli, mik­il­væg gögn ekki sótt eða sak­ar­efni ekki kynnt sak­born­ingi innan tíma­frests, með þeim afleið­ingum að ekki er hægt að ákæra í máli.

Þá er það mark­mið saka­mála­laga að upp­lýsa mál og því afar mik­il­vægt að brota­þoli fái tæki­færi til að sanna eða afsanna það sem fram kemur í skýrslu ger­anda á sama hátt og ger­andi getur gert varð­andi fram­burð brota­þola. Þetta getur skipt öllu til að kom­ast að hinu sanna í máli.

Brot á rann­sókn­ar­stigi eru alltof ­mörg í þessum brota­flokki og því auð­velt að rétt­læta nauð­syn þess að bæta rétt brota­þola. Þannig væri hægt að fyr­ir­byggja fyrn­ingu brota með því að skerpa á verk­lags­reglum og yfir­fara alla ­fyrn­ing­ar­frest­i í máli um leið og skýrslu­töku af brota­þola er lok­ið.

Einnig mætti breyta fram­kvæmd um kynn­ingu á sak­ar­efni til ger­anda með þeim hætti að birta honum sak­ar­efni með svip­uðum hætti og birt­ing stefnu fer fram.

Fram­kvæmdin í dag er oft sú að reynt er að hringja í hinn kærða sem getur kom­ist upp með að svara ekki í síma í marga mán­uði. Þá heldur sím­tal ekki fyrir dómi þegar sak­ar­efni er kynnt með þeim hætti. Dæmi eru einnig um að ekki náist í hinn kærða fyrr en fyrn­ing­ar­frestur er lið­inn, með þeim afleið­ingum að ekki verður hægt að ákæra í máli.

Auglýsing
Ofbeldismenn kunna að forð­ast að svara sím­hring­ing­um, þeir hafa kom­ist upp með þá hegðun sem er galin stað­reynd. Þrátt fyrir að skýr heim­ild sé í lögum að hægt sé að færa ger­anda til skýrslu­töku með lög­reglu­valdi, þá er þeirri heim­ild sjaldn­ast beitt.

Til að koma í veg fyrir að staða sem þessi komi upp mætti bæta við laga­á­kvæði um að sak­ar­efni sé birt sak­born­ingi um leið og mál er kært. Þá er nýr ­fyrn­ing­ar­frest­ur ­skýr, bæði fyrir rann­sak­endum og brota­þola og ­fyrn­ing­ar­frest­ur rof­inn í máli.

Það stenst ekki skoðun að lík­ami brota­þola sé brota­vett­vangur og heil­inn sé vitni í ofbeld­is­mál­um. Það er galið að skilja að hug og lík­ama og skil­greina brota­þola sem vitni.

Í ofbeld­is­brotum er brota­vett­vangur lík­ami og hugur á sama tíma, því ætti brota­þoli að vera aðili máls enda hefur hann aug­ljósra hags­muna að gæta. Skil­grein­ing lækna­vís­inda er jú sú, að þegar hugur og lík­ami eru aðskilin að þá sé við­kom­andi lát­inn.

Rétt­indi brota­þola í dag eru ekki mikið meiri en rétt­indi þriðja aðila, vitnis sem er aðilum jafn­vel ótengd­ur. Hvernig fær þetta stað­ist?

Það er svo langt frá því að sömu hags­munir séu í húfi fyrir brota­þola sem vitni og þriðja aðila sem vitni.

Brota­þoli sem kærir fær opin­beran sækj­anda og ger­andi fær opin­beran verj­anda. Það ætti ekki að telj­ast tveir á móti ein­um, eins og margir fræði­menn halda fram. Einnig hefur komið upp sú staða að ákæru­svið brjóti á rétti brota­þola og þá er staðan sú fyrir brota­þola að hann er einn gegn ákæru­sviði og ger­anda. Tveir gegn ein­um, það er þungur kross að bera.

Höf­undur greinar er brota­þoli með lög­fræði­mennt­un. Sem brota­þoli hefur höf­undur gengið í gegnum hið mein­gall­aða refsi­vörslu­kerfi. Kerfi sem braut með marg­vís­legum hætti á höf­undi með þeim afleið­ingum að réttur hans til rétt­látrar máls­með­ferðar var fyrir borð bor­inn, án nokk­urra afleið­inga fyrir kerf­ið. Brotin koma ekki öll fram í grein þess­ari, upp­taln­ing þeirra allra mun bíða betri tíma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar