Ábyrgð eða áburður?

Formaður Reiðhjólabænda segir það staðreynd að eini raunverulegi og áþreifanlegi samnefnarinn í flestum þeim slysum sem orðið hafa undanfarnar vikur, séu ökutækin.

Auglýsing

Nú eru nærri 3 vikur þar til skemmsti dagur árs­ins rennur upp­. ­Rúmar 4 klukku­stundir af dags­birtu, það er allt og sum­t. ­Nema það verði þung­búið veð­ur, rign­ing eða snjó­kom­a. Þá verður birtan enn minni.

Þess vegna er það mjög ein­kenni­legt hve umferð­ar­hraði í þétt­býli er enn mik­ill. Í núgild­andi umferð­ar­lögum er til­greint að settur hámarks­hraði á hverjum stað og tíma mið­ist ávallt við bestu aðstæð­ur­. Það er hins vegar hvergi skil­greint hversu mikið á að draga úr hraða þegar aðstæður eru ekki “bestar”. Og þetta atriði virð­ist vefj­ast fyrir mikið fyrir mörgum sem stýra þungum öku­tækj­um.

Í skamm­deg­inu und­an­farnar vikur hefur því borið mikið á slysum þar sem ekið er á óvarða veg­far­end­ur, hvort sem er gang­andi eða hjóland­i. Auð­vitað eru aðstæður alltaf mis­mun­andi á milli til­vika og því alls ekki hægt að slá því föstu að orsökin fyrir slíkum slysum sé alltaf sú sama, þó þar kunni að vera ein­hverjir sam­nefn­ar­ar.

Það vekur því furðu margra, sér­stak­lega þeirra sem láta sig umferð­ar­ör­yggi ein­hverju varða, hve lítið er gert af því að minna stærsta veg­far­enda­hóp­inn á sinn hluta ábyrgð­ar­inn­ar. ­Jafn­vel þó það sé alveg rétt að allt of margir óvarðir veg­far­endur hunsi þá mögu­leika sem þeir hafa til að auka sýni­leika sinn í myrkrinu, er ekki hægt að horfa fram­hjá þeirri stað­reynd að eini raun­veru­legi og áþreif­an­legi sam­nefn­ar­inn í flestum þeim slysum sem orðið hafa und­an­farnar vik­ur, eru öku­tæk­in. Hvort sem öku­tækj­unum er ekið of hratt, ekki farið nógu var­lega við fram­úr­akstur eða hvað sem er ann­að, er ábyrgð öku­manns­ins alltaf mjög mikil þegar kemur að slíkum slys­um.

Auglýsing
Almenn umræða um umferð­ar­ör­yggi dregur oft­ast fram fjöl­marga sjálf­skip­aða sér­fræð­inga sem kepp­ast við að halda fram ýmsu sem löngu er úrelt vit­neskja. ­Setn­ingar sem þá er gjarna fleygt fram sýna á ein­kenni­lega sorg­legan hátt hve almennri fræðslu margra öku­manna er ábóta­vant. Til dæmis þegar því er haldið fjálg­lega fram að „Götur eru fyrir bíla”, talað um að ein­hver sé “í rétti” eða full­yrt að „hjól­reiða­fólk brýtur langoft­ast umferð­ar­lög”. Ekk­ert af þessu er rétt, eins og má auð­veld­lega sann­reyna með örlít­illi upp­flett­ingu í áreið­an­legum gögn­um. En slíkt er yfir­leitt ekki á færi sjálf­skip­aðra sér­fræð­inga.

Margir þeirra sem vilja auka fjöl­breytn­ina í sam­göngu­mátum hafa velt því fyrir sér hvers vegna það ger­ist svo oft í umfjöllun um þau slys þar sem ekið er á óvarða veg­far­endur að Lög­regla, Sam­göngu­stofa og aðrir aðilar sem að þessum málum koma, forð­ast það eins og heitan eld­inn að minna öku­menn á sinn hluta ábyrgð­ar­inn­ar. Flest hjól­reiða­fólk er með­vitað um gagn­semi end­ur­skins­merkja og skær­lit­aðra yfir­hafna, enda er það óum­deilt að slíkur bún­aður eykur umferð­ar­ör­ygg­i. En ætti það ekki að vera jafn óum­deilt að þung öku­tæki, sem ekið er of hratt miðað við aðstæð­ur, valda mestum skaða og flestum örkumlum þeirra sem ekið er á? Er engin ástæða til að minna þá sem stýra slíkum tækjum á þeirra hluta ábyrgð­ar­inn­ar.

Lög­regla, Sam­göngu­stofa og aðrir sem eiga að vinna að bættu umferð­ar­ör­yggi mættu alveg fara einu sinni enn yfir sín inn­legg í umræð­una und­an­farnar vikur í tengslum við þau slys sem hafa gerst. Von­andi leiðir það til þess að skila­boðin um ábyrgð og leiðir til að fækka slysum nái í fram­tíð­inni líka til öku­manna.

Höf­undur er for­maður Reið­hjóla­bænda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar