Ábyrgð eða áburður?

Formaður Reiðhjólabænda segir það staðreynd að eini raunverulegi og áþreifanlegi samnefnarinn í flestum þeim slysum sem orðið hafa undanfarnar vikur, séu ökutækin.

Auglýsing

Nú eru nærri 3 vikur þar til skemmsti dagur árs­ins rennur upp­. ­Rúmar 4 klukku­stundir af dags­birtu, það er allt og sum­t. ­Nema það verði þung­búið veð­ur, rign­ing eða snjó­kom­a. Þá verður birtan enn minni.

Þess vegna er það mjög ein­kenni­legt hve umferð­ar­hraði í þétt­býli er enn mik­ill. Í núgild­andi umferð­ar­lögum er til­greint að settur hámarks­hraði á hverjum stað og tíma mið­ist ávallt við bestu aðstæð­ur­. Það er hins vegar hvergi skil­greint hversu mikið á að draga úr hraða þegar aðstæður eru ekki “bestar”. Og þetta atriði virð­ist vefj­ast fyrir mikið fyrir mörgum sem stýra þungum öku­tækj­um.

Í skamm­deg­inu und­an­farnar vikur hefur því borið mikið á slysum þar sem ekið er á óvarða veg­far­end­ur, hvort sem er gang­andi eða hjóland­i. Auð­vitað eru aðstæður alltaf mis­mun­andi á milli til­vika og því alls ekki hægt að slá því föstu að orsökin fyrir slíkum slysum sé alltaf sú sama, þó þar kunni að vera ein­hverjir sam­nefn­ar­ar.

Það vekur því furðu margra, sér­stak­lega þeirra sem láta sig umferð­ar­ör­yggi ein­hverju varða, hve lítið er gert af því að minna stærsta veg­far­enda­hóp­inn á sinn hluta ábyrgð­ar­inn­ar. ­Jafn­vel þó það sé alveg rétt að allt of margir óvarðir veg­far­endur hunsi þá mögu­leika sem þeir hafa til að auka sýni­leika sinn í myrkrinu, er ekki hægt að horfa fram­hjá þeirri stað­reynd að eini raun­veru­legi og áþreif­an­legi sam­nefn­ar­inn í flestum þeim slysum sem orðið hafa und­an­farnar vik­ur, eru öku­tæk­in. Hvort sem öku­tækj­unum er ekið of hratt, ekki farið nógu var­lega við fram­úr­akstur eða hvað sem er ann­að, er ábyrgð öku­manns­ins alltaf mjög mikil þegar kemur að slíkum slys­um.

Auglýsing
Almenn umræða um umferð­ar­ör­yggi dregur oft­ast fram fjöl­marga sjálf­skip­aða sér­fræð­inga sem kepp­ast við að halda fram ýmsu sem löngu er úrelt vit­neskja. ­Setn­ingar sem þá er gjarna fleygt fram sýna á ein­kenni­lega sorg­legan hátt hve almennri fræðslu margra öku­manna er ábóta­vant. Til dæmis þegar því er haldið fjálg­lega fram að „Götur eru fyrir bíla”, talað um að ein­hver sé “í rétti” eða full­yrt að „hjól­reiða­fólk brýtur langoft­ast umferð­ar­lög”. Ekk­ert af þessu er rétt, eins og má auð­veld­lega sann­reyna með örlít­illi upp­flett­ingu í áreið­an­legum gögn­um. En slíkt er yfir­leitt ekki á færi sjálf­skip­aðra sér­fræð­inga.

Margir þeirra sem vilja auka fjöl­breytn­ina í sam­göngu­mátum hafa velt því fyrir sér hvers vegna það ger­ist svo oft í umfjöllun um þau slys þar sem ekið er á óvarða veg­far­endur að Lög­regla, Sam­göngu­stofa og aðrir aðilar sem að þessum málum koma, forð­ast það eins og heitan eld­inn að minna öku­menn á sinn hluta ábyrgð­ar­inn­ar. Flest hjól­reiða­fólk er með­vitað um gagn­semi end­ur­skins­merkja og skær­lit­aðra yfir­hafna, enda er það óum­deilt að slíkur bún­aður eykur umferð­ar­ör­ygg­i. En ætti það ekki að vera jafn óum­deilt að þung öku­tæki, sem ekið er of hratt miðað við aðstæð­ur, valda mestum skaða og flestum örkumlum þeirra sem ekið er á? Er engin ástæða til að minna þá sem stýra slíkum tækjum á þeirra hluta ábyrgð­ar­inn­ar.

Lög­regla, Sam­göngu­stofa og aðrir sem eiga að vinna að bættu umferð­ar­ör­yggi mættu alveg fara einu sinni enn yfir sín inn­legg í umræð­una und­an­farnar vikur í tengslum við þau slys sem hafa gerst. Von­andi leiðir það til þess að skila­boðin um ábyrgð og leiðir til að fækka slysum nái í fram­tíð­inni líka til öku­manna.

Höf­undur er for­maður Reið­hjóla­bænda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar