Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus

Ingrid Kuhlman fjallar um meinta misnotkun þegar kemur að dánaraðstoð, meðal annars í tengslum við mál sem kom upp á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Auglýsing

Sumir þreyt­ast ekki á því að full­yrða að lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar muni leiða til mis­notk­un­ar, þó að þessi ótti hafi hvergi verið stað­festur hingað til. Einnig er stundum haldið fram að fólk biðji um dán­ar­að­stoð vegna þrýst­ings frá aðstand­endum og að dán­ar­að­stoð sé aðferð sam­fé­lags­ins til að „losna við” gam­alt, fatlað og veikt fólk. Í þess­ari grein verður farið yfir þessar full­yrð­ingar og sýnt fram á að með því að leyfa dán­ar­að­stoð með skýrum, ströngum skil­yrðum er hægt að auka öryggi og draga um leið úr líkum á mis­notk­un.

Fá mál hafa verið höfðuð

Sá litli fjöldi dóms­mála sem hefur verið rek­inn á þeim tæpu tveimur ára­tugum sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfi­leg í Ben­elúxlönd­unum bendir ekki til þess að dán­ar­að­stoð bjóði heim mis­notk­un. Árið 2016 var það í fyrsta sinn, á þeim 14 árum sem lögin höfðu verið í gildi, að læknir í Hollandi var sak­aður um mann­dráp þegar hann veitti átt­ræðri mann­eskju með Alzheimer dán­ar­að­stoð. Þar sem dóm­ar­inn taldi að öll skil­yrðin fyrir dán­ar­að­stoð hefðu verið upp­fyllt end­aði málið með sýkn­un. Árið 2020 hófst fyrsta dóms­málið í Belgíu síðan lögin tóku þar gildi árið 2002 gegn þremur belgískum lækn­um, heim­il­is­lækni, geð­lækni og lækn­inum sem gaf ban­vænu spraut­una. Þeir veittu konu dán­ar­að­stoð sem leið óbæri­legar and­legar kval­ir. Málið end­aði sömu­leiðis með sýkn­un. 

Dán­ar­að­stoð er ekki leið til að losa sig við fólk

Að gefa í skyn að dán­ar­að­stoð sé leið til að „losna“ við gam­alt, fatlað eða veikt fólk end­ur­speglar frekar drunga­lega sýn á sam­fé­lag­ið. Dán­ar­að­stoð er í fyrsta lagi aðeins veitt að beiðni ein­stak­lings­ins og það er aðeins hann sem getur lagt mat á eigin lífs­gæði. Læknir veitir aldrei dán­ar­að­stoð að eigin frum­kvæði og mun aldrei stinga upp á dán­ar­að­stoð eða veita fólki dán­ar­að­stoð án sam­þykkis þess. Eng­inn fær dán­ar­að­stoð gegn eigin vilja, hvort sem um er að ræða gam­alt fólk, fatlað eða veikt fólk. Skýrir verk­ferlar tryggja að ekki sé farið gegn vilja ein­stak­lings­ins á neinn hátt.

Auglýsing
Hvað varðar utan­að­kom­andi þrýst­ing þá er í fyrsta lagi mikil áhersla lögð á það í þjálfun lækna að þeir ræði eins­lega og ítrekað við ein­stak­ling­inn um rök hans fyrir dán­ar­að­stoð til að ganga úr skugga um að óskin sé sjálf­viljug og vel ígrunduð og ekki sé um þrýst­ing af hálfu aðstand­enda að ræða. Í öðru lagi sýnir reynslan að aðstand­endur upp­lifa oft erf­iðar til­finn­ingar þegar fjöl­skyldu­með­limur seg­ist vera að hugsa um að nýta sér dán­ar­að­stoð og reyna jafn­vel að fá hann til að breyta afstöðu sinni. Hafa verður í huga að aðstand­endur eru oft ekki á sama stað og ást­vinur þeirra; hann hefur yfir­leitt velt beiðni um dán­ar­að­stoð fyrir sér í svo­lít­inn tíma á meðan aðstand­endur þurfa oft smá tíma til að venj­ast hug­mynd­inn­i. 

Dán­ar­að­stoð bætir val­frelsi og öryggi fólks

And­stæð­ingar dán­ar­að­stoðar hunsa stór­lega til­vist svo­kall­aðra „leyni­legra” aðferða til að hjálpa fólki að deyja í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð er enn bönn­uð, svo sem þegar læknir grípur vís­vit­andi til ofskömmt­unar lyfja í því skyni að lina þján­ingar sjúk­lings þó að hann viti full­vel að lyfin muni draga sjúk­ling­inn til dauða. Um leið er annarri með­ferð sem miðar að því að lengja líf sjúk­lings hætt. Fáir ef eng­inn sem er í fag­legum tengslum við alvar­lega veikt og deyj­andi fólk and­mælir því að þessi vinnu­brögð séu stund­uð, þó að þau séu sjaldan við­ur­kennd. 

Lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar bætir bæði val­frelsi og öryggi þeirra sem velja að fara þessa leið sem og þeirra sem styðja þá. Á hinn bóg­inn sæta þeir sem eru neyddir til að binda endi á líf sitt í leyni, þar sem dán­ar­að­stoð er ekki leyfi­leg, byrði sem eng­inn ætti að þurfa að bera við lok lífs.

Lífsloka­með­ferð býður heim mis­notkun

Hér á landi er stunduð lífsloka­með­ferð sem byggir á breskri hug­mynda­fræði, Liver­pool Care Pat­hway. Í bæk­ling Heil­brigð­is­stofn­unar Suð­ur­lands segir um hana: „Læknir tekur ákvörðun um lífsloka­með­ferð í sam­ráði við hjúkr­un­ar­fræð­ing og aðstand­endur ein­stak­lings­ins." Í klínískum leið­bein­ingum um líkn­ar­með­ferð sem Land­spít­ali gefur út segir að „Ákvarð­anir um … lífsloka­með­ferð skulu læknar taka að höfðu sam­ráði við aðra með­ferð­ar­að­ila.“ Ekki er hægt að sjá að sér­stak­lega sé leitað sam­þykkis sjúk­lings­ins fyrir lífsloka­með­ferð. Þess ber að geta að Liver­pool Care Pat­hway var afnumin í Bret­landi árið 2013 þar sem rann­sókn þar­lendra yfir­valda leiddi í ljós ýmsa mis­bresti auk þess sem aðstand­endur deyj­andi sjúk­linga gagn­rýndu með­ferð­ina.

Nýlegt mál gegn lækni sem starf­aði á heil­brigð­is­stofnun á Íslandi stað­festir að lífsloka­með­ferð býður hætt­unni heim. Það er óásætt­an­legt að umræddur læknir hafi getað tekið ákvörðun um að setja sjúk­linga, sem jafn­vel þurftu ekki á því að halda, í lífsloka­með­ferð án sam­ráðs við sjúk­ling­inn sjálfan eða aðstand­end­ur. Í úrskurði hér­aðs­dóms kemur fram að lækn­ir­inn hafi sýnt alvar­legan brest í fag­legri þekk­ingu sem hafi ógnað öryggi sjúk­linga. Þá rann­saki lög­regla einnig með­ferð fimm ann­arra sjúk­linga sem rök­studdur grunur sé um að hafi verið skráðir í lífsloka­með­ferð að til­efn­is­lausu og með því hafi öryggi þeirra verið ógn­að.

Er ekki kom­inn tími á að end­ur­skoða lögin um lífsloka­með­ferð, setja þrengri ramma utan um hana og tryggja val­frelsi og öryggi sjúk­linga? 

Grein­ar­höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar