Auglýsing

Nú hefur verið stað­fest að Mjólk­ur­sam­salan (MS), sem er rík­is­varið ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki á íslenskum neyt­enda­mark­aði, hafi notað yfir­burð­ar­stöðu sína til að reyna að keyra sam­keppn­is­að­ila sinn, Mjólku, í þrot. Þetta var gert með því að selja Mjólku hrá­mjólk á 17 pró­sent hærra verði en fyr­ir­tæki sem tengd voru MS þurftu að greiða, en hrjá­mjólk er grund­vall­ar­hrá­efni til vinnslu mjólk­ur­af­urða.

Ólafur M. Magn­ús­son, fyrr­ver­andi eig­andi Mjólku, neydd­ist til að selja fyr­ir­tækið til Kaup­fé­lags Skag­firð­inga vegna þessa, en Kaup­fé­lagið á líka tíu pró­sent í MS. Til að bíta höf­uðið af skömminni end­ur­greiddi MS Mjólku hina aukna álagn­ingu eftir að fyr­ir­tækið var komið í „réttar ­hend­ur“ herr­anna í Skaga­firði.

Fyrir þetta sam­keppn­isníð­ings­verk, að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína, þarf MS að borga rík­inu 370 millj­ónir króna í sekt. Sú tala þynn­ist síðan örugg­lega út í áfrýj­un­ar­ferli og loka­nið­ur­stöð­unni verður á end­anum ýtt út í verð­lagið þannig að neyt­endur verða látnir borga fyrir varð­stöð­una um ein­ok­un, sem bitnar fyrst og síð­ast á þeim sjálf­um. Eng­inn mun verða lát­inn fjúka. Eng­inn mun bera ábyrgð á þessum blygð­un­ar­lausu afbrotum gegn sam­keppni, neyt­endum og almennu vel­sæmi.

Auglýsing

Kerfið er í boði okkar



Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem MS verður upp­víst að því að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína. Í lok árs í fyrra var ekki til nægi­legt magn af smjöri í land­inu til að anna jóla­eft­ir­spurn­inni. Fyrst ósk­uðu Sam­tök afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði, sem sjá MS fyrir hrá­efni, eftir auknum toll­frjálsum kvóta til að mæta þeim skorti. Sú umsókn var dregin til baka tveimur dögum síðar og MS ákvað frekar að greiða tolla og gjöld fyrir írska smjörið sem fyr­ir­tækið flutti inn. Ástæðan var sú að ef MS sækir um auk­inn toll­frjálsan kvóta, vegna þess að ­ein­ok­un­ar­fyr­ir­tækið getur ekki annað eft­ir­spurn, þá mega aðrir inn­flutn­ings­að­il­ar, til dæmis stórar mat­vöru­keðj­ur, líka gera það. MS ákvað því frekar að borga 50 millj­ónir króna í tolla og gjöld, sem fyr­ir­tækið þurfti ekki að borga, bara svo eng­inn annar gæti flutt inn mjólk­ur­af­urð­ir.

Nán­ast öll mjólk sem er fram­leidd á Íslandi fer til MS. Íslenska ríkið mun borga 6,5 millj­arða króna á þessu ári og 6,6 millj­arða króna á því næsta í styrki til að við­halda þessu kerfi. Greiðslur af þessu kali­beri hafa tíðkast árum sam­an. Það er í alvör­unni þannig að þetta fyr­ir­tæki, og þetta fyr­ir­komu­lag, fær að að þríf­ast, ekki bara í skjóli stjórn­ar­herranna, heldur nið­ur­greiða þeir það bein­leiðis með skatt­pen­ing­unum okk­ar.

Sam­keppn­is­brot hluti af íslenskri til­veru



Það er þyngra en tárum tekur hvað ólög­mætt sam­ráð, mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu og í kjöl­farið ábyrgð­ar­leysi allra sem að mál­unum koma er land­lægt í íslensku sam­fé­lagi. Á mínum full­orð­ins­árum hef ég upp­lifað sam­ráð á bygg­inga­vöru­mark­aði (sem hækkar bygg­ing­ar­kostnað og þar af leið­andi íbúð­ar­verð), korta­sam­ráð (sem hækkar álögur sem neyt­endur greiða fyrir að fá að eyða pen­ingum með kredit­kort­u­m), olíu­sam­ráð (sem drap sam­keppni í bens­ín­sölu um ókomna tíð) og græn­met­is­sam­ráð (sem hækk­aði verð til neyt­enda).

Ég hef líka upp­lifað mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu í fjar­skipta­geir­anum (Skipt­i/Sím­inn hafa greitt nokkur hund­ruð millj­ónir í sekt fyrir alls konar brot gegn sam­keppn­is­að­ilum sín­um), í smá­sölu (Högum var gert að greiða 315 millj­ónir fyrir að selja mjólk á eina krónu til að láta keppi­nauta hrökkl­ast af mark­að­i), í gos­drykkja­sölu (Víf­il­felli var gert að greiða 260 millj­ónir í sekt með því að skikka við­skipta­vini sína til að versla bara við sig) og á lyfja­mark­aði (Lyf og Heilsa reyndi að ýta keppi­nauti af mark­aði á Akra­nesi og þurfti að borga 100 millj­ónir fyr­ir). Þessi upp­taln­ing er eftir minni og alls ekki tæm­andi.

Þess utan þekki ég auð­vitað vel á eigin skinni hvernig mark­aðs­ráð­andi aðilar á fjöl­miðla­mark­aði kom­ast upp með að gera samn­inga við stærstu aug­lýsendur lands­ins um einka­kaup, tryggð­ar­af­slætti, skað­lega und­ir­verð­lagn­ingu og sam­tvinnun á ólíkri þjón­ustu eða vöru með þeim afleið­ingum að brauð­mol­unum sem hin­ir, sem hafa ekki getað látið lána sér fullt af millj­örðum króna til að byggja upp mark­aðs­hlut­deild sem síðan er skilin eftir á annarri kenni­tölu, fækkar og verða bragð­minni. Ég þekki það líka að hvorki sam­keppn­is­yf­ir­völd né stjórn­völd hafa séð nokkra ástæðu til að grípa í taumanna á þeim mark­aði þótt þessir gern­ingar og þessi staða sé við­ur­kennd og blasi við öll­um.

Kerfi sem er til fyrir sig sjálft



Þá eru ótalin þau fjöl­mörgu skipti sem yfir­skuld­sett ­mark­aðs­ráð­andi fyr­ir­tæki verða gjald­þrota en fá ekki að fara á haus­inn heldur er haldið gang­andi lif­andi dauðum þar til mark­að­ur­inn hefur aftur aðlagað sig að stærð þeirra. Það ger­ist ann­að­hvort með upp­gripi í efna­hags­líf­inu eða með því að alla litlu sam­keppn­is­að­il­ana þrýtur úthald og þeir fara á haus­inn.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið má alveg eiga að það rann­sakar og upp­lýsir um mörg þess­ara brota og leggur á fyr­ir­tækin sem fremja þau sekt­ir. En því miður hefur það í flestum ­til­fellum engar var­an­legar afleið­ing­ar. Við sitjum enn uppi með sam­fé­lag fullt af sam­keppn­is­leysi og sam­keppn­is­hindr­un­um. Neyt­end­ur, sem erum við öll, eru alltaf settir í síð­asta sæt­ið.

Um þetta virð­ist ríkja sam­trygg­ing á meðal hluta ráð­andi afla í stjórn­málum og við­skipt­um, því mið­ur. Þessir aðilar eru á spen­anum hjá hvor öðr­um. Ýmsir stjórn­mála­menn eiga allt sitt undir ein­ok­un­ar­körlum og ein­ok­un­ar­k­ar­l­arnir eiga til­veru sína að þakka vernd­ar­væng stjórn­mála­mann­anna.

Kerfið er til fyrir sig sjálft og á kostnað allra hinna. Og það er ekki að fara að breyt­ast af sjálfs­dáð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None