Auglýsing

Nú hefur verið stað­fest að Mjólk­ur­sam­salan (MS), sem er rík­is­varið ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki á íslenskum neyt­enda­mark­aði, hafi notað yfir­burð­ar­stöðu sína til að reyna að keyra sam­keppn­is­að­ila sinn, Mjólku, í þrot. Þetta var gert með því að selja Mjólku hrá­mjólk á 17 pró­sent hærra verði en fyr­ir­tæki sem tengd voru MS þurftu að greiða, en hrjá­mjólk er grund­vall­ar­hrá­efni til vinnslu mjólk­ur­af­urða.

Ólafur M. Magn­ús­son, fyrr­ver­andi eig­andi Mjólku, neydd­ist til að selja fyr­ir­tækið til Kaup­fé­lags Skag­firð­inga vegna þessa, en Kaup­fé­lagið á líka tíu pró­sent í MS. Til að bíta höf­uðið af skömminni end­ur­greiddi MS Mjólku hina aukna álagn­ingu eftir að fyr­ir­tækið var komið í „réttar ­hend­ur“ herr­anna í Skaga­firði.

Fyrir þetta sam­keppn­isníð­ings­verk, að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína, þarf MS að borga rík­inu 370 millj­ónir króna í sekt. Sú tala þynn­ist síðan örugg­lega út í áfrýj­un­ar­ferli og loka­nið­ur­stöð­unni verður á end­anum ýtt út í verð­lagið þannig að neyt­endur verða látnir borga fyrir varð­stöð­una um ein­ok­un, sem bitnar fyrst og síð­ast á þeim sjálf­um. Eng­inn mun verða lát­inn fjúka. Eng­inn mun bera ábyrgð á þessum blygð­un­ar­lausu afbrotum gegn sam­keppni, neyt­endum og almennu vel­sæmi.

Auglýsing

Kerfið er í boði okkarÞetta er í annað sinn á skömmum tíma sem MS verður upp­víst að því að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína. Í lok árs í fyrra var ekki til nægi­legt magn af smjöri í land­inu til að anna jóla­eft­ir­spurn­inni. Fyrst ósk­uðu Sam­tök afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði, sem sjá MS fyrir hrá­efni, eftir auknum toll­frjálsum kvóta til að mæta þeim skorti. Sú umsókn var dregin til baka tveimur dögum síðar og MS ákvað frekar að greiða tolla og gjöld fyrir írska smjörið sem fyr­ir­tækið flutti inn. Ástæðan var sú að ef MS sækir um auk­inn toll­frjálsan kvóta, vegna þess að ­ein­ok­un­ar­fyr­ir­tækið getur ekki annað eft­ir­spurn, þá mega aðrir inn­flutn­ings­að­il­ar, til dæmis stórar mat­vöru­keðj­ur, líka gera það. MS ákvað því frekar að borga 50 millj­ónir króna í tolla og gjöld, sem fyr­ir­tækið þurfti ekki að borga, bara svo eng­inn annar gæti flutt inn mjólk­ur­af­urð­ir.

Nán­ast öll mjólk sem er fram­leidd á Íslandi fer til MS. Íslenska ríkið mun borga 6,5 millj­arða króna á þessu ári og 6,6 millj­arða króna á því næsta í styrki til að við­halda þessu kerfi. Greiðslur af þessu kali­beri hafa tíðkast árum sam­an. Það er í alvör­unni þannig að þetta fyr­ir­tæki, og þetta fyr­ir­komu­lag, fær að að þríf­ast, ekki bara í skjóli stjórn­ar­herranna, heldur nið­ur­greiða þeir það bein­leiðis með skatt­pen­ing­unum okk­ar.

Sam­keppn­is­brot hluti af íslenskri til­veruÞað er þyngra en tárum tekur hvað ólög­mætt sam­ráð, mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu og í kjöl­farið ábyrgð­ar­leysi allra sem að mál­unum koma er land­lægt í íslensku sam­fé­lagi. Á mínum full­orð­ins­árum hef ég upp­lifað sam­ráð á bygg­inga­vöru­mark­aði (sem hækkar bygg­ing­ar­kostnað og þar af leið­andi íbúð­ar­verð), korta­sam­ráð (sem hækkar álögur sem neyt­endur greiða fyrir að fá að eyða pen­ingum með kredit­kort­u­m), olíu­sam­ráð (sem drap sam­keppni í bens­ín­sölu um ókomna tíð) og græn­met­is­sam­ráð (sem hækk­aði verð til neyt­enda).

Ég hef líka upp­lifað mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu í fjar­skipta­geir­anum (Skipt­i/Sím­inn hafa greitt nokkur hund­ruð millj­ónir í sekt fyrir alls konar brot gegn sam­keppn­is­að­ilum sín­um), í smá­sölu (Högum var gert að greiða 315 millj­ónir fyrir að selja mjólk á eina krónu til að láta keppi­nauta hrökkl­ast af mark­að­i), í gos­drykkja­sölu (Víf­il­felli var gert að greiða 260 millj­ónir í sekt með því að skikka við­skipta­vini sína til að versla bara við sig) og á lyfja­mark­aði (Lyf og Heilsa reyndi að ýta keppi­nauti af mark­aði á Akra­nesi og þurfti að borga 100 millj­ónir fyr­ir). Þessi upp­taln­ing er eftir minni og alls ekki tæm­andi.

Þess utan þekki ég auð­vitað vel á eigin skinni hvernig mark­aðs­ráð­andi aðilar á fjöl­miðla­mark­aði kom­ast upp með að gera samn­inga við stærstu aug­lýsendur lands­ins um einka­kaup, tryggð­ar­af­slætti, skað­lega und­ir­verð­lagn­ingu og sam­tvinnun á ólíkri þjón­ustu eða vöru með þeim afleið­ingum að brauð­mol­unum sem hin­ir, sem hafa ekki getað látið lána sér fullt af millj­örðum króna til að byggja upp mark­aðs­hlut­deild sem síðan er skilin eftir á annarri kenni­tölu, fækkar og verða bragð­minni. Ég þekki það líka að hvorki sam­keppn­is­yf­ir­völd né stjórn­völd hafa séð nokkra ástæðu til að grípa í taumanna á þeim mark­aði þótt þessir gern­ingar og þessi staða sé við­ur­kennd og blasi við öll­um.

Kerfi sem er til fyrir sig sjálftÞá eru ótalin þau fjöl­mörgu skipti sem yfir­skuld­sett ­mark­aðs­ráð­andi fyr­ir­tæki verða gjald­þrota en fá ekki að fara á haus­inn heldur er haldið gang­andi lif­andi dauðum þar til mark­að­ur­inn hefur aftur aðlagað sig að stærð þeirra. Það ger­ist ann­að­hvort með upp­gripi í efna­hags­líf­inu eða með því að alla litlu sam­keppn­is­að­il­ana þrýtur úthald og þeir fara á haus­inn.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið má alveg eiga að það rann­sakar og upp­lýsir um mörg þess­ara brota og leggur á fyr­ir­tækin sem fremja þau sekt­ir. En því miður hefur það í flestum ­til­fellum engar var­an­legar afleið­ing­ar. Við sitjum enn uppi með sam­fé­lag fullt af sam­keppn­is­leysi og sam­keppn­is­hindr­un­um. Neyt­end­ur, sem erum við öll, eru alltaf settir í síð­asta sæt­ið.

Um þetta virð­ist ríkja sam­trygg­ing á meðal hluta ráð­andi afla í stjórn­málum og við­skipt­um, því mið­ur. Þessir aðilar eru á spen­anum hjá hvor öðr­um. Ýmsir stjórn­mála­menn eiga allt sitt undir ein­ok­un­ar­körlum og ein­ok­un­ar­k­ar­l­arnir eiga til­veru sína að þakka vernd­ar­væng stjórn­mála­mann­anna.

Kerfið er til fyrir sig sjálft og á kostnað allra hinna. Og það er ekki að fara að breyt­ast af sjálfs­dáð­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None