Að taka meðvitaða ákvörðun um að pissa fullt í skóinn sinn

Auglýsing

Und­an­farin þrjú ár hefur hópur sem kallar sig SALEK-hóp­inn unnið að því að „inn­leiða bætt vinnu­brögð við gerð kjara­samn­inga“. Þótt nafn hóps­ins hljómi meira eins og nafn á stjörnu­braut í geim­fantasíu eru þeir aðilar sem eiga aðild að hópnum öllum kunn­ir. Skamm­stöf­unin stendur fyrir Sam­starfs­nefnd um launa­upp­lýs­ingar og efna­hags­for­sendur kjara­samn­inga. Í hópnum sitja síðan allir helstu við­semj­endur á almennum og opin­berum vinnu­mark­aði, bæði atvinnu­rek­endur og full­trúar laun­þega.

Í ein­földu máli var til­gangur hóps­ins sá að láta launa­hækk­anir sem samið var um í kjara­samn­ingum vera sjálf­bær­ar. Þ.e. að hinu svo­kall­aða höfr­unga­hlaupi, þar sem fyrsta hópi í kjara­samn­inga­við­ræðum er veitt tug­pró­senta launa­hækkun og allir við­mið­un­ar­hópar fara fram á það sama í kjöl­far­ið, yrði hætt. Þess í stað átti að vera inn­stæða fyrir hóf­legum launa­hækk­unum og áhersla í kjara­samn­ingum yrði einnig lögð á að halda niðri verð­bólgu, aftur af vöxtum og forð­ast geng­is­fell­ingar til að stilla af partý­ið. Þetta átti að auka kaup­mátt. Auka virði krón­anna í vasa launa­fólks í stað þess að fjölga þar sífellt verð­minni krón­um. Ná stöð­ug­leika.

Það átti að hætta að pissa í skó­inn.

Auglýsing

Skamm­vin gleði

Í anda þess­arrar aðferða­fræði, sem allir sjá að er skyn­sam­leg og sam­fé­lag­inu til bóta, var samið milli aðild­ar­fé­laga ASÍ og Sam­taka Atvinnu­lífs­ins til eins árs í árs­lok 2013 og við aðra hópa í febr­úar 2014. Þar var almenn hækkun fyrir aðra en þá sem fá greitt sam­kvæmt töxtum 2,8 pró­sent. Til­gang­ur­inn var sá að gefa samn­ings­að­ilum eitt ár til að und­ir­búa gerð lang­tíma­samn­ings. Í til­kynn­ingu vegna þessa sagði að mark­miðið væri „að tryggja stöð­ug­leika í íslensku efna­hags­lífi og kaup­mátt­ar­aukn­ingu til fram­tíð­ar“. Til að byrja með gekk þetta vel, og kaup­máttur jókst um 5,3 pró­sent frá jan­úar 2014 og fram til loka sama mán­aðar ári síð­ar.

Líkt og allir vita var sú gleði skamm­vin. Til þess að hún gæti lifað þurftu stjórn­endur fyr­ir­tækja meðal ann­ars að sýna for­dæmi og láta sín laun fylgja sömu hækk­unum og aðrir í sam­fé­lag­inu fengu. Það gerðu þeir ekki og þegar tekju­blað Frjálsrar versl­unar kom út sum­arið 2014 varð bók­staf­lega allt vit­laust. Þar kom fram að laun margra stjórn­enda hefðu hækkað langt umfram aðra í sam­fé­lag­inu. Þeir höfðu ákveðið að „leið­rétta“ launin sín eftir að hafa tekið á sig lækk­anir í kjöl­far hruns­ins. Þetta var sér­stak­lega sýni­legt í fjár­mála­geir­an­um.

Kjara­samn­inga­gerð á árinu 2014 var heldur ekki í takti við það sem lagt var upp með. Með góðan vilja að vopni átti að fara að leið­rétta laun val­inna hópa sem töldu sig hafa dreg­ist aftur úr. Það átti að hleypa þeim fram fyrir röð­ina og „leið­rétta“ laun þeirra. Samið var við kenn­ara og leik­skóla­kenn­ara um miklar hækk­anir. Þar voru allt aðrar stærð­argráður en for­sendur kjara­samn­ing­anna í lok árs 2013 mið­uðu við.

Og þar með voru for­sendur stöð­ug­leika­sátt­mál­ans brostn­ar.

Þaul­hugsuð flétta lækna gekk full­kom­lega upp

Það sem setti síðan allt af stað voru samn­ingar við lækna, sem und­ir­rit­aðir voru 7. jan­úar 2015. Læknar höfðu þá rekið mjög árang­urs­ríka kjara­bar­áttu, með verk­föllum og sífelldum leka­fréttum um neyð­ar­á­stand í heil­brigð­is­kerf­inu, sem stýrt var af þekktum og reynslu­miklum almanna­tengli.

Á end­anum gáfust stjórn­völd upp og skrif­uðu und­ir, en tóku sér­stak­lega fram að þessar miklu hækk­anir gæfu ekki for­dæmi. Ekki frekar en miklar hækk­anir kenn­ara. Það kom meðal ann­ars fram í grein eftir Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra í Morg­un­blað­inu 20. febr­úar síð­ast­lið­inn.

En ráða­menn geta ekki sagt starf­stéttum hvað þær eigi og megi miða við. Og hvernig ráða­menn ætl­uð­ust til þess að hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, geisla­fræð­ing­ar, sjúkra­liðar og allir hinir sem vinna með lækn­un­um, og þén­uðu fyrir miklu minna en þeir, myndu sætt sig við þetta er flestum hulin ráð­gáta. Enda varð það raunin að þessir hópar litu allir til­ ­samn­inga lækna þegar þeir lögðu fram sína kröfu­gerð.

Hópar sætta sig ekki við að vera skildir eftir

Svo hófst höfr­unga­hlaupið og eftir súpu verk­falla - sem höfðu marg­vís­leg áhrif á sam­fé­lagið - er annað hvort búið að semja við flesta hópa um mjög háar launa­hækk­anir eða gerð­ar­dómur hefur tryggt þeim þær, meðal ann­ars með vísun í hækk­anir ann­arra.

Nú standa nán­ast ein­ungis eftir starfs­menn sýslu­manns­emb­ætta, toll­stjóra, háskól­ans, land­spít­al­ans, fanga­verð­ir, sjúkra­lið­ar, lög­reglu­menn og fleiri rík­is­starfs­menn. Uppúr samn­ings­við­ræðum þess­arra aðila og rík­is­ins slitn­aði í gær og í til­kynn­ingu frá stétt­ar­fé­lögum þeirra sagði að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði lagt þá línu að ekki ætti að semja við þá. „Þessi skila­boð frá fjár­mála­ráð­herra verða ekki skilin á annan hátt en að rík­is­valdið telur að þessar stéttir eigi ekki að njóta sam­bæri­legra launa­breyt­inga og aðrar stéttir hjá hinu opin­ber­a.“ Því stefnir í enn eitt risa­verk­fallið í næstu viku. Þ.e. nema hjá lög­reglu­mönn­um. Þeir mega ekki fara í verk­fall.

Það er því allt í steik og sú staða var end­an­lega stað­fest í fyrra­dag þegar við­ræðum SALEK-hóps­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara var hætt. Þar með er ljóst að ekki mun nást sátt um að inn­leiða bætt vinnu­brögð við gerð kjara­samn­inga á Íslandi.

Samið um efna­hags­legt stór­lys

Þetta er staðan þrátt fyrir að hag­fræð­ingar á vegum allra heild­ar­sam­taka á vinnu­mark­aði, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og Sam­bandi sveit­ar­fé­laga hafi sam­eig­in­lega kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ef ekki verði brugð­ist við muni verð­bólga vaxa hratt yfir verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans, vextir hækka og gengi krón­unnar falla vegna lak­ari sam­keppn­is­stöðu og versn­andi við­skipta­jafn­að­ar. Í minn­is­blaði hag­fræð­ing­anna seg­ir: „Bæt­ist launa­skrið ofan á þessa mynd er ljóst að verð­bólgu­horfur versna enn frekar, gengi krón­unnar verður veik­ara en ella og vextir SÍ hærri. Gera má ráð fyrir að kaup­máttur launa vaxi mikið til skemmri tíma, en vöxtur hans stöðv­ist og veik­ist síðan til lengri tíma með vax­andi verð­bólg­u.“

Við þetta má bæta að þessar miklu launa­hækk­anir eru að valda sveita­fé­lögum lands­ins miklum fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. Þau standa ekki undir þeim að óbreyttu og munu þurfa að ná í auknar tekj­ur, t.d. í gegnum sölu lóða, til að borga launa­hækk­anir sín­ar. Það mun leiða til hærra fast­eigna­verðs, sem leiðir til auk­inna afborg­anna af hús­næði, sem leiðir til þess að færri krónur eru í vasa launa­manns­ins. Og svo koll af kolli.

Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lifs­ins, segir að að óbreyttu stefni í efna­hags­legt stór­lys.

Gerum sömu hlut­ina en von­umst eftir nýrri nið­ur­stöðu

Það er ekki skrýtið að fólk klóri sér í hausnum yfir þess­ari stöðu. Allir sem koma að gerð kjara­samn­inga eru sam­mála um að sú leið sem verið er að fara sé gal­in, en samt er verið að fara hana. Og rík­is­stjórnin sem ætl­aði sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ingu að „tryggja stöð­ug­leika, lægri vexti og litla verð­bólgu“ er að taka ákvarð­anir sem leiða til þver­öf­ugs ástands.

Þrátt fyrir að við höfum verið varin frá veru­leik­anum með höftum í sjö ár, þrátt fyrir að búið sé að end­ur­skipu­leggja allt atvinnu­lífið á kostnað útlendra lána­drottna, þrátt fyrir að túristar og mak­ríl hafi aukið útflutn­ings­verð­mæti okkar marg­falt og þrátt fyrir að það glitti í gullpott við enda hrun­regn­bog­ans með­ ­samn­ingum við kröfu­hafa sem lækka skuldir rík­is­sjóðs umtals­vert þá stefnum við í klass­íska íslenska koll­steypu.

Í stað þess að nýta þann stöð­ug­leika sem höftin hafa gefið okkur og draga úr þenslu á upp­gangs­tímum eins og hægt er þá er verið að ráð­ast í stór­fellda stór­iðju­upp­bygg­ingu. Í stað þess að reyna að bremsa einka­neyslu þá gaf rík­is­stjórnin hluta þjóð­ar­innar 80 millj­arða króna og lækk­aði skatta. Í stað þess að halda sig við það plan að skapa vit­rænan grund­völl fyrir sjálf­bærum launa­hækk­unum var sam­þykkt að hækka laun um tugi pró­senta.

Nið­ur­staðan verður óum­flýj­an­lega óða­verð­bólga, háir vextir og geng­is­fall. Og þeir sem munu þurfa að axla afleið­ing­arnar eru íslenskir launa­menn, sem fá borgað í íslenskum krón­um.

En af hverju var þetta allt saman gert? Af hverju voru ekki aðrar ákvarð­anir teknar til að koma í veg fyrir þessa þróun þegar sagan sýnir okkur að nákvæm­lega þessi veg­ferð skilar okkar í efna­hags­legan glund­roða? Af hverju er tekin með­vituð ákvörðun um að pissa í skó­inn sinn til að fá skamm­tíma­hita? Og hvað kallar maður stjórn­endur sem gera sömu mis­tökin aftur og aftur en von­ast eftir annarri nið­ur­stöðu?

Þegar stórt er spurt er því miður lítið um svör.

En þetta á örugg­lega bara að redd­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None