Að vera með lögheimili í skotgröfunum

Auglýsing

Það var von margra að Rögnu­nefndin svo­kall­aða myndi höggva á þann ótrú­lega hnút sem er í umræðum um flug­mál á Íslandi. Hnút sem meðal ann­ars hefur leitt af sér að þing­menn eins flokks hafa reynt að taka skipu­lags­vald af höf­uð­borg lands­ins til að koma í veg fyrir breyt­ingar á inn­an­lands­flug­velli og grið­ar­lega vin­sæla her­ferð sem erfitt var að túlka á annan hátt en að ef Reykja­vík­ur­flug­völlur myndi fara úr Vatns­mýr­inni mundi fullt af fólk deyja.

Það var hins vegar borin von að ein skýrsla myndi leysa þennan rembihnút.

Til­finn­ingarök ráð­andi hjá báðum hópum



Í mjög ein­földu máli hafa deilur um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar snú­ist um hags­muni. Ann­ars vegar hags­muni þeirra sem nota flug­völl­inn, eða vilja að minnsta kosti vita af honum þar sem hann er, og hins vegar þeirra sem vilja að bygg­ing­ar­landið undir hon­um, það verð­mætasta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, verði nýtt undir byggð. Báðir hópar hafa, í háværum og dramat­ískum rifr­ildum um mál­ið, gert sig seka um að beita fyrir sig til­finn­ingarökum fremur en stað­reyndum í mál­flutn­ingi sín­um.

Rögnu­nefndin tekur ekki afstöðu með öðrum hvorum þessum hóp. Raunar er nið­ur­staða hennar sú að nauð­syn­legt sé að tryggja inn­an­lands­flugið í Vatns­mýr­inni þar til að búið er að þróa og fram­kvæma aðra lausn á flug­málum Íslend­inga. Með því leggur hún til að inn­an­lands­flug­völl­ur­inn verði í Vants­mýr­inni í nán­ustu fram­tíð. En ekki um alla fram­tíð.

Auglýsing

Þetta sjá allir sem lesa skýrsl­una fljótt. Því miður hafa ekki margir sem eru að tjá sig um skýrsl­una raun­veru­lega lesið hana.

Miklu stærra mál en inn­an­lands­flug



Ef þeir gerðu það þá sjá þeir að Rögnu­nefndin er að velta upp risa­stóru máli sem er miklu stærra en bara lega inn­an­lands­flug­vall­ar. Fjöldi ferða­manna sem til Íslands koma, og skapa nú meiri tekjur fyrir íslenska þjóð­ar­búið en bæði sjáv­ar­út­vegur og álút­flutn­ing­ur, hefur marg­fald­ast á mjög skömmum tíma. Frá árinu 2008 hefur far­þegum í milli­landa­flugi hér­lendis fjölgað um tæp 100 pró­sent, farið úr tveimur millj­ónum í 3,9 millj­ón­ir. Í skýrslu Rögnu­nefndar segir að áætl­anir Isa­via, sem rekur flug­velli lands­ins, geri ráð fyrir því að far­þeg­arnir verði sjö millj­ónir eftir fimm ár, árið 2020. Tutt­ugu árum síð­ar, árið 2040, gera áætl­anir ráð fyrir því að þeir verði tólf til fimmtán millj­ónir tals­ins, eða allt að tæp­lega fjórum sinnum fleiri en í dag.

Vegna þessa er nauð­syn­legt að Kefla­vík­ur­flug­völlur tvö­faldi inn­viði sína á næstu 25 árum til að takast á við þessa fjölg­un. Isa­via áætlar að kostn­að­ur­inn við upp­bygg­ingu flug­vall­ar­ins muni kosta á annað hund­rað millj­arða króna á þessu tíma­bili. Á meðal þess sem þarf að gera er að rífa niður og/eða end­ur­nýja stóran hluta þeirra bygg­inga sem nú eru til staðar á Kefla­vík­ur­flug­velli og bæta við þriðju flug­braut­inni. Milli­landa­flugið skapar hins vegar miklar tekjur sem standa vel undir þeim fram­kvæmdum sem þarf að ráð­ast í.

Nú er nauð­syn­legt að rifja upp að Kefla­vík­ur­flug­völlur hefur þegar verið stækk­aður tölu­vert á und­an­förnum miss­erum, en er samt sprung­inn. Og það er líka nauð­syn­legt að til­taka að þær fram­kvæmdir eru fjár­magn­aðar af Isa­via, ekki rík­is­sjóði. Til þess fær fyr­ir­tækið lán frá bönkum á borð við Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ann, sem lána til inn­viða­fjár­fest­inga. Og Isa­via, sem er í eigu rík­is­ins, er rekið með millj­arða hagn­aði eftir afborg­anir af lán­um, vegna þess að rekstur milli­landa­flug­vallar er arð­bær.

Ljóst er að sú fimm þús­und fer­metra stækkun á flug­stöð­inni í Kefla­vík sem lýkur árið 2016 mun duga skammt til að takast á við allan þennan fjölda ferða­manna sem mun bæt­ast við á næstu árum. Það þarf sam­stundis að fara að skipu­leggja næstu skref.

Hag­kvæmt fyrir alla þjóð­ina að sam­þætta



En af hverju er verið að blanda inn­an­lands­flug­inu inn í milli­landa­flug­ið? Er ekki hægt að nota Reykja­vík­ur­flug­völl áfram í núver­andi mynd og láta hann vera mið­stöð inn­an­lands­flug í fram­tíð­inni? Stutta svarið er nei, vegna þess að hann dugir ekki. Og það er dýr­ara að ráð­ast í þær fram­kvæmdir sem þarf en að byggja nýjan flug­völl ann­ars stað­ar.

Inn­an­lands­far­þegum hefur fækkað tölu­vert und­an­farin ár. Ástæð­urnar eru mýmargar en lík­lega telur mest að það er ákaf­lega dýrt að fljúga inn­an­lands. Í fyrra fóru til að mynda 328 þús­und manns um Reykja­vík­ur­flug­völl, um 35 þús­und færri en árið 2012.

Af hverju þarf að fjár­festa í inn­an­lands­flug­velli ef flug­far­þegum er að fækka? Jú, vegna þess að fjár­fest­ingum í honum hefur ítrekað verið frestað á und­an­förnum árum og fyr­ir­sjá­an­legt að draga þurfi úr þjón­ustu ef ekki verði bætt úr. Þá er Reykja­vík­ur­flug­völlur líka, svo fátt eitt sé nefnt, vara­flug­völlur fyrir milli­landa­flug, mið­stöð kennslu og æfinga­flugs, nýttur af Lands­helg­is­gæsl­unni, fyrir sjúkra­flug og við­skipta­flug einka­að­ila í við­skipta­er­ind­um. Öllu þessu þarf eðli­lega að sinna í fram­tíð­inni.

Ólíkt milli­landa­flug­inu, sem er arð­bært, þá þarf hins vegar að borga með inn­an­lands­flug­inu, og því miklir hags­munir fólgnir í því að ná kostn­að­inum við það nið­ur.

Kefla­vík eða Hvassa­hraun



Helstu nið­ur­stöður Rögnu­nefnd­ar­inn­ar eru því að hag­kvæm­asta lausnin fyrir alla sé að byggja flug­völl sem sinnir bæði inn­an­lands- og milli­landa­flugi í Hvassa­hrauni. Raunar sé ábat­inn 29 til 50 millj­arðar króna ef miðað er við fyr­ir­ligg­andi kerfi. Það er ábati fyrir lands­byggð­ina, höf­uð­borg­ar­búa og rík­ið. Í skýrslu nefnd­ar­innar segir ein­fald­lega: „sam­legð inn­an­lands- og milli­landa­flugs [er] til bóta fyrir alla þjóð­ina.“

Þessi fjár­fest­ing og upp­bygg­ing mun kosta pen­inga, en hún mun líka skila þeim pen­ingum marg­falt til baka í formi þeirra gjald­eyr­is­tekna sem ferða­þjón­ustan skapar okk­ur.

Vand­inn við skýrsl­una er að hún tekur ekki á þeim mögu­leika að þessi sam­þætta upp­bygg­ing eigi sér stað í Kefla­vík. Það verður vænt­an­lega næsta skref, að bera saman kosti og galla nýs flug­vallar í Hvassa­hrauni við það að hafa alla upp­bygg­ingu inn­an­lands- og milli­landa­flugs í Kefla­vík.

Ákvörðun um þessa upp­bygg­ingu getur ekki beð­ið. Við getum ekki rif­ist um útfærslu hennar í ára­tug í við­bót. Hana þarf að taka fag­lega á allra næstu árum með það að leið­ar­ljósi að hámarka ábata íslensku þjóð­ar­inn­ar.

Hjartað er í Vatns­mýr­inni



Fyrstu við­brögð stjórn­mála­manna gefa ekki miklar vænt­ingar um að svo verði. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book: „22 millj­arðar króna í nýjan flug­völl. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostn­að, aug­ljóst að Dagur ætlar borg­ar­búum að borga brús­ann.“ Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, sagði: „Eigum við 22-25 millj­arða aflögu (var­lega áætl­að) til að byggja nýjan flug­völl í korters fjar­lægð frá Kefla­vík­ur­flug­velli? Nei, nú held ég að menn ættu að snúa sér aftur að verk­efn­inu. Það sner­ist um það hvort inn­an­lands­flugið ætti að vera áfram í Vatns­mýr­inni. Þetta er ekki lausnin á því.“

Krist­ján L. Möll­er, fyrrum sam­göngu­ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, við­ur­kenndi í Viku­lok­unum í gær að hann hefði ekki lesið skýrsl­una en úttal­aði sig samt um hana. Nið­ur­staða hans væri að þetta væri bara enn ein skýrsl­an.

Hösk­uldur Þór­halls­son, for­maður sam­göngu­nefndar Alþing­is, sagði það vera tíma­eyðslu að velta fyrir sér flug­velli í Hvassa­hrauni. Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík, vill Reykja­vík­ur­flug­völl áfram í Vatns­mýr­inni í óbeyttri mynd, þrátt fyrir að allir sem að rekstri hans koma segja það ómögu­legt án fok­dýrrar fjár­fest­ing­ar.

Eng­inn þeirra ræðir málið í sam­hengi við þá gríð­ar­legu fjár­fest­ingu sem nauð­syn­leg er í milli­landa­flugi, svo við getum haldið áfram að hagn­ast brjál­æð­is­lega á ferða­mönn­um, og þá sam­legð sem Rögnu­nefndin segir að sé hægt að ná með sam­þætt­ingu inn­an­lands- og milli­landa­flugs. Eng­inn.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri, sem sat í Rögnu­nefnd­inni, kall­aði eftir því að stjórn­málin myndu stíga upp úr skot­gröf­unum í flug­vall­ar­mál­inu og reyna að ræða sig niður á nið­ur­stöðu. Miðað við fyrstu við­brögð ráða­manna þá verður honum ekki að ósk sinni.

Í flug­vall­ar­málum virð­ast stað­reynd­ir, rök, heild­ar­hags­munir og meira að segja pen­ingar nefni­lega ekki skipta neinu máli. Þar ræðst afstaða af til­finn­ingu. Svo sterkri til­finn­ingu að margir stjórn­mála­menn sjá ekki einu sinni til­gang­inn í því að lesa skýrslur um upp­bygg­ingu inn­viða í stærsta atvinnu­vegi þjóð­ar­inn­ar.

Þeir eru búnir að ákveða hvar hjartað er og engar skýrslur munu breyta því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None