Af djúpvitringum

Úlfar Þormóðsson skrifar um fólsku, illskuorðafár og óheppni.

Auglýsing

Það á ekki nota orð­ið mann­vits­brekka til að lýsa eig­in­leikum nafn­greinds ein­stak­lings. Ekki á prenti. Það flokk­ast sem háð. Sam­kvæmt lög­um. Æru­meið­ing. Fyrir því er hæsta­rétt­ar­dóm­ur. Þetta er skjal­fest. Hins vegar er ekki ljóst hvort það er sak­næmt að halda því fram á prenti að til­tek­inn ein­stak­ling­ur, ­nafn­greind­ur, sé flón, jafn­vel fóli? Hér verður lát­ið á það reyna.

Í gær, snemm­end­is, las ég tvær greinar sem mér þóttu fólsku­leg­ar, síð­an flóns­leg­ar og loks hvort tveggja. Fyrri greinin er leið­ari Frétta­blaðs gær­dags­ins, 09.04.´21. Höf­undur er Hörður Ægis­son, rit­stjóri að kálfi í blað­inu, sem heit­ir Mark­að­ur­inn. Fólk sem vill glöggva sig á mál­inu, og er við góða heilsu, ætti að lesa leiðar­ann í heild því hér verða aðeins sýndar glefsur úr hon­um. 

Upp­haf leið­ar­ans er lík­astur æsi­legum reyfara: „Sá fáheyrði atburður gerð­ist fyrr í vik­unni að sótt­varna­læknir og heil­brigð­is­ráð­herra urðu upp­vís að því að brjóta sótt­varna­lög. Gerð­ust þau sek um ólög­mæta frels­is­svipt­ingu, meðal ann­ars á íslenskum rík­is­borg­urum og börn­um, með því að skylda þau til dvalar í svo­nefndu sótt­varna­húsi."

Auglýsing
Næst kemur flóns­legur full­yrð­inga­kafli og þá þetta um við­brögð sótt­varna­lækn­is­ og heil­brigð­is­ráð­herra eftir að dóm­stóll kvað ­upp úr með að fram­kvæmdin hefði ekki verið sam­kvæmt lög­um: „Ráð­herra og sótt­varna­læknir hafa tekið nið­ur­stöð­unni illa – hún er sögð óheppi­leg og geta sett sótt­varnir í upp­nám. ...Til að bæta gráu ofan á svart neita þau að afhenda upp­lýs­ingar sem geta varpað ljósi á þessa  ill­skilj­an­legu ákvörð­un." 

Væri Hörður leið­ara­höf­undur heið­ar­legur blaða­maður hefði hann breytt þess­ari klausu því í fréttum síð­degis 08.04. var frá því skýrt að upp­lýs­ing­arnar hefðu verið afhentar og enn margir klukku­tímar í að blaðið færi í prent­un. En hann gerði það ekki. Hann hafn­ar því sem sann­ara reyn­ist. Það er fólska.

Loks þetta úr leið­ar­an­um: „Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ekki getað gefið neinar hand­bærar skýr­ingar á þeirri dræmu stöðu sem er uppi í bólu­setn­ing­um, sem eru á hennar ábyrgð ..."

Það hefur ver­ið í fréttum nær dag­lega, meira að segja í Frétta­blað­inu, að fram­leið­endur bólu­efnis hafa, af marg­vís­legum orsök­um, sífellt verið að breyta afhend­ing­ar­tíma bólu­efn­is. Ráð­herr­ann hefur marg­sinnis skýrt frá því. En þessi vandi, settur fram, með þessum hætti merkir: Það er ráð­herr­anum að kenna að ekki sé til nægj­an­legt bólu­efni í land­inu! Og það er rangt. Og það veit Mark­aðs­rit­stjór­inn. En hann kýs að fara rangt með. Hann er fóli.

Annar djúp­vitr­ing­ur, Berg­þór Ólafs­son, alþing­is­maður fær birta grein í mið­opnu Morg­un­blaðs­ins  09.04. ´21: Hún ber yfir­skrift­ina Mis­tökin eru henn­ar. Hún er kakk­full illsku­orða­fári. En þar segir sam­t ó­venju hreinum orðum miðað við það sem á undan fór: „...og nýlegar hrak­farir ráð­herr­ans við öflun bólu­efna fyrir íslenska þjóð í heims­far­aldri því að á sama tíma og aðrar full­valda þjóðir í kringum okkur hafa bólu­sett fólk fram að þrí­tugu."

Berg­þór veit að hann er að segja ósatt. Hann getur ekki skýlt sér með flónsku, Hann segir þetta vegna þess að flokk­ur­inn hans, Mið­flokk­ur­inn, hefur ekki fram­bæri­leg mál fyrir kosn­ing­arnar í haust. Hann er að reyna að gera sótt­varn­ar­mál að kosn­inga­máli, heil­brigð­is­ráð­herra að blóra­böggli. Sá sem hagar sér svona er fóli. Og hann er líka flón.

Þegar punktur var komin aftan við flónsku þeirra Harðar og Borg­þórs  síð­degis í gær birt­ist á Kjarn­anum grein með yfir­skrift­inni Þegar rík­is­stjórnir þegjaSkrif­ari er Dag­björt Hákon­ar­dótt­ir. Hún er lög­fræð­ing­ur; skipar þriðja sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Hún er að viðra sig. Og hugs­an­legt kosn­inga­mál. Og, og, og. Hún velur sama mál og flónin Hörður og Berg­þór, kóvíd­ið, og opnar grein­ina með þeim orðum „að stjórn­­­mála­­fólk lýsi afstöðu sinni til ein­stakra stjórn­­­valds­at­hafna – ekki síst þegar það stendur á bak við þær. Gott dæmi um slíkt er þegar stjórn­­völd ákveða að svipta fólk frelsi sínu í nokkra daga án þess að hafa fyrir því laga­­stoð." 

Heldur svo áfram. Það sem hún skrifar gæti hafa stað­ist í fyrra­dag, 08.04.'21, dag­inn sem hún skrif­aði grein­ina sé miðað við að hún er í fram­boði fyrir Sam­fylk­ing­una og er að tala við popúlista. En í dag hafa öll ámælin sem hún nefnir sýnt sig vera ósönn. 

Annað ekki um það. Nema þá það að hún er óhepp­in ­stjórn­mála­mað­ur, kon­an.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar