Af djúpvitringum

Úlfar Þormóðsson skrifar um fólsku, illskuorðafár og óheppni.

Auglýsing

Það á ekki nota orð­ið mann­vits­brekka til að lýsa eig­in­leikum nafn­greinds ein­stak­lings. Ekki á prenti. Það flokk­ast sem háð. Sam­kvæmt lög­um. Æru­meið­ing. Fyrir því er hæsta­rétt­ar­dóm­ur. Þetta er skjal­fest. Hins vegar er ekki ljóst hvort það er sak­næmt að halda því fram á prenti að til­tek­inn ein­stak­ling­ur, ­nafn­greind­ur, sé flón, jafn­vel fóli? Hér verður lát­ið á það reyna.

Í gær, snemm­end­is, las ég tvær greinar sem mér þóttu fólsku­leg­ar, síð­an flóns­leg­ar og loks hvort tveggja. Fyrri greinin er leið­ari Frétta­blaðs gær­dags­ins, 09.04.´21. Höf­undur er Hörður Ægis­son, rit­stjóri að kálfi í blað­inu, sem heit­ir Mark­að­ur­inn. Fólk sem vill glöggva sig á mál­inu, og er við góða heilsu, ætti að lesa leiðar­ann í heild því hér verða aðeins sýndar glefsur úr hon­um. 

Upp­haf leið­ar­ans er lík­astur æsi­legum reyfara: „Sá fáheyrði atburður gerð­ist fyrr í vik­unni að sótt­varna­læknir og heil­brigð­is­ráð­herra urðu upp­vís að því að brjóta sótt­varna­lög. Gerð­ust þau sek um ólög­mæta frels­is­svipt­ingu, meðal ann­ars á íslenskum rík­is­borg­urum og börn­um, með því að skylda þau til dvalar í svo­nefndu sótt­varna­húsi."

Auglýsing
Næst kemur flóns­legur full­yrð­inga­kafli og þá þetta um við­brögð sótt­varna­lækn­is­ og heil­brigð­is­ráð­herra eftir að dóm­stóll kvað ­upp úr með að fram­kvæmdin hefði ekki verið sam­kvæmt lög­um: „Ráð­herra og sótt­varna­læknir hafa tekið nið­ur­stöð­unni illa – hún er sögð óheppi­leg og geta sett sótt­varnir í upp­nám. ...Til að bæta gráu ofan á svart neita þau að afhenda upp­lýs­ingar sem geta varpað ljósi á þessa  ill­skilj­an­legu ákvörð­un." 

Væri Hörður leið­ara­höf­undur heið­ar­legur blaða­maður hefði hann breytt þess­ari klausu því í fréttum síð­degis 08.04. var frá því skýrt að upp­lýs­ing­arnar hefðu verið afhentar og enn margir klukku­tímar í að blaðið færi í prent­un. En hann gerði það ekki. Hann hafn­ar því sem sann­ara reyn­ist. Það er fólska.

Loks þetta úr leið­ar­an­um: „Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ekki getað gefið neinar hand­bærar skýr­ingar á þeirri dræmu stöðu sem er uppi í bólu­setn­ing­um, sem eru á hennar ábyrgð ..."

Það hefur ver­ið í fréttum nær dag­lega, meira að segja í Frétta­blað­inu, að fram­leið­endur bólu­efnis hafa, af marg­vís­legum orsök­um, sífellt verið að breyta afhend­ing­ar­tíma bólu­efn­is. Ráð­herr­ann hefur marg­sinnis skýrt frá því. En þessi vandi, settur fram, með þessum hætti merkir: Það er ráð­herr­anum að kenna að ekki sé til nægj­an­legt bólu­efni í land­inu! Og það er rangt. Og það veit Mark­aðs­rit­stjór­inn. En hann kýs að fara rangt með. Hann er fóli.

Annar djúp­vitr­ing­ur, Berg­þór Ólafs­son, alþing­is­maður fær birta grein í mið­opnu Morg­un­blaðs­ins  09.04. ´21: Hún ber yfir­skrift­ina Mis­tökin eru henn­ar. Hún er kakk­full illsku­orða­fári. En þar segir sam­t ó­venju hreinum orðum miðað við það sem á undan fór: „...og nýlegar hrak­farir ráð­herr­ans við öflun bólu­efna fyrir íslenska þjóð í heims­far­aldri því að á sama tíma og aðrar full­valda þjóðir í kringum okkur hafa bólu­sett fólk fram að þrí­tugu."

Berg­þór veit að hann er að segja ósatt. Hann getur ekki skýlt sér með flónsku, Hann segir þetta vegna þess að flokk­ur­inn hans, Mið­flokk­ur­inn, hefur ekki fram­bæri­leg mál fyrir kosn­ing­arnar í haust. Hann er að reyna að gera sótt­varn­ar­mál að kosn­inga­máli, heil­brigð­is­ráð­herra að blóra­böggli. Sá sem hagar sér svona er fóli. Og hann er líka flón.

Þegar punktur var komin aftan við flónsku þeirra Harðar og Borg­þórs  síð­degis í gær birt­ist á Kjarn­anum grein með yfir­skrift­inni Þegar rík­is­stjórnir þegjaSkrif­ari er Dag­björt Hákon­ar­dótt­ir. Hún er lög­fræð­ing­ur; skipar þriðja sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Hún er að viðra sig. Og hugs­an­legt kosn­inga­mál. Og, og, og. Hún velur sama mál og flónin Hörður og Berg­þór, kóvíd­ið, og opnar grein­ina með þeim orðum „að stjórn­­­mála­­fólk lýsi afstöðu sinni til ein­stakra stjórn­­­valds­at­hafna – ekki síst þegar það stendur á bak við þær. Gott dæmi um slíkt er þegar stjórn­­völd ákveða að svipta fólk frelsi sínu í nokkra daga án þess að hafa fyrir því laga­­stoð." 

Heldur svo áfram. Það sem hún skrifar gæti hafa stað­ist í fyrra­dag, 08.04.'21, dag­inn sem hún skrif­aði grein­ina sé miðað við að hún er í fram­boði fyrir Sam­fylk­ing­una og er að tala við popúlista. En í dag hafa öll ámælin sem hún nefnir sýnt sig vera ósönn. 

Annað ekki um það. Nema þá það að hún er óhepp­in ­stjórn­mála­mað­ur, kon­an.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar