Af djúpvitringum

Úlfar Þormóðsson skrifar um fólsku, illskuorðafár og óheppni.

Auglýsing

Það á ekki nota orðið mannvitsbrekka til að lýsa eiginleikum nafngreinds einstaklings. Ekki á prenti. Það flokkast sem háð. Samkvæmt lögum. Ærumeiðing. Fyrir því er hæstaréttardómur. Þetta er skjalfest. Hins vegar er ekki ljóst hvort það er saknæmt að halda því fram á prenti að tiltekinn einstaklingur, nafngreindur, sé flón, jafnvel fóli? Hér verður látið á það reyna.

Í gær, snemmendis, las ég tvær greinar sem mér þóttu fólskulegar, síðan flónslegar og loks hvort tveggja. Fyrri greinin er leiðari Fréttablaðs gærdagsins, 09.04.´21. Höfundur er Hörður Ægisson, ritstjóri að kálfi í blaðinu, sem heitir Markaðurinn. Fólk sem vill glöggva sig á málinu, og er við góða heilsu, ætti að lesa leiðarann í heild því hér verða aðeins sýndar glefsur úr honum. 

Upphaf leiðarans er líkastur æsilegum reyfara: „Sá fáheyrði atburður gerðist fyrr í vikunni að sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra urðu uppvís að því að brjóta sóttvarnalög. Gerðust þau sek um ólögmæta frelsissviptingu, meðal annars á íslenskum ríkisborgurum og börnum, með því að skylda þau til dvalar í svonefndu sóttvarnahúsi."

Auglýsing
Næst kemur flónslegur fullyrðingakafli og þá þetta um viðbrögð sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra eftir að dómstóll kvað upp úr með að framkvæmdin hefði ekki verið samkvæmt lögum: „Ráðherra og sóttvarnalæknir hafa tekið niðurstöðunni illa – hún er sögð óheppileg og geta sett sóttvarnir í uppnám. ...Til að bæta gráu ofan á svart neita þau að afhenda upplýsingar sem geta varpað ljósi á þessa  illskiljanlegu ákvörðun." 
Væri Hörður leiðarahöfundur heiðarlegur blaðamaður hefði hann breytt þessari klausu því í fréttum síðdegis 08.04. var frá því skýrt að upplýsingarnar hefðu verið afhentar og enn margir klukkutímar í að blaðið færi í prentun. En hann gerði það ekki. Hann hafnar því sem sannara reynist. Það er fólska.

Loks þetta úr leiðaranum: „Heilbrigðisráðherra hefur ekki getað gefið neinar handbærar skýringar á þeirri dræmu stöðu sem er uppi í bólusetningum, sem eru á hennar ábyrgð ..."

Það hefur verið í fréttum nær daglega, meira að segja í Fréttablaðinu, að framleiðendur bóluefnis hafa, af margvíslegum orsökum, sífellt verið að breyta afhendingartíma bóluefnis. Ráðherrann hefur margsinnis skýrt frá því. En þessi vandi, settur fram, með þessum hætti merkir: Það er ráðherranum að kenna að ekki sé til nægjanlegt bóluefni í landinu! Og það er rangt. Og það veit Markaðsritstjórinn. En hann kýs að fara rangt með. Hann er fóli.

Annar djúpvitringur, Bergþór Ólafsson, alþingismaður fær birta grein í miðopnu Morgunblaðsins  09.04. ´21: Hún ber yfirskriftina Mistökin eru hennar. Hún er kakkfull illskuorðafári. En þar segir samt óvenju hreinum orðum miðað við það sem á undan fór: „...og nýlegar hrakfarir ráðherrans við öflun bóluefna fyrir íslenska þjóð í heimsfaraldri því að á sama tíma og aðrar fullvalda þjóðir í kringum okkur hafa bólusett fólk fram að þrítugu."

Bergþór veit að hann er að segja ósatt. Hann getur ekki skýlt sér með flónsku, Hann segir þetta vegna þess að flokkurinn hans, Miðflokkurinn, hefur ekki frambærileg mál fyrir kosningarnar í haust. Hann er að reyna að gera sóttvarnarmál að kosningamáli, heilbrigðisráðherra að blóraböggli. Sá sem hagar sér svona er fóli. Og hann er líka flón.

Þegar punktur var komin aftan við flónsku þeirra Harðar og Borgþórs  síðdegis í gær birtist á Kjarnanum grein með yfirskriftinni Þegar ríkisstjórnir þegjaSkrifari er Dagbjört Hákonardóttir. Hún er lögfræðingur; skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún er að viðra sig. Og hugsanlegt kosningamál. Og, og, og. Hún velur sama mál og flónin Hörður og Bergþór, kóvídið, og opnar greinina með þeim orðum „að stjórn­mála­fólk lýsi afstöðu sinni til ein­stakra stjórn­valds­at­hafna – ekki síst þegar það stendur á bak við þær. Gott dæmi um slíkt er þegar stjórn­völd ákveða að svipta fólk frelsi sínu í nokkra daga án þess að hafa fyrir því laga­stoð." 

Heldur svo áfram. Það sem hún skrifar gæti hafa staðist í fyrradag, 08.04.'21, daginn sem hún skrifaði greinina sé miðað við að hún er í framboði fyrir Samfylkinguna og er að tala við popúlista. En í dag hafa öll ámælin sem hún nefnir sýnt sig vera ósönn. 

Annað ekki um það. Nema þá það að hún er óheppin stjórnmálamaður, konan.

Höfundur er rithöfundur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar