Af hverju er það staðreynd að Guð er ekki til?

Birni Leví Gunnarssyni er sama þótt fólk trúi á einhvern guð, „en um leið og það fer að heimta peninga af öðru fólki út af ímynduðu verunum sínum þá verð ég að skipta mér af.“ Björn svarar hér grein Gunnars Jóhannessonar prests.

Auglýsing

Ég er búinn að vera að velta því lengi fyrir mér hvort og þá hvernig ég eigi að skrifa þessa svar­grein. Fyrir því eru aðal­lega tvær ástæð­ur. Fyrri ástæðan er að stór hluti af þess­ari grein yrði bara ítar­legri end­ur­tekn­ing á fyrra svari mínu þar sem grein Gunn­ars Jóhann­es­sonar „Prestur svarar pírata!“er bara áfram­hald á upp­runarökvill­unni. Ég stenst hins vegar yfir­leitt ekki mátið þegar fólk beitir rökvillum máli sínu til stuðn­ings þannig að svarið við þeirri ástæðu er óhjá­kvæmi­lega að ég þarf að skrifa þessa grein.

Seinni ástæðan er flókn­ari. Á ég að vera að ves­en­ast í þessu yfir­leitt? Hvers vegna á ég að vera að skipta mér af því þó annað fólk trúi því að ein­hver Guð sé til? Svarið við því er að mér er í raun slétt sama. Það sem mér er hins vegar ekki sama um er að við þurfum öll að borga fyrir það og þar kemur lygi og blekk­ing trú­ar­bragða við sögu. Mér er sem­sagt alveg sama þótt ein­staka fólk trúi á ein­hvern Guð, en um leið og það fer að heimta pen­inga af öðru fólki út af ímynd­uðu ver­unum sínum þá verð ég að skipta mér af og ekki bara úr af því að ég starfa við að rýna og ákveða hvernig á að nýta skatt­fé. Einnig af því að mér líkar ekk­ert mjög vel við það þegar verið er að ljúga að fólki.

Auglýsing

En byrjum á byrj­un­inni. Ég sagði í stuttri ræðu á þingi að Guð væri ekki til. Þar á ég við Guð hinna skipu­lögðu trú­ar­bragða sem not­færa sér þá trú til þess að fá pen­inga og völd. Skipu­lögð trú­ar­brögð eru nefni­lega ekk­ert nema póli­tík, ætluð til þess að hafa stjórn á sam­fé­lagi manna með því að not­færa sér hinn mann­lega eig­in­leika að trúa á hitt og þetta. Hvað sem því líður þá sagði prest­ur­inn Gunnar að ég gæti ekki sagt að það væri stað­reynd að Guð væri ekki til.

Stað­reynd er eitt­hvað sem er víst. Örugg sann­indi. Stað­reyndir virka þannig að þegar þær eru settar fram þá eru þær óhrekj­an­leg­ar. Það er hægt að hafa ýmsar skoð­anir á stað­reyndum en það breytir þeim ekki. Ef ég segi til dæmis að það sé hlýtt úti þá þýðir það ekk­ert endi­lega það sama fyrir mig eða þig. Það er samt stað­reynd hversu hátt hita­stigið mælist.

Gunnar segir að ég geti ekki sagt að það sé stað­reynd að Guð sé ekki til, en sam­talið byrjar í raun­inni fyrr:

Gunn­ar: Guð er til.

Ég: Guð hvað?

Gunn­ar: Guð er yfir­nátt­úr­leg vera sem gerir alls konar æðis­lega hluti.

Ég: Nú? Hvernig veistu?

Gunn­ar: Þú þarft að sanna að ég hafi rangt fyrir mér!

Ég: Nei, ég þarf þess ekk­ert. Þetta er þín full­yrð­ing og þú verður að rök­styðja hana á ein­hvern hátt.

Gunn­ar: Nei þú.

… og svo fram­veg­is. Þarna væri Gunnar að snúa sönn­un­ar­byrð­inni við. Hann krefst þess ég eigi að afsanna full­yrð­ingar sem hann telur verið stað­reyndir án þess að nokkur hluti full­yrð­ing­ar­innar um til­vist Guðs sé sann­reyn­an­leg eða mæl­an­leg. Engin mæl­ing á þessu við­fangs­efni hefur skilað neinni jákvæðri nið­ur­stöðu. Öll mæli­tæki sýna núll. Þetta er upp­runarökvill­an. Upp­runi stað­hæf­ing­ar­innar um að Guð sé til er hjá Gunn­ari (sem stað­geng­ill þeirra sem segja að Guð sé til). Þegar Gunnar stað­hæfir og krefur mig um að sanna eða afsanna hans eigin full­yrð­ingar þá er það upp­runarökvilla.

Ég þarf ekki að sýna mæl­ingar fyrir því sem Gunnar telur vera stað­reynd, það er verk­efni Gunn­ars og kollega hans. Gunnar og félagar hafa aldrei getað sýnt snefil af gögnum fyrir sínum full­yrð­ingum um eðli Guðs og afleið­ingin af því er að ekk­ert af þeim eru stað­reynd. Eng­inn, aldrei, hefur getað sýnt fram á það með ein­földum eða flóknum hætti, sem hver sem er getur end­ur­tek­ið. En þýðir það að ég geti sjálfur full­yrt að Guð sé ekki til?

Gunnar afsannar stað­reynd­ina um Guð reyndar sjálfur í sinni grein: „Ef hægt er að tala um „ein­falda stað­reynd“ í þessu sam­hengi yfir höfuð er það sú stað­reynd að til­vist Guðs verður hvorki sönnuð né afsönn­uð.“

Með þessu er Gunnar að segja að það sé ekki hægt að sanna til­vist Guðs. Það þýðir sam­kvæmt skil­grein­ing­unni um stað­reynd að til­vist Guðs getur aldrei orðið að stað­reynd. Þar er hins vegar til önnur stað­reynd sem er sönn fyrir Gunn­ar. Það er stað­reynd að hann trúir því að Guð sé til. Það er einnig stað­reynd að ég trúi því ekki að Guð sé til. Báðar þessar stað­reyndir geta verið sannar á sama tíma. Þetta er hins vegar ekki stað­reynd um til­vist Guðs heldur stað­reynd um Gunnar og mig. Hér er mik­il­vægt að hafa þennan merk­ing­ar­mun á hreinu.

Auglýsing

Þessar stað­reyndir um mig og Gunnar eru ekki almennar stað­reyndir að til séu yfir­nátt­úru­legar verur sem hlusta á bænir og dæma sálir til hel­vítis eða himna. Það væri satt best að segja lík­legra að guðir væru geim­verur sem skipta sér af líf­inu á jörð­inni á ein­hvern hátt, eins og ein­hverjar Star trek ver­ur, en að Guð sé vera sem sé búin að vera til í millj­arða ára og heyri bænir sem við getum ekki mælt. Það er ekki hægt að sanna það eins og er, en kannski síð­ar.

Hér gæti Gunnar sagt: „ah ha!“ Það gæti vel verið að til­vist Guðs verði sönnuð ein­hvern tíma seinna þegar við höfum þróað ein­hvers konar tækni sem getur mælt Guð. Þannig séu líkur á því að það sé til Guð og það er stað­reynd!

Ég: Já. Auð­vit­að. Það er hins vegar allt annað en að það sé stað­reynd að Guð sé til. Það gengur líka gegn fyrri full­yrð­ingu þína um að til­vist Guðs verði ekki sönn­uð. Að auki myndi það bara sanna að Guð sé raun­veru­leg geim­vera eins og við en ekki yfir­nátt­úr­leg vera.

Gunn­ar: Þú getur samt ekki sagt að það sé stað­reynd að Guð sé ekki til!

Ég: Jú, auð­veld­lega. Það eru nefni­lega engin hald­bær rök fyrir því að halda því fram að Guð sé til. Það eru engar vís­bend­ingar um neitt sem krefj­ast þess að Guð sé mögu­legt svar. Það er hins vegar aug­ljóst hvernig mann­veran hefur not­fært sér trú fólks til þess að búa til póli­tískt valda­kerfi sem krefst þess að ákveðnum aðilum sé sýnd virð­ing og farið eftir því sem þau segja, ellegar hljóti þau refs­ingu ein­hverrar yfir­nátt­úru­legrar veru.

Þetta með að til­vist Guðs verði aldrei sönnuð þarfn­ast nán­ari skoð­un­ar. Gunnar fjallar aðeins um vís­indin í síð­ustu grein sinni: !Það er ástæða fyrir því að eng­inn vís­inda­maður gerir til­kall til nóbels­verð­laun­anna í eðl­is­fræði fyrir að hafa sannað eða afsannað til­vist Guðs. Vett­vangur vís­inda­legra rann­sókna og vís­inda­legrar þekk­ingaröfl­unar ein­skorð­ast við hinn nátt­úru­lega heim – alheim­inn. Guð er hins vegar yfir­nátt­úru­legur (eins og BL minnir sjálfur á í grein sinni síðar meir) og handan þess sem vís­indin geta náð til.“

Hér er veran Guð sett utan nokk­urs sem við getum snert, mælt eða skynjað á nokkurn hátt. Vand­inn við þetta er að trú­ar­brögðin sem Gunnar aðhyllist full­yrða að Guð sé sífellt að hafa áhrif á okkar heim. Þess vegna biðjum við og högum okkur vel og allt það. Það þýðir að það er hægt að mæla þau áhrif og það hafa vís­inda­menn ítrekað reynt að mæla … áhrif Guðs á okkar heim.

Auglýsing

Smá­vægi­leg áhrif hafa mælst í rann­sóknum sem byggja á ein­hvers konar vel­ferð eða vanda af geð­rænum toga, en sál­fræði- og félags­fræði­að­ferðir skila þar betri árangri en trú­ar­legar þegar á heild­ina er litið og því ekki hægt að eigna þau áhrif ein­hverri yfir­nátt­úr­legri veru. Skoðum sem dæmi rann­sókn sem var gefin út árið 2006 og fylgd­ist með sjúk­lingum sem voru að fara í hjarta­hjá­veitu­að­gerð (e. Prayer (STEP) in car­diac byp­ass pati­ents). Nið­ur­stöð­urnar voru að meðal þeirra sjúk­linga sem vissu að það væri kannski verið að biðja fyrir þeim að 52% sjúk­linga sem beðið var fyrir lentu í ein­hvers konar erf­ið­leikum á móti 51% þeirra sem ekki var beðið fyr­ir. Af þeim sem vissu að beðið var fyrir þeim lentu 59% í ein­hverjum erf­ið­leik­um. Meiri háttar vanda­mál og 30 daga lífslíkur voru svip­aðar í öllum hóp­um. Þessar nið­ur­stöður sýna engan mun og eru nær því að sýna að nei­kvæð áhrif ef fólk veit að það er verið að biðja fyrir þeim.

Þetta er vissu­lega bara ein rann­sókn en allar aðrar vel gerðar rann­sóknir segja sömu sögu. Þó það eigi ekki að vera hægt að mæla Guð þá eru vænt­ingar um að Guð hafi áhrif á líf okkar - sem má segja að sé satt í vissum hug­rænum skiln­ingi og að Guð sé til í því sam­hengi. En ýmsar verur hafa auð­vitað gegnt því hlut­verki í gegnum tíð­ina. Nú orðið notum við skil­virk­ari aðferðir til þess að ná betri árangri án þess að blanda ímynd­uðum verum í mál­ið.

Þar af leið­andi, þegar ég stað­hæfi að Guð sé ekki til þá er ég auð­vitað að meina nákvæm­lega sá Guð sem hin ýmsu trú­ar­brögð þykj­ast þekkja sem raun­veru­lega veru. Guð með stóru G. Guð krist­innar trúar og í raun allir aðrir guðir sem öll önnur trú­ar­brögð reyna að sann­færa okkur um að stjórni lífi okkar á ein­hvern hátt og þá sér­stak­lega lífi eftir dauð­ann. Allir þessir guðir eru mann­leg vörpun á stóru spurn­ing­unum í líf­inu. Hvernig varð þetta allt til? Hvað ger­ist svo? Hver er til­gang­ur­inn? Guðir eru ein­falda svindlsvarið við þeim spurn­ing­um.

Við þekkjum jóla­svein­inn, tann­álfinn, páskakan­ín­una, álfa og jóla­kött­inn. Við vitum vel að það eru for­eldrar barn­anna sem setja í skó­inn og við vitum einnig að trúin á jóla­svein­inn er nákvæm­lega sama trúin og við höfum til ann­arra yfir­nátt­úr­legra vera. Samt, ein­hverra hluta vegna, eiga sumar þeirra til en aðrar ekki. Við vitum það alveg að margar af þessum verum eru skáld­skapur manna. Við vitum það líka að þær eiga mjög margt sam­eig­in­legt, og því ætti að vera auð­velt að setja þær allar undir sama hatt­inn „skáld­skap­ur“ en ein­hverra hluta vegna gerum við und­an­þágur fyrir sumar af þessum ver­um.

Ég geri mér full­kom­lega grein fyrir því að heim­ur­inn er stærri og flókn­ari en við höfum getað ímyndað okk­ur, og á þann hátt getur alveg verið ein­hvers konar líf, ein­hvers staðar í alheim­inum sem við ein­fald­lega skiljum ekki. Ef svo er, þá geta trú­ar­brögð hérna á jörð­inni ekki skilið þau heldur og sá merki­miði sem þessi trú­ar­brögð setja á slíka mögu­lega veru er óvé­fengj­an­lega rang­ur. Þar af leið­andi er Guð hinnar kristnu kirkju ekki til nema sem skálduð vera. Ekki heldur Guð islams­trú­ar, ása­trú­ar, egyp­sku guð­irn­ir, grísku guð­irn­ir, japönsku guð­irnir og svo mætti lengi telja … alveg að jóla­svein­inum og páskakan­ín­unni. Það er stað­reynd, hversu mikið sem hin ýmsu trú­ar­brögð kepp­ast við að eigna sér þá mögu­legu veru.

Eðli­leg við­brögð Gunn­ars hérna væri að segj­ast meina að Guð væri einmitt þannig. Að trú­ar­brögðin kunni bara að lýsa hluta af því sem Guð er í heild sinni en að sá hluti dugi þeim. Ef fleiri stærri eða minni eig­in­leikar Guðs upp­götvast þá muni þeir falla undir fyrri skil­grein­ingu þeirra um hvað og hver Guð er án nokk­urra vanda­mála. Vand­inn er að allir eig­in­leikar Guðs eru þar af henti­semi fyrir trú­ar­brögðin en ekki afleið­ing þeirra áhrifa sem þessi vera á að hafa haft á mann­legt sam­fé­lag.

Það er nefni­lega sögu­leg stað­reynd að mann­veran hefur ítrekað reynt að útskýra hið óþekkta með alls konar yfir­nátt­úr­legum verum og ítrekað höfum við skipt um skoð­un. Við höfum málað guði í stjörn­u­rnar og stokka og steina. Fyrir Íslend­inga voru það einu sinni guðir Val­hall­ar. Svo var það kaþ­ólska túlk­unin á Guði og nú er það hin evang­el­íska lúþerska túlk­un. Af hverju ætti núver­andi ágiskun á Guð að vera hin rétta? Af hverju ætti næsta ágiskun að vera eitt­hvað rétt­ari? Það eru alls konar til­gátur um eig­in­leika þess­ara yfir­nátt­úru­legu vera, og fólk er sífellt að búa til nýjar til­gát­ur. Eða eins og Doug Forcett sagði, í minni þýð­ingu:

„Það var árið 1972. Ég og Randy vinur minn vorum að borða ofskynj­un­ar­sveppi. Randy spurði mig, „hvað heldur þú að ger­ist þegar þú deyrð?“ Og ég sá með full­komnum skýr­leika hvernig líf eftir dauð­ann virk­ar. Sam­stundis vissi ég að ég þyrfti að lifa full­komnu lífi. Jah, ekki alveg sam­stund­is. Dag­inn eftir gat ég bara horft á kung fu myndir og klappað teppi sem ég hélt að væri kött­ur­inn minn. En skömmu seinna hann­aði ég líf sem myndi hámarka þann stiga­fjölda sem ég þyrfti til þess að kom­ast á Góða stað­inn. Síðan þá hef ég lifað því lífi. Ég veit, þetta hljómar galið.”

Spurn­ing­unni, „er núver­andi til­gáta rétt?“ er auðsvar­að. Nei. Alveg á nákvæm­lega sama hátt og fyrri til­gátur um yfir­nátt­úr­legar verur voru líka rangar og allar síð­ari til­gátur verða það einnig. Alveg þangað til við getum mælt áhrifin sem þessar verur hafa á okkar heim. Það myndi hins vegar þýða að þessar verur væru nátt­úru­legar en ekki yfir­nátt­úru­leg­ar. Það er stað­reynd.

Til þess að skilja þetta betur skulum við gefa okkur að það sé til ein­hver yfir­nátt­úr­leg vera sem getur haft áhrif á okkar heim án þess að við getum mælt þau áhrif (ein­hverra hluta ekki einu sinni lík­am­leg áhrif eins og þegar blindir öðl­ast sýn og þess hátt­ar). Segjum sem svo að þessi vera sér þarna ein­hvers staðar úti í hinum risa­stóra alheimi eða hlið­ar­heimi eða hvar svo sem það gæti ver­ið. Sú vera mun ómögu­lega vera hinn kristni Guð sem trú­ar­brögð kristn­innar á plánet­unni jörð segja að hún sé. Kannski er sú vera eitt­hvað miklu meira, eða miklu minna.

Það væri jafn rangt að kalla slíka veru Guð, út af þeim hluta sem fólk á jörð­inni sem getur ekki mælt, og að kalla ran­ann á fíl slöngu eða tré. Eins og í sög­unni um blindu menn­ina sem þreif­uðu á fíl. Nema í þessu til­felli þyrftu blindu menn­irnir að giska á eig­in­leika ver­unnar án þess að geta snert hana. Ég get því sagt með fullri vissu að Guð, með stóru G, eins og hins fjöl­mörgu trú­ar­brögð heims­ins segja að til­vera slíkar veru sé, sé ekki til.

Það er ein­föld stað­reynd að sagan um Guð og aðrar yfir­nátt­úr­legar verur eins og jóla­svein­inn eru skáld­skapur manna og að reyna að halda því fram að þessar verur séu raun­veru­legar eru lygi. Þegar þú lýgur að mér er það ein­föld stað­reynd að inni­hald lyg­ar­innar er ekki til.

Höfum það nefni­lega alger­lega á hreinu. Fólk sem heldur því fram að það sé til Guð er að ljúga að þér. Það hefur ekki hug­mynd um það, stað­reynd­ar­lega séð. Það trúir því og það er stað­reynd gagn­vart þeim sjálf­um. Það þýðir hins vegar ekki að það geti full­yrt neitt um slík fyr­ir­bæri, hvað þá haldið fram stað­reyndum um þau.

Hér grípa margir í per­sónu­lega og trú­ar­lega upp­lifun sem sönnun fyrir trú sinni. Þannig nái fólk ein­hvern vegin að tengj­ast ver­unni sem er ekki hægt að mæla. Slíkt er auð­velt að útskýra með atriðum eins og sam­skynjun, ofskynun, skyn­villu og alls konar sjón­hverf­ingum eða álíka. Það er því alltaf stað­reynd að það sem logið er um er ekki til, ann­ars væri það ekki lygi.

Ég veit að lygi nær þess­ari merk­ingu ekki hár­ná­kvæm­lega. Sá sem veit ekki betur telur sig auð­vitað ekki vera að ljúga. Við­kom­andi fer með rangt mál um stað­reynd­ir. Hér er þá gott að hafa í huga að Gunnar bendir sjálfur á það að ekki sé hægt að færa sönnur á til­vist Guðs. Af því leiðir að ég verð að fjalla örlítið um heims­fræðirökin sem Gunnar fer yfir í grein sinni. Rökin eru svona hjá Gunn­ari:

(1) Allt sem verður til á sér orsök!

(2) Alheim­ur­inn varð til!

(3) Alheim­ur­inn á sér orsök!

Ég hef ekk­ert við þetta að athuga. Vand­inn liggur hins vegar í útskýr­ingu Gunn­ars á orsök­inni fyrir því að alheim­ur­inn varð til – sem hann byggir á óend­an­leik­an­um, að eitt­hvað geti ekki orðið til úr engu, þar af leið­andi hljóti orsök alheims­ins að vera Guð. Að „or­sökin á bak við alheim­inn búi yfir ásetn­ingi og vilja og hafi í frelsi sínu valið að orsaka til­vist alheims­ins án nokk­urra fyr­ir­liggj­andi skil­yrða eða tak­mark­ana. Með öðrum orðum er ekki um að ræða óskil­greinda, óper­sónu­lega og blinda orsök heldur per­sónu­legan skap­ara alheims­ins.“

Þetta er mjög mann­legt sjón­ar­horn á mikla­hvell, að „þessi vera, sem skap­aði alheim­inn úr engu (að minnsta kosti án fyr­ir­liggj­andi efni­viðs), sé mátt­ugri en við getum ímyndað okk­ur, ef ekki almátt­ug.“

Það er því ákveðin kald­hæðni í því að skoða þróun sköp­un­ar­sög­unnar í gegnum ald­irn­ar. Án þess að rekja þá þróun í löngu máli þá er stutta útgáfan sú að sköpun við mikla­hvell varð ekki hluti af sköp­un­ar­sögu trú­ar­bragða fyrr en eftir að vís­indin höfðu lagt fram þá til­gátu. Fyrir þann tíma var sköp­un­ar­sagan á allt öðrum stað í tíma og rúmi. Þegar það fannst ný kenn­ing um upp­runa alheims­ins var sköp­un­ar­sagan ein­fald­lega færð án þess að nokkrum dytti í hug að fyrst tíma­setn­ingin væri röng, þá væri sköp­un­ar­sagan sjálf kannski bara röng líka.

Þau sem eru kunnug í rök­fræði kann­ast við slíkar æfingar sem til­færslurökvillu (e. mov­ing the goalposts). Auð­vitað eru fullt af öðrum skýr­ingum um hver orsök mikla­hvells er og allar eru lík­legri en að þar hafi yfir­nátt­úr­leg vera verið að verki. Í til­felli mikla­hvells getur það meira að segja verið satt að eitt­hvað hafi orðið til úr engu, að minnsta kosti út frá sjón­ar­horni þess sem á eftir kom. Skammta­fræðin hefur til dæmis sýnt okkur að það þarf ekk­ert að vera orsaka­sam­band. Það þýðir að heims­fræðirökin eiga ekk­ert við í þeim aðstæð­um.

Þetta er vandi allra trú­ar­bragða í raun. Þau hafa flest ákveðna sköp­un­ar­sögu sem þau reyna eftir fremsta megni að koma fyrir í heimi sem er í sífelldri þró­un. Mark­mið trú­ar­bragða er að boða ákveðna lífs­sýn. Sú lífs­sýn er póli­tísk í eðli sínu og snýst þegar allt kemur til alls að við­halda völdum og fjár­magni í nokk­urs konar Píramídasvindli sem nær­ist á þeim mann­lega eig­in­leika sem trú er (hér er munur á trú og trú­ar­brögð­u­m). Þar gildir einu hvort boð­berar trú­ar­bragð­anna viti af svindlinu eða ekki, það er jafn mikið svindl. Það er í raun efni í aðra langa grein að fjalla um þann hluta trú­ar­bragð­anna, þannig að ég læt það vera í bili í umræð­unni um hvort Guð sé til eða ekki.

Þessi vandi trú­ar­bragð­anna, að finna sköp­un­ar­sögu sinni stað, leiðir að helstu rökvillu trú­ar­bragð­anna; stað­fest­ing­ar­skekkj­unni (e. con­firmation bias). Hún virkar á þann hátt að allt sem virð­ist mögu­lega geta passað við til­gátu þína er túlkað sem rök fyrir því sem þú von­ast að sé rétt. Þetta sést ber­lega í heims­fræðirökum Gunn­ars. Af því að það er ennþá ekki vitað hvernig mikli­hvellur orsak­að­ist þá er tæki­færið gripið og sköp­un­ar­sögu Gunn­ars er hag­an­lega komið fyrir á þeim stað. Hvað ger­ist þegar vís­indin kom­ast skref­inu lengra er fyr­ir­sjá­an­legt, sköp­un­ar­sagan verður ein­fald­lega færð eins og hún hefur verið færð svo oft áður. Þegar hið upp­lýsta ljós skín á það sem áður var í myrkri flýja lygarnar sem þar bjuggu í alla aðra skugga sem þau finna í stað þess að gef­ast upp.

Í lok grein­ar­innar segir Gunn­ar: „En þótt eng­inn láti sann­fær­­ast um neitt gegn vilja sínum væri áhuga­vert (og á margan hátt óskandi) ef guð­leys­ingjar og efa­hyggju­fólk setti sér jafn háleitan mæli­kvarða þegar kemur að við­horfum sínum um Guð og þau krefja trúað fólk um þegar kemur að þeirra. Ef þeir gerðu það er alls óvíst að þeir upp­lifðu sig á jafn föstu landi og áður.“

Hér mætir upp­runarökvillan aft­ur. Mæli­kvarði guð­leys­ingja er ekk­ert háleit­ur. Hann er mjög ein­fald­ur. Hann spyr ein­fald­lega hvort þú sért með mæl­ingu fyrir full­yrð­ingum þín­um? Ef ekki, bless!

Ég ætti kannski að klára þennan pistil á stuttri lýs­ingu á minni trú sem prest­ur­inn var ekki nálægt því að giska hvernig virk­ar. Ég trúi á heim skammta­fræð­innar þar sem athygli hefur áhrif á umhverfi okk­ar. Hvað það þýðir í stærra sam­hengi hlut­anna er stór spurn­ing. Hvað það þýðir fyrir okkur öll er að eðl­is­fræð­ingar ættu frekar að stunda predik­anir um stóru spurn­ingar heims­ins en prestar sem er löngu úreld starfs­stétt. Önnur fræði ná betri árangri og svara spurn­ingum okkar um til­gang lífs­ins mikið betur en starfs­stétt sem byggir á lygi um ómæl­an­legar yfir­nátt­úr­legar ver­ur. Ef fólk vill endi­lega borga prestum fyrir ein­hverja þjón­ustu, þá er því alger­lega frjálst að gera það sjálft. Hættum hins vegar að láta ríkið sjá um inn­heimt­una eða látum hana alla­vega renna til þeirra vís­inda sem gera eitt­hvað raun­veru­legt.

Höf­undur er þing­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar