Aftur til ársins 2005...á leið til haustsins 2008

Auglýsing

Fyrir ekki svo mörgum árum fórum við fram úr okk­ur. Á mesta þenslu­tíma­bili í sögu þjóð­ar­innar ákváðum við að lækka skatta og ráð­ast í for­dæma­lausar virkj­un­ar­fram­kvæmdir við Kára­hnjúka. Afleið­ingin var ofþensla. Íslenska vélin var keyrð af meiri ofsa en hún gat staðið undir með þeim afleið­ingum að hún ofhitn­aði og bræddi nán­ast úr sér. Á sama tíma eyddu Íslend­ingar miklu meira en þeir sköp­uðu, aðal­lega í formi prent­aðra pen­inga sem engin verð­mæta­sköpun stóð á bak­við.

Þetta var á árunum fyr­ir­ all­herj­ar­hrunið sem er ein­stakt á heims­vísu.

Þetta hljómar eins og tón­list, en hún er vondSíð­ustu ár hafa verið til­tekt­ar- og aðlög­un­ar­ár. Kaup­máttur hefur rýrnað og íbúar lands­ins hafa getað leyft sér minna en á partí-ár­un­um. Þ.e. flest fólk, því sumir hafa nátt­úru­lega hagn­ast ævin­týra­lega á sama ástandi. Og það hefur leitt af sér ríka til­finn­ingu ójöfn­uðar og mis­skipt­ing­ar.

Í þeim tíð­ar­anda fórum við inn í hörð­ustu kjara­deilur í ára­tugi. Nið­ur­stöður þeirra, eftir stór­kalla­legar verk­falls­boð­anir sem hefðu lamað atvinnu­lífið og sett vel­ferð­ar­kerfið á hlið­ina, eru tug­pró­senta launa­hækk­anir sem stór hluti atvinnu­lífs­ins hefur ekki efni á, og risa­vaxnar skatta- og tolla­lækk­anir sem auka ráð­stöf­un­ar­tekur um 65 pró­sent full­vinn­andi launa­manna um meira en 50 þús­und krónur á ári.

Auglýsing

Auð­vitað hljómar þetta allt eins og tón­list í eyrum launa­manns­ins. Fleiri krónur í veskið til að eyða í lífs­bar­átt­una eða lífsgæðakapphlaupið.

Auð­vitað hljómar þetta allt eins og tón­list í eyrum launa­manns­ins. Fleiri krónur í veskið til að eyða í lífs­bar­átt­una eða lífs­gæða­kapp­hlaup­ið.

Vanda­málið við þessar risa­vöxnu aðgerðir er hins vegar það að kaup­mátt­ar­aukn­ingin er ekki sjálf­bær. Þ.e. hún verður ekki til vegna þess að við búum til meiri verð­mæti sem þjóð. Afleið­ing slíkrar kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar, sem gera verður ráð fyrir að þjóðin muni eyða í neyslu í stað þess að spara, eru óum­flýj­an­lega stór­aukin verð­bólga, hærri stýri­vextir og lak­ari við­skipta­jöfn­uður við útlönd. Þannig bítur aðgerðin fast í skottið á sér.

Eytt um efni framÞegar litið er á þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin kynnti í dag, og þær skoð­aðar í sam­hengi við boð­aðar launa­hækk­anir kjara­samn­inga, og fram­leiðslu þjóð­ar­bús­ins, þá fall­ast manni eig­in­lega hend­ur. Þjóð­ar­búið hefur ekki efni á henni og stór hluti aðgerð­anna vinnur bein­leiðis gegn því að við­skipta­jöfn­uður okkar verði jákvæð­ur.

Tug­pró­senta launa­hækk­anir munu óhjá­kvæmi­lega hafa tvenns konar áhrif hjá mörgum fyr­ir­tækj­um: annað hvort verða þær leiddar út í verð­lag eða þær leiða til upp­sagna. Auð­vitað eru sumir geirar sem hafa vel efni á því að borga launa­fólki sínu meira en eig­endum sínum minna, t.d. í smá­sölu á mat­vöru og elds­neyti eða í sjáv­ar­út­vegi. En t.d. í mörgum þjón­ustu­fyr­ir­tækjum eru svona hækk­anir mjög erf­iðar viður­eign­ar.

Skatta­lækk­an­irnar sem eru boð­aðar leiða til þess að fólk kaupir sér hluti, t.d. bíla eða raf­tæki, sem eru inn­flutt. Nið­ur­fell­ing á tollum á skó og fatnað leiðir til þess að meira verður flutt inn af skóm og föt­um. Bæði atriðin veikja við­skipta­jöfn­uð.

Sú hug­mynd að byggja 2.300 félags­legar íbúðir til að reyna að leysa hús­næð­iskrís­una hljómar vel á papp­ír. En þegar hún er sett í sam­hengi við þá sturlun sem er þegar að eiga sér stað í bygg­ing­ar­iðn­aði á Íslandi bygg­ingu tuga hót­ela, þús­undir íbúða sem eru í upp­bygg­ingu í Reykja­vík og hund­ruð lúxus­í­búða sem ein­ungis hátekju­fólk og erf­ingjar auðs geta keypt sér, þá er hug­myndin afleit.

Sú hug­mynd að byggja 2.300 félags­legar íbúðir til að reyna að leysa hús­næð­iskrís­una hljómar vel á papp­ír. En þegar hún er sett í sam­hengi við þá sturlun sem er þegar að eiga sér stað í bygg­ing­ar­iðn­aði á Íslandi bygg­ingu tuga hót­ela, þús­undir íbúða sem eru í upp­bygg­ingu í Reykja­vík og hund­ruð lúxus­í­búða sem ein­ungis hátekju­fólk og erf­ingjar auðs geta keypt sér, þá er hug­myndin afleit.

Þegar er byrjað að flytja inn erlent vinnu­afl í kipp­um, líkt og var gert á upp­gangs­ár­unum fyrir hrun. Ástæðan er ein­fald­lega sú að íslenska iðn­að­ar­menn skortir og íslenskir bygg­inga­verka­menn eru að deyja út sem teg­und. Þorri þess bygg­ing­ar­efnis sem þarf í allar þessar fram­kvæmdir er inn­flutt­ur, og þensla í bygg­inga­iðn­aði hefur þar af leið­andi nei­kvæð áhrif á við­skipta­jöfn­uð, þótt sumar bygg­ing­arn­ar, eins og hót­el, skili auð­vitað auknum verð­mætum í útflutri þjón­ustu­starf­semi.

Ofan á allt þetta er, hálft í hvoru, búið að lofa að byggja risa­vaxið hátækni­sjúkra­hús og, ef Jón Gunn­ars­son fær að ráða, nokkrar virkj­anir í við­bót. Þetta hljómar allt dálítið eins og staðan á árinu 2005, sem leiddi síðar til atburð­anna haustið 2008, mínus banka­bíó­ið.

Ekki nógu mikil fram­leiðniÞað skal koma skýrt fram að sá sem þetta skrifar er ekki and­stæður lágum skött­um, afnámi vöru­gjalda og tolla eða stuðn­ingi rík­is­ins við lág­tekju­hópa í sam­fé­lag­inu. Hann er mjög fylgj­andi því að laun og kaup­máttur sem flestra hækki sem fyrst. Allar aðgerðir verða hins vegar að ráð­ast af umhverfi og aðstæðum hverju sinni. Hvorki umhverfi né aðstæður eru fyrir hendi í dag.

Vanda­mál Íslands er í raun mjög ein­falt. Fram­leiðnin er ekki nægi­lega mik­il. Við vinnum mikið en það kemur ekki nægi­lega mikið út úr því, í alþjóð­legum sam­an­burð­i.  Við erum mjög góð í fram­leiðslu sjáv­ar­af­urða en þar strandar sáttin á því að nokkrar útgerð­ar­fjöl­skyldur hirða þorra arð­sem­inar af þjóð­ar­auð­lind­inni og kaupa til sín áhrif og völd á öðrum sviðum fyrir afrakst­ur­inn.

Við eigum fullt af sjálf­bærri orku en hún er að mestu bundin í orku­sölu­samn­ingum til ára­tuga með end­ur­nýj­un­ar­á­kvæðum við álbræðslur sem borga kannski fjórð­ung af því sem hægt væri að fá fyrir ork­una með sölu í gegnum sæstreng.

Landið er troð­fullt af ferða­mönnum en okkur skortir bæði lang­tímaplan um hvernig við eigum að nýta okkur þá auð­lind og skamm­tímaplan yfir því hvernig við eigum að byggja upp arð­bæra þjón­ustu vegna þeirra. Við erum að fjár­festa í „hard­ware-in­u“, flug­vélum og hót­el­um, en okkur skortir að fjár­festa í „software-in­u“, því sem túrist­arnir eiga að gera hérna utan þess að góna á nátt­úru. Þeir koma nefni­lega ekki hingað til að sitja í málm­hólkum eða til að sofa í steypuklump­um.

Gera hlut­ina aftur og von­ast eftir nýrri nið­ur­stöðuÁrið 2012 gerði ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið McK­insey skýrslu um Ísland og vaxta­mögu­leika þess. Í kjöl­farið var búinn til sam­ráðs­vett­vangur stjórn­mála, aðila vinnu­mark­að­ar­ins, atvinnu­lífs og háskóla sem átti að vinna til­lög­ur, og koma sér saman um leið­ir, til að ná lang­tíma­mark­miðum um auk­inn vöxt.

Í skýrsl­unni kom meðal ann­ars var að Ísland hafi lengi vel verið á meðal 20 rík­ustu landa heims und­an­farna ára­tugi. Við höfum hins vegar fallið af þeim lista sam­hliða því að lönd sem gert hafa lang­tíma­á­ætl­anir í efna­hags­málum hafa klifið hann hratt. Raun­vöxtur hér hefur nefni­lega verið minni en í nágranna­löndum okkar síð­ast­liðna ára­tugi þrátt fyrir allar auð­lind­irnar sem við eig­um. Ástæðan er meðal ann­ars talin sú að við ein­bl­inum á vöxt í einum geira í ein­u.; í sjáv­ar­út­vegi á níunda ára­tugn­um, í orku­frekum iðn­aði á þeim tíunda, fjár­mála­geir­anum eftir alda­mótin og ferða­þjón­ustu nú. Fram­leiðni vinnu­afls hér á landi var auk þess 20 pró­sent minni en í helstu nágranna­lönd­un­um. McK­insey-liðar töldu hins vegar að mikil tæki­færi væru til þess að auka fram­leiðni og verð­mæta­sköpun í hag­kerf­inu með heil­stæðum vaxt­ar­á­ætl­unum um aukna hag­sæld til langs tíma. Til þess að ná slíkum mark­miðum þyrfti að skapa víð­tæka sam­stöðu um vaxt­ar- og fram­þróun næstu ára.

Þessum áætl­unum hefur nú verið hent og sam­ráðs­vett­vang­ur­inn aflagð­ur. Þess í stað á að gera hlut­ina aftur eins og þeir hafa alltaf verið gerð­ir og vona að þeir skili ann­arra nið­ur­stöðu núna en síð­ast. En nið­ur­staðan verður alltaf verð­bólga og vesen. Í versta falli önnur stór­kost­leg efna­hags­leg dýfa. Á fag­máli er örugg­lega til eitt­hvað annað og dýpra heiti en heimska yfir slíka hegð­un, en mér dettur ekk­ert annað í hug í augna­blik­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None