Auglýsing

Þing á að klár­ast eftir rúmar tvær vik­ur. Í byrjun þess­arar viku biðu 110 laga­frum­vörp og 90 þings­á­lykt­un­ar­til­lögur afgreiðslu þings­ins. Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, stefnir ekki á að halda sum­ar­þing. Þing­menn þurfa nokk­urra mán­aða sum­ar­frí eftir páska­fríið sem þeir voru að koma úr.

Á meðal þeirra mála sem enn á eftir að afgreiða eru lög um leið­rétt­ingu verð­tryggðra fast­eigna­veð­lána, um ráð­stöfun sér­eign­ar­sparn­aðar til greiðslu hús­næð­is­lána, um veiði­gjöld, um íviln­anir til nýfjár­fest­inga, um breyt­ingar á heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í óskráðum bréfum og lög um myndun fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðs.

Af þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unum ber auð­vitað hæst til­lögu Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra um að umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu verði dregin til baka. Þá á enn alveg eftir að taka til umfjöll­unar til­lögu Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að byggja áburð­ar­verk­smiðju fyrir 120 millj­arða króna sem á að „vekja ungum Íslend­ingum von í brjósti um að stjórn­völd ætli sér að skapa þeim tæki­færi og atvinnu­ör­yggi í fram­tíð­inn­i“.

Auglýsing

Þessi mál, og slatta af hinum 192, á að klára á ell­efu dög­um.

almennt_01_05_2014

Kass­ann út



Á sama tíma hefur verið skipuð enn ein nefndin um afnám gjald­eyr­is­hafta. Í henni sitja þrír menn. Þeir taka við kyndl­inum af öðrum hópi sem skip­aður var sex mönnum í nóv­em­ber 2013 og kynnti nið­ur­stöðu sína fyrir þröngum hópi ráða­manna í byrjun apr­íl. Þær nið­ur­stöður hafa ekki verið kynntar í sam­ráðs­nefnd um afnám hafta. Henni er ekki treyst fyrir þátt­töku og því verður engin þverpóli­tísk sátt um þetta stærsta verk­efni íslensks sam­tíma.

Þeir sem hafa fengið að ræða við ein­hverja úr þessum leyni­hópum und­an­farnar vikur eru þó allir sam­mála um að þar sé verið að stefna að því að setja þrotabú föllnu bank­anna í þrot, leysa eignir þeirra til dótt­ur­fé­lags Seðla­banka Íslands og borga kröfu­höfum út í krónum sem verði bundnar mjög stífum höft­um. Þetta verður gert með kass­ann úti og á blússandi sjálfs­trausts­ster­um.

Vegna þessa eru stærstu kröfu­haf­arn­ir, stórir fjár­fest­ing­ar- og vog­un­ar­sjóð­ir, að búa sig undir að bregð­ast við slíkri gjörð með fryst­ingum eigna, lög­bönnum og öðrum verk­færum sem þeir telja sig geta beitt ef íslenska ríkið gerir erlendar eignir þeirra upp­tæk­ar. Hin­ir, nokkur þús­und minni kröfu­haf­ar, sem margir eru upp­runa­legir og hafa tapað miklu á við­skiptum sínum við íslenska banka, klóra sér í hausnum yfir því að fá ekki að slíta þrota­búum bank­anna og fá skertan hluta eigna sinna til baka.

Hin eilífa vöntun á gjald­eyri



Að mati Seðla­bank­ans, grein­ing­ar­að­ila og í raun allra sem málið skoða virð­ist hins vegar ljóst að erfitt verði að afnema höft á næst­unni, sér­stak­lega vegna þess að við­skipta­jöfn­uður mun ekki duga fyrir afborg­unum lána sem íslenskir skulda erlend­um. Það þýðir að Ísland aflar ekki nægi­lega mik­ils gjald­eyris til að standa við samn­ings­bundnar afborg­anir lána næstu árin og hefur því sann­ar­lega enga við­bót­ar­getu til að skipta krónum í gjald­eyri.

Höft­in, ónýt mynt og að mörgu leyti ótrú­verð­ugt fjár­mála­kerfi hefur gert það að verkum að mörg af stærstu þekk­ing­ar­­fyr­ir­tækjum sem orðið hafa til á Íslandi eru að hugsa sér til hreyf­ings. Credit­info ætlar að fara og CCP, Marel og Össur eru raun­veru­lega að ræða þann mögu­leika.

Fast­eigna­bóla



Þá er fast­eigna­bóla í blússandi upp­blæstri. Fast­eigna­verð hækk­aði um 11,1 pró­sent síð­ast­liðið ár. Ástæðan er sú að upp­söfnuð eft­ir­spurn er gríð­ar­leg eftir margra ára bygg­inga­stopp og fast­eignir eru orðnar aðal­­fjár­fest­ing líf­eyr­is­sjóða og spá­kaup­manna, enda lítið annað eftir að kaupa innan hafta. Afleið­ing þess­arar þró­unar er sú að lík­lega hefur aldrei verið erf­ið­ara en nú fyrir ungt fólk að fóta sig á fast­eigna­mark­aði.

Þrátt fyrir að fast­eigna­verð rjúki upp á ljós­hraða er rík­is­stjórnin að gefa völdum hópi fólks sem keypti sér íbúð fyrir hrun 80 millj­arða króna í skaða­bætur vegna áhrifa verð­bólgu á verð­tryggð lán þess. Ef hækkun hús­næð­is­verðs heldur áfram á sama hraða út þetta kjör­tíma­bil mun íbúð sem kost­aði 30 millj­ónir króna fyrir ári kosta um 45 millj­ónir króna árið 2017. Ef eig­andi hennar hefur orðið fyrir „for­sendu­bresti“ og þar með unnið í leið­rétt­ing­ar­lottói Sig­mundar og Bjarna mun hann geta fengið allt að fjórar millj­ónir króna gef­ins af skattfé ofan á þær 15 millj­ónir sem fast­eignin hans hefur hækkað í verði á tíma­bil­inu. Allt í boði skatt­greið­enda. Verð­bólgan sem skulda­nið­ur­fell­ing­arnar munu setja í gang éta reyndar nær örugg­lega upp eitt­hvað af raun­virð­inu, en vinn­ings­haf­arnir verða að minnsta kosti betur settir en sá fjórð­ungur lands­manna sem er á leigu­mark­aði eða sá tæp­legi helm­ingur fjöl­skyldna sem skuldar ekk­ert í hús­næð­inu sínu.

Verði þetta þró­un­in, sem er meira en lík­legt, verður nokkuð erfitt fyrir skulda­nið­ur­fell­ing­ar­páf­ana að hreykja sér af þess­ari glóru­lausu aðgerð fyrir næstu kosn­ing­ar. Þeim er hins vegar full­kom­lega treystandi til að búa til nýja kan­ínu til að draga upp úr hatt­inum á þeim árum sem þeir hafa til stefnu.

Verk­föll og annað til­fallandi



Ofan á allt annað er verið að setja Íslands- og Ólymp­íu­met í verk­falls­hót­un­um. Fram­halds­skóla­kenn­arar eru búnir að fara í verk­fall og knýja fram verð­skuld­aðar kjara­bætur sem setja kjara­samn­inga aðila vinnu­mark­að­ar­ins í algjört upp­nám. Á þessu ári einu saman hafa síðan háskóla­kenn­ar­ar, grunn­skóla­kenn­ar­ar, leik­skóla­kenn­ar­ar, flug­vall­ar­­starfs­menn, flug­menn, flug­þjónar og starfs­menn Herj­ólfs sett fram kröfur um miklar launa­hækk­anir sem ekki hefur samist um, farið í verk­fall eða hótað verk­falls­að­gerð­um. Þeir sem hafa látið vaða hafa fengið á sig bann­lög.

Þá er ótalið nokkur hund­ruð millj­arða króna gat í líf­eyr­is­sjóða­­kerf­inu, sem gerir það að verkum að stór hluti þjóð­ar­innar mun lík­lega ekki eyða ævi­kvöld­inu yfir fram­færslu­við­mið­um, og sífelld frestun á nauð­syn­legri upp­bygg­ingu á heil­brigð­is­þjón­ustu til að taka á móti þrefalt fleiri elli­líf­eyr­is­þegum á næstu ára­tug­um.

Þrátt fyrir þetta allt saman fannst for­sæt­is­ráð­herra til­efni til þess, í nýlegri ræðu, að full­yrða að „flest bendir til þess að svart­nætt­inu sé að slota og trú á eigin getu að efl­ast. Það er einna helst í innstu myrkviðum nets­ins og í ræðu­stól Alþingis að hags­muna­verðir svart­nætt­is­ins halda vöku sinn­i“.

Til að efla trúna þarf hins vegar að leysa vanda­mál­in. Af ofan­greindri upp­taln­ingu er ljóst að það hefur sitj­andi rík­is­stjórn ekki gert. Þvert á móti virð­ist allt í steik. Skiptir þar engu hvort hindr­an­irnar eru skoð­aðar í dags­ljósi eða svart­nætti.

Leið­ar­inn birt­ist í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None