Kaupmáttur er mikið tískuhugtak hjá stjórnmálamönnum, einkum þeim sem eru við völd. Algengt er að stjórnmálamenn tali um að staða efnahagsmála sé sífellt að batna og verða betri, enda sýni tölur um kaupmátt launa það. Fólk geti nú keypt meira - að meðaltali - en áður fyrir launin sín.
Ég hef tekið eftir því að stjórnmálamenn nota þessa viðmiðun oftar en margt annað til þess að greina stöðu mála. Sérstaklega var þetta áberandi í aðdraganda þess að fjármálakerfið hrundi, þegar gengi krónunnar styrktist hratt. Þó jókst kaupmáttur launa nær alveg þangað til hagkerfið var komið í gjörgæslu.
Ég á erfitt með að átta mig á þessum mælikvarða, satt best að segja, finnst hann ekki nógu sértækur. Fólk er í misjöfnum aðstæðum með sín laun og það þarf að greina allan kostnað fólks til þess að sjá hvort launaþróunin sé æskileg eða óæskileg. Inn í heildarjöfnuna spila margir hlutir, þó meðaltalið geti sýnt að staðan sé að batna.
Núna þegar það er verið að semja um fordæmalausar launahækkanir á vinnumarkaði, hjá næstum öllum stéttum, þá finnst mér valið standa á milli tveggja valkosta, hvað framhaldið varðar. Annars vegar að samningarnir verði í raun um að auka verðbólgu og hækka vexti, eins og því maður margt bendir til, eða hins vegar til þess að hefja algjörlega nýtt skeið; að auka sparnaðarvitund meðal almennings og reyna að stuðla að meira jafnvægi í hagkerfinu.
Ef seinni kosturinn er farinn, og skynsemi í útgjöldum heimila verður innleidd í meira mæli en nú þekkist, þá gæti
Þessar upplýsingar birtust í Peningamálum í maí.
vel hugsast að umsamdar launahækkanir muni skila sér í betri stöðu hjá nær öllum stéttum. Þannig myndi almenningur beita sér fyrir því að halda verðbólgu í skefjum, og þar með vöxtum, þó það verði líklega erfitt. Fimmtán til 30 prósent launahækkanir er gríðarlega mikið fyrir hagkerfi sem ekki hefur aukið framleiðni að neinu marki árum saman.
Samkvæmt nýlegum tölum frá Meniga er um þriðjungur heimila í landinu með yfirdráttarlán. Það eru hávaxtalán lán til skamms tíma, sem eru í nær öllum tilfellum óskynsamleg fyrir heimili, enda þarf að endurgreiða höfuðstól lánsinsn til baka með himinháum vöxtum.
Það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að innistæðulaust vaxtarskeið einkaneyslu sé framundan, en almenningur á næsta leik. Hann getur brugðist við nýlegum samningum aðila vinnumarkaðarins, og stjórnvalda, með því að halda peningum hjá sér, en eyða honum ekki í vitleysu. Það getur skipt miklu máli fyrir framhaldið. Ef það eru nógu margir sem hugsa með þessum hætti og breyta eftir því.