Af hverju er mótmælt í besta landi í heimi?

Auglýsing

Það var óvenju­legt að horfa á ræðu for­sæt­is­ráð­herra á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 17. júní, enda heyrð­ist varla í honum vegna háværra mót­mæla. Fjöldi góð­borg­ara hefur í kjöl­farið hneyksl­ast á því fram­ferði. Þeir eru ekki endi­lega á móti mót­mæl­um, enda frels­iselsk­andi fólk, en segja stað og stund fyrir slík. Þetta hafi ekki verið sá staður né sú stund.

Það er margt í lagi á Íslandi. Og betra en í flestum öðrum lönd­um. Hér hefur til að mynda verið góður hag­vöxtur und­an­farin ár og allar spár gera ráð fyrir að hann muni halda áfram að aukast. Auk­inn þorskvóti, vænt­an­legar stór­iðju­fram­kvæmd­ir, vöxtur í ferða­þjón­ustu og aukin erlend fjár­fest­ing í kjöl­far afnáms hafta mun allt hjálpa til að auka hag­vöxt­inn enn meira.

Kaup­máttur launa hefur líka vaxið hratt und­an­farin miss­eri. Ástæðan er fyrst og fremst lág verð­bólga. Þetta þýðir að virði pen­ing­anna sem við eyðum er meira en það var áður. Atvinnu­leysi var 5,5 pró­sent í apríl síð­ast­liðn­um. Til sam­an­burðar var það 9,7 pró­sent innan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Lífs­kjara­rann­sókn Hag­stof­unnar sýnir auk þess að dreif­ing tekna á Íslandi er með því minnsta í Evr­ópu og að lægra hlut­fall lands­manna er undir lág­tekju­mörkum eða í hættu á félags­legri ein­angrun en í nokkru öðru Evr­ópu­landi.

Í ofaná­lag erum við nýbúin að stíga risa­stór skref í átt að eðli­leg­heitum með því að semja við kröfu­hafa föllnu bank­anna um leið sem gerir þeim kleift að gera upp slitabú sín. Þessi leið mun skila rík­is­sjóði miklum tekjum sem hann getur notað til að greiða niður skuldir sínar og minnka árlegan fjár­magns­kostnað um allt að þriðj­ung.

Við erum meira að segja orðin ógeðs­lega góð í fót­bolta.

Af hverju er fólk samt svona reitt?

Það er erfitt að ná endum saman



Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt fyrir marga lands­menn að ná endum sam­an.

Sam­kvæmt dæmi­gerðu neyslu­við­miði vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins eru heild­ar­út­gjöld fjög­urra manna fjöl­skyldu án hús­næð­is­kostn­aðar 554.190 krónur á mán­uði. Ef for­eldr­arnir eru báðir með með­al­heild­ar­laun (555 þús­und krón­ur) fá þeir saman útborgað um 700 þús­und krón­ur. Þeir eiga því um 146 þús­und krónur eftir til að koma þaki yfir höf­uðið á mán­uði. Ef litla fjöl­skyldan leigir þriggja her­bergja 70 fer­metra íbúð í Breið­holti kostar hún 140 þús­und krónur á mán­uði, sam­kvæmt tölum úr leigu­gagna­grunni Þjóð­skrár. Við bæt­ist vænt­an­lega hiti, raf­magn og hús­sjóður og þá er minna en ekk­ert eft­ir.

Ef fjöl­skyldan á góða að, sem eru til­búnir að lána eða gefa þeim þær sex millj­ónir króna sem hún þarf í útborgun til að geta keypt sér 70 fer­metra þriggja her­bergja íbúð í Reykja­vík,  þá getur fjöl­skyldan minnkað hús­næð­is­kostn­að­inn sinn um 35 þús­und krónur á mán­uði. Þ.e. ef hún tekur verð­tryggt 40 ára lán, sem sitj­andi rík­is­stjórn vill reyndar banna.

Í dæm­inu hér að ofan er miðað við með­al­heild­ar­laun, um 555 þús­und krónur á mán­uði, og að tvær jafn launa­háar fyr­ir­vinnur væru fyrir heim­il­inu. Rúm­lega helm­ingur launa­manna á Íslandi var með heild­ar­laun undir 500 þús­und krónum í fyrra. Og hluti þeirra eru ein­stæð­ing­ar. Þá verður bar­áttan enn flókn­ari.

Lækk­andi þjón­ustu­stig



Í öðru lagi er fólk ekki ánægt með þjón­ustu­stig vel­ferð­ar­kerf­is­ins.

Íslend­ingar borga háa skatta. Skatt­þrepin þrjú eru á bil­inu 37,3 pró­sent til 46,24 pró­sent eftir því hversu háar tekjur við­kom­andi eru. Á móti fáum við per­sónu­af­slátt.

Þrátt fyrir þetta ríkir ekki mikil ánægja meðal fólks um það sem fæst í stað­inn fyrir þessa skatta. For­stjóri Lands­spít­al­ans sagði nýverið að heil­brigð­is­þjón­ustan á Íslandi hafi fallið niður um flokk vegna verk­falla sem gengið hafa yfir innan hennar und­an­farið ár og líkur eru á að fjöldi hjúkr­un­ar­fræð­inga snúi ekki aftur til starfa. Skrif­stofur lækna eru í skúrum, tækin á spít­al­anum eru úr sér gengin og sumir sjúk­lingar fá ekki bestu fáan­legu lyf við sjúk­dómum sín­um. Kostn­að­ar­þátt­taka sjúk­linga hefur sömu­leiðis auk­ist und­an­farin miss­eri án þess að þjón­ustan hafi batn­að.

Háskóli Íslands er fjársvelt­ur, stytt­ing mennta­skóla­náms hefur vakið miklar deilur og afnám sam­ræmdra prófa virð­ist ekki hafa skilað neinu nema verð­bólgnum ein­kunnum sem gera skólum erf­ið­ara fyrir að meta raun­veru­lega náms­getu nem­enda.

Fæð­ing­ar­or­lof er styttra hér en á hinum Norð­ur­lönd­unum og lágt greiðslu­þak gerir það að verkum að karlar eru nán­ast hættir að taka slíkt orlof. Þess utan eru dag­vist­un­ar­mál í ólestri vegna þess að börn kom­ast í fyrsta lagi inn á leik­skóla um tveggja ára ald­ur, löngu eftir að for­eldrar þeirra þurfa að byrja að vinna til að eiga fyrir þaki yfir höf­uð­ið. Í milli­tíð­inni þurfa þeir að setja pinku­litlu börnin í dag­mömmu­lottó­ið, þar sem eng­inn veit hvað hann fær.

Svo fátt eitt sé nefnt.

Mis­skipt­ing auðs



Í þriðja lagi finnst fólki eins og kök­unni sé veru­lega mis­skipt milli þess fólks sem auðg­ast gríð­ar­lega á íslenskri fram­leiðslu, t.d sjáv­ar­út­vegi, og þeirra sem þiggja laun fyrir að skapa hana. Mjög reglu­lega eru sagðar fréttir af millj­arða­hagn­aði fyr­ir­tækja sem borga síðan millj­arða í arð til eig­enda sinna.

Þótt launa­tekju­jöfn­uður sé fínn í land­inu í alþjóð­legu sam­hengi sé bilið á milli þeirra sem eiga og þeirra sem vinna alltaf að aukast. Þessi til­finn­ing fær stoð í opin­berum töl­um. Rík­asta eitt pró­sentið á Íslandi átti 40 pró­sent meira árið 2012 en tíu árum áður. Sam­tals óx auður þessa hóps, sem telur um 1.900 manns, um meira en 100 millj­arða króna á föstu verð­lagi á ára­tugn­um. Hóp­ur­inn átti 244 millj­arða króna í hreinni eign í lok árs 2012, eða um fjórð­ung allra eigna á Íslandi.

Um helm­ingur fólks á Íslandi á hins vegar 750 þús­und krónur eða minna. Þar af á 30 pró­sent þjóð­ar­innar minna en ekk­ert.

Póli­tískar aðgerðir fyrir hina ríku



Í fjórða lagi upp­lifir fólk að póli­tískar ákvarð­anir séu ekki teknar með hags­muni þeirra að leið­ar­ljósi, heldur sér­hags­muni lít­illa hópa sem hafa mikil völd í krafti eign­ar­halds síns á atvinnu­tækjum þjóð­ar­inn­ar.

Afnám auð­legð­ar­skatts (sem lagð­ist á eignir hjóna yfir 100 millj­ónum króna og skil­aði yfir tíu millj­örðum króna í árlegar tekj­ur), kvóta­setn­ing mak­ríls (sem tryggir eign­ar­rétt útgerða á auð­lind­inn­i), breyt­ingar á veiði­gjöldum (sem lækk­uðu greiðslur útgerð­ar­fyr­ir­tækja í rík­is­sjóð um marga millj­arða króna árlega), skatta­lækk­an­ir/breyt­ingar á virð­is­auka­skatt­i/af­nám tolla og gjalda (sem verka­lýðs­for­ystan segir að skili hátekju­hópum meiru en lág­tekju­hóp­um), skulda­nið­ur­fell­ing rík­is­stjórn­ar­innar (stærri hluti þeirrar aðgerðar rennur til lækk­unar á skuldum tekju­hærri heim­ila en hjá tekju­lág­um) og breyt­ingar á líf­eyr­is­greiðslum almanna­trygg­inga (sem skil­uðu engu til elli­líf­eyr­is­þega með undir 200 þús­und krónur á mán­uði) eru allt dæmi um póli­tískar ákvarð­anir sem hafa styrkt þessa til­finn­ingu í sessi.

Ferða­lög mennta­mála­ráð­herra um Kína með orku­fyr­ir­tæki undir stjórn manns sem ráð­herr­ann er fjár­hags­lega háð­ur, sala Lands­bank­ans á Borgun og styrkja­súpan og íviln­anir hins opin­bera til fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Matorku, svo nefnd séu þrjú mál sem komið hafa upp á rúmu hálfu ári, hafa ekki hjálpað til við að þrífa frænd­hygl­is­fnyk­inn af verkum stjórn­valda.

Fólk vill ráða



Í fimmta lagi upp­lifir fólk mik­inn lýð­ræð­is­halla. Það telur að full­trúa­lýð­ræðið eins og það er stundað á Íslandi í dag sé úr sér gengið fyr­ir­komu­lag, sér­stak­lega í ljósi þeirrar upp­lýs­inga­bylt­ingar sem orðið hefur með til­komu inter­nets­ins og tækni­fram­förum á borð við snjall­sím­ana. Í dag þarf fólk ekki að treysta á fram­setn­ingu fárra en valda­mik­illa fjöl­miðla til að fá upp­lýs­ingar um hluti sem skipta þá máli. Það er með gátt að ótæm­andi upp­lýs­inga­veitu í vas­anum alla daga. Auk þess hafa sam­fé­lags­miðlar gjör­bylt umræðu um sam­fé­lags­mál. Nú geta allir tekið þátt í þeim á opnum vett­vangi, ekki bara valdir aðilar sem voru vald­höfum þókn­an­leg­ir.

Þess vegna fer mál­flutn­ingur á borð við þann að sitj­andi rík­is­stjórn hafi fengið umboð til að ráða öllu í síð­ustu kosn­ing­um, og frá­biðji sér því mót­bárur þegar hún sé að inn­leiða stefnu sína á kjör­tíma­bil­inu, ákaf­lega illa í sífellt stækk­andi hóp. Sá hópur telur að hlutir eins og ójafnt vægi atkvæða eftir því hvar fólk býr og að ekki sé hægt að kjósa ein­stak­linga til að sitja á þingi séu tíma­skekkjur sem fyrir löngu ætti að vera búið að leið­rétta. Þessum hópi finnst líka að þjóðin sé full­fær um að kjósa um grund­vall­ar­mál sam­fé­lags­ins í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum og telur að stjórn­mála­mönnum beri síðan að vinna eftir þeirri nið­ur­stöðu. Hvort sem um sé að ræða aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, kvóta­kerfið eða hvort þjóðin eigi að fá nýja stjórn­ar­skrá eða ekki.

Fólk er þreytt á freka kall­inum sem vill taka ákvarð­an­irnar fyrir það. Það vill beint lýð­ræði og taka ákvarð­anir sem snerta það sjálft.

Það á sér stað rof



Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í frægu við­tali í síð­asta mán­uði að á Íslandi væri allt frá­bært, en Íslend­ingar sjái það bara ekki. Bjart­sýni og jákvæðni ætti að vera ríkj­andi. Að svo sé ekki kunni að „skýr­ast að ein­hverju leyti á rofi milli raun­veru­leika og skynj­un­ar“. Þess vegna sé ekk­ert fylgi við rík­is­stjórn­ina þrátt fyrir veisl­una sem hún sé að bera á borð fyrir þjóð­ina.

Þótt þjóð­ar­bú­skap­ur­inn sé að braggast, og margt sé hér auð­vitað miklu mun betra en ann­ars­stað­ar, þá sér stór hluti þjóð­ar­innar ekki hlut­ina á sama hátt og for­sæt­is­ráð­herra. Sá hluti lifir ekki í sama raun­veru­leika og hann heldur upp­lifir sig sem þiggj­endur brauð­mola af alsnægt­ar­borði yfir­stéttar sem situr í skjóli stjórn­mála­manna.

Þess vegna treystir ein­ungis fimmt­ungur þjóð­ar­innar Alþingi. Þess vegna styðja undir 30 pró­sent hennar rík­is­stjórn­ina. Þess vegna mæl­ast Píratar með 37,5 pró­sent fylgi og þess vegna eru allir hefð­bundnu stjórn­mála­flokk­arnir í frjálsu falli í öllum könn­unum sem gerðar eru.

Það er rof til stað­ar, en það er ekki hjá almenn­ingi. Rofið er hjá stjórn­mála­mönnum sem skynja ekki raun­veru­leika skjól­stæð­inga sinna, almenn­ings í land­inu.

Þess vegna mót­mælir hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None