Annað hvort ertu með okkur, eða á móti Íslandi

Auglýsing

Nú glittir í skref í átt að losun hafta með fram­lagn­ingu vit­rænna lausna um hvernig eigi að taka á aflandskrónu­vand­anum með hags­muni Íslands kyrfi­lega í for­grunni. Höftin hafa verið í gildi á sjö­unda ár og valda ótrú­legri skekkju í efna­hags­líf­inu, kosta atvinnu­lífið um 80 millj­arða króna á ári og auka ójöfnuð með því að bjóða sumum upp á tæki­færi til að hagn­ast á þeim á meðan að aðrir líða fyr­ir.

Það hefur blasað við mjög lengi að það þurfi að losa um þann vanda sem fylgir krónu­eignum slita­búa föllnu bank­anna (ca. 980 millj­arðar króna), snjó­hengj­una svoköll­uðu (ca. 235 millj­arða króna) og setja ein­hvers konar hömlur á það útflæði inn­lendra aðila sem gæti farið út úr íslensku hag­kerfi við losun hafta (mögu­lega um 500 millj­arðar króna að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins).

Ísland á rúm­lega 60 millj­arða króna í óskuld­settan gjald­eyr­is­vara­forða. Það sér því hver maður að það er ógjörn­ingur fyrir Ísland að ætla að skipta rúmum 1.700 millj­örðum króna í gjald­eyri. Þá myndi krónan hríð­falla og íslenskur almenn­ingur sæti enn einu sinni eftir með hörmu­legar afleið­ing­arn­ar.

Auglýsing

Þess vegna þarf að finna lausn sem tryggir að Ísland þurfi ekki að skuld­setja sig eða fella gengið til að losa um krónu­eign­irnar og setji stöð­ug­leika hér­lendis í fyrsta sæti.

Málið loks í for­gang



Það má hrósa sitj­andi rík­is­stjórn fyrir að setja losun hafta í þann for­gang sem málið hefur haft hjá henni. Þetta er langstærsta mál íslensks sam­tíma og á skilið að vera sett á odd­inn. Þar hefði málið líka átt að vera hjá síð­ustu rík­is­stjórn en hún ákvað frekar að dreifa kröftum í mörg sam­fé­lags­breyt­andi mál. Sund­ur­lyndið sem ein­kenndi þá rík­is­stjórn gerði það að verkum að fæst þeirra mála komust yfir lín­una og þegar hún ætl­aði loks að fara af fullum krafti í hafta­málin var rík­is­stjórnin bæði runnin út á tíma og orðin allt of veik­burða.

Lengi vel virt­ist umræða um leiðir í þessum málum snú­ast um tvennt: ann­ars vegar svo­kall­aða nauða­samn­ings­leið og hins vegar svo­kall­aða gjald­þrota­leið. Nauða­samn­ings­leiðin snérist í ein­földu máli um að semja við slitabú föllnu bank­anna og eig­endur aflandskróna um að gefa eftir hluta eigna sinna og binda aðrar í langan tíma innan íslensks hag­kerfis til að losun hafta myndi ekki hafa í för með sér gjald­eyr­is­ó­jöfnuð og ógna stöð­ug­leika.

Gjald­þrota­leiðin snérist um að knýja slita­búin í þrot gegn vilja kröfu­hafa þeirra og láta þá skila öllum erlendum eignum slita­bú­anna til Seðla­bank­ans og borga allar kröfur út í íslenskum krón­um. Þannig átti að kom­ast yfir mikið magn gjald­eyr­is, og græða „böns of monní“.

Gjald­þrota­leiðin snérist um að knýja slita­búin í þrot gegn vilja kröfu­hafa þeirra og láta þá skila öllum erlendum eignum slita­bú­anna til Seðla­bank­ans og borga allar kröfur út í íslenskum krón­um. Þannig átti að kom­ast yfir mikið magn gjald­eyr­is, og græða „böns of monní“.  

Mjög deildar mein­ingar voru um lög­mæti gjald­þrota­leið­ar­inn­ar. Og margir voru á þeirri skoðun að henni myndu fylgja ára­löng mála­ferli sem myndu hafa í för með sér að sjálft aðal­mark­mið­ið, að losa höft, myndi þurfa að bíða á með­an.

Stefnu­breyt­ing með nýjum ráð­gjöfum



Síð­asta sumar varð stefnu­breyt­ing þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til­kynnti að samið hefði verið við ýmsa ráð­gjafa vegna los­unar fjár­magns­hafta. Mynd­aður var nýr fram­kvæmda­hópur um hafta­losun og lögð sú lína að höft yrðu ein­ungis losuð ef þjóð­hags­leg skil­yrði um stöð­ug­leika yrðu upp­fyllt.

Frá þeim tíma hafa helstu tals­menn gjald­þrota­leið­ar­inn­ar, sem hefur alla tíð notið mik­illa vin­sælda í ákveðnum kreðsum í kringum Fram­sókn­ar­flokk­inn, týnst úr hafta­af­náms­hópnum og allar opin­berar yfir­lýs­ingar breyst í að mark­mið til­lagna um losun hafta sé ekki að græða pen­ing, heldur verja stöð­ug­leika. Þessi lína er vit­an­lega í fullum takti við þær áætl­anir sem Seðla­banki Íslands hefur mótað og unnið eftir bak­við tjöldin frá árinu 2011.

Síð­ast var þetta ítrekað í grein­ar­gerð Bjarna til Alþingis um fram­gang losun hafta sem birt var fyrir mán­uði síð­an. Málið virt­ist í góðum og skipu­lögðum far­vegi.

Orðum fylgir ábyrgð



Það skiptir miklu máli hvernig ráða­menn tala um hafta­mál út á við. Það er aug­ljóst að erlendir kröfu­hafar þurfa að gefa eftir tölu­vert af krónu­eignum sín­um, ef ekki all­ar, til að geta slitið búum föllnu bank­anna. Það hefur blasað við lengi og þær sviðs­myndir kröfu­haf­anna sem lekið hafa til fjöl­miðla sýna að þeir með­taka þennan skiln­ing, þótt þeir muni auð­vitað reyna allt sem þeir geta til að fá sem mest út úr slit­un­um. Þannig virkar kapital­ism­inn.

Seðla­bank­inn hefur lengi unnið með hug­myndir um að leggja á ein­hvers­konar útgöngu­skatt (e. exit-­tax) sem geri það að verkum að kröfu­hafar gefi eftir hluta eigna sinna gegn því að fá rest­ina til ráð­stöf­un­ar. Á síð­ustu mán­uðum hefur þessi hug­mynd aug­ljós­lega verið að þró­ast í verk­færi sem beita á við losun hafta síðar á þessu ári. Hluti af þeirri áætlun var að nefna skatt­inn stöð­ug­leika­skatt, til að und­ir­strika að ekki sé um lottó­vinn­inga­leið að ræða. Með því aukast allar líkur á að aðferðin gangi upp laga­lega gagn­vart alþjóða­sam­fé­lag­inu og njóti jafn­vel stuðn­ings bákna eins og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Það myndi styrka stöðu Íslands mjög.

Þess vegna varð allt vit­laust þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra ákvað að nota tæki­færið í yfir­lits­ræðu á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins til að nefna stöð­ug­leika­skatt í fyrsta sinn á opin­berum vett­vangi, og segja að hann myndi skila hund­ruðum millj­arða króna.

Annað hvort ertu með okk­ur, eða á móti Íslandi



Sama hversu mikið menn reyna að láta líta út fyrir að allir gangi í takt í rík­is­stjórn­inni út á við þá er morg­un­ljóst að það varð allt vit­laust innan þess hóps í kringum Bjarna Bene­dikts­son sem kemur að áætl­un­ar­gerð um losun hafta þegar Sig­mundur sagði þessa hluti í ræðu sinni. Ræðan olli skaða og ekk­ert sam­ráð var haft við sam­starfs­flokk­inn um inni­hald henn­ar. Til­gangur Sig­mundar var aug­ljós­lega til póli­tísks heima­brúks, að und­ir­strika að hann væri hinn sterki leið­togi flokks­ins sem stæði einn gegn land­ráðum og óbil­girni vondra útlend­inga.

Til­gangur Sig­mundar var aug­ljós­lega til póli­tísks heima­brúks, að und­ir­strika að hann væri hinn sterki leið­togi flokks­ins sem stæði einn gegn land­ráðum og óbil­girni vondra útlendinga.

Það gagn­ast Sig­mundi mjög vel að stilla stöð­unni upp þannig að hann, og flokkur hans, séu tals­menn íslenskra hags­muna en allir aðrir séu að ganga erinda and­stæð­inga þeirra, og séu jafn­vel land­ráða­menn. Þess vegna fylgdi löng upp­taln­ing um leyni­skýrslur og þjónkun alls kyns afla við kröfu­hafa með í ræðu for­sæt­is­ráð­herr­ans. Hann var að stilla mál­unum upp í „við“ og „þið“. Annað hvort er fólk á línu hans eða það er með óvin­inum í liði og á móti Íslandi.

Þessi leið hefur gagn­ast Sig­mundi ákaf­lega vel á stuttum póli­tískum ferli for­sæt­is­ráð­herr­ans, sem er að mörgu leyti mjög slyngur stjórn­mála­mað­ur. Honum tókst að gera sig að einu von skuld­settra íslenskra heim­ila fyrir síð­ustu kosn­ingar og að hold­gerv­ingi sig­urs í Ices­a­ve-­mál­inu með svip­aðri aðferð­ar­fræði.

Að nota Ices­ave sem póli­tískt verk­færi



Raun­ar ­mætti kenna aðferð­ar­fræð­ina við Ices­a­ve. Það eru 811 dagar síðan að EFTA-­dóm­stól­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að Ísland hefði unnið sigur í Ices­a­ve-­mál­inu. Nið­ur­stöðu sem allir fagna og allir eru í fullum rétti að fagna. Síðan þessi nið­ur­staða fékkst, og mál­inu lauk form­lega, hefur orðið Ices­ave birst í 1.228 fréttum eða greinum í íslenskum fjöl­miðl­um. Það þýðir að minnst hefur verið á Ices­ave 1,5 sinnum á dag á hverjum ein­asta degi frá því að dómur féll. Í síð­ustu viku kom Ices­ave tví­vegis fram í fréttum eða grein­um, fyrst í við­tali við Sig­mund og síðar í grein eftir Guðna Ágústs­son, fyrrum for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Ices­a­ve-­málið hefur öðl­ast nýtt líf sem póli­tískt verk­færi þeirra sem eigna sér sig­ur­inn í mál­inu. Þeir beita því ann­ars vegar til að slá sig til frels­is­ridd­ara og hins vegar til að berja á and­stæð­ingum sínum sem þeir segja hafa ann­ar­lega hags­muni að leið­ar­ljósi. Til að draga lín­una á milli „okk­ar“ og „ykk­ur“.

Sig­mundur minnt­ist tví­vegis á Ices­ave í ræð­unni á flokks­þingi. Í seinni til­vitn­un­inni sagði hann að það hafi á einum tíma­punkti munað litlu að fyrri stjórn­völd „spil­uðu frá sér stöð­unni gagn­vart kröfu­höfum bank­anna vegna sama hug­ar­fars og réði för í Ices­a­ve-­mál­in­u.“ Hann var að Ices­a­ve-væða hafta­mál­ið.

Fylgið okkur í blindni



Þótt Sig­mundur hafi þurft að koma fram í fjöl­miðlum skömmu síðar og und­ir­strika að stöð­ug­leika­skattur sé ekki ætl­aður til að fjár­magna fram­kvæmdir eða auka útgjöld, og sé þar af leið­andi ekki eigna­upp­taka heldur eigna­skattur til að verja stöð­ug­leika, er alveg kýr­skýrt hver ætlun hans var með ræð­unni frægu. Hann ætl­aði að eigna sér hafta­los­un­ina póli­tískt og búa til víg­línu í mál­inu.

Hann ætl­aði að eigna sér hafta­los­un­ina póli­tískt og búa til víg­línu í málinu.

Þessi lína krist­all­að­ist ágæt­lega í orðum Karl Garð­ars­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, í vik­unni þegar hann velti því fyrir sér hvaða erinda stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn gengju í hafta­los­un­ar­málum vegna þess að þeir gagn­rýndu fram­göngu for­sæt­is­ráð­herra. Í ræðu á Alþingi velti Karl fyrir sér hvaða erinda stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn væru að ganga í mál­inu og sagði að þjóðin ætti kröfu á að vita hver "af­staða ein­stakra stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna er til afnáms hafta. Þetta er vit­neskja sem verður að liggja fyrir til að menn geti tekið upp­lýsta ákvörðun fyrir næstu kosn­ing­ar.“

Það er vert að taka fram að stjórn­ar­and­staðan hefur ekki verið upp­lýst um útfærslu stöð­ug­leika­skatts og getur því ekki tekið afstöðu til hans að öðru leyti en út frá því sem skrifað hefur verið um hann í fjöl­miðl­um. Samt er hún nán­ast máluð sem land­ráða­fylk­ing ef hún hóp­ast ekki að baki for­sæt­is­ráð­herra. Strax.

Lyk­ill­inn er sam­staða



Losun hafta og frá­gangur slita­búa föllnu bank­anna er mik­il­væg­asta verk­efni sam­tím­ans. Ísland getur ekki haldið óhindrað áfram fyrr en þetta krabba­mein for­tíðar er skorið í burtu. Nú liggur fyrir sú leið sem á að fara og næsta eði­lega skref ætti að vera að mynda eins breiða sam­stöðu um hana og mögu­legt er. Það er gert með því að upp­lýsa stjórn­ar­þing­menn, stjórn­ar­and­stöð­una, hags­muna­sam­tök í atvinnu­líf­inu og auð­vitað almenn­ing sjálfan um stöð­una og mark­miðin svo allir geti tekið rök­studda og upp­lýsta ákvörðun byggða á stað­reyndum um mál­ið.

Það þjónar hags­munum okkar sem þjóðar að standa saman um losun hafta. Og þeir hags­munir eiga að vera settir ofar en þeir póli­tísku hags­munir sem sumir hafa af því að eigna sér málið og þau tæki­færi sem þeir sjá i því til að berja á allskyns raun­veru­legum og ímynd­uðum óvin­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None