Annus difficilius

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segist svo sannarlega vona að næsta ár muni „færa okkur tækifæri til að halda áfram að þróa samfélagið“ – til að allir fái notið sín og hvetur hún borgarbúa til að taka öllum nýjum Reykvíkingum opnum örmum.

Auglýsing

Árið 2022 var nokkuð við­burða­ríkt. Við sáum stríð, sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, eld­gos, verð­bólgu, gjör­breytt efna­hags­um­hverfi og svo mikið fleira. Þetta er líka árið þar sem við komum aftur saman í stórum mann­fögn­uð­um. Við héldum aftur upp á 17. júní, Menn­ing­arnótt og Pride. Og fórum í fjöl­margar fjöl­skyldu­veisl­ur.

Árið hófst ekki með neinni sér­stakri bjart­sýni. Oft hef ég verið jákvæð og full vonar um betri tíð í upp­hafi árs, sem átti ekki við í upp­hafi 2022. Ára­mótin 2021-2022 voru enn lituð heims­far­aldri og alveg ljóst að far­ald­ur­inn var farin að taka á alla inn­viði sam­fé­lags­ins. Þetta fundum við í borg­inni vel. Álag var farið að segja til sín hjá starfs­fólki hvort heldur í vel­ferð­inni, fræðslu eða annarri þjón­ustu. Hús­næð­is­mál voru orðin þung eftir nokkur miss­eri af mik­illi sölu íbúða og sögu­legri fjölgun nýrra íbúða sem runnu út eins og heitar lummur í far­aldr­inum enda höfðu vextir sjaldan jafn lág­ir. Enn eitt árið blasti við þar sem efna­hags­um­hverfi hreyfð­ist eins og ólgu­sjór, allar tölur sem höfðu verið grænar urðu rauð­ar, þar sem var nægt fram­boð var orðið að skorti.

Tímar stríðs og átaka

Upp­taktur árs­ins 2022 var því ekki sér­lega létt­ur. Inn­rás Rússa í Úkra­ínu í febr­úar var gríð­ar­legt áfall fyrir þann frið­ar­tíma sem ríkt hefur í Evr­ópu. Nýr tími stríðs og átaka er tekin við af heims­far­aldri. Verð­bólga, hækk­andi vext­ir, hrá­vöru- og íhluta­skortur ein­kennir öll við­skipti og hefur gríð­ar­leg áhrif á heim­ilin í land­inu. Fram­tíð okkar mun byggj­ast á því hvernig átök þró­ast og mikið í húfi fyrir okkur öll í Evr­ópu að Úkra­ína nái að sigra þetta ömur­lega stríð. Ég hef af þessu miklar áhyggj­ur, fram­tíð okkar allra er undir þessu stríði kom­in. Börn sem fæð­ast í þennan heim í dag munu alast upp á stríðs­tímum og ekki þarf mikla sögu­kunn­áttu til að átta sig á að við erum langt í frá komin út úr þessu tíma­bili sem getur staðið í ára­tug eða lengur og litað allt okkar líf.

Auglýsing

Með opinn faðm­inn

Ég hef aldrei verið á flótta. Ég skil hins vegar vel hvað það hefur mikil áhrif þegar fót­unum er kippt undan manni og fram­tíð fjöl­skyld­unnar er í upp­námi. For­feður mínir flúðu vos­búð, fátækt og tak­mörkuð tæki­færi á Ísland yfir til Kanada. Ég á fjöl­skyldu frá Ekvador sem hefur flúið heima­landið yfir til Banda­ríkj­anna af sömu ástæðu og margir flýja nú Venes­ú­ela. Á sitt­hvorri öld­inni flúðu þessir hópar til landa sem tóku þeim með opnum faðmi, sköp­uðu þeim tæki­færi og gáfu þeim nýtt tungu­mál. 

Hér búum við á þess­ari frið­sælu og fal­legu eyju, með nóg af end­ur­nýj­an­legri orku til að halda okkur hita og lýsa okkur leið. Strjál­býlið hefur reynst okkur áskorun og ára­tuga umræða hefur verið um byggða­þró­un. Nú stöndum við frammi fyrir nýjum veru­leika, þar sem fjöldi flótta­fólks sem vill koma til Íslands og taka hér þátt í sam­fé­lag­inu hefur aldrei verið meiri. Flótta­fólk er upp til hópa alveg frá­bært fólk, fólk sem hefur bjargir og getu til að fara af stað. Fólk sem treystir sér til að aðlag­ast nýjum tungu­mál­um, siðum og venj­um. Þessu fólki eigum við að taka opnum örmum því í þeirra löngun til að verða partur af íslenskri þjóð felst okkar fram­tíð­ar­auð­ur.

Inn­viðir borg­ar­innar undir pressu 

Í heims­far­aldri reyndi mikið á mannauð­inn í borg­inni en árið 2022 dró fram ýmis­legt annað tækni­legt sem vert er að hlúa að og styrkja. Gríð­ar­leg fjölgun íbúa í borg­inni hefur dregið fram að huga þarf að innviðum eins og heitu vatni og orku. Í úrgangs- og frá­rennsl­is­málum verða verk­efnin næg á kom­andi miss­er­um. 

Árið 2022 fer í bæk­urnar sem eitt snjó­þyngsta og kaldasta ár í Reykja­vík í langan tíma. Snjó­mokstur er allur boð­inn út í borg­inni og er það vel að mínu mati að efla þannig atvinnu­líf­ið. ­Borgin ber ábyrgð á að hafa góða verk­ferla og for­gangs- og við­bragðs­á­ætl­anir til að allt gangi vel. Þær áætl­anir hafa gengið vel hingað til þar sem snjó­létt hefur verið und­an­farin ára­tug en árið 2022 sýndi okkur að afar mik­il­vægt er að end­ur­skoða þjón­ust­una, áætl­an­ir, verk­ferla og við­bragð. Sú end­ur­skoð­un­ar­vinna hófst eftir sum­ar­leyfi og var fyr­ir­hugað að lyki í upp­hafi nýs árs 2023. En þá kom yfir­stand­andi hvellur nú í des­em­ber með miklum snjó, ófærð og skafrenn­ingi sem enn og aftur reyndi á inn­við­ina. Það er afar mik­il­vægt að vetr­ar­þjón­usta geti mætt snjó­hvellum eins og þeim sem við höfum kynnst í ár, en ekki er skyn­sam­legt að nýta almannafé í að vera alltaf með upp­sett afl í hámarks við­bragði. Það er bæði dýrt og óskyn­sam­legt. Við verðum að finna skyn­samar leiðir sem virka, það er mikið í húfi að fólk kom­ist til og frá vinnu og skóla og geti nýtt fjöl­breytta sam­göngu­máta til þess. 

Gerum betur

Um leið og við lögum vetr­ar­þjón­ustu í borg­inni þá tel ég einnig að við ættum að skoða hvernig við eflum upp­lýs­inga­gjöf í svona hvellum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Við gætum verið með nokk­urs konar almanna­varn­ar­við­bragð og mun betra upp­lýs­inga­streymi um færð, þar sem við hefðum lif­andi kort af færð og snjó­mokstri og skýrar upp­lýs­ingar um hverjir og hvað er í for­gangi þegar allt er ófært. Við gerum það þegar það eru jarð­skjálft­ar, eld­gos og þegar þjóð­vegir lok­ast en getum veru­lega bætt í þegar höf­uð­borg­ar­svæðið stöðvast vegna ófærð­ar. Það á einnig við um allt havaríið sem varð í kringum alþjóða­flug­völl­inn og færð­ina á Reykja­nes­braut sem hafði áhrif á að 30.000 manns. Er kannski bara komin tími á lest? Mér sýn­ist við vel geta skoðað það af fullri alvöru, því við verðum að tryggja sam­göngur milli borg­ar­innar og alþjóða­flug­vall­ar.

Ég vona svo sann­ar­lega að næsta ár mun færa okkur tæki­færi til að halda áfram að þróa sam­fé­lagið okk­ar, til að allir fái notið sín og ég hvet borg­ar­búa til að taka öllum nýjum Reyk­vík­ingum opnum örm­um. 

Gleði­legt ár, kæru lands­menn. 

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­seti borg­ar­stjórn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit