Átta ára meinsemd

Álfheiður Eymarsdóttir segir að það sé ekki ómögulegt að tryggja öllum Íslendingum viðunandi heilbrigðisþjónustu burtséð frá efnahag eða búsetu. Vilji núverandi stjórnvalda standi hins vegar til að láta áfram reka á reiðanum.

Auglýsing

Það var aug­ljóst löngu fyrir heims­far­aldur að heil­brigð­is­þjón­ustan í heild var í klípu. Mönn­un­ar­vandi, fjársvelti, pláss­leysi, mygla og gam­al­dags skipu­lag stóð þjón­ust­unni fyrir þrif­um. Þetta eru ekki nýjar upp­lýs­ing­ar, þvert á það sem sum halda fram.

Fjár­mála­ráð­herra seg­ist hafa aukið fjár­fram­lög heil­mikið til heil­brigð­is­mála og vill ekki setja meiri fjár­muni í kerfið án þess að vita hvað fæst fyrir þá. Hann hefur verið í fjár­mála­ráðu­neyt­inu nær óslitið frá árinu 2013, með stuttri við­komu í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, og því haft næstum átta ár til þess að greina hvernig þessir fjár­munir eru nýtt­ir.

Heil­brigð­is­ráð­herra, sem ávítti lækna fyrir að gagn­rýna heil­brigð­is­kerfið fyrir far­ald­ur­inn, seg­ist enn fremur hafa aukið fjár­fram­lög veru­lega til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þannig stærir hún sig af því að hafa styrkt heilsu­gæsl­una til muna og tryggt að hún sé fyrsti við­komu­staður not­enda. 

Suð­ur­land hefur allt aðra sögu að segja. Heilsu­gæslan á Suð­ur­nesjum annar ekki íbúum svæð­is­ins og hefur ekki gert í ára­tugi. Heilsu­gæslan á Suð­ur­landi er skárri en þar er yfir­leitt 2ja-3ja vikna bið eftir tíma hjá heim­il­is­lækni. Heilsu­gæslan á Klaustri er opin þrjá klukku­tíma á dag. Á Vík í fjóra tíma á dag. Heilsu­gæslan á Hellu hefur verið lokuð í allt sum­ar. Á Höfn hefur verið lækna­skortur af og til í gegnum árin. En það kemur heim­il­is­læknir reglu­lega til að sinna þjón­ustu við íbúa. Sömu sögu er að segja um Eyj­ar.

Tíma­eyðsla er pen­inga­eyðsla

Flestir íbúar Suð­ur­kjör­dæmis fá ekki heim­il­is­lækni. Ég gafst upp eftir að hafa þurft að skipta þrisvar um heim­il­is­lækni á 4 árum. Nú fer ég bara til næsta lausa heim­il­is­lækn­is. Það skapar óör­yggi hjá lang­veiku fólki, eldra fólki ofl. að hafa ekki fastan heim­il­is­lækni.

Hug­myndin um heim­il­is­lækni er sú að lækn­ir­inn þekki sína skjól­stæð­inga og heilsu­fars­sögu og sjái um heilsu­gæslu heim­il­is­ins. Þetta er liðin tíð. Nú er staðan sú að ef þú ert svo hepp­inn að fá tíma hjá heim­il­is­lækni þá eru allar líkur á því að þú hafir aldrei hitt við­kom­andi áður, þurfir að end­ur­taka í þús­undasta skipti heilsu­fars­sögu þína og gefa við­kom­andi lækni tíma til að grafa sig í sjúkra­sög­una þína. Þetta er tíma­eyðsla. Og tíma­eyðsla er pen­inga­eyðsla.

Auglýsing
Margar breyt­ingar hafa verið gerðar innan heilsu­gæsl­unn­ar. Hver kann­ast ekki við að þurfa að hringja kl. 8 að morgni til að panta tíma. Þá hringja allir í einu, allir lenda á bið og tím­arnir upp­urnir kl. 8:15. Þá er brugðið á það ráð að vera með opnar vakt­ir. Þarna er bara verið að skjóta sig í fót­inn. Það enda allir á opnu vökt­un­um. Þá var brugðið á það ráð sums staðar að loka vökt­un­um, þ.e. þú þarft að panta tíma á vakt­ina. Aftur varðstu að hringja á ákveðnum tíma (allir á bið, stöðugt á tali) og vaktin full­bókuð þegar þú loks­ins kemst að. 

Þá er nýtil­komin sú tækni­breyt­ing að allir eigi að panta tíma hjá heim­il­is­lækni í gegnum Heilsu­veru. Þá er búið að úti­loka þá sem ekki eru nægi­lega tæknilæsir eða eru ekki með raf­ræn skil­ríki. Ef ég vel að panta tíma hjá heim­il­is­lækni þá koma skila­boð um að engir tímar séu laus­ir. Þegar þarna er komið sögu eru flestar dyr lok­aðar og fólk endar með því að panta hjá sér­fræð­ingi ellegar dúkkar upp á bráða­mót­töku, Lækna­vakt­inni eða í öðrum dýr­ari úrræð­um. Þetta kalla ég ekki styrk­ingu heilsu­gæsl­unn­ar.

Hvað segja töl­urn­ar?

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata og full­trúi okkar í fjár­laga­nefnd þings­ins, reikn­aði út að þessi stór­auknu útgjöld til heil­brigð­is­þjón­ustu sem ráð­herrar tala mikið um fari að mestu í bygg­ingu nýs sjúkra­húss, lag­fær­ingar á myglu­vanda, sér­staka við­bót vegna Covid, fjölg­unar lands­manna og ferða­manna, sjálf­sagt við­hald á tækjum og tækja­kaup ofl. Það getur ekki talist stór­efl­ing heil­brigð­is­kerf­is­ins sem við búum við í dag. Nið­ur­staða Björns er að raun­veru­leg fjár­hæð á kjör­tíma­bil­inu til efl­ingar rekst­urs heil­brigð­is­kerf­is­ins sé í raun ein­ungis um millj­arð­ur. Ég vitna hér beint í grein Björns Leví sem birt­ist í Kjarn­an­um:

„Án covid erum við þá að tala um rétt rúman millj­arð á fjórum árum til þess að efla sjúkra­hús­þjón­ustu. Það bæt­ist við rétt um 1% af heild­ar­fjár­fram­lögum til þess að efla rekstur sjúkra­húsa og heil­brigð­is­stofn­ana.“ 

Þessi vandi heil­brigð­is­kerf­is­ins (sem mörg hafa greini­lega nýupp­götv­að) var til umræðu á Sprengisandi á sunnu­dag­inn var. Þar dró Ólafur Þór Gunn­ars­son, þing­maður VG og lækn­ir, nið­ur­stöður Björns Leví um raun­veru­leg aukin útgjöld í rekstur í efa og sagði að það væri hægt að reikna sig að hvaða nið­ur­stöðu sem er.

Nei, Ólafur Þór, það er ekki hægt að reikna sig að hvaða nið­ur­stöðu sem er. Það er hins vegar hægt að halda blaða­manna­fund í Hörp­u­nni og mat­reiða tölur á ýmsa vegu, ég tek undir það. Þessi und­ar­lega stað­hæf­ing vekur ekki bein­línis traust á þeim tölum sem nú ber­ast frá VG - ef þeir reikna sig að ákjós­an­legum nið­ur­stöðum þá vil ég fá að vita hvort þau not­ast við aðra stærð­fræði en við hin. Tölur eru töl­ur. Mat­reiðsla á gögn­um, tölum og töl­fræði er allt annar hand­legg­ur.

Þetta er ekki ómögu­legt

En þá að kjarna máls­ins. Hvernig leysum við bráða­vand­ann og svo þann vanda sem hefur lengi legið fyr­ir?

Við verðum að gera heil­brigð­is­á­ætlun til langs tíma og hefja end­ur­skipu­lagn­ingu heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, ekki síst í takti við hækk­andi lífald­ur. Finnum skyn­sam­legar lausnir, nýtum betur þær heil­brigð­is­stofn­anir sem við eig­um, fjórð­ungs­sjúkra­húsin og sjúkra­húsin í kringum höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Leysum mönn­un­ar­vand­ann og greiðum heil­brigð­is­starfs­fólki betri laun, tryggjum við­un­andi starfs­að­stæður og mátu­legt álag. Hið opin­bera á að vera fyr­ir­mynd­arat­vinnu­rek­andi, en spyrjið stétt­ar­fé­lög hjúkr­un­ar­fræð­inga, ljós­mæðra, sjúkra­liða, líf­einda­tækna ofl. hvernig er að semja við hið opin­bera. Það endar yfir­leitt fyrir gerð­ar­dómi eða með verk­föll­um.

Það er ekki ómögu­legt að skipu­leggja heil­brigð­is­þjón­ustu og hanna hag­kvæm og fjöl­breytt úrræði sem virka. Kostn­að­ar­greina, meta gæði, tryggja eft­ir­lit, líta til fram­tíðar og breyttrar íbúa­sam­setn­ing­ar. Það er ekki ómögu­legt að meta árangur af við­bót­ar­fjár­magni, sér­stak­lega ekki þegar ráð­herrar hafa átta ár til þess. Það er ekki ómögu­legt að tryggja öllum Íslend­ingum við­un­andi heil­brigð­is­þjón­ustu burt­séð frá efna­hag eða búsetu. Mér sýn­ist vilji núver­andi stjórn­valda hins vegar standa til að láta áfram reka á reið­an­um. Bjóða upp á sömu rík­is­stjórn áfram, heil átta ár af ómögu­leika.

Höf­undur er odd­viti Pírata í Suð­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar