Bakherbergið: Bjarni með pólitísk ippon í máli Hönnu Birnu

15084010837_5e69fc5c02_z.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son hefur sætt gagn­rýni víða fyrir að neita að for­dæma Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, í kjöl­far álits umboðs­manns Alþingis um að hún hafi farið langt út fyrir vald­svið sitt í sam­skiptum við Stefán Eiríks­son, fyrrum lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Bjarni hefur ítrekað lýst yfir stuðn­ingi við Hönnu Birnu í gegnum allt leka­mál­ið, þótt stuðn­ingnum hafi oft fylgt yfir­lýs­ingar um að hann hafi áhyggjur af mál­inu og að staða Hönnu Birnu sem ráð­herra hafi verið „óþægi­leg“.

Póli­tískir klækjar­efir í bak­her­berg­inu hafa verið að reyna að setja afstöðu Bjarna í víð­ara sam­hengi og rifjað upp skoð­ana­könn­un­ina sem Við­skipta­blaðið gerði 11. apríl 2013, tæpum tveimur vikum fyrir síð­ustu þing­kosn­ing­ar, sem sýndi að fleiri væru til­búnir að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn ef Hanna Birna væri for­maður flokks­ins. Sú könnun hefur verið túlkuð sem hjaðn­ing­ar­víg Hönnu Birnu og stuðn­ings­manna hennar gegn Bjarna.

Auglýsing

Bjarni mætti í við­tal hjá RÚV sama dag og könn­unin birt­ist og komst við, sagð­ist íhuga að segja af sér for­mennsku í flokknum og að það væri erfitt að takast á við gagn­rýni sem kæmi innan úr flokkn­um. Bjarni sagði líka að þetta hefði ekki verið í fyrsta skipti sem könnun sem þessi birt­ist í Við­skipta­blað­inu, sem væri í eigu fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra Hönnu Birnu. Annar höf­undur grein­ar­innar um könn­un­ina var Gísli Freyr Val­dórs­son, sem síðar var ráð­inn aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum innanríkisráðherra. Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra.

Póli­tísku ref­irnir hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að skoða verði alla fram­göngu Bjarna í leka­mál­inu í sam­hengi við þessa aðför. Hálf­kær­ings­legar stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingar hans við áfram­hald­andi setu Hönnu Birnu sem inn­an­rík­is­ráð­herra hafi að hluta til verið settar fram til að hiti máls­ins myndi áfram hvíla á henni sjálfri eins lengi og það væri hægt, í stað þess að fær­ast yfir á hann.

Yfir­lýs­ing Bjarna í kjöl­far álits umboðs­manns Alþingis var að svip­uðu meiði. Þar sagði Bjarni Hönnu Birnu hafa skað­ast en að það væri „al­gjör­lega í hennar höndum að koma aftur til þings­ins og halda áfram sínum stjórn­mála­störf­um“.

Yfir­lýs­ingin vakti ekki mikla kátínu á meðal margra net­verja sem heimt­uðu blóð. Til skamms tíma þarf Bjarni því að þola yfir­hell­ingar í netheim­um. Til langs tíma er afstaða hans hins vegar póli­tískt klók, enda fáir þeirra net­verja sem láta hæst í sér heyra sem myndu nokkru sinni kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Með því að sleppa að hjóla í Hönnu Birnu sparar Bjarni sér átök við valda­mikið bak­land hennar innan flokks­ins en færir á sama tíma ábyrgð­ina að fullu yfir á hana.

Spuna­meist­arar gefa Bjarna háa ein­kunn fyrir hið póli­tíska ippon sem hann hefur nú fellt fyrrum áskor­anda sinn, Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, á.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None