Bakherbergið: Bjarni með pólitísk ippon í máli Hönnu Birnu

15084010837_5e69fc5c02_z.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son hefur sætt gagn­rýni víða fyrir að neita að for­dæma Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, í kjöl­far álits umboðs­manns Alþingis um að hún hafi farið langt út fyrir vald­svið sitt í sam­skiptum við Stefán Eiríks­son, fyrrum lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Bjarni hefur ítrekað lýst yfir stuðn­ingi við Hönnu Birnu í gegnum allt leka­mál­ið, þótt stuðn­ingnum hafi oft fylgt yfir­lýs­ingar um að hann hafi áhyggjur af mál­inu og að staða Hönnu Birnu sem ráð­herra hafi verið „óþægi­leg“.

Póli­tískir klækjar­efir í bak­her­berg­inu hafa verið að reyna að setja afstöðu Bjarna í víð­ara sam­hengi og rifjað upp skoð­ana­könn­un­ina sem Við­skipta­blaðið gerði 11. apríl 2013, tæpum tveimur vikum fyrir síð­ustu þing­kosn­ing­ar, sem sýndi að fleiri væru til­búnir að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn ef Hanna Birna væri for­maður flokks­ins. Sú könnun hefur verið túlkuð sem hjaðn­ing­ar­víg Hönnu Birnu og stuðn­ings­manna hennar gegn Bjarna.

Auglýsing

Bjarni mætti í við­tal hjá RÚV sama dag og könn­unin birt­ist og komst við, sagð­ist íhuga að segja af sér for­mennsku í flokknum og að það væri erfitt að takast á við gagn­rýni sem kæmi innan úr flokkn­um. Bjarni sagði líka að þetta hefði ekki verið í fyrsta skipti sem könnun sem þessi birt­ist í Við­skipta­blað­inu, sem væri í eigu fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra Hönnu Birnu. Annar höf­undur grein­ar­innar um könn­un­ina var Gísli Freyr Val­dórs­son, sem síðar var ráð­inn aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum innanríkisráðherra. Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra.

Póli­tísku ref­irnir hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að skoða verði alla fram­göngu Bjarna í leka­mál­inu í sam­hengi við þessa aðför. Hálf­kær­ings­legar stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingar hans við áfram­hald­andi setu Hönnu Birnu sem inn­an­rík­is­ráð­herra hafi að hluta til verið settar fram til að hiti máls­ins myndi áfram hvíla á henni sjálfri eins lengi og það væri hægt, í stað þess að fær­ast yfir á hann.

Yfir­lýs­ing Bjarna í kjöl­far álits umboðs­manns Alþingis var að svip­uðu meiði. Þar sagði Bjarni Hönnu Birnu hafa skað­ast en að það væri „al­gjör­lega í hennar höndum að koma aftur til þings­ins og halda áfram sínum stjórn­mála­störf­um“.

Yfir­lýs­ingin vakti ekki mikla kátínu á meðal margra net­verja sem heimt­uðu blóð. Til skamms tíma þarf Bjarni því að þola yfir­hell­ingar í netheim­um. Til langs tíma er afstaða hans hins vegar póli­tískt klók, enda fáir þeirra net­verja sem láta hæst í sér heyra sem myndu nokkru sinni kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Með því að sleppa að hjóla í Hönnu Birnu sparar Bjarni sér átök við valda­mikið bak­land hennar innan flokks­ins en færir á sama tíma ábyrgð­ina að fullu yfir á hana.

Spuna­meist­arar gefa Bjarna háa ein­kunn fyrir hið póli­tíska ippon sem hann hefur nú fellt fyrrum áskor­anda sinn, Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, á.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None