Almannahagsmunir ráði för - Ekkert annað

Auglýsing

Átta stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn, úr röðum Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíðar og Pírata, hafa lagt fram til­lögu til þings­á­lykt­unar um aðskilnað starf­semi fjár­fest­ing­ar­banka og við­skipta­banka. Flutn­ings­maður til­lög­unnar er Ögmundur Jón­as­son en fram kemur í grein­ar­gerð hennar að málið hef­ur, í einni mynd eða ann­arri, áður verið flutt í sjö skipti.

Nú þegar stór­tækar breyt­ingar á fjár­mála­kerf­inu eru handan við horn­ið, ­með fram­kvæmd áætl­unar um losun fjár­magns­hafta og breyt­ingum á eign­ar­haldi á end­ur­reistu bönk­unum þrem­ur, er ekki seinna vænna en að huga að því hvernig fjár­mála­kerfi er best að búa til.

Eitt held ég að flestir geti verið sam­mála um. Það verður að læra af reynsl­unni. Bankar mega aldrei aftur verða tíu sinnum stærri en árleg lands­fram­leiðsla, þeir mega aldrei aftur fjár­magna eigin hlutafé sitt langt út fyrir lög­leg mörk, þegar mega aldrei aftur vera með 80 pró­sent af skuld­bind­ingum sínum í annarri mynt en er starf­rækslu­mynt á Íslandi.

Auglýsing

Þó best af öllu væri, að hugsa sér fjár­mála­kerfi sem væri án rík­is­á­byrgð­ar, þá er slíkt lík­lega útópía. Seðla­bankar eru bankar bank­anna, og á meðan svo er nauð­syn­legt að hugsa fjár­mála­kerfið út frá þeirri stað­reynd.

Þekkt sjón­ar­mið

Fyrr­nefnd til­laga sem fram er kom­in, er í takt við umræðu sem átt hefur stað víða um heim, og er að efni til góður grunnur fyrir nauð­syn­legar breyt­ingar á hag­kerf­inu. Bankar eiga að vera þjón­ustu­stofn­anir við hag­kerf­ið, en það er óþarfi að gera þá meira gild­andi en þörf er.

  1. Og hver er þörf­in?

  2. Hver eru sjón­ar­miðin fyrir aðskiln­að­i? 
  3. Má jafn­vel ganga enn lengra og breyta fleiru?

  4. Bankar eiga að grunni til að þjón­usta ein­stak­linga og fyr­ir­tæki með eðli­legri við­skipta­banka­starf­semi. Grunn­hug­myndin að baki banka­starf­semi er að þeir taki á móti inn­lánum og sinni útlána­starf­semi til að hjálpa ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum í dag­legum rekstri og áskor­un­um. Þessi starf­semi getur verið flókin og krefj­andi, og borið áhættu. Þörfin fyrir starf­sem­ina er yfir­þyrm­andi fyrir öll hag­kerfi og er nær óhugs­andi að ímynda sér þau án þess­arar grunn­starf­semi. Fjár­fest­inga­banka­hlut­verkið er utan þess­arar starf­semi, og hug­myndin um laga­legan aðskilnað byggir á því að draga lín­una á milli þess­ara tveggja þátta í starf­sem­inni.

  5. Sjón­ar­miðin fyrir við­skipta­banka- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi eru fyrst og fremst þau, eins og lesa má um í til­lög­unni, að draga úr áhættu­sækni og skilja að almanna­þjón­ustu­hlut­verk bank­anna, og fjár­fest­inga­banka­hlut­verk­ið. Meðal ann­ars svo ekki sé hægt að nýta inn­lán almenn­ings til áhættu­samrar fjár­fest­inga­starf­semi. Því allur grunnur banka­starf­semi byggir á hug­mynd­inni um að seðla­bankar skatt­greið­enda séu bankar bank­anna, ef á reyn­ir. Ef allt fer í óefni - eins og getur gerst - þá mynd­i að­koma seðla­bank­ans mið­ast við þessa stöðu.

Hvernig gæti þetta litið út ef það yrði gengið enn lengra?

Til þess að glöggva sig á þess­ari stöðu hér á landi mætti vel hugsa sér stöð­una, eins og hún gæti verið ef Alþingi myndi setja lög sem myndu skilja að við­skipta­banka, og skera hana alveg frá fjár­fest­inga­banka­starf­semi, og raunar öðru sömu­leið­is, eins og til dæmis eigna­stýr­ing­ar­þjón­ustu.

Þá myndi Íslands­banki, sem ríkið á nú 5 pró­sent í, vera hefð­bund­inn við­skipta­banki, og myndi minnka um sem nemur fjár­fest­inga­banka­starf­semi. Ef eigna­stýr­ing­ar­þjón­ustan færi líka, þá yrði VÍB selt frá bank­anum og það yrði sjálf­stætt ­fyr­ir­tæki ekki í eigu banka.

Arion banki, sem ríkið á nú 13 pró­sent í, yrði hefð­bund­inn við­skipta­banki, og myndi minnka um sem nemur fjár­fest­inga­banka­starf­sem­ina. Stærsta eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins, Stefn­ir, yrði selt og það yrði sjálf­stætt fyr­ir­tæki ekki í eigu banka.

Lands­bank­inn, sem ríkið á nú 98 pró­sent hlut í, yrði hefð­bund­inn við­skipta­banki, og myndi minnka um sem nemur fjár­fest­inga­banka­starf­sem­ina. Lands­bréf, dótt­ur­fyr­ir­tæki bank­ans á sviði eigna­stýr­ing­ar, yrði selt og yrði sjálf­stætt fyr­ir­tæki ekki í eigu banka.

Það má síðan nefna það, að eins og mál eru núna, þá hefur Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) leyft bönk­unum að stunda óskyldan rekstur þó það sé skýr­lega bannað með lög­um. Það hefur FME gert með und­an­þág­um, einkum og sér í lagi þegar kemur að eigna­um­sýslu en bank­arnir eiga enn fjöl­marga eign­ar­hluti í fyr­ir­tækj­um, næstum sjö árum eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins. FME hefur ekki gefið sér­tækar skýr­ingar á því hvers vegna bönk­unum hefur ekki verið stillt upp við vegg og þeim ein­fald­lega sagt að losa sig við eignir í skráðum félögum og öðrum félög­um.

Ekki er hægt að tala um bruna­út­sölu enda er eft­ir­spurn í hag­kerf­inu mikil sam­an­borið við mörg önn­ur, og margir aðilar sem leita log­andi ljósi að fjár­fest­inga­tæki­fær­um. Bankar eiga ekki að standa í öðrum rekstri, enda grefur það aug­ljós­lega undan sam­keppni þegar lána­stofn­anir taka þátt í því að reka alls konar fyr­ir­tæki á sam­keppn­is­mark­aði.

Þessi stefna hjá FME er furðu­leg, verður að segjast, og það heyri upp á yfir­menn þess­arar mik­il­vægu eft­ir­lits­stofn­unar að skýra hvers vegna bank­arnir fá að stunda óskyldan rekstur á Íslandi.

Aug­ljóst að hug­mynd­irnar munu mæta and­stöðu

Eng­inn þarf að efast um að þessar hug­mynd­ir, sem nú eru komnar fram - og aðrar sem miða að því að breyta banka­kerf­inu - munu mæta mik­illi and­stöðu. Sum sjón­ar­mið eru mál­efna­leg í þeim efn­um, t.d. að verk­efnið sé ekki ein­falt í útfærslu og að mik­il­vægt sé að huga vel að því hvernig megi ná fram góðri nið­ur­stöðu fyrir almenn­ing.

Eitt atriði verður líka að hafa í huga, þegar fjár­mála­þjón­ustan er ann­ars veg­ar. Ef lög yrðu sam­þykkt sem myndu kveða á um aðskilnað við­skipta- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, og ein­fald­ari rekstr­ar­forms banka, þá myndi önnur fjár­mála­þjón­usta ekk­ert gufa upp. Hún myndi flytj­ast ann­að, til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga ­sem er nú þegar að bjóða þjón­ustu sem bank­arnir gera sjálf­ir. En áhættan sem henni fylgir yrði þá alfarið farin úr bönk­un­um, og þar með frá hinu mik­il­væga almanna­þjón­ustu­hlut­verki.

Til­lagan um aðskilnað við­skipta- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi er fagn­að­ar­efni, en mik­il­vægt er að málið fái vand­aða með­ferð í þing­inu. Vel má hugsa sér meiri breyt­ingar á kerf­inu en fram koma í til­lög­unni. Mál­efnið er mik­il­vægt og almanna­hags­munir verða að ráða för. Engir aðrir hags­mun­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None