Baráttan heldur áfram

Formaður VR segir að ef ekki verði viðhorfsbreyting og skilningur stjórnvalda og atvinnulífsins á alvarlegri stöðu þeirra sem eru án atvinnu, og nauðsyn þess að jafna leikinn, blasi við að það verði veganestið inn í komandi alþingiskosningar.

Auglýsing

Stað­reyndir og tölur virð­ast litlu skipta eða flækj­ast fyrir þegar hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja og við­skipta­lífs­ins kom­ast í gjall­ar­horn fjöl­miðla. Það kæmi ekki á óvart að næst verði launa­hækk­anir á íslenskum vinnu­mark­aði sagðar orsaka­valdur heims­far­ald­urs­ins. Ef marka má mál­flutn­ing tals­manna sér­hags­muna und­an­farið er hækk­andi verð­bólga og hátt atvinnu­leysi málað upp sem afleið­ing síð­ustu kjara­samn­inga og algjör­lega skautað fram­hjá aug­ljósum afleið­ingum kór­ónu­veirunnar á breytta heims­mynd, ferða­þjón­ust­una, vöru­skort eða áhrifa á fram­leiðslu og verð­lag erlendis frá vegna heims­far­ald­urs­ins. Einnig þá þætti er vega þyngst í vísi­tölu­grunni er snúa að hækkun hús­næð­is­verðs og verð­lags þar sem mjólk­ur­vörur hafa mikil áhrif.

Það er óþol­andi að geta ekki tekið upp­lýsta og sann­gjarna umræðu um þau gríð­ar­lega mik­il­vægu við­fangs­efni sem þjóðin stendur frami fyr­ir. Verk­efni og áskor­anir sem kalla á sam­stöðu ólíkra hópa en ekki fjar­stæðu­kennda orð­ræðu sem engu skilar nema tog­streitu og sóun á dýr­mætum tíma.

Íslend­ingar eru í start­hol­unum fyrir opnun lands­ins og end­ur­reisn ferða­þjón­ust­unn­ar. Sumir vilja meina að launa­fólk eigi að taka á sig kostn­að­inn við þá end­ur­reisn, eins og því miður hefur áður gerst. Kunn­ug­legt stef er farið að hljóma um að launa­hækk­anir síð­ustu miss­era séu þess eðl­is, að þær stefna fram­tíð­inni í hættu og ógna end­ur­reisn­inni.

Auglýsing

Ekki megi því hrófla við laun­unum frekar, end­ur­reisnin á að vera á for­sendum fyr­ir­tækj­anna.

Stað­reyndin er sú að inni­stæða er fyrir því að bæði launa­fólk og fyr­ir­tæki njóti góðs af þegar við réttum úr kútn­um. Þeir sem hafa talað fyrir of háum launum eru að tala gegn sínum við­skipta­vin­um. Ef við­skipta­vin­ir, sem er launa­fólk í þessu landi, hafa ekki sterkan kaup­mátt þá geta þeir ekki, farið út að borða, end­ur­nýjað hús­næði, tekið í gegn eld­húsið keypt sér bíl eða reið­hjól eða jafn­vel hellu­lagt planið eða ferð­ast inn­an­lands. Við hefðum aldrei kom­ist það vel í gegnum COVID-­tíma­bilið eins og raunin er nema vegna þess að hér er sterkur kaup­mátt­ur.

Ef ekki væri fyrir kröft­ugan kaup­mátt væri versl­unin á allt öðrum stað og þjóð­fé­lagið allt. Mörg fyr­ir­tæki kepp­ast við að lýsa því yfir að salan hafi aldrei verið betri – langt umfram vænt­ing­ar. Hagn­aður hefur auk­ist og fjöl­miðlar sem fjalla um við­skipti eru upp­fullir af fréttum af góðri afkomu fyr­ir­tækja. Versl­anir áttu margar hverjar sitt besta ár á síð­asta ári þrátt fyrir að laun hafi verið hækkuð eins og samið var um í kjara­samn­ing­um. Vöxtur íslenskrar versl­unar milli áranna 2019 og 2020 var 11% þegar litið er til inn­lendrar og erlendrar korta­veltu. Aukn­ing mælist í flestum vöru­flokkum milli ára, sam­kvæmt rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar, þrátt fyrir 60% sam­drátt í verslun erlendra ferða­manna. Ef ekki væri fyrir sterkan kaup­mátt launa­fólks á Íslandi þá værum við ekki að sjá þennan vöxt.

Fyr­ir­tæki í kaup­höll­inni eru einnig að gera það gott og hluta­bréf hækka. Þegar þetta er skrifað stendur hluta­bréfa­vísi­talan í rúm­lega 3.060 og hefur hækkað um 40% frá því áður en COVID skall á. Á þessu ári hefur hlut­bréfa­vísi­talan hækkað um 20% þrátt fyrir að launa­taxtar hafi hækkað um 24.000 kr. um síð­ustu ára­mót. Arður er greiddur út þrátt fyrir umræðu um erf­iða stöðu í efna­hags­líf­inu og dóm­dags­spár sumra um að launa­hækk­anir séu að sliga fyr­ir­tæk­in. Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn er greini­lega ekki sam­mála því að laun hér á landi séu of há og séu að sliga fyr­ir­tæk­in.

Íslend­ingar eru bjart­sýn­ir, vænt­ing­ar­vísi­tala Gallup hefur verið á hraðri upp­leið frá hausti 2020. Og ef það dugar ekki til getum við spurt stjórn­endur hvaða augum þeir líta fram­tíð­ina. Sam­kvæmt umfjöllun á heima­síðu SA um miðjan mars síð­ast­lið­inn, um reglu­bundna könnun sam­tak­anna, telja 62% stjórn­enda að aðstæður verði betri eftir sex mán­uði, 13% að þær verði verri og 25% að þær verði óbreytt­ar.

Sumir hafa haldið því fram að mikið atvinnu­leysi sé til komið vegna hárra launa! Þessir sömu aðilar virð­ast ekki vita að fjöldi fólks missti vinn­una vegna COVID og meg­in­hluti af því atvinnu­leysi sem hér er skýrist af því.

En við sjáum von­andi fram á bjart­ari tíma þegar búið verður að bólu­setja þorra þjóð­ar­innar og hægt verður að opna landa­mærin fyrir ferða­mönn­um. Þá er ljóst að ráða þarf mik­inn fjölda fólks til vinnu til að þjóna þeim ferða­mönnum sem hingað koma.

Við erum að sjá fyrir end­ann á þessu en verðum að vera sam­mála um að grípa þá sem verst hafa orðið úti, fólkið líka, ekki bara fyr­ir­tæk­in. Það verður engin við­spyrna án vinn­andi fólks eða við­spyrna sem hefur aðeins drif á öðru aft­ur­hjól­inu. Við þurfum að taka höndum saman og milda höggið hjá fjöl­skyldum sem orðið hafa fyrir atvinnu­missi og tekju­falli. Atvinnu­lífið hefur fengið mikið og gengið alltof langt. Ítök hags­muna­afla gagn­vart stjórn­mál­unum raun­ger­ist í sér­tækum stuðn­ingi stjórn­valda vegna COVID sem er áætl­aður rúm­lega 288 millj­arðar til fyr­ir­tækja en um 46 millj­arðar til ein­stak­linga og heim­ila. Þá eru ekki taldar með tekjur rík­is­ins vegna úttektar á sér­eigna­sparn­aði sem eru að nálg­ast 10 millj­arða.

Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef ekki verður við­horfs­breyt­ing og skiln­ingur stjórn­valda og atvinnu­lífs­ins á alvar­legri stöðu þeirra sem eru án atvinnu, og nauð­syn þess að jafna leik­inn, blasir við að þetta verður vega­nestið inn í kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar. Þar höfum við kjós­endur töl­urnar og for­gangs­röðun stjórn­valda fyrir framan okkur á leið inn í kjör­klef­ann.

Höf­undur er for­maður VR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar