Auglýsing

Kjarn­inn fékk það stað­fest í síð­ustu viku hjá Seðla­bank­anum að 500 milljón evra neyð­ar­lán (76,2 millj­arðar króna á núvirði) sem bank­inn veitti Kaup­þingi þann 6. októ­ber 2008, sama dag og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland, myndi ekki inn­heimt­ast að fullu. Langt í frá. Tæpur helm­ingur láns­ins, um 35 millj­arðar króna, er tap­að­ur. Fyrir þessu láni var tekið alls­herj­ar­veð í eign­ar­hlut Kaup­þings í danska bank­anum FIH. Seðla­banki ákvað að lána nán­ast allan inn­lendan gjald­eyr­is­forða sinn í miðju alþjóð­legu banka­hruni til íslensks banka, sem náði að lifa í þrjá daga eftir lán­veit­ing­una, og tók veð í dönskum banka sem sér­hæfði sig í lánum til fast­eigna­verk­efna í nýsprung­inni fast­eigna­bólu í stað­inn. Þetta gerð­ist í alvöru.

Tapið blasað við frá byrjunÁrni Mathies­en, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, lýsti lán­veit­ing­unni þannig í bók sinni um banka­hrunið og afleið­ingar þess að Seðla­bank­inn hafi „látið Kaup­þing hafa allan gjald­eyr­is­forð­ann sem þeir voru með hér heima þannig að það voru engir pen­ingar eftir í Seðla­bank­an­um“.

Það að tap yrði á þess­ari glóru­lausu lán­veit­ingu hefur raunar blasað við frá byrj­un. Og sér­stak­lega frá sept­em­ber 2010 þegar FIH, hið slaka veð, var selt til hóps fjár­festa. Seðla­bank­inn til­kynnti hroðugur að hann myndi hagn­ast veru­lega á söl­unni. Í stað þeirra 500 millj­óna evra sem hann lán­aði ætl­uðu kaup­end­urnir að greiða 670 millj­ónir evra fyrir FIH. Þegar smáa letrið var skoðað kom hins vegar í ljós að ein­ungis helm­ingur kaup­verðs­ins var greiddur og Seðla­bank­inn lán­aði nýjum eig­endum rest­ina vaxta­laust út árið 2015. Það réðst síðan á því hversu mikið FIH þurfti að afskrifa af eignum sínum og hversu mikið af ódýrum skart­gripum danska skart­gripa­keðjan Pand­ora (sjóður FIH er stór eig­andi að henni) myndi selja hvort Seðla­bank­inn myndi yfir höfuð fá eitt­hvað af selj­enda­lán­inu til baka. FIH þurfti auð­vitað að afskrifa fullt af eign­um, hluta­bréf í Pand­oru hríð­féllu og á end­anum fékk Seðla­bank­inn nánast ekk­ert til baka af selj­enda­lán­inu.

„Eftir að Kaup­þing féll gat Lindsor ekki greitt lánið til baka. Ekki eina krónu. Og tapið því gríð­ar­legt fyrir kröfu­hafa bank­ans, meðal ann­ars Seðla­banka íslenskra skatt­greið­enda. Þeir sem seldu umrædd skulda­bréf til Lindsor los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og tryggðu sér marga millj­arða króna í gróða í evrum.“


Auglýsing

Keyptu skulda­bréf fyrir tugi millj­arða sama dagNú skulum við spóla aðeins til baka. Sig­urður Ein­ars­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, sagði í Kast­ljós­inu sama dag og neyð­ar­lánið var veitt að hann „rétt­læti það að við höfum fengið þessa fyr­ir­greiðslu vegna þess að þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðla­bank­inn er öruggur um að fá þessa pen­inga til baka […] Ég get sagt það kinn­roða­laust".

Davíð Odds­son, þáver­andi for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans, sagði dag­inn eftir í sama þætti að ef lánið feng­ist ekki greitt þá myndi „Seðla­bank­inn eign­ast mjög góðan banka í Dan­mörku, FIH". Báðar þessar dig­ur­bark­legu yfir­lýs­ingar reynd­ust tóm steypa. Báðir menn­irnir sögðu ósatt.

Þá hefur komið fram, og verið til rann­sóknar bæði á Íslandi og í Lúx­em­borg, að sama dag og Kaup­þing fékk þetta neyð­ar­lán hafi Lindsor Hold­ing Cor­poration, félag skráð á Tor­tola-eyju, fengið 171 milljón evra, um 26 millj­arðar króna á núvirði, lán­aða frá Kaup­þingi. Lindsor var í eigu Otris, félags sem stjórn­endur Kaup­þings stýrðu og virk­aði sem nokk­urs konar ruslakista, afskrifta­sjóður utan efna­hags­reikn­ings Kaup­þings. Þangað var léleg­um, og ónýt­um, eignum hrúg­að. Lánið til Lindsor, sem var ekki borið undir lána­nefnd Kaup­þings, var notað til að kaupa skulda­bréf af Kaup­þingi í Lúx­em­borg, ein­stökum starfs­mönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, sér­staks vild­ar­við­skipta­vinar Kaup­þings sem fékk óheyri­legar lán­veit­ingar hjá bank­anum án veða.

Komið hefur fram í gögnum að sér­stakur sak­sókn­ari telur að til­gangur þess­arra við­skipta­vina hafi verið að „flytja fallandi verð­gildi skulda­bréf­anna af eig­endum þeirra og yfir á Kaup­þing á Ísland­i“. Þá benda gögn til þess að Lindsor hafi keypt skulda­bréfin á mun hærra verði en mark­aðs­verði.

„Þessi lán­veit­ing er lyk­ilpúsl í því upp­gjöri þjóðar við ömur­lega atburði sem urðu ekki vegna breyttrar vind­áttar í banka­kerfi, heldur af manna­völd­um. Það eru ákvarð­anir sem skapa afleiðingar.“

Eftir að Kaup­þing féll gat Lindsor ekki greitt lánið til baka. Ekki eina krónu. Og tapið því gríð­ar­legt fyrir kröfu­hafa bank­ans, meðal ann­ars Seðla­banka íslenskra skatt­greið­enda. Þeir sem seldu umrædd skulda­bréf til Lindsor los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og tryggðu sér marga millj­arða króna í gróða í evr­um, sem marg­fald­að­ist í íslenskum krónum þegar krónan féll. Ekki hefur verið gefið upp hverjir þetta voru eða hvort þeir hafi verið að starfa í umboði fyrir aðra. Ákvörð­unin um að fram­kvæma þennan snún­ing var hins vegar tekin af stjórn­endum Kaup­þings.

Sím­tal Dav­íðs og GeirsÞennan saman dag og Kaup­þing fékk tugi millj­arða króna lán­aða frá Seðla­banka Íslands, og keypti fullt af síðar verð­lausum skulda­bréfum á yfir­verði af starfs­mönnum og vild­ar­við­skipta­vini sínum fyrir stóran hluta upp­hæð­ar­inn­ar, átti sér stað sím­tal milli Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­banka Íslands, og Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, þar sem þeir ræða lán­veit­ing­una. Fjár­laga­nefnd Alþingis reyndi árum saman að fá afrit af umræddu sím­tali. Það hafa fjöl­miðlar líka gert en án árang­urs. Birt­ing sam­tals­ins hefur strandað á því að Geir H. Haarde hefur ekki viljað gefa leyfi fyrir henni, en hann vissi ekki að sam­talið hefði verið tekið upp.

Í ljósi þess að nú hefur fengið stað­fest að þessi afleita lán­veit­ing kost­aði íslenska skatt­greið­endur 35 millj­arða króna, án til­lits til tap­aðrar ávöxt­unar á slíkri upp­hæð á sex árum, og að verið sé að rann­saka hvort stjórn­endur Kaup­þing hafi ráð­stafað lán­inu með sak­næmum hætti til að tryggja þröngum hópi stór­kost­legan ágóða, er algjör­lega krist­al­tært að gera þarf umrædda upp­töku opin­bera. Strax.

Það er ekki hægt að láta eins og þetta hafi bara verið óheppni að tapa þessum svim­andi háu upp­hæð­um, sem eru tæp tvö pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. Það verður að útskýra fyrir þjóð­inni hvernig æðstu ráða­menn hennar tóku ákvörðun um að lána, og tapa, um 75 pró­sent af því fé sem tekur að reka Lands­spít­ala Íslands á þessu ári. Þessi lán­veit­ing er lyk­ilpúsl í því upp­gjöri þjóðar við ömur­lega atburði sem urðu ekki vegna breyttrar vind­áttar í banka­kerfi, heldur af manna­völd­um. Það eru ákvarð­anir sem skapa afleið­ing­ar.

Til þess að geta horft áfram þurfum við að geta hætt að horfa aft­urá­bak. Það ger­ist ekki nema myndin sem blasir við í bak­sýn­is­spegl­inum sé skýr. Og hún verður mun skýr­ari strax eftir að búið verður að spila sam­tal Geirs og Dav­íðs upp­hátt og fyrir alla.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None