Auglýsing

Skeggj­aður maður í kjól rústaði Eurovision um síð­ustu helgi. Hann rústaði auð­vitað ekki keppn­inni bók­staf­lega, eða gjör­vallri Evr­ópu eins og hat­urs­menn hans full­yrða að sé í aðsigi, heldur vann hann söngvakeppn­ina með fádæma yfir­burð­um. Hann var glæsi­leg­ur, einkar vel til hafð­ur, og söng sig­ur­lagið af stakri prýði, sem mér fannst reyndar ekki skemmti­legt lag. En það skiptir auð­vitað engu máli, því ég gæti ekki verið ánægð­ari með úrslit­in.

Með fullri virð­ingu fyrir sig­ur­lag­inu leyfi ég mér að efast um að laga­smíðin hafi ráðið úrslit­um. Það er mín skoð­un, en ég gæti alveg haft rangt fyrir mér. Ég held að Conchita Wurst hafi rústað Eurovision af því að hún opn­aði augu og vakti athygli á kredd­unum sem búa í mörgum okk­ar. Og fyrir einmitt það þökk­uðu íbúar Evr­ópu henni með því að krýna hana sem sig­ur­veg­ara.

almennt_15_05_2014

Auglýsing

 

Ég við­ur­kenni nefni­lega, með trega þó, að Conchita kom mér spánskt fyrir sjónir í fyrsta skiptið þegar ég sá hana eitt kvöldið í upp­hit­un­ar­þætt­inum Alla leið sem sýndur var á RÚV í aðdrag­anda Eurovision-keppn­inn­ar. Þarna blasti við mér sjón sem ég átti ekki að venjast, alskeggjuð kona í glæsi­legum kjól, og ég vissi hrein­lega ekki alveg hvað mér ætti að finn­ast. Auð­vitað hef ég oft séð karla í draggi, en skeggið gerði útlit hennar þeim mun áhrifa­meira.

Nokkrum sek­úndu­brotum síðar átt­aði ég mig á því að mér ætti bara ekki að finn­ast neitt annað en að þetta væri full­kom­lega eðli­legt allt saman og í stakasta lagi og brosið skreið fram.

Um leið gerði ég mér grein fyrir hvernig staðalí­myndir og hug­myndir um hlut­verk kynj­anna hafa smeygt sér inn í höf­uð­­kúp­una og tekið sér ból­festu án þess að ég hafi nokkru sinni boðið þeim að kíkja í kaffi. Þessi auto-pilot still­ing getur farið alveg hrika­lega í taug­arnar á mér. Ég sem lít á mig sem svo opinn og nútíma­lega þenkj­andi upp­alanda.

Gleðin sem ég fann þegar ég upp­götv­aði hvað ég er ekki nógu víð­sýnn heldur for­pok­aður breyt­ist fljót­lega í leiða. Ég varð leiður yfir því að hafa látið Conchitu setja mig út af lag­inu. Ég átt­aði mig á því hvað það var fárán­legt, og satt best að segja skamm­að­ist ég mín.

Ég sat eins og þorri lands­manna límdur við sjón­varps­­skjá­inn, ásamt fjöl­skyld­unni, á milli þess sem ég stökk út á svalir og kíkti á ham­borg­ar­ana brenna á gas­grill­inu. Við skemmtum okkur kon­ung­lega saman yfir keppn­inni og mis­jöfnu lög­un­um. Ekk­ert lag var frá­bært, nokkur lög voru þokka­leg en flest þeirra hræði­leg. Sviðs­fram­koma pólsku stúlkn­anna varp­aði hins vegar skugga á ann­ars skemmti­lega kvöld­stund, þar sem þær keppt­ust við að snara atkvæði Evr­ópu­búa í flegnum bún­ingum með nekt­ina að vopni. Ég leyfi mér að efast stór­lega um að þær hafi teiknað bún­ing­ana sína sjálf­ar.

Mín upp­lifun af Conchitu, fyrst furða, svo upp­ljóstr­un, gleði og sorg, er því miður ekki sama upp­lifun og hat­urs­menn hennar upp­lifðu. Þeir for­hert­ust öllu heldur í hatr­inu, homma­fæln­inni og for­dómun­um. Þeir eru brjál­aðir út í hana fyrir að reyna að raska heims­mynd­inni þeirra, sem þeim finnst ekk­ert annað en eðli­legt og sjálf­sagt að þröngva upp á aðra og þá oft og tíðum með ofbeldi.

Rúss­neski vit­firr­ing­ur­inn Vla­dimír Zhir­inov­skí, sem vildi eitt sinn breyta Íslandi í fanganý­lendu, for­dæmdi til að mynda Conchitu og sagði hana marka upp­haf enda­loka Evr­ópu. Aðr­ir, sem mig minnir að hafi aðal­lega verið Rússar líka, hafa sömu­leiðis drullað yfir keppn­ina og Conchita hefur fengið sinn skerf af for­heimsk­u­nni. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að saka áhorf­endur í keppn­is­höll­inni í Kaup­manna­höfn um van­virð­ingu í garð kepp­enda Rúss­lands. Á sama tíma og þeir opin­bera for­dóma­sýkt höfuð sín kvarta þeir undan því að áhorf­endur sýni atriði frá landi sem lemur á hinsegin fólki van­þókn­un. Hræsni.

Rúss­nesku hat­urs­menn­irnir virð­ast hins vegar sem betur fer nokkuð ein­angr­aðir í afstöðu sinni, sé mið tekið af því hvernig Evr­ópa tók Conchitu opnum örm­um. Það er sterk vís­bend­ing um að við séum á réttri leið.

Conchita opn­aði augu mín, og fyrir það er ég þakk­lát­ur. Ætlun mín með þessum skrifum er ekki að for­dæma þá sem ekki sáu ljósið og stóðu naktir frammi fyrir for­dómum sínum eða hug­myndum um stöðu og hlut­verk kynj­anna. Það er of stór pöntun að ætl­ast til að allir breyt­ist til hins betra eða að allir verði umburð­ar­lyndir gagn­vart fjöl­breyti­leika til­ver­unn­ar.

Hins vegar er ekki til of mik­ils mælst að við séum öll alltaf með­vituð um að við getum breyst til hins betra. Að við tökum breyt­ingum fagn­andi, og hvetjum fólk til að koma út úr skel­inni frekar en að hanga þar inni hrætt við fólk sem nennir ekki að breyt­ast.

Oft þarf ekki meira til en skeggj­aða konu til að opna augu manns. Ég held nefni­lega að Conchita sé boð­beri réttra við­horfa.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None