Bólusetjum börnin gegn COVID-19, þau eiga rétt á því

Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, skrifar um bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára.

Auglýsing

Ég treysti því að for­eldrar vilji börnum sínum allt hið besta: Að þau fái sams­konar vernd gegn alvar­legum afleið­ingum COVID-19 og þeir hafa sjálfir þegið með bólu­setn­ing­u. ­Börnin eiga rétt á að njóta besta heilsu­fars og heil­brigð­is­þjón­ustu í formi bólu­setn­ingar sem yfir 90% þjóð­ar­inn­ar, 12 ára og eldri, hefur fengið nú þeg­ar.

Alvar­leg veik­indi af völdum Delta afbrigð­is­ins eru meiri hjá ung­lingum og börnum en af fyrri afbrigðum SAR­S-CoV-2 veirunn­ar. Þrátt fyrir að Ómíkron afbrigðið sé miklu meira smit­andi en Delta eru Delta smit enn yfir 100 á dag á Íslandi, og börn eru aðal­lega að sýkj­ast af Delta, meðan ungir full­orðnir eru í meiri­hluta þeirra sem sýkj­ast af Ómíkron. 

Delta og Ómíkron – er óþarft að bólu­setja börn?

Mik­il­vægt er að bólu­setja börn þar sem þar sem þau geta veikst alvar­lega af COVID-19 og bólu­setn­ing verndar vel gegn bæði smiti og alvar­legum sjúk­dómi af völdum Delta og ann­ara afbrigða eins og Alfa, Beta og Gamma. Þótt vernd gegn Ómíkron sé minni en gegn Delta þá vekja þrír skammtar af Pfizer bólu­efn­inu sam­bæri­legt magn hlut­leysandi mótefna gegn Ómíkron og 2 skammtar veita gegn Delta, og veita þannig ein­hverja vernd. Það er heldur ekki tryggt að Ómíkron sé síð­asta afbrigði SAR­S-CoV-2, og ný afbrigði gætu þró­ast á grunni Alfa, Beta, Delta eða ann­ara afbrigða og þá er gott að hafa byggt upp vernd og ónæm­is­minni sem Pfizer bólu­efnið vekur gegn þeim.

Í Barna­sátt­mála sam­ein­uðu þjóð­anna, sem Ísland hefur stað­fest, segir í 24. gr.: Aðild­ar­ríki við­ur­kenna rétt barns til að njóta besta heilsu­fars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til lækn­is­með­ferðar og end­ur­hæf­ing­ar. Aðild­ar­ríki skulu kapp­kosta að tryggja að ekk­ert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Auglýsing
Því miður njóta ekki öll börn þess­ara rétt­inda, sér­stak­lega ekki börn í fátæk­ari löndum heims. Við sem erum efnuð þjóð, sem leggur áherslu á að styrkja heil­brigð­is­kerfið til að það geti veitt öllum þegnum sínum bestu þjón­ustu sem völ er á, höfum boðið full­orðnum og börnum frá 12 ára aldri bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Nú eru 91% lands­manna 12 ára og eldri full­bólu­sett­ir. ­Bólu­setn­ingin veitir yfir 90% vernd gegn alvar­legum COVID-19 sjúk­dómi, sjúkra­húsinn­lögn og dauða, líka af völdum Delta afbrigð­is­ins, sem er meira smit­andi og veldur alvar­legri sjúk­dómi í öllum ald­urs­hópum en fyrri afbrigði. Bólu­setn­ing veitir líka 50-80% vernd gegn smiti af völdum Delta og smit­aðir bólu­settir ein­stak­lingar smita aðra helm­ingi síður en smit­aðir óbólu­settir ein­stak­ling­ar. 

Auka­verk­anir af bólu­setn­ingum gegn COVID-19

Nið­ur­stöður rann­sóknar frá Ísr­ael á sam­an­burði auka­verk­ana eftir bólu­setn­ingu gegn COVID-19 eða PCR stað­festum SAR­S-CoV-2 sýk­ingum 16 ára og eldri, birt­ust í hinu virta tíma­riti New Eng­land Journal of Med­icine í lok ágúst. Algeng­ustu auka­verk­anir eftir COVID-19 sjúk­dóm voru hjart­slátt­ar­trufl­an­ir, nýrnaskaði, sega­myndun í lung­um, blóð­tappar og hjarta­á­föll, síðan koma hjarta­vöðva­bólga og goll­urs­hús­bólga. Allar þessar auka­verk­anir voru miklu algeng­ari eftir COVID-19 sjúk­dóm en eftir bólu­setn­ingu (11 til 168 sinnum algeng­ari). Sú rann­sókn sýndi 18.28 falt aukna áhættu á hjarta­vöðva- og goll­urs­hús­bólgu meðal 233.392 ein­stak­linga sem fengu COVID-19 í 1- 42 daga frá grein­ingu miðað við jafn­marga í stöðl­uðum við­mið­un­ar­hópi. Hins vegar var aukn­ing á áhættu á hjarta­vöðva- og goll­urs­hús­bólgu 3,24 föld á 1. til 42. degi frá fyrra skammti af tveimur meðal 884.828 bólu­settra með Pfizer bólu­efn­inu miðað við jafn­marga í stöðl­uðum við­mið­un­ar­hópi. Þannig eru alvar­legar auka­verk­anir af Pfizer bólu­efn­inu miklu sjald­gæfari en sömu auka­verk­anir í kjöl­far COVID-19 sýk­ing­ar.

Í rann­sókn á sjúkra­húsinn­lögn eða dauða af völdum hjarta­vöðva­bólgu, goll­urs­hús­bólgu eða hjart­slátt­ar­trufl­ana meðal rúm­lega 38 millj­óna bólu­settra ein­stak­linga og rúm­lega 3 millj­óna SAR­S-CoV-2 sýktra í Bret­landi, sem birt­ist í Nat­ure Med­icine um miðjan des­em­ber sl., kom fram 1,31-­föld aukin áhætta á hjarta­vöðva­bólgu innan 1 til 28 daga frá bólu­setn­ingu með Pfizer bólu­efn­inu (fjöldi = 16.993.389), 1,30-­föld aukin áhætta eftir annan skammt (ekki mark­tæk), meðan 9,76-falt aukin áhætta var eft­ir PCR stað­festa SAR­S-CoV-2 sýk­ingu (fjöldi = 3.028.867). Við­bót­ar­til­felli voru 1 á hverja 1 milljón bólu­settra með einum skammti af Pfizer en við­bót­ar­til­felli voru 40 á hverja 1 milljón ein­stak­linga sem greindust með COVID-19 í 1 til 28 daga frá PCR stað­festri sýk­ingu. Hlut­falls­leg áhætta á sjúkra­húsinn­lögn var meiri eftir COVID-19 sýk­ingu en eftir bólu­setn­ingu bæði hjá þeim sem eru yngri en 40 ára og þeim sem eru 40 ára eða eldri. Hjá karl­mönnum yngri en 40 ára var aukin áhætta 1.83-­föld eftir Pfizer bólu­setn­ingu, en 4.06-­föld eftir PCR stað­festa SAR­S-CoV-2 sýk­ingu. Sama rann­sóknateymi birti bráða­birgða­nið­ur­stöður (óritrýnd­ar) 26. des. sl. sem sýndu að aukin áhætta á sjúkra­húsinn­lögn og dauða af völdum hjarta­vöðva­bólgu meðal 42 milljón ein­stak­linga í Bret­landi var meiri eftir COVID-19 sýk­ingu en eftir bólu­setn­ingu. Áhættan á hjarta­vöðva­bólgu jókst við end­ur­teknar bólu­setn­ingar með mRNA bólu­efnum en er mjög lág í heild­ina, og jókst aðeins um 2 til­felli á hverja milljón ein­stak­linga sem fengu örv­un­ar­skammt af Pfizer bólu­efn­inu.

COVID-19 hjá börnum

Því er oft rang­lega haldið fram að börn veik­ist ekki af COVID-19. Vissu­lega smit­ast þau sjaldnar og veikj­ast sjaldnar en full­orðn­ir, einkum aldr­að­ir. Þegar Delta afbrigðið sem er meira smit­andi en fyrri afbrigði, breidd­ist út í heim­inum kom í ljós að SAR­S-CoV-2 veiran getur líka valdið alvar­legum veik­indum hjá börn­um, þótt flest veik­ist ekki alvar­lega, sem betur fer. 

Sjúkra­húsinn­lagnir þessa ald­urs­hóps vegna COVID-19 fóru hratt vax­andi með til­komu Delta. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Smit­sjúk­dóma­stofnun Evr­ópu (ECDC) var mikil aukn­ing sjúkra­húsinn­lagna COVID-19 sjúk­linga á öllum aldri í Evr­ópu á haust­mán­uð­u­m. COVID-19 hjá börnum er sem betur fer oft­ast ein­kenna­lít­ill og afleið­ingar ekki alvar­leg­ar. Alvar­leg ein­kenni COVID-19 eru sjald­gæf hjá 5-11 ára börn­um; af 65.800 börnum 5-11 ára, með COVID-19 veik­indi með ein­kennum í 10 Evr­ópu­löndum voru 0,61% lögð inn á sjúkra­hús á Delta tíma­bil­inu, og 0,06% þurftu á gjör­gæslu/önd­un­ar­vél að halda. Áhættan á sjúkra­húsinn­lögn 5-11 ára barna er 12-­föld og áhætta á gjör­gæslu­inn­lögn 19-­föld ef þau hafa und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Mik­il­vægt er að benda á að mik­ill meiri­hluti (78%) barna í þessum ald­urs­hópi sem þurfti að leggja inn á sjúkra­hús höfðu enga und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. 

Auglýsing
Í nýbirtri rann­sókn á veik­indum 915 barna undir 18 ára, sem lágu á sjúkra­húsi vegna COVID-19 tengdra veik­inda á sex barna­spít­ölum í Banda­ríkj­unum í júlí-ágúst 2021, þegar Delta var ráð­andi, kom í ljós að 77,9% voru lögð inn vegna bráðra COVID-19 veik­inda en 19,3% reynd­ust SAR­S-CoV-2 jákvæð eftir inn­lögn. Af þeim 713 börnum sem voru lögð inn vegna COVID-19, voru 24,7% undir 1 árs aldri, 17,1% voru 1-4 ára, 20,1% voru 5–11 ára, og 38.1% voru 12–17 ára. 67.5% höfðu und­ir­liggj­andi áhættu­þætti, þar sem offita var algeng­ust (32,4%), en aðrar veiru­sýk­ingar (co-in­fect­ions) var mjög algengar líka, mest hjá börnum undir 5 ára (33,9%). Meira en helm­ingur þeirra barna sem voru lögð inn vegna COVID-19 þurfti súr­efni, tæp­lega þriðj­ungur þurfti inn­lögn á gjör­gæslu og 1,5% lét­ust. Það sorg­lega er að af þeim 272 börnum 12-17 ára sem áttu rétt á bólu­setn­ingu var aðeins 1 barn full­bólu­sett (0,4%). Tutt­ugu börn (2,7%) höfðu fjöl­kerfa bólgu­sjúk­dóm, MIS-C (multi-­sy­stem inflammatory syndrome), sem er sjald­gæfur en mjög alvar­legur COVID-19 tengdur bólgu­sjúk­dómur í ýmsum líf­fær­um. Höf­undar leggja áherslu á að rann­sóknin sýni mik­il­vægi þess að vernda 5-11 ára börn með bólu­setn­ingum og öðrum aðgerðum gegn COVID-19. 

Nýleg banda­rísk rann­sókn á 5.217 börnum undir 18 ára aldri sem fengu COVID-19 tengda fjöl­kerfa bólgu­sjúk­dóm­inn MIS-C í Banda­ríkj­unum sýndi að 44% voru á aldr­inum 5-11 ára. Börn geta líka fengið lang­vinnar afleið­ingar COVID (long-COVID) jafn­vel eftir væga og ein­kenna­lausa COVID-19 sýk­ing­u. 

Meðal afleið­inga COVID-19 sýk­ingar eru hjarta­vöðva­bólga og goll­urs­húss­bólga, sem er sjald­gæfari hjá 5-11 ára börnum en ung­lingum og ungum full­orðn­um. Nið­ur­stöður rann­sóknar smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna (CDC) sýna 36,8-falt aukna áhættu á hjarta­vöðva­bólgu hjá börnum undir 16 ára sem sýkj­ast af COVID-19. COVID-19 er nú átt­unda algeng­asta dán­ar­or­sök 5-11 ára barna í Banda­ríkj­un­um.

Í skýrslu evr­ópsku Smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar­innar frá 1. des­em­ber sl. er nið­ur­staðan sú að 5-11 ára börn í auk­inni áhættu eigi að vera í for­gangi fyrir bólu­setn­ingu, eins og í öðrum ald­urs­hóp­um. Hins­vegar er tekið fram að það ætti að íhuga að bólu­setja öll 5-11 ára börn þar sem sjúkra­húsinn­lagnir og alvar­legar afleið­ingar COVID-19 eins og MIS-C og lang­vinnur COVID-19 komi einnig fram hjá börnum í þessum ald­urs­hópi sem ekki hafa neina þekkta áhættu­þætti.

Bólu­setn­ing barna með Pfizer bólu­efn­inu

Lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna (FDA) veitti leyfi 29. okt. 2021 fyrir bólu­setn­ingum 5-11 ára barna með bólu­efni Pfiz­er, Lyfja­stofnun Evr­ópu veitti leyfi 25. nóv. 2021 og okkar Lyfja­stofnun í kjöl­far­ið. Bólu­efnið (1/3 af full­orð­ins­skammti) veitti 90,7% vernd gegn PCR stað­festu COVID-19 hjá 5-11 ára börnum og myndun hlut­leysandi mótefna er sam­bæri­leg og hjá 16-25 ára (non-in­fer­iority). Öryggi og auka­verk­anir eru sam­bæri­legar og eng­inn 5-11 ára þátt­tak­enda (4.695) í klínísku rann­sókn­unum fékk hjarta­vöðva­bólgu eða goll­urs­húss­bólgu. Bólu­setn­ingin verndar gegn sýk­ingu og veik­indum og minnkar hættu á end­ur­sýk­ingu. Nið­ur­stöður voru birtar í New Eng­land of Med­icine í byrjun nóv­em­ber 2021. Áður en Lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna gaf út leyfi fyrir bólu­setn­ingu 5-11 ára barna fór sér­fræð­inga­nefnd þeirra yfir auka­verk­anir hjá millj­ónum bólu­settra 12-15 ára ung­linga, engin hættu­merki hafa komið fram eftir að almennar bólu­setn­inga 12 ára og eldri hófust. 

Auka­verk­anir af COVID-19 sýk­ingu og bólu­setn­ingu gegn COVID-19 hjá börnum

Í bresku rann­sókn­inni sem nefnd er hér að ofan (óritrýnd birt 26. des. sl.) voru 2.136.189 ung­lingar á aldr­inum 13 til 17 ára, en til­felli hjarta­vöðva­bólgu voru of fá (15 á 1.-28. degi frá bólu­setn­ingu) til að hægt væri að meta hvort áhættan væri aukin í þessum ald­urs­hópi. Grunn­tíðni hjarta­vöðva­bólgu, þ.e. fyrir COVID-19, er lægri hjá 5-11 ára börnum en 12-17 ár ung­ling­um, þess vegna spáir hjarta­vöðva­bólga í kjöl­far bólu­setn­inga hjá ung­lingum ekki endi­lega til um áhætt­una hjá yngri börn­um.

Nýbirt banda­rísk rann­sókn á auka­verk­unum hjá 5-11 ára börnum (3. nóv­-19. des. sl.), sem höfðu fengið rúm­lega 8,7 milljón skammta af Pfizer sýndi að til­kynn­ingar um auka­verk­anir eftir bólu­setn­ingu voru 4.249 og af þeim töld­ust 4.149 (97,6%) ekki alvar­leg­ar, en 100 til­kynn­ingar (2,4%) voru um auka­verk­anir sem töld­ust alvar­leg­ar, og voru þær algeng­ustu hiti (29= 29%), upp­köst (21= 21%), auk hækk­aðs troponín í blóði. Tólf fengu flog, 11 til­felli hjarta­vöðva­bólgu voru stað­fest, 7 höfðu náð fullum bata og 4 voru á bata­vegi. Tíðni vægra stað­bund­inna og útbreiddra auka­verk­ana var svipuð og í klínísku rann­sókn­unum sem voru for­senda leyf­is­veit­ingar bólu­efn­is­ins fyrir þennan ald­urs­hóp, þ.e. stað­bundnar (eins og eymsli á stungu­stað) hjá 57,5% og útbreiddar (þreyta, höf­uð­verk­ur) hjá 40,9% 5-11 ára eftir seinni skammt af Pfizer bólu­efn­inu sem er heldur lægra en hjá 12-15 ára (stað­bundnar 62,4%; útbreidd­ar, 63,4%).

Í rann­sókn frá Frakk­landi sem birt­ist rétt fyrir jólin kom fram að 107 börn með MIS-C voru lögð inn á sjúkra­hús í Frakk­landi í sept­em­ber til októ­ber 2021, 33 þeirra (31%) voru ung­lingar sem áttu rétt á bólu­setn­ingu. Af þeim sem fengu MIS-C var eng­inn ung­lingur full­bólu­sett­ur, 7 höfðu fengið einn skammt en 26 voru óbólu­sett­ir. Einn skammtur af bólu­efni minnk­aði líkur á MIS-C tífalt m.v. óbólu­setta ung­linga, og var verndin mjög mark­tæk (áhættu­stuð­ull fyrir MIS-C eftir einn bólu­efn­is­skamt =0.09, P <0 .001).

Fyrir les­endur sem ekki eru vanir að lesa töl­fræði af þessu tagi segja töl­urnar hér að ofan kannski ekki mik­ið. En fyrir alla sem leggja á sig að lesa og rýna í þær má vera ljóst að nýjar ábyggi­legar rann­sóknir sýna, svart á hvítu, að við eigum að tryggja 5-11 ára börnum sömu heil­brigð­is­þjón­ustu og þeim sem eldri eru, og sömu vernd gegn alvar­legum afleið­ingum COVID-19 með bólu­setn­ingu. Þau eiga rétt á því eins og aðrir lands­menn, þannig sýnum við þeim umhyggju og færum þeim bestu vernd sem völ er á.

Höf­undur er pró­fessor við lækna­deild Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfða­grein­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar