Börnum fækkar og eldra fólki fjölgar

Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur skrifar: „Það væri verðugt að kanna ástæðu þess að fæðingartíðni á Íslandi fer stöðugt lækkandi. Snýst þessi þróun um áherslubreytingar eða getur verið að það skorti ákveðinn stuðning við barnafjölskyldur?“

Auglýsing

Nýlega las ég áhuga­verða grein í Fin­ancial Times þar sem vakin var athygli á þeirri stað­reynd að í fyrsta sinn á heims­vísu verða þau sem eru eldri en 65 ára fjöl­menn­ari en þau sem eru yngri en fimm ára. Í grein­inni kom fram að umbætur og jákvæð þróun í lýð­heilsu, ásamt bættum lyfjum hefur valdið því að fólk lifir lengur og því ber að fagna. Á móti kemur að fæð­ing­ar­tíðni í heim­inum hefur lækkað mikið und­an­farin 30 ár sem hefur haft áhrif á þró­un­ina. Í grein­inni er fjallað um hvaða áhrif þessi breyt­ing á ald­urs­sam­setn­ingu hefur haft og muni hafa í fram­tíð­inni. Álag, sem í dag er mik­ið, mun aukast enn frekar á heil­brigð­is-, félags- og líf­eyr­is­kerfi en á móti eru færri og færri á vinnu­mark­aði til að standa undir auknum kostn­aði á umrædd kerfi.

Eftir lestur grein­ar­innar ákvað ég að kanna hvernig þessi mál væru hér á landi. Árið 1980 breytt­ist ald­urs­sam­setn­ing þjóð­ar­innar þannig að þau sem voru 65 ára og eldri voru orðin jafn­mörg og þau sem voru yngri en fimm ára. Það var fyrir 42 árum síð­an. Síðan þá hefur hlut­fallið lif­andi fædd börn á ævi hverrar konu lækkað tölu­vert. Það var um 2,5 árið 1980 en á síð­asta ári var það komið niður í 1,8. Hlut­fall fyrr­nefndra ald­urs­hópa árið 1980 var 9,2% af mann­fjölda lands­ins en í árs­lok 2021 var hlut­fallið mjög breytt. Þau sem voru 65 ára og eldri voru um 14% mann­fjöld­ans en þau sem voru yngri en fimm ára voru 6% af mann­fjölda lands­ins.

Ísland sker sig ekki úr hvað varðar þróun ald­urs­sam­setn­ing­ar, hvorki Evr­ópu né Banda­ríkj­un­um. Hér á landi var tekið jákvætt skref í kringum 1980 þegar líf­eyr­is­sjóða­kerfi sett á lagg­irnar þar sem hver mann­eskja á vinnu­mark­aði byggir upp sinn líf­eyr­is­sjóð. Í mörgum löndum er hins vegar svo kallað gegn­um­streym­is­kerfi, þ.e. öll á vinnu­mark­aði greiða líf­eyri þeirra sem eru hætt að vinna. Slík kerfi eru að sliga efna­hag margra þjóða í Evr­ópu, t.d. í Frakk­landi.

Auglýsing

Það breytir því ekki að á næstu ára­tugum stöndum við frammi fyrir því að þau sem eru á vinnu­mark­aði þurfa að greiða meira í skatta til að halda upp vel­ferð­ar­kerfi fyrir þau sem eldri eru og sá kostn­aður eykst með hverju ári. Eins og málin líta út í dag eru þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnu­mark­aði að horfa fram á íþyngj­andi skatta­hækk­anir á sínum vinnu­aldri til að mæta þeim til­kostn­aði sem fellur til vegna þess að þjóðin er að eld­ast.

Það væri verð­ugt að kanna ástæðu þess að fæð­ing­ar­tíðni á Íslandi fer stöðugt lækk­andi. Snýst þessi þróun um áherslu­breyt­ingar eða getur verið að það skorti ákveð­inn stuðn­ing við barna­fjöl­skyld­ur? Ef seinna atriðið er hluti af þess­ari þróun væri hægt að styðja við for­eldra með nokkrum aðgerð­um:

  1. Lengja fæð­ing­ar­or­lof í 18 mán­uði.
  2. Skylda sveit­ar­fé­lög með lögum að tryggja öllum 18 mán­aða börnum leik­skóla­pláss.
  3. Lækka kostnað for­eldra vegna barna, eins og leik­skóla­gjöld og gjöld vegna skóla­halds (mat­ars­kostn­að­ur).
  4. Gera kostnað vegna heil­brigð­is­þjón­ustu barna gjald­frjáls­an.
  5. Stór­auka fram­boð íbúða fyrir barna­fjöl­skyldur til að búa í öruggu hús­næði.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar