Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus

Ingrid Kuhlman fjallar um meinta misnotkun þegar kemur að dánaraðstoð, meðal annars í tengslum við mál sem kom upp á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Auglýsing

Sumir þreyt­ast ekki á því að full­yrða að lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar muni leiða til mis­notk­un­ar, þó að þessi ótti hafi hvergi verið stað­festur hingað til. Einnig er stundum haldið fram að fólk biðji um dán­ar­að­stoð vegna þrýst­ings frá aðstand­endum og að dán­ar­að­stoð sé aðferð sam­fé­lags­ins til að „losna við” gam­alt, fatlað og veikt fólk. Í þess­ari grein verður farið yfir þessar full­yrð­ingar og sýnt fram á að með því að leyfa dán­ar­að­stoð með skýrum, ströngum skil­yrðum er hægt að auka öryggi og draga um leið úr líkum á mis­notk­un.

Fá mál hafa verið höfðuð

Sá litli fjöldi dóms­mála sem hefur verið rek­inn á þeim tæpu tveimur ára­tugum sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfi­leg í Ben­elúxlönd­unum bendir ekki til þess að dán­ar­að­stoð bjóði heim mis­notk­un. Árið 2016 var það í fyrsta sinn, á þeim 14 árum sem lögin höfðu verið í gildi, að læknir í Hollandi var sak­aður um mann­dráp þegar hann veitti átt­ræðri mann­eskju með Alzheimer dán­ar­að­stoð. Þar sem dóm­ar­inn taldi að öll skil­yrðin fyrir dán­ar­að­stoð hefðu verið upp­fyllt end­aði málið með sýkn­un. Árið 2020 hófst fyrsta dóms­málið í Belgíu síðan lögin tóku þar gildi árið 2002 gegn þremur belgískum lækn­um, heim­il­is­lækni, geð­lækni og lækn­inum sem gaf ban­vænu spraut­una. Þeir veittu konu dán­ar­að­stoð sem leið óbæri­legar and­legar kval­ir. Málið end­aði sömu­leiðis með sýkn­un. 

Dán­ar­að­stoð er ekki leið til að losa sig við fólk

Að gefa í skyn að dán­ar­að­stoð sé leið til að „losna“ við gam­alt, fatlað eða veikt fólk end­ur­speglar frekar drunga­lega sýn á sam­fé­lag­ið. Dán­ar­að­stoð er í fyrsta lagi aðeins veitt að beiðni ein­stak­lings­ins og það er aðeins hann sem getur lagt mat á eigin lífs­gæði. Læknir veitir aldrei dán­ar­að­stoð að eigin frum­kvæði og mun aldrei stinga upp á dán­ar­að­stoð eða veita fólki dán­ar­að­stoð án sam­þykkis þess. Eng­inn fær dán­ar­að­stoð gegn eigin vilja, hvort sem um er að ræða gam­alt fólk, fatlað eða veikt fólk. Skýrir verk­ferlar tryggja að ekki sé farið gegn vilja ein­stak­lings­ins á neinn hátt.

Auglýsing
Hvað varðar utan­að­kom­andi þrýst­ing þá er í fyrsta lagi mikil áhersla lögð á það í þjálfun lækna að þeir ræði eins­lega og ítrekað við ein­stak­ling­inn um rök hans fyrir dán­ar­að­stoð til að ganga úr skugga um að óskin sé sjálf­viljug og vel ígrunduð og ekki sé um þrýst­ing af hálfu aðstand­enda að ræða. Í öðru lagi sýnir reynslan að aðstand­endur upp­lifa oft erf­iðar til­finn­ingar þegar fjöl­skyldu­með­limur seg­ist vera að hugsa um að nýta sér dán­ar­að­stoð og reyna jafn­vel að fá hann til að breyta afstöðu sinni. Hafa verður í huga að aðstand­endur eru oft ekki á sama stað og ást­vinur þeirra; hann hefur yfir­leitt velt beiðni um dán­ar­að­stoð fyrir sér í svo­lít­inn tíma á meðan aðstand­endur þurfa oft smá tíma til að venj­ast hug­mynd­inn­i. 

Dán­ar­að­stoð bætir val­frelsi og öryggi fólks

And­stæð­ingar dán­ar­að­stoðar hunsa stór­lega til­vist svo­kall­aðra „leyni­legra” aðferða til að hjálpa fólki að deyja í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð er enn bönn­uð, svo sem þegar læknir grípur vís­vit­andi til ofskömmt­unar lyfja í því skyni að lina þján­ingar sjúk­lings þó að hann viti full­vel að lyfin muni draga sjúk­ling­inn til dauða. Um leið er annarri með­ferð sem miðar að því að lengja líf sjúk­lings hætt. Fáir ef eng­inn sem er í fag­legum tengslum við alvar­lega veikt og deyj­andi fólk and­mælir því að þessi vinnu­brögð séu stund­uð, þó að þau séu sjaldan við­ur­kennd. 

Lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar bætir bæði val­frelsi og öryggi þeirra sem velja að fara þessa leið sem og þeirra sem styðja þá. Á hinn bóg­inn sæta þeir sem eru neyddir til að binda endi á líf sitt í leyni, þar sem dán­ar­að­stoð er ekki leyfi­leg, byrði sem eng­inn ætti að þurfa að bera við lok lífs.

Lífsloka­með­ferð býður heim mis­notkun

Hér á landi er stunduð lífsloka­með­ferð sem byggir á breskri hug­mynda­fræði, Liver­pool Care Pat­hway. Í bæk­ling Heil­brigð­is­stofn­unar Suð­ur­lands segir um hana: „Læknir tekur ákvörðun um lífsloka­með­ferð í sam­ráði við hjúkr­un­ar­fræð­ing og aðstand­endur ein­stak­lings­ins." Í klínískum leið­bein­ingum um líkn­ar­með­ferð sem Land­spít­ali gefur út segir að „Ákvarð­anir um … lífsloka­með­ferð skulu læknar taka að höfðu sam­ráði við aðra með­ferð­ar­að­ila.“ Ekki er hægt að sjá að sér­stak­lega sé leitað sam­þykkis sjúk­lings­ins fyrir lífsloka­með­ferð. Þess ber að geta að Liver­pool Care Pat­hway var afnumin í Bret­landi árið 2013 þar sem rann­sókn þar­lendra yfir­valda leiddi í ljós ýmsa mis­bresti auk þess sem aðstand­endur deyj­andi sjúk­linga gagn­rýndu með­ferð­ina.

Nýlegt mál gegn lækni sem starf­aði á heil­brigð­is­stofnun á Íslandi stað­festir að lífsloka­með­ferð býður hætt­unni heim. Það er óásætt­an­legt að umræddur læknir hafi getað tekið ákvörðun um að setja sjúk­linga, sem jafn­vel þurftu ekki á því að halda, í lífsloka­með­ferð án sam­ráðs við sjúk­ling­inn sjálfan eða aðstand­end­ur. Í úrskurði hér­aðs­dóms kemur fram að lækn­ir­inn hafi sýnt alvar­legan brest í fag­legri þekk­ingu sem hafi ógnað öryggi sjúk­linga. Þá rann­saki lög­regla einnig með­ferð fimm ann­arra sjúk­linga sem rök­studdur grunur sé um að hafi verið skráðir í lífsloka­með­ferð að til­efn­is­lausu og með því hafi öryggi þeirra verið ógn­að.

Er ekki kom­inn tími á að end­ur­skoða lögin um lífsloka­með­ferð, setja þrengri ramma utan um hana og tryggja val­frelsi og öryggi sjúk­linga? 

Grein­ar­höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar