Einvera barns – ómannúðleg framkoma við barn

Guðrún Inga Torfadóttir og Perla Hafþórsdóttir skrifa viðbragð við áætlunum sérkennslustjóra í fleiri en einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu um meðhöndlun nafngreinds barns.

samsettmyndguðrún.jpg
Auglýsing

Grein þessi er rituð sem við­bragð við áætl­unum sér­kennslu­stjóra í fleiri en einum leik­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Starfs­fólk leik­skóla er oftar en ekki með litla reynslu af því að ann­ast ung börn enda ein­kennir gríð­ar­leg starfs­manna­velta þessa mik­il­vægu vinnu­staði. Dæmi eru um leið­bein­ingar til starfs­fólks um við­brögð við reglu­bundnum skapofsa­köstum til­tek­ins barns, sem jafn­vel eru hengdar upp á vegg og barnið nafn­greint. Þar er mælt með jákvæðri styrk­ingu hegð­unar með því að hrósa og sýna ástúð og athygli aðeins þegar barn á það skil­ið. Þegar barnið hins vegar sýni óæski­lega hegðun beri starfs­fólki að halda aftur af athygli sinni og við­brögðum og senda barnið í ein­veru í til­tek­inn tíma. ­Sem dæmi um orða­lag er: „Ekki sýna honum frek­ari athygli eða segja neitt meira við hann.“ „Ekki segja neitt þegar time-out lýk­ur, bara „nú skulum við koma inn“. Ekki tala neitt um hvort hann sé til­bú­inn eða ræða atvikið sem átti sér stað.“

Það er ekki að undra að starfs­manna­velta sé mikil þegar ungu starfs­fólki er leið­beint á þennan hátt. Stórt sveit­ar­fé­lag á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur að auki stefnu sem er á þessa lund, með SMT-­skóla­færni svo­kall­aðri og jafn­framt er ein­vera kennd for­eldrum sem eru oftar en ekki á barmi örvænt­ingar í leit að styrk­ingu og góðum ráðum og leita til heilsu­gæsl­unnar í PMTO-­for­eldra­fræðslu. Til að taka það strax fram er þessum aðferðum mót­mælt með öllu sem ómann­úð­legum og vís­inda­lega órök­studd­um. Förum nánar yfir það.

Ein­vera, eða „ti­me-out”, er stytt­ing á orða­lag­inu „ti­me-out from positive rein­forcem­ent.“ Aðferðin varð til eftir rann­sóknir á til­rauna­dýrum og B.F. Skinner var hug­mynda­smið­ur­inn. Stundum var dúfum refsað með því að fá ekki lengur mat eða með því að slökkva ljósin til að sjá hvort það myndi útrýma óæski­legri hegðun að mati rann­sak­enda á borð við að gogga. Fljótt var þess­ari aðferð beitt alveg án aðgrein­ing­ar. Jafn­vel upp­eld­is­fræð­ingar sem hefðu hryllt sig við til­hugs­un­ina um að beita börn sömu aðferðum og dýrum á rann­sókn­ar­stofum mæltu með þess­ari aðferð við for­eldra af offorsi – og margir gera það enn í dag – þrátt fyrir að eiga að heita mennt­aðir og vera með gráður í að ann­ast börn.

Hegð­un­ar­sér­fræð­ingar á borð við B.F. Skinner töldu börn vera alveg eins og dýr og að hegðun væri yfir­borðs­kennd. Grund­vall­ar­reglur lær­dóms hjá börnum væru alveg þær sömu og hjá dýr­um. Og kallar það á að beita grunn­hyggnum og skað­legum aðferð­um? Vís­inda­lega er sannað að barn lærir hrað­ast í leik, þarf aðeins 10-20 end­ur­tekn­ing­ar, á meðan annar lær­dómur krefst um 400 end­ur­tekn­inga. Og grunn­skil­yrði leiks er til­finn­inga­legt öryggi. Það er því grund­vall­ar­skil­yrði að barn upp­lifi öryggi á vinnu­stað sínum og heim­il­i. 

Margir myndu spyrja sig: Virkar time-out aðferð­in? En þá þarf að spyrja sig: Virkar til hvers? Skamm­tíma­af­leið­ingar eru eitt og lang­tíma­af­leið­ingar eru ann­að. Ef við horfum á ótt­ann í augum barns sem er hótað að vera sent afsíðis eða skilið eftir eitt, þá sjáum við að þetta er refs­ing, sama hvað hver seg­ir. Grunn­þörf barns – og full­orð­inna – er að til­heyra. 

Leið barns­ins til að tengja við umheim­inn, eða frum­speki­leg stefnu­mörk­un, mót­ast að mestu áður en barnið verður fimm ára gam­alt. Barn sem er alið upp í atferl­is­stefnu, svo sem að það fari í time-out ef það slær annað barn, lærir ekki á aðstæður heldur lærir það einna helst á við­brögð þeirra full­orðnu. Vilji barnið forð­ast sárs­auka þurfi það að læra inn á og ná tökum á að stand­ast vænt­ingar full­orðna fólks­ins. 

Nútíma rann­sóknir – og reyndar miklu mun eldri einnig – sýna svart á hvítu skað­semi refsi­við­ur­laga þar sem barni er neitað um athygli og umhyggju ef hegð­unin þókn­ast ekki þeim sem öllu ráða: full­orðna fólk­inu.

Auglýsing
Svokölluð time-out eru hins vegar ekki að virka í reynd – nema þá í besta falli til að róa full­orðna fólkið og losna við barn sem það á erfitt með að fást við í skamma stund. Ástæðan fyrir að refsi­við­ur­lög á við þetta virka ekki er að þau virka ekki! Þau leysa ekki grunn­vanda barns­ins, sem er skortur á færni við að mæta vænt­ingum umhverf­is­ins. Ein­vera mun skaða tengslin og styrkja nei­kvæða sjálfs­mynd barns­ins. „Ég geri ekk­ert rétt, allt sem ég geri er ömur­legt. Eng­inn skilur mig. Óli er ekki vinur minn.”

Dr. Gabor Maté seg­ir: „Þú verður ekki fyrir áfalli af því að særast, þú verður fyrir áfalli því þú ert einn með sárs­auk­ann.“

Barn er mjög ungt þegar það getur gert grein­ar­mun á réttri og rangri hegð­un. Barn veit þegar það er ekki að hegða sér á „réttan máta”. Það getur þó ekki betur á til­teknum augna­blikum og nútíma rann­sóknir á heila­þroska útskýra það full­kom­lega, því barn er með afar lít­inn fram­heila­þroska og starfar því mest í gamla heil­anum – krókó­díla­heil­anum svo­nefnda, þar sem ótt­i/flótti er grunn­við­bragð og til­finn­ingar ráða för. 

Og hvað virkar þá í stað­inn?

Tengsl – athygli – ástúð og stuðn­ingur – og heil­brigð mörk

Ef barn er að leika sér á óhent­ugan máta við önnur börn gæti verið ráð að segja: „Jón, ég get ekki leyft þér að slá vin þinn. Komdu og sestu hérna hjá mér. Við skulum taka okkur smá pásu sam­an, þú og ég.“

Þá eru skila­boð­in: Ég er með þér í liði, við erum saman að taka pásu. Ekk­ert sem þú gerir slær mig út af lag­inu. Mér líkar alltaf vel við þig.

Við þetta, sem má nefna „ti­me-in,“ situr hinn full­orðni hjá barn­inu og sýnir sam­kennd annað hvort með þöglu augn­sam­bandi, með því að tala mjúk­lega við barnið og við­ur­kenna til­finn­ingar þess eða ræða upp­lifun barns­ins. Barn­inu er boðið knús og þiggur það ef til vill þegar það hefur jafnað sig. Þegar á þann tíma­punkt er komið er dásam­legt að sjá inn í augu barns­ins sem lýsa ein­lægu þakk­læti yfir stuðn­ingnum sem það upp­lif­ir.

Svo er það að nefna að undir óæski­legri hegðun býr alltaf til­finn­ing og/eða skortur á færni. Börn gera vel þegar þau geta, ekki þegar þau vilja. Ef það væri spurn­ing um hið síð­ar­nefnda myndi barn aldrei velja ein­veru fram yfir að til­heyra hópn­um. 

Þá er mik­il­vægt að bregð­ast ekki of sterkt við hegðun sem við metum óæski­lega, því sterk við­brögð okkar eru ógn­vekj­andi frá sjón­ar­hóli barns. Börn skynja vel reiði, pirr­ing og óþol­in­mæði full­orð­inna og lesa mun meira úr svip­brigðum og radd­blæ en orða­vali. Þess vegna er mik­il­vægt að breyta hug­ar­fari sínu og gott að hug­leiða mön­tr­urn­ar: „Börn gera vel þegar þau geta” og „Barnið er ekki að reyna að gera mér erfitt fyr­ir, barnið á erfitt” og anda djúpt áður en farið er í hvers konar inn­grip. Ef barnið fær of sterk við­brögð við óæski­legri hegðun gæti það styrkt hegð­un­ina jafn­vel þótt við­brögðin séu nei­kvæð. 

Aldrei skal láta barn afskipt í miðju æðiskasti heldur halda áfram að vera hjá því og jafn­vel stað­festa að því líði illa og jafn­vel hvers vegna svo sé: „Þú ert mjög reið­ur,“ „það er mik­il­vægt fyrir þig að....“

Barn lærir að hemja til­finn­ingar sínar með því að láta ein­hvern annan hemja þær fyrir sig, ein­hvern sem skil­ur, ein­hvern sem getur haldið ró sinni, ein­hvern sem skammar það ekki fyrir að líða og láta eins og því líður og ein­hvern sem þykir til­finn­ingar þess aldrei vera of miklar eða stór­ar. 

Og hvað ger­ist í fram­hald­inu? Barn­inu fer að líða betur í umhverfi sínu heima fyrir og/eða á leik­skól­anum og fer sjaldnar í ótta/flótta hug­ar­á­stand. Það veit að það fær hlustun og skiln­ing hjá full­orðna fólk­inu og getur leikið sér betur og meira og látið sér lynda betur við vini sína. 

Mikið væri nú ágætt ef for­eldrar eða starfs­fólk sem ekki vill láta svona verk­lag yfir börnin ganga þyrfti ekki að heyja bar­áttur við skóla­yf­ir­völd. Við viljum geta treyst því að sér­kennslu­stjór­ar, skóla­stjór­ar, deild­ar­stjórar og allir sem koma að því að fræða for­eldra og starfs­fólk leik­skóla og skóla til að styrkj­ast í hlut­verki sínu leiti ávallt að virð­ing­ar­rík­ustu og best rann­sök­uðu leið­inni sem fær er hverju sinni. Við erum nú þegar búin að ákveða með lögum að börn eiga að njóta vafans. Tökum það alla leið, sem sam­fé­lag sem hlúir að og gætir hags­muna barna á mik­il­væg­ustu ævi­árum þeirra.

Höf­undar sjá meðal ann­arra um hlað­varpið Virð­ing í upp­eldi.

Byggt á: 

Alfie Kohn - Unconditional Parent­ing

Dr. Ross Greene - The Explosive Child

Joanna Faber, Julie King - How To Talk So Little Kids Will Listen and Listen So Little Kids Will Talk

Dr. Gabor Maté, dr. Gor­don Neu­feld - Hold On To Your Kids

Ross­lyn Ross - The Object­i­vist Parent­ing

Dr. Daniel Siegel - The Whole Brain Child

Phil­ippa Perry - The Book You Wish Your Parents Had Read

Dr. Stephen Por­ges - The Polyvagal The­ory

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar