Auglýsing

Banda­ríska versl­ana­keðjan Costco ku hafa raun­veru­legan áhuga á að hasla sér völl á Íslandi. Fréttir af áhuga smá­söluris­ans fóru sem eldur um sinu í fjöl­miðlum lands­ins þegar af honum frétt­ist, enda renna margir hýru auga til auk­innar sam­keppni á smá­sölu­mark­aðnum hér á landi og meira frelsis í við­skipt­um.

Costco vill nefni­lega ekki bara selja okkur grill­aða kjúklinga, bar­becue-sósur í tveggja lítra flöskum eða golfsett, heldur sömu­leiðis áfengi, lyf, elds­neyti og ferskt inn­flutt kjöt frá Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­ætl­an­ir, eða öllu heldur lang­an­ir, fyr­ir­tæk­is­ins urðu til þess að margir bein­línis hváðu. Þeim fannst skilj­an­lega algjör­lega óhugs­andi, með til­liti til sög­unn­ar, að þjóðin sem byggir þetta litla kreppta land myndi nokkru sinni láta hvarfla að sér að slaka á reglu­fargan­inu. En til þess að áform banda­rísku versl­ana­keðj­unnar geti gengið eftir þarf að ráð­ast í umtals­verðar og löngu tíma­bærar breyt­ingar á áfeng­is-, lyfja- og mat­væla­lög­gjöf­inni og land­bún­að­ar­kerf­inu.

Það er ekki laust við að maður hafi fyllst barna­legri bjart­sýni þegar Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, sagði í sjón­varps­fréttum RÚV í síð­ustu viku: „...það eru aug­ljós­lega atriði sem þarf að greiða úr, en á meðan þeir (Costco) sýna þessu eins mik­inn áhuga og mér finnst þeir gera, þá erum við á þessum enda til­búin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausn­ar­efnum sem fyrir hendi eru.“

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_10/4[/em­bed]

Ógeðs­lega hráa kjötið frá útlöndum



Maður gat heyrt langar leiðir hvernig gömlu og skil­virku áróð­urs­vél­arnar voru gang­­sett­ar, eins og alltaf þegar talið berst að mögu­legum inn­flutn­ingi á ferskum kjöt­­vörum til lands­ins. Eins og þeirra er von og vísa kapp­kosta „vél­arn­ar“ við að hamra á því að kjötið frá útlöndum sé hrátt, ekki ferskt, enda hrátt kjöt mun ólystugra kjöt í hugum neyt­enda en ferskt kjöt. Þetta vita vél­arn­ar, alveg eins og þær vita mæta vel að kjötið sem við flytjum út í stórum stíl til útlanda er sömu­leiðis hrátt og sömu­leiðis ferskt. Svo virð­ist and­staða við hrátt kjöt vera háð duttl­ung­um, því að stundum finnst mönnum ekk­ert að því að flytja það inn, pakka í íslenskar umbúðir og selja sem ferskt íslenskt kjöt.

Það hefði verið gaman ef maður hefði haft vit á því að setja skeið­klukk­una í gang, eftir að frétt­ist af áhuga Costco, til að mæla við­bragðs­flýti hags­muna­að­ila. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lét að því liggja að inn­flutn­ingur á fersku kjöti til lands­ins gæti bein­línis orðið þjóð­inni ald­urtilla. Í við­tali í fréttum Stöðvar 2 sagði hún: „...viljum við fórna því, að spara kannski ein­hverjar krónur í hráu inn­fluttu kjöti, gegn heilsu­leysi síðar á ævinni? Ég segi nei takk.“ Þegar frétta­mað­ur­inn spurði Sig­rúnu hvort það ætti ekki bara að leyfa neyt­endum að hafa sitt val um það var svar hennar ein­falt og ósjokker­andi: „Nei.“ Enda hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fyrir löngu öðl­ast svart belti í hræðslu­á­róðri hvers hátt­ar.

Auk þessa skrif­aði þing­flokks­for­mað­ur­inn grein í Frétta­blaðið þar sem hún kveðst laf­hrædd við smit­sjúk­dóma­hættu vegna óhefts inn­flutn­ings á „hráu“ kjöti frá löndum sem allir vita að með­höndli dýr með allt öðrum hætti en sé gert hér á landi? Er Íslend­ingum ómögu­legt að ráð­ast í breyt­ingar á stöðn­uðu kerfi án þess að hér fari allt til and­skot­ans? Er ekki hægt að liðka til án þess að slaka á gæða­kröf­um?

Bjart­sýni sem ekki reynd­ist inni­stæða fyrir



Eins og við var að búast hefur iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra síðan dregið í land, enda fátt nýtt í því að Sjálf­stæð­is­­flokk­inn skorti þor til að gera þarfar og löngu tíma­bærar breyt­ingar á lögum hér­lend­is, neyt­endum til hags­bóta.

En ekki sáu allir yfir­vof­andi skamm­lífi og hörm­ungar fyrir íslenska þjóð sam­fara Costco. Sam­tök versl­unar og þjón­ustu fögn­uðu mögu­legum laga­breyt­ingum með til­komu smá­sölurisans, enda hafa sam­tökin lengi barist fyrir nauð­syn­legum breyt­ingum á lagaum­hverfi smá­söl­unn­ar.

Það olli hins vegar tölu­verðum von­brigðum að heyra Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, for­mann Sam­taka iðn­að­ar­ins, stilla mál­inu þannig upp að það væri furðu­legt ef íslensk stjórn­völd væru allt í einu reiðu­búin að koll­varpa „kerf­inu“ um leið og banda­rísk versl­ana­keðja bank­aði upp á. Auð­vitað fel­ast tæki­færi fyrir alla á íslenskum mark­aði ef ráð­ist verður í breyt­ingar á starfs­um­hverfi smá­sala. Málið snýst líka ekk­ert bara um Costco, heldur þarfar breyt­ingar sem ráð­ast þarf í fyrir alla sem sinna smá­sölu í land­inu.

Því miður er Ísland gróðr­ar­stía fákeppni, frænd­hygli, þjóð­ern­is­gor­geirs, hags­muna­gæslu og kunn­ingja­nudds. Það er óþol­andi að við völd í land­inu séu ann­ars vegar flokkur sem kennir sig við frjáls­hyggju, sem skortir allt þor til breyt­inga í átt að auknu frelsi, og hins vegar stjórn­mála­flokkur sem komst til valda með því að lofa kjós­endum pen­ingum sem þeir áttu ekk­ert til­kall til. En við það búum við í dag. Stjórn­mála­menn munu áfram verja hags­muni fárra á kostnað margra.

Miðað við við­brögð ráða­manna við umleit­unum Costco er í það minnsta ekki hyggi­legt að veðja háum fjár­hæðum á að breyt­ingar séu í nánd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None