Endalok sáttastjórnmála Katrínar Jakobsdóttur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gerir upp árið 2021.

Auglýsing

Þegar Katrín Jak­obs­dóttir ákvað að efna til stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn árið 2017 litu margir á það sem svik við kjós­endur VG. Katrín hafði enda sagt fyrir kosn­ingar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri höf­uð­and­stæð­ingur sinnar hreyf­ingar og að þau boð­uðu nýja nálgun á stjórn­mál og allt aðra en þá sem ráðið hafði ríkjum á meðan Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hélt um stjórn­ar­taumana.

Eftir kosn­ingar gripu Katrín og flokks­fé­lagar hennar til ýmissa útskýr­inga til að rétt­læta þessi sinna­skipti, þar á meðal að þau hafi nú aldrei bein­línis lofað því að fara ekki í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með yfir­lýstum höf­uð­and­stæð­ingi sínum í stjórn­mál­um.

Helsta rétt­læt­ing Katrínar og félaga fyrir því að leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn aftur til valda var á þá leið að til­gang­ur­inn helg­aði með­alið – því með sam­starf­inu stæði til að byggja upp traust í sam­fé­lag­inu og efla inn­viði ásamt því að tryggja póli­tískan, félags­legan og efna­hags­legan stöð­ug­leika.

Sátt­mál­inn sem rétt­lætti sam­starfið

Stjórn­ar­sátt­mál­inn fékk tit­il­inn „Sátt­máli Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs um rík­is­stjórn­ar­sam­starf og efl­ingu Alþing­is“ sem Katrín sagði til marks um að hann sner­ist ekki ein­ungis um fram­kvæmd­ar­valdið heldur einnig um ein­beittan vilja þess­ara stærstu flokka á þingi til að efla Alþingi, auka hlut­verk þess og aðkomu að málum sem mik­il­vægt er að skapa þverpóli­tíska sátt um.

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum var sam­starf flokk­anna þriggja sagt „spanna hið póli­tíska lit­róf“ og með því yrði freistað að „slá nýjan tón“ í rík­is­stjórn sem myndi nálg­ast verk­efni sín „[…] með nýjum hætti í þágu alls almenn­ings í land­inu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með mark­vissum hætti og auka áhrif þess.“ Þessi nýju vinnu­brögð áttu meðal ann­ars að fel­ast í auknu sam­ráði, bættum sam­skiptum og auknu sam­starfi milli flokka á Alþingi. Sér­stak­lega var tekið fram að auka ætti sjálf­stæði þings­ins.

Nú þegar nýtt kjör­tíma­bil er hafið kveður við nýjan tón í stjórn­ar­sátt­mála flokk­anna þriggja. Öll fyr­ir­heit um efl­ingu Alþing­is, aukna sam­vinnu stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu og mark­mið um að byggja upp traust á stjórn­sýsl­unni og stjórn­málum eru horf­in. Sem kallar óhjá­kvæmi­lega á spurn­ing­una, hvers vegna?

Efl­ing trausts á stjórn­málum

Eitt af fyrstu verkum Katrínar Jak­obs­dóttur sem for­sæt­is­ráð­herra var að skipa starfs­hóp um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu. Hópnum var ætlað að kort­leggja „hvaða þættir hafa áhrif á traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu og hvernig hægt sé að vinna mark­visst að því að auka það.“

Skýrsla starfs­hóps­ins kom út um mitt ár 2018 og þar mátti finna marg­vís­legar til­lögur um aðgerðir sem grípa mætti til svo auka mætti traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu á Íslandi. Þegar Katrín Jak­obs­dóttir kynnti skýrsl­una á Alþingi lýsti hún for­gangs­til­lögu starfs­hóps­ins um að setja þyrfti svo­kall­aðan heil­ind­ara­mma sem fæli í sér að rík­is­stjórnin og stjórn­sýslan „setji sér til­tek­inn ramma um við­mið um heil­indi í því hvernig við störf­um.“ Þannig ætti rík­is­stjórnin að setja sér heild­ar­ramma um varnir gegn spill­ingu, við­mið um heil­indi og við­ur­lög við óheil­indum til þess að tryggja að almanna­hags­munir réðu alltaf för við alla ákvarð­ana­töku stjórn­valda. Katrín vís­aði í umfangs­mikla vinnu OECD á þessu sviði sem telur sam­komu­lag um og skil­grein­ingu á heil­ind­ara­mma fyrir störf stjórn­mála­manna og stjórn­sýslu vera lyk­il­at­riði í lýð­ærð­is­sam­fé­lagi.

Í ræðu sinni sagð­ist Katrín ætla að hlusta vel á þing­menn sem tjáðu sig um efni skýrsl­unnar því það sner­ist ekki um að „ein­hver einn leggi fram til­lögur sem síðan eru sam­þykktar eða þeim hafnað af meiri hluta eða minni hluta heldur snýst þetta verk­efni um það að við sem hér störfum saman komum okkur saman um það hvaða ramma við eigum að hafa um okkar störf.“

Fögur fyr­ir­heit vissu­lega en efnd­irnar létu á sér standa. Heil­ind­ara­mm­inn var aldrei klár­aður og raunar hefur ekk­ert frést af honum frá því 2019 þrátt fyrir að Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands telji setn­ingu hans vera „mik­il­væga for­sendu þess að hægt verði að meta árangur þess­arar vinnu með full­nægj­andi hætti“

Óvirk hlustun

Kannski hlust­aði for­sæt­is­ráð­herr­ann með mik­illi athygli á þær ræður sem eftir komu en með þeim lauk aðkomu stjórn­ar­and­stöð­unnar að und­ir­bún­ingi vinn­unnar við fram­kvæmd til­lagna starfs­hóps­ins.

Auglýsing

Stjórn­ar­and­stöð­unni var aldrei boðið að koma að mótun á þeim til­lögum nefnd­ar­innar sem þó urðu að lög­um, svo sem lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmd­ar­valds í Stjórn­ar­ráði Íslands eða lög um vernd upp­ljóstr­ara. Þá var lítið sem ekk­ert gert til þess að koma til móts við þær til­lögur sem stjórn­ar­and­staðan lagði áherslu á við vinnslu frum­varpanna á þingi og allar breyt­ing­ar­til­lögur stjórn­ar­and­stöð­unnar felld­ar.

Til­lögur minni­hlut­ans fólust meðal ann­ars í því að sett yrði á fót sjálf­stætt eft­ir­lit með hags­muna­skrán­ingu ráð­herra en nið­ur­staða for­sæt­is­ráð­herr­ans var að rétt væri að ekk­ert eft­ir­lit yrði haft með því hvort ráð­herrar í rík­is­stjórn greindu satt og rétt frá hags­munum sín­um. Og þar við sat.

Nýju vinnu­brögðin voru gömlu vinnu­brögðin

Stjórn­ar­sátt­mál­inn 2017 inni­hélt þó nokkrar máls­greinar yfir­fullar af lof­orðum um stór­aukið sam­ráð og sam­starf við stjórn­ar­and­stöð­una og glæný og fín vinnu­brögð sem aldrei hefðu áður sést í íslenskum stjórn­mál­um. Það kom þó á dag­inn áður en langt um leið að sam­ráð þýddi að kannski fengi stjórn­ar­and­staðan stuttan fund með til­kynn­ingu um hvað stæði til að gera í hinu eða þessu mál­inu rétt áður en for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna örk­uðu af stað á blaða­manna­fund til þess að til­kynna her­leg­heit­in.

Meiri­hlut­inn lagði sig ekki fram um að fá fram sjón­ar­mið stjórn­ar­and­stöð­unnar til þess að taka mið af þeim við mótun til­lagna sinna. Stjórn­ar­and­staðan fékk aldrei raun­veru­lega aðkomu að ákvarð­ana­töku stjórn­ar­meiri­hlut­ans. Sam­ráðið breytt­ist í til­kynn­ing­ar­skyldu sem stundum var staðið við og stundum ekki. Sam­vinnan breytt­ist í klass­íska sand­kassapóli­tík þar sem aldrei, undir nokkrum kring­um­stæð­um, mátti sam­þykkja eina ein­ustu til­lögu frá stjórn­ar­and­stöð­unni.

Sorg­leg­ustu og jafn­framt skýr­ustu birt­ing­ar­mynd þess­ara gam­al­dags vinnu­bragða er að finna í við­brögðum rík­is­stjórn­ar­innar við heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Rík­is­stjórnin óskaði ekki eftir neinni aðkomu stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, sam­ráði eða sam­starfi í því mik­il­væga verk­efni, hvorki varð­andi efna­hags­legar aðgerðir stjórn­ar­innar né vegna sótt­varn­ar­ráð­staf­ana, þrátt fyrir aug­ljósan og marg­ít­rek­aðan sam­starfsvilja minni­hlut­ans.

Kannski var það raun­veru­legur vilji Katrínar að auka sam­vinnu á milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu þegar stjórn­ar­sátt­mál­inn var skrif­að­ur. Upp­lifun okkar sem sátum í stjórn­ar­and­stöðu var oft sú að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír væru sjálfir svo inn­byrðis ósam­mála um hin ýmsu mál að þegar þeim loks­ins tókst að kom­ast að sam­komu­lagi um hvernig þeim skyldi háttað var nákvæm­lega ekk­ert svig­rúm eftir til að hlusta á sjón­ar­mið stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Svo brot­hætt var sam­komu­lagið þeirra á milli á köflum að ekki mátti einu sinni laga aug­ljósa galla á laga­setn­ingu sem stjórn­ar­and­staðan benti á, því þá færi allt úr skorðum sem samið hafði verið um stjórn­ar­meg­in.

Efl­ing Alþingis

Á síð­asta kjör­tíma­bili var Katrín Jak­obs­dóttir dug­leg að minna á að rík­is­stjórn­inni væri svo mikil alvara með lof­orði sínu um að efla Alþingi og sjálf­stæði þess gagn­vart fram­kvæmd­ar­vald­inu að lof­orðið hafi ratað í sjálfan titil stjórn­ar­sátt­mál­ans. En í raun var lítið sem ekk­ert gert til þess að efla þingið annað en að fjölga starfs­mönnum þing­flokka og þing­nefnda um nokkur stöðu­gildi. Það var vissu­lega mik­il­vægur stuðn­ingur við þing­störfin en hvergi nærri því nóg til þess að styrkja sjálf­stæði þings­ins gagn­vart fram­kvæmd­ar­vald­inu að neinu ráði. Þetta var svo­lítið eins og að lofa ung­lingnum á heim­il­inu að hann fái að ráða sér sjálfur á næsta ári en segja honum síðan að lof­orðið hafi í raun og veru þýtt að vasa­pen­ing­ur­inn hans hækki um þús­und­kall, sem gefi honum jú aukið frelsi til athafna.

Ekki voru lagðar fram til­lögur að neinum breyt­ingum á þing­sköpum til að styrkja stöðu stjórn­ar­and­stöð­unnar gagn­vart stjórn­inni eða auka getu þings­ins til þess að hafa eft­ir­lit og aðhald með fram­kvæmd­ar­vald­inu. Þvert á móti kvört­uðu ráð­herrar og stjórn­ar­liðar sáran yfir fyr­ir­spurn­um, skýrslu­beiðnum og frum­kvæð­is­at­hug­unum stjórn­ar­and­stöð­unnar sem mið­uðu að þessu, og héldu reglu­lega ræður um að það yrði að koma ein­hverjum böndum á allt þetta endemis eft­ir­lit og aðhald. Einn stjórn­ar­liði gekk svo langt að leggja sjálfur fram fjölda fyr­ir­spurna til ráð­herra til þess að fá fram hvað allar þessar bölv­uðu fyr­ir­spurnir frá stjórn­ar­and­stöð­unni kost­uðu nú mikið af tíma og pen­ing­um.

Aðför að eft­ir­lits­hlut­verki þings­ins

Ég var for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á árunum 2019 – 2020 og er því í hópi þeirra sem liggja undir grun um að hafa valdið óánægju meðal stjórn­ar­liða á síð­asta kjör­tíma­bili ef marka má orð for­sæt­is­ráð­herra um óánægju með störf nefnd­ar­for­manna stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Raunar er þetta rök­studdur grunur þar sem meiri­hlut­inn bók­aði óánægju sína með störf mín end­ur­tekið í for­mann­s­tíð minni í nefnd­inni. Ég nefni þetta per­sónu­lega dæmi í þess­ari almennu yfir­ferð minni vegna þess að þar er að finna eitt ljótasta dæmið um aðför meiri­hlut­ans að sjálf­stæði þings­ins og eft­ir­lits­hlut­verki þess með fram­kvæmd­ar­vald­inu.

Í kjöl­far Sam­herj­a­máls­ins svo­kall­aða lagði ég til að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd myndi hefja frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, vegna náinna tengsla hans við Sam­herja og for­svars­menn þess fyr­ir­tæk­is. Ráð­herr­ann hafði áður geng­ist við því að mögu­lega væri hann van­hæfur til þess að taka ákvarð­anir er vörð­uðu Sam­herja vegna náins vin­skapar við Þor­stein Má Bald­vins­son, fram­kvæmda­stjóra og þáver­andi höf­uð­eig­anda Sam­herja. Í kjöl­far upp­ljóstrana frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Kveiks um meintar stór­felldar mútu­greiðslur og aðra ólög­mæta hátt­semi kom í ljós að fyrsta verk ráð­herr­ans var að athuga hvernig Þor­steinn Már hefði það og hvað hann vildi eig­in­lega gera í þessu máli öllu sam­an.

Til­laga mín um frum­kvæð­is­at­hugun hlaut stuðn­ing tveggja nefnd­ar­manna í stjórn­ar­and­stöðu sem er nóg til þess að hefja slíka rann­sókn. Ástæðan fyrir því að ekki þarf sam­þykki meiri­hluta nefnd­ar­manna til þess að hrinda frum­kvæð­is­at­hugun af stað er sú að þannig á að tryggja getu stjórn­ar­and­stöð­unnar til þess að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd­ar­vald­inu þrátt fyrir að fram­kvæmd­ar­valdið vilji helst ekki að slíkt eft­ir­lit fari fram. And­staðan við rann­sókn­ina meðal stjórn­ar­liða var enda gríð­ar­leg og óvægin og efni í nokkrar greinar í við­bót. En enda­lok rann­sókn­ar­innar voru ekk­ert minna en aðför að eft­ir­lits­hlut­verki Alþingis og varð til þess að ég sagði af mér for­mennsku í mót­mæla­skyni. Meiri­hlut­inn tók sig ein­fald­lega til og bók­aði að honum þætti til­gangs­laust að halda rann­sókn­inni áfram og hót­aði því að beita meiri­hluta­valdi sínu til þess að stöðva allar til­raunir okkar til þess ljúka henni.

For­sæt­is­ráð­herra gerði engar athuga­semdir við þessa máls­með­ferð þrátt fyrir það aug­ljósa og vonda for­dæmi sem sett var með þess­ari bók­un. Stjórn­ar­and­staðan leggur til og sam­þykkir frum­kvæð­is­at­hugun og stjórn­ar­meiri­hlut­inn bókar um hæl að honum finn­ist til­gangs­laust að halda henni áfram og þar við sit­ur! Fái þetta rugl að standa, sem það hefur gert hingað til, þýðir það að stjórn­ar­meiri­hlut­inn hverju sinni getur kæft allt eft­ir­lit í fæð­ingu.

Kannski, ef það hentar mér, aldrei ef það er óþægi­legt

Stað­reyndin er sú að öll lof­orð um ný vinnu­brögð, aukin heil­indi, efl­ingu trausts, sam­ráð og sam­starf fá að fjúka ef efnd­irnar skyggja á stjórn­ar­sam­starf­ið. Dæmin um þetta eru grát­lega mörg.

Þegar van­traust­s­til­laga á þáver­andi dóms­mála­ráð­herra Sig­ríði Á. And­er­sen var lögð fram af stjórn­ar­and­stöð­unni vegna nið­ur­stöðu Hæsta­réttar um ólög­mæta skipan dóm­ara í Lands­rétt sögðu flokks­fé­lagar Katrínar Jak­obs­dóttur að for­sæt­is­ráð­herra­stóll hennar væri mik­il­væg­ari en sann­fær­ing þeirra um að ráð­herr­ann hefði brotið lög og sett heilt dóm­stig í upp­nám.

Þegar Bjarni Bene­dikts­son þver­braut strangar sótt­varn­ar­reglur sem almenn­ingi var gert að gang­ast undir á jól­unum í fyrra sagði Katrín að rík­is­stjórnin væri að ná svo góðum árangri saman og því væri ekki hægt að gera kröfu um að Bjarni segði af sér.

Þegar eitt stærsta kosn­inga­hneyksli Íslands­sög­unnar kom til afgreiðslu á Alþingi komst Katrín Jak­obs­dóttir að þeirri nið­ur­stöðu að styðja hvorki upp­kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi né á land­inu öllu eins og flokks­systir hennar Svan­dís Svav­ars­dóttir og hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar lögðu til en ítrek­aði mik­il­vægi þess að „við sem hér sitjum á Alþingi Íslend­inga drögum lær­dóm af þessu ferli öllu, ekki síst þegar kemur að breyt­ingum á kosn­inga­lögum og stjórn­ar­skrá.“

Nýtt upp­haf, ný vinnu­brögð

Nú þegar rík­is­stjórnin hefur end­ur­nýjað heitin eru öll merki um sátta­stjórn­mál Katrínar Jak­obs­dóttur end­an­lega fokin út í veður og vind. Sam­starf og sam­ráð við þingið er hvergi að finna í nýjum stjórn­ar­sátt­mála. Ný vinnu­brögð við efl­ingu þings­ins þjóð­inni allri til heilla eru felld út og við blasir nýr og heið­ar­legri tónn: Ég á þetta, ég má þetta.

Stjórn­ar­and­staðan fær for­mennsku í laskaðri stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd en fleiri fær hún ekki því það er víst „ekk­ert laun­unga­mál“ að ekki hafi ríkt mikil ánægja meðal stjórn­ar­flokk­anna með hvernig nefnd­ar­störf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórn­ar­and­staðan hefði farið með for­mennsku í. Hvernig þessar dylgjur for­sæt­is­ráð­herra ríma við fyrri yfir­lýs­ingar hennar um mik­il­vægi sam­vinnu og sátta er svo rann­sókn­ar­efni fyrir bók­mennta­fræð­inga.

Auð­vitað getur stjórn­ar­meiri­hlut­inn tekið sér allar for­mennskur í nefndum ef hann svo kýs, hann má það vissu­lega. Hann má líka nota sinn fulla þing­styrk til þess að taka sér auk­inn meiri­hluta í helm­ingi fasta­nefnda Alþingis þó eng­inn annar meiri­hluti hafi haft geð í sér til þess í nokkra ára­tugi. Hann má troða heilum þremur sjálf­stæð­is­mönnum í Vel­ferð­ar­nefnd. Rík­is­stjórnin mátti líka alveg ákveða að hanga aðeins lengur á valda­stól­unum og halda kosn­ingar að hausti sam­kvæmt lag­anna bók­staf þrátt fyrir aug­ljósa og stór­kost­lega ókosti við slíkt fyr­ir­komu­lag.

En það er nákvæm­lega ekk­ert nýtt við þau vinnu­brögð.

Höf­undur er þing­maður Pírata

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit