Er ESB að þvælast fyrir Samfylkingunni?

esbmynd.jpg
Auglýsing

Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna. Stefán Rafn Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Í síð­ustu viku var sagt frá því í Pæl­ingu dags­ins í Kjarn­anum að Sam­fylk­ingin eyði miklu púðri í Evr­ópu­sam­bandið og standi ekki með fólki í kjara­bar­áttu sinni. Þessi full­yrð­ing stenst ekki. Það sem af er þessu þingi hafa þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar lítið talað um mál­efni Evr­ópu­sam­bands­ins, nema í tengslum við inn­leið­ing­ar­mál tengdum EES samn­ingn­um. Síð­ast­lið­inn þing­vetur var mikið talað um Evr­ópu­sam­bandið þegar rík­is­stjórnin ætl­aði að slíta aðild­ar­við­ræðum við ESB, þvert á gefin lof­orð sem tóku málið af dag­skrá í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu árið 2013. Þá var það Sam­fylk­ing­unni ljúft og skylt að standa í fremstu víg­línu gegn við­ræðu­slit­um. 55 þús­und und­ir­skriftir söfn­uð­ust gegn þessum áformum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

 

Auglýsing

Talað fyrir rétt­látri tekju­dreif­inguÞrátt fyrir umræður um Evr­ópu­sam­bandið á vor­þingi þýddi það ekki að Sam­fylk­ingin tal­aði ekki fyrir hags­munum launa­fólks líkt og rit­stjórn Kjarn­ans heldur fram í Pæl­ingu dags­ins. Fyrsta verk rík­is­stjórn­ar­innar var að lækka veið­gjöld sem Sam­fylk­ingin tal­aði á móti. 35 þús­und und­ir­skriftir söfn­uð­ust gegn þeim breyt­ing­um. Við gerð fyrstu fjár­laga rík­is­stjórn­ar­innar var talað gegn þeim undir kjör­orð­un­um: Veikir borga veiði­gjöld. Þá átti að taka upp sjúk­linga­skatt þegar sjúk­lingar legð­ust inn á spít­ala. Í aðdrag­anda jóla fékkst í gegn að atvinnu­lausir fengju des­em­ber­upp­bót, þvert á áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Lagðar voru til breyt­ingar þannig að tekju­hæsta fólk lands­ins fengi ekki mestar skatta­lækk­an­ir. Ef breyt­ing­arnar hefðu náð í gegn hefði 5 millj­arða skatta­lækk­anir farið í auknu mæli til lág- og milli­tekju­hópa.

 

Hærri húsa­leigu­bætur og sann­gjarn­ari skulda­nið­ur­fell­ingÁ vor­þing­inu beitti Sam­fylk­ingin sér fyrir því að ný lög um umhverf­is­vernd yrðu ekki felld úr gildi. Að skulda­nið­ur­fell­ingum yrði dreift með sann­gjarn­ari hætti. Að rík­asta fólk lands­ins, sem margt hvert hefur hagn­ast vel á hús­næð­is­kaup­um, fengi minni nið­ur­fell­ing­ar. Að nið­ur­fell­ing­arnar myndu í stað­inn ná til öryrkja og náms­manna og ann­arra sem leigja í lok­uðum leigu­fé­lög­um, búsetu­rétt­ar­hafa og til þeirra sem búa í félags­legu hús­næði sveit­ar­fé­laga.

Allan síð­asta þing­vetur var áhersla Sam­fylk­ing­ar­innar á hús­næð­is­mál. Þar fór fremst áhersla á hærri húsa­leigu­bætur (upp­taka hús­næð­is­bóta) og aukið fram­boð af leigu­í­búð­um. Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar spurðu ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar ítrekað hvað ætti að gera fyrir þá hópa sem ekki fá nið­ur­fell­ingar og hvort hækka ætti húsa­leigu­bæt­ur. Var þá sagt að von væri á aðgerðum sem því miður ekk­ert bólar á.

 

ESB þvælist ekki fyrirÍ upp­hafi vetrar lagði þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar fram þings­á­lykt­anir um aðgerðir til að efla lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki og fyr­ir­tæki í tækni- og hug­verka­iðn­aði, fjár­mögnun nýs Land­spít­ala og bráða­að­gerðir í byggða­málum. Hann bað um skýrslu um stöðu kvenna á vinnu­mark­aði.

 

Í ræðu for­manns á flokks­stjórn­ar­fundi fyrir rúmri viku var lítið fjallað um ESB, en drýgstur hluti þess var þó um þann mik­il­væga þátt stétta­bar­átt­unnar að fá laun í gjald­gengum gjald­miðli. Allt annað efni ræð­unnar sner­ist um kjara­mál, jafnt lækna og ann­arra stétta, stöðu heil­brigð­is­þjón­ustu, mennta­kerfis og frjálsa sam­keppni, leik­reglur í atvinnu­lífi og mik­il­vægi lýð­ræð­is­legrar þátt­töku.

 

Það má ekki skilja þessa grein sem svo að Sam­fylk­ingin hafi verið ein í þeirri bar­áttu sem hér er farið yfir. En hún lagði sitt af mörk­um. Þrátt fyrir að vera eitt mik­il­væg­asta stefnu­mál Sam­fylk­ing­ar­innar var ESB ekki að þvæl­ast fyrir kjara­bar­átt­unni þrátt fyrir að Morg­un­blað­ið, og núna Kjarn­inn, hafi verið dug­legt að halda öðru fram.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None