Er ESB að þvælast fyrir Samfylkingunni?

esbmynd.jpg
Auglýsing

Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna. Stefán Rafn Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Í síð­ustu viku var sagt frá því í Pæl­ingu dags­ins í Kjarn­anum að Sam­fylk­ingin eyði miklu púðri í Evr­ópu­sam­bandið og standi ekki með fólki í kjara­bar­áttu sinni. Þessi full­yrð­ing stenst ekki. Það sem af er þessu þingi hafa þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar lítið talað um mál­efni Evr­ópu­sam­bands­ins, nema í tengslum við inn­leið­ing­ar­mál tengdum EES samn­ingn­um. Síð­ast­lið­inn þing­vetur var mikið talað um Evr­ópu­sam­bandið þegar rík­is­stjórnin ætl­aði að slíta aðild­ar­við­ræðum við ESB, þvert á gefin lof­orð sem tóku málið af dag­skrá í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu árið 2013. Þá var það Sam­fylk­ing­unni ljúft og skylt að standa í fremstu víg­línu gegn við­ræðu­slit­um. 55 þús­und und­ir­skriftir söfn­uð­ust gegn þessum áformum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

 

Auglýsing

Talað fyrir rétt­látri tekju­dreif­inguÞrátt fyrir umræður um Evr­ópu­sam­bandið á vor­þingi þýddi það ekki að Sam­fylk­ingin tal­aði ekki fyrir hags­munum launa­fólks líkt og rit­stjórn Kjarn­ans heldur fram í Pæl­ingu dags­ins. Fyrsta verk rík­is­stjórn­ar­innar var að lækka veið­gjöld sem Sam­fylk­ingin tal­aði á móti. 35 þús­und und­ir­skriftir söfn­uð­ust gegn þeim breyt­ing­um. Við gerð fyrstu fjár­laga rík­is­stjórn­ar­innar var talað gegn þeim undir kjör­orð­un­um: Veikir borga veiði­gjöld. Þá átti að taka upp sjúk­linga­skatt þegar sjúk­lingar legð­ust inn á spít­ala. Í aðdrag­anda jóla fékkst í gegn að atvinnu­lausir fengju des­em­ber­upp­bót, þvert á áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Lagðar voru til breyt­ingar þannig að tekju­hæsta fólk lands­ins fengi ekki mestar skatta­lækk­an­ir. Ef breyt­ing­arnar hefðu náð í gegn hefði 5 millj­arða skatta­lækk­anir farið í auknu mæli til lág- og milli­tekju­hópa.

 

Hærri húsa­leigu­bætur og sann­gjarn­ari skulda­nið­ur­fell­ingÁ vor­þing­inu beitti Sam­fylk­ingin sér fyrir því að ný lög um umhverf­is­vernd yrðu ekki felld úr gildi. Að skulda­nið­ur­fell­ingum yrði dreift með sann­gjarn­ari hætti. Að rík­asta fólk lands­ins, sem margt hvert hefur hagn­ast vel á hús­næð­is­kaup­um, fengi minni nið­ur­fell­ing­ar. Að nið­ur­fell­ing­arnar myndu í stað­inn ná til öryrkja og náms­manna og ann­arra sem leigja í lok­uðum leigu­fé­lög­um, búsetu­rétt­ar­hafa og til þeirra sem búa í félags­legu hús­næði sveit­ar­fé­laga.

Allan síð­asta þing­vetur var áhersla Sam­fylk­ing­ar­innar á hús­næð­is­mál. Þar fór fremst áhersla á hærri húsa­leigu­bætur (upp­taka hús­næð­is­bóta) og aukið fram­boð af leigu­í­búð­um. Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar spurðu ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar ítrekað hvað ætti að gera fyrir þá hópa sem ekki fá nið­ur­fell­ingar og hvort hækka ætti húsa­leigu­bæt­ur. Var þá sagt að von væri á aðgerðum sem því miður ekk­ert bólar á.

 

ESB þvælist ekki fyrirÍ upp­hafi vetrar lagði þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar fram þings­á­lykt­anir um aðgerðir til að efla lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki og fyr­ir­tæki í tækni- og hug­verka­iðn­aði, fjár­mögnun nýs Land­spít­ala og bráða­að­gerðir í byggða­málum. Hann bað um skýrslu um stöðu kvenna á vinnu­mark­aði.

 

Í ræðu for­manns á flokks­stjórn­ar­fundi fyrir rúmri viku var lítið fjallað um ESB, en drýgstur hluti þess var þó um þann mik­il­væga þátt stétta­bar­átt­unnar að fá laun í gjald­gengum gjald­miðli. Allt annað efni ræð­unnar sner­ist um kjara­mál, jafnt lækna og ann­arra stétta, stöðu heil­brigð­is­þjón­ustu, mennta­kerfis og frjálsa sam­keppni, leik­reglur í atvinnu­lífi og mik­il­vægi lýð­ræð­is­legrar þátt­töku.

 

Það má ekki skilja þessa grein sem svo að Sam­fylk­ingin hafi verið ein í þeirri bar­áttu sem hér er farið yfir. En hún lagði sitt af mörk­um. Þrátt fyrir að vera eitt mik­il­væg­asta stefnu­mál Sam­fylk­ing­ar­innar var ESB ekki að þvæl­ast fyrir kjara­bar­átt­unni þrátt fyrir að Morg­un­blað­ið, og núna Kjarn­inn, hafi verið dug­legt að halda öðru fram.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None