Er ESB að þvælast fyrir Samfylkingunni?

esbmynd.jpg
Auglýsing

Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna. Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna.

Í síðustu viku var sagt frá því í Pælingu dagsins í Kjarnanum að Samfylkingin eyði miklu púðri í Evrópusambandið og standi ekki með fólki í kjarabaráttu sinni. Þessi fullyrðing stenst ekki. Það sem af er þessu þingi hafa þingmenn Samfylkingarinnar lítið talað um málefni Evrópusambandsins, nema í tengslum við innleiðingarmál tengdum EES samningnum. Síðastliðinn þingvetur var mikið talað um Evrópusambandið þegar ríkisstjórnin ætlaði að slíta aðildarviðræðum við ESB, þvert á gefin loforð sem tóku málið af dagskrá í síðustu kosningabaráttu árið 2013. Þá var það Samfylkingunni ljúft og skylt að standa í fremstu víglínu gegn viðræðuslitum. 55 þúsund undirskriftir söfnuðust gegn þessum áformum ríkisstjórnarinnar.

 

Talað fyrir réttlátri tekjudreifingu


Þrátt fyrir umræður um Evrópusambandið á vorþingi þýddi það ekki að Samfylkingin talaði ekki fyrir hagsmunum launafólks líkt og ritstjórn Kjarnans heldur fram í Pælingu dagsins. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að lækka veiðgjöld sem Samfylkingin talaði á móti. 35 þúsund undirskriftir söfnuðust gegn þeim breytingum. Við gerð fyrstu fjárlaga ríkisstjórnarinnar var talað gegn þeim undir kjörorðunum: Veikir borga veiðigjöld. Þá átti að taka upp sjúklingaskatt þegar sjúklingar legðust inn á spítala. Í aðdraganda jóla fékkst í gegn að atvinnulausir fengju desemberuppbót, þvert á áform ríkisstjórnarinnar. Lagðar voru til breytingar þannig að tekjuhæsta fólk landsins fengi ekki mestar skattalækkanir. Ef breytingarnar hefðu náð í gegn hefði 5 milljarða skattalækkanir farið í auknu mæli til lág- og millitekjuhópa.

Auglýsing

 

Hærri húsaleigubætur og sanngjarnari skuldaniðurfelling


Á vorþinginu beitti Samfylkingin sér fyrir því að ný lög um umhverfisvernd yrðu ekki felld úr gildi. Að skuldaniðurfellingum yrði dreift með sanngjarnari hætti. Að ríkasta fólk landsins, sem margt hvert hefur hagnast vel á húsnæðiskaupum, fengi minni niðurfellingar. Að niðurfellingarnar myndu í staðinn ná til öryrkja og námsmanna og annarra sem leigja í lokuðum leigufélögum, búseturéttarhafa og til þeirra sem búa í félagslegu húsnæði sveitarfélaga.

Allan síðasta þingvetur var áhersla Samfylkingarinnar á húsnæðismál. Þar fór fremst áhersla á hærri húsaleigubætur (upptaka húsnæðisbóta) og aukið framboð af leiguíbúðum. Þingmenn Samfylkingarinnar spurðu ráðherra ríkisstjórnarinnar ítrekað hvað ætti að gera fyrir þá hópa sem ekki fá niðurfellingar og hvort hækka ætti húsaleigubætur. Var þá sagt að von væri á aðgerðum sem því miður ekkert bólar á.

 

ESB þvælist ekki fyrir


Í upphafi vetrar lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram þingsályktanir um aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði, fjármögnun nýs Landspítala og bráðaaðgerðir í byggðamálum. Hann bað um skýrslu um stöðu kvenna á vinnumarkaði.

 

Í ræðu formanns á flokksstjórnarfundi fyrir rúmri viku var lítið fjallað um ESB, en drýgstur hluti þess var þó um þann mikilvæga þátt stéttabaráttunnar að fá laun í gjaldgengum gjaldmiðli. Allt annað efni ræðunnar snerist um kjaramál, jafnt lækna og annarra stétta, stöðu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og frjálsa samkeppni, leikreglur í atvinnulífi og mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku.

 

Það má ekki skilja þessa grein sem svo að Samfylkingin hafi verið ein í þeirri baráttu sem hér er farið yfir. En hún lagði sitt af mörkum. Þrátt fyrir að vera eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar var ESB ekki að þvælast fyrir kjarabaráttunni þrátt fyrir að Morgunblaðið, og núna Kjarninn, hafi verið duglegt að halda öðru fram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None