Auglýsing

Í gær var til­laga alþjóða­stjórnar Amnesty International um að aflétta refs­ingum af kaupum og sölu á vændi sam­þykkt á heims­þingi sam­tak­anna. Vændi barna, fórn­ar­lamba mansals eða ann­arrar nauð­ungar á að vera und­an­skilið afglæpa­væð­ingu, sam­kvæmt til­lög­unni.

Þetta skref Amnesty hef­ur, væg­ast sagt, gert allt vit­laust. Það ástand er fjarri því bundið við Ísland því umræður um hvort sam­tökin hafi með þessu stigið langt út fyrir til­gang sinn og upp­haf­legt erindi er að finna í fjöl­miðlum flestra vest­rænna ríkja.

Í grófum dráttum skipt­ist umræðan upp í tvo skóla. Ann­ar, sem er mun fjöl­menn­ari, er drif­inn áfram af rétt­læt­is­hug­sjón og til­finn­ingarökum um að vændi eigi að vera bannað og að það sé bein­línis and­stætt mann­rétt­indum að vera ann­arrar skoð­un­ar. Það er mjög auð­velt að skilja hvaðan þeir sem þess­ari hlið til­heyra eru að koma.

Auglýsing

Hinn skól­inn ber fyrir sig ein­föld, og jafn­vel barna­leg, rök um að bann við vændi feli í sér skerð­ingu á sjálf­sögðu atvinnu­frelsi og fylgni við bann sé því nán­ast kven­fjand­sam­legt (80 pró­sent þeirra sem stunda vændi eru kon­ur). Það þarf þó að vera með afskap­lega skerta raun­veru­leika­teng­ingu til að halda þessu fram.

Inn á milli þess­arra tveggja skóla, og skot­grafa­hern­aðar þeirra á milli, eru síðan flest allir aðrir fast­ir.

Vill Amnesty auka aðgengi að vændi?



En hvað var Amnesty raun­veru­lega að segja? Voru sam­tökin að reyna að gera kaup­endum vændis eða þriðju aðilum sem hagn­ast á því auð­veld­ara fyrir með að svala fýsnum sínum eða græða pen­inga? Voru þau að inn­leiða per­sónu­frels­is-nýfrjáls­hyggju inn í stefnu sína? Nei, það er alls ekki rök­stuðn­ing­ur­inn fyrir því að sam­tökin ákváðu að stíga það stóra skref að marka sér afstöðu í þessu máli. Þau vilja beita sér fyrir því að kaup og sala á vændi, sem er ekki til­komið vegna nauð­ung­ar, verði ekki lengur refsi­vert til að tryggja að kyn­lífs­starfs­menn (e. sex wor­kers) njóti sömu laga­legu verndar frá mis­notk­un, man­sali og ofbeldi og aðr­ir.

Í til­kynn­ingu vegna ákvörð­un­ar­innar er eft­ir­far­andi haft eftir Salil Shetty, fram­kvæmda­stjóra Amnesty International: „Kyn­lífs­starfs­menn eru einn mesti jað­ar­hópur í heim­inum sem í flestum til­fellum stendur frammi fyrir stöðugri ógn um mis­mun­un, ofbeldi og mis­notk­un. Alþjóða­stjórn okkar hefur greitt götu þess að taka upp stefnu til að vernda mann­rétt­indi kyn­lífs­starfs­manna sem mun hjálpa til við að móta fram­tíð­ar­vinnu Amnesty International í þessum mik­il­væga mála­flokki.“

Áhugi rekur ekki fólk í vændi



Það má, og á að, deila um hvort þetta sé rétt skref hjá Amnesty, og á við­brögð­unum er ljóst að sam­tökin munu lík­ast til líða fyrir að hafa stigið skref­ið. Fjöldi fólks mun hætta stuðn­ingi við sam­tök­in. En það er erfitt að efast um að til­gang­ur­inn sé ein­ungis sá að reyna að standa aukin vörð um mann­rétt­indi þeirra sem stunda vændi.

Flest skyn­samt og upp­lýst fólk getur verið sam­mála um að afar fáir leið­ist út í vændi af áhuga á starf­inu. Þeir sem stunda vændi selja aðgang að lík­ama sínum á hátt sem eng­inn annar ger­ir. Lík­am­legar og and­legar afleið­ingar þess geta verið sam­bæri­legar því sem þolendur kyn­ferð­is­of­beldis verða fyr­ir. Með örfáum und­an­tekn­ing­ar­til­vikum þá er það því neyð eða nauð­ung sem rekur fólk í að stunda vændi.

Þeir sem stunda vændi selja aðgang að lík­ama sínum á hátt sem eng­inn annar ger­ir. Lík­am­legar og and­legar afleið­ingar þess geta verið sam­bæri­legar því sem þolendur kyn­ferð­is­of­beldis verða fyr­ir. Með örfáum und­an­tekn­ing­ar­til­vikum þá er það því neyð eða nauð­ung sem rekur fólk í að stunda vændi.

Því miður er bæði eft­ir­spurn eft­ir, og mikil gróðra­von í, vænd­is­starf­semi. Þess vegna stunda tugir millj­óna manna, aðal­lega kon­ur, vændi. Upp­ræt­ing þess væri óskandi, en því miður ekki raun­hæf nema að það finn­ist leið til að eyða þeim félags­lega ömur­leika sem neyðir þorra þeirra sem stunda þessa iðju til að gera það. Sú töfra­lausn virð­ist ekki á næsta leyti.

Hvernig tekið er á vændi er því mjög flókið úrlausn­ar­efni og það eru ekki til alls­herj­ar­skyndi­lausnir á því. Þótt fólk hafi megna and­styggð á starf­sem­inni þá leysir það ekki vanda þeirra sem eru fastir í viðjum hennar að lög­festa þá til­finn­ingu.

Ömurð hverfur ekki við bann



Það hefur nefni­lega lengi verið reynt að banna vændið í burtu, án þess að það hafi skilað til­ætl­uðum árangri. Á Íslandi og nokkrum öðrum Norð­ur­löndum hefur verið tekin upp svokölluð sænsk leið þar sem sala á vændi er lög­leg en kaup ekki. Engin rann­sókn hefur verið gerð hér­lendis til að sýna fram á hvernig inn­leið­ing þeirrar leiðar hefur geng­ið. Þ.e. hvort hún hafi skilað ein­hverjum árangri öðrum en þeim að fá kaup­endur vændis dæmda.

Til­gang­ur­inn hlýtur að vera sá að gera aðstæður þeirra sem eru fastir í þeim ömur­legu aðstæðum sem vændi er þannig að þeir verði fyrir sem minnstum skaða og geti liðið sem bæri­leg­ast. Þangað til að það hefur verið kannað almenni­lega er ekki hægt að taka afstöðu til þess hvort laga­breyt­ingin hafi verið góð eða ekki.

Hitt sem fólk verður að muna er að allur heim­ur­inn er ekki Skand­in­av­ía. Norð­ur­landa­bú­um, óháð því hvort þeir séu banka­starfs­menn eða vænd­is­kon­ur, eru tryggð grund­vall­ar­mann­rétt­indi og þjón­usta sem stendur þorra heims­ins ekki til boða. Það sem okkur þykir sjálf­sagt, og er fest í lög og/eða stjórn­ar­skrá, er það ekki fyrir flesta aðra. Og alþjóða­sam­tök eins og Amnesty eiga skjól­stæð­inga alls stað­ar. Þess vegna leggja þau fram til­lögur líkt og þá sem sam­þykkt var um helg­ina.

Glatað tæki­færi



Út frá þeim upp­lýs­ingum sem mér standa til boða þá get ég ekki tekið afstöðu til þess hvort ákvörðun Amnesty International um að styðja afglæpa­væð­ingu vændis sé rétt eða ekki. Ég finn fyrir sömu rétt­læt­is­til­finn­ingu og þeir sem eru reið­astir út í sam­tök­in, vegna þess að ég myndi vilja banna burt allt vændi sem er sprottið af neyð eða nauð­ung. Ég held hins vegar að það sé ósk­hyggja og því skil ég líka þau sjón­ar­mið að reyna að fara leiðir í laga­setn­ingu sem miða að því að vernda mann­rétt­indi þeirra sem eru fastir í viðjum vændis og lág­marka það tjón sem þeir verði fyr­ir.

Flestir geta verið sam­mála um að vændi er mein­semd sem ber að reyna að upp­ræta. Til­laga Amnesty International bauð því upp á að það væri hægt að eiga mjög inni­halds­ríka og mik­il­væga sam­ræðu, byggða á rökum og stað­reynd­um, um þessa mein­semd. Því miður virð­ast til­finn­ing­arnar hafa borið okkur það mikið ofur­liði í þetta skiptið eins og svo oft áður.

Og sam­ræðan á sér því stað á milli skot­grafa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None