Er Ísland best í heimi? Fyrri hluti

Auglýsing

Það er auð­velt að tala upp róm­an­tík­ina við Ísland. Hreina nátt­úr­una, örygg­ið, nálægð­ina við fjöl­skyldu og vini, orku­sjálf­bærn­ina, heitu pott­ana og lága atvinnu­leys­ið. Þetta eru allt hlutir sem margir Íslend­ingar sakna þegar þeir eru ann­ars staðar í lengri tíma.

Hins vegar er eðli­legt að velta fyrir sér hvort sam­fé­lagið sem við höfum búið til hérna passi við þær vænt­ingar sem þegnar þess gera.

Iðn­bylt­ingin og upp­lýs­ingin hafa nefni­lega búið til kröfur um gott líf. Það á að vera fagn­að­ar­efni og síð­ustu kyn­slóðir hafa allar upp­lifað það að þær sem heild hafi haft það betra en kyn­slóð for­eldra sinna. Fram­þró­unin hefur verið stöðug í hinum vest­ræna heimi. En nú eru blikur á lofti. Eru síð­ustu kyn­slóðir mögu­lega búnar að taka svo mik­inn lúxus út í kredit að það leiði af sér aft­ur­för fyrir þær næstu?

Auglýsing

Og hvað á allt þetta metn­að­ar­fulla unga fólk, sem gerir ríkar kröfur um lífs­gæði og tæki­færi, þá að gera á Íslandi? Er pláss fyrir það?

Við hvað ætlarðu að vinna?



Fjöldi þeirra Íslend­inga sem sækja sér háskóla­menntun hefur marg­fald­ast á örfáum árum. Árið 1996 útskrif­uð­ust 1.554 Íslend­ingar úr háskóla. Síð­ustu ár hafa þeir árlega verið yfir 4.000 tals­ins. Um 25 pró­sent þeirra eru að mennta sig í vís­inda- og tækni­grein­um.

Með þessa menntun í fartesk­inu láta margir sig dreyma um að þeirra bíði magnað og skap­andi starf sem tryggi þeim vel­ferð, auð og virð­ingu. Fæstir fá því miður þann draum upp­fyllt­an. Og á Íslandi er ill­skilj­an­legt hvað allt þetta hámennt­aða fólk á raun­veru­lega að starfa við.

Í nokkur ár voru búin til þús­undir starfa fyrir þetta fólk í banka­geir­an­um. Þar sátu verk­fræð­ingar og reikn­uðu arð­sem­is­mat, graf­ískir hönn­uðir bjuggu til ster­íla banka-inter­net­borða og for­rit­arar bjuggu til not­enda­við­mót fyrir Ices­ave eða Kaut­hing Edge á meðan að við­skipta­fræð­ingar með BS-gráður settu þjóð­ar­skút­una ævin­týra­lega á haus­inn í ein­hverri stór­kost­lega brjál­æð­is­legri við­leitni til að gera Ísland að alþjóð­legri fjár­mála­mið­stöð með minnsta gjald­miðil í heimi. Sú til­raun verð­ur, held ég að hægt sé að full­yrða, ekki end­ur­tekin aft­ur. Og stör­f­unum í pen­inga­um­sýsl­unni á bara eftir að fækka.

Er ekki verið að búa til eft­ir­sókn­ar­verð störf hérna?



Ís­lenska efna­hags­kerfið keyrir aðal­lega á þremur vél­um: sjáv­ar­út­vegi, orku­sölu til stór­iðju og ferða­þjón­ustu. Allt frá­bærir atvinnu­vegir sem nýta auð­lindir nátt­úr­unnar öllum Íslend­ingum í hag, en þeir skapa ekki öll störfin sem fólkið með háskóla­prófin vill starfa við. Flest fræði mæla með að auð­linda­ríkar þjóðar noti þann mikla auð sem nátt­úran færir þeim til að byggja fjöl­breyttan og skap­andi þekk­ing­ar­iðnað ofan á þennan góða grunn. Íslend­ingar eru ekk­ert að gera það. Þvert á móti.

­Ís­lenskir íviln­un­ar­samn­ingar eru ein­ungis fyrir stór­iðju­fyr­ir­tæki sem eru lokkuð með kaupum á ódýrri orku til að skapa, að mestu, verka­manna­störf.  Enda er það nán­ast eina erlenda fjár­fest­ingin sem hefur komið inn í íslenskt atvinnu­líf und­an­farin ár.

Af hverju ætti sprota­fyr­ir­tæki að hefja starf­semi sína hér eða þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki að flytja starf­semi hing­að? Hér fást hvorki skatta­af­slætt­irnir sem fást í fullt af öðrum vest­rænum löndum né gjalda­leysið sem þeim býðst þar. Íslenskir íviln­un­ar­samn­ingar eru ein­ungis fyrir stór­iðju­fyr­ir­tæki sem eru lokkuð með kaupum á ódýrri orku til að skapa, að mestu, verka­manna­störf. Enda er það nán­ast eina erlenda fjár­fest­ingin sem hefur komið inn í íslenskt atvinnu­líf und­an­farin ár.

Og það er heldur ekk­ert auð­velt fyrir sprota að fá inn­lenda fjár­festa til að vökva sig. Það var eig­in­lega fyrst í fyrra­dag sem að sjóðir með aðkomu líf­eyr­is­sjóða, sem þurfa að koma 120 millj­örðum króna í vinnu á ári, voru kynntir sem hafa það meg­imark­mið að fjár­festa í nýsköp­un. Og ástæðan virð­ist eig­in­lega vera sú að þeir eru búnir að kaupa allt annað á hafta-Ís­landi sem þeir kom­ast yfir. Öll hluta­bréf­in, skulda­bréf­in, atvinnu­hús­næðið og meira að segja íbúð­irn­ar, með til­heyr­andi bólu­myndun á leigu- og eigna­mark­aði.

En er ekki fullt af flottum fyr­ir­tækjum á Íslandi?



Til við­bótar eru stærstu þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins, CCP, Marel og Öss­ur, öll að hugsa um að færa höf­uð­stöðvar sínar annað vegna gjald­eyr­is­hafta, gjald­miðla­mála eða ann­arra hnökra í íslensku atvinnu- og efna­hags­málaum­hverfi. Sam­tök iðn­að­ar­ins gáfu síð­ast út frétta­til­kynn­ingu í dag þar sem sagði: „Tæki­færum vel mennt­aðs fólks mun áfram fækka hér á landi ef höftin fest­ast í sessi[...]Þessi lausn getur aldrei verið til lang­frama og hún er þegar farin að valda okkur miklum skaða. Ekki síst í formi tap­aðra tæki­færa til upp­bygg­ingar verð­mætra starfa og hag­vaxtar í land­in­u“.

Stjórn­mála­menn virð­ast ekk­ert vera að pæla í þess­ari stöðu. Að minnsta kosti ekki mik­ið. Einu heild­rænu til­lög­urnar sem hafa komið fram á þingi frá síð­ustu kosn­ing­um, sem miða að því að skapa ný vel launuð störf „til að laða brott­flutta Íslend­inga aftur heim og til að vekja Íslend­ingum von í brjósti um að stjórn­völd ætli sér að skapa þeim tæki­færi og atvinnu­ör­yggi í fram­tíð­inni“ snú­ast um að ríkið reisi áburð­ar­verk­smiðju. Það eru ekki alveg störfin sem mennt­aða fólkið er með í huga.

En þetta redd­ast örugg­lega...svo lengi sem allir hafa þak yfir höf­uð­ið.

Um það er fjallað í seinni hluta þessa leið­ara, sem hægt er að lesa hér.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None