Fífldjörf lán Deutsche Bank til Íslands draga dilk á eftir sér

Auglýsing

Spólum rúman ára­tug aftur í tím­ann. Árið er 2004. Íslensk fyr­ir­tæki eru búin að mynda brú inn á alþjóð­lega fjár­mála­mark­aði sam­hliða til­tölu­lega nýhaf­inni útþenslu íslenska banka­kerf­is­ins með skulda­bréfa­út­gáfu erlend­is. Alþjóð­legir fjár­mála­mark­aðir fljóta í ódýru fjár­magni eftir árás­irnar á tví­bura­t­urn­anna 11. sept­em­ber 2001 og aðgerðir seðla­banka heims­ins í kjöl­far­ið, og auð­velt er fyrir banka að útvega sér ódýrt láns­fé.

Í þessum aðstæðum mynd­ast mikið og sterkt sam­band íslenska hag­kerf­is­ins við þýsk fjár­mála­fyr­ir­tæki, einkum banka og spari­sjóði í Bæj­ara­landi, og stærsta banka Þýska­lands og einn þann stærsta í Evr­ópu, Deutsche Bank. Umsvif hans hér á landi, bæði fyrir og eftir hrun, eru með miklum ólík­indum í sam­hengi við stærð hag­kerf­is­ins.

Fífldjörf lán enda með ósköpum



Óhætt er að segja að lán þýskra fjár­mála­fyr­ir­tækja til íslenskra lög­að­ila, banka og ann­arra fyr­ir­tækja, á árunum fyrir hrun banka­kerf­is­ins og neyð­ar­laga­setn­ing­ar­innar 6. októ­ber 2008, hafi verið fífldjörf og til marks um ævin­týra­legt kæru­leysi hjá stjórn­endum þess­ara fyr­ir­tækja og rangt stöðu­mat þeirra. Tal um að þýsk fjár­mála­fyr­ir­tæki séu var­færin og fari fram með yfir­vegun á svo sann­ar­lega ekki við um lán þeirra til Íslands á und­an­förnum árum, svo mikið er víst.

Á aðeins um fimm árum þá lán­uðu þýsk fjár­mála­fyr­ir­tæki upp­hæðir hingað til lands sem námu mun meiru en árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. Þegar íslenska efna­hags­bólan var við það springa, haustið 2008, var Deutsche Bank með mikla hags­muni gagn­vart íslenska hag­kerf­inu og fall þess gat skapað mikil vanda­mál fyrir bank­ann, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Sem svo varð raun­in.

Auglýsing

Ekki bara bank­arn­ir, líka fjár­fest­arnir



Ekki nóg með að Deutsche Bank hefði verið meðal stærstu lána­drottna Kaup­þings og Glitnis - og ein­hverju leyti Lands­bank­ans - og spari­sjóða­kerf­is­ins, heldur var bank­inn einnig stór lán­veit­andi til ein­staka fjár­festa og félaga þeirra. Þannig lán­aði bank­inn ríf­lega fjóra millj­arða evra til Novators, félags Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar, þegar félagið keypti Act­a­vis á vor­mán­uðum 2007. Það er upp­hæð sem jafn­gildir um 620 millj­örðum króna á núver­andi gengi. Björgólfur Thor Björg­ólfs­son lýsir því í bók sinni, Billions to Bust - and Back, sem kom út fyrir jól, að þessi lán­veit­ing hafi getað komið bank­anum í fangið á þýska rík­inu.

bjorgolfur Deutsche Bank lán­aði Björgólfi Thor mörg hund­ruð millj­arða króna.

Gætir mik­illa hags­muna



Eftir hrunið hefur bank­inn verið með putt­ana í ýmsum stærstu hags­muna­málum hag­kerf­is­ins og aug­ljós­lega verið að gæta hags­muna sinna. Þar má nefna ýmis atriði til sög­unn­ar.

Bank­inn bauðst til að taka yfir Ices­a­ve-skuld­ina, og eignir á móti, þegar deilur um inn­stæð­urnar stóðu sem hæst milli íslenskra stjórn­valda, þrota­bús Lands­bank­ans og yfir­valda í Hollandi og Bret­landi.

Þá hefur bank­inn komið að skulda­bréfa­út­gáfu fyrir íslensk fyr­ir­tæki í tölu­vert miklu mæli eftir hrun­ið, meðal ann­ars sem milli­göngu­að­ili fyrir Lands­virkjun árið 2010, þegar flest sund voruð lokuð erlendis fyrir íslensk fyr­ir­tæki. Sam­tals var útgáfan upp á 180 millj­ónir evra í það skipt­ið, eða tæp­lega 30 millj­arða króna. Hún var mik­il­væg fyrir Lands­virkjun og eig­and­ann íslenska rík­ið, þó vext­irnir hafa sögu­lega ver­ið ó­hag­stæð­ir.

Deutsche Bank fékk einnig greidda 35 millj­arða frá Peru, dótt­ur­fé­lagi Lýs­ing­ar, innan úr hafta­hag­kerf­inu í mars 2012 en Pera var veð­sett bank­anum til trygg­ingar fyrir lán­veit­ingum til Lýs­ing­ar­sam­stæð­unnar á þessum tíma.

Ices­a­ve-­málið aftur á borði Deutsche Bank



Ices­a­ve-­málið hefur haldið áfram að tengj­ast Deutsche Bank þó ekki hafi verið fall­ist á hug­mynd for­svars­manna bank­ans í milli­ríkja­deilu Íslands, Hollands og Bret­lands. Hinn 28. ágúst í fyrra til­kynnti Seðla­banki Hollands um það að Deutsche Bank hefði keypt Ices­a­ve-­kröfu bank­ans í þrotabú gamla Lands­bank­ans, sem var eft­ir­stand­andi, á 623 millj­ónir evra, eða um 96 millj­arða króna. Dag­inn eftir var svo frá því greint í Kjarn­anum að Deutsche Bank hefði keypt kröf­una, sem naut for­gangs í búið, fyrir aðra, þar á meðal vog­un­ar­sjóði sem áttu kröfur í bú hinna föllnu banka.

Deutsche Bank hefur síðan verið að kaupa kröfur á mark­aði í bú hinna föllnu banka, einkum á und­an­förnu ári. Í byrjun des­em­ber í fyrra greindi Kjarn­inn frá því að hann væri orð­inn þriðji stærsti kröfu­haf­inn í bú Glitnis með kröfu upp á 157,1 millj­arð að nafn­virði. Alls hefur hann keypt kröfur upp á 90,9 millj­arða króna að nafn­virði frá byrjun árs 2013. Þar af hefur hann keypt kröfur upp á 77 millj­arða króna á síð­ustu fimmtán mán­uð­um.

icesavenota (1) Deutsche Bank bland­aði sér beint í Ices­a­ve-­deil­una, og hafði síðan að lokum milli­göngu um að Seðla­banki Hollands seldi kröfur sínar í bú hins fallna Lands­banka.

Miklir hags­munir - við­vör­un­ar­ljós árið 2008?



Deutsche Bank á meðal ann­ars af fram­an­töldum ástæð­um, mik­illa hags­muna að gæta gagn­vart Íslandi þegar kemur að afnámi eða rýmkun fjár­magns­haft­anna og samn­ingum við erlenda krónu­eig­end­ur, þar á meðal kröfu­hafa í bú föllnu bank­anna. Sú vinna er komin nokkuð á veg, þó ómögu­legt sé að segja til um hversu hratt hlut­irnir munu ger­ast og hvernig nið­ur­staðan verð­ur.

Spurn­ingin sem vaknar nú þegar loks er að sjást ljós­glæta við enda hafta­gang­anna fyrir íslenska hag­kerf­ið, er hvenær Deutsche Bank var far­inn að átta sig á því að Ísland var í vondum málum og til hvaða með­ala bank­inn greip til að verja hags­muni sína. Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, hefur lýst því í bréfi til vina sinna, að bank­inn hafi verið með putt­ann í stór­tækum kaupum Kaup­þings á skulda­trygg­ingum bank­ans á árinu 2008 með það fyrir augum að ná álag­inu nið­ur. Svip­aða frá­sögn má finna í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um fall bank­anna. Deutsche Bank lán­aði mikla fjár­muni inn í þessi við­skipti, á annað hund­rað millj­ónir evra. Á vor­mán­uðum í fyrra voru stjórn­endur Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri, og Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, auk Sig­urð­ar, ákærðir fyrir þessi við­skipti meðal ann­arra.

Á þessum tíma­punkti, á fyrra hluta árs 2008, var í það minnsta komin skýr vit­neskja um það innan Deutsche Bank að Kaup­þing, langstærsta íslenska fjár­mála­fyr­ir­tækið á þessum tíma, ætti erf­ið­leikum vegna þess að aðgengi að lána­mörk­uðum var lokað og þegar væri byrjað að beita umdeildum aðgerðum til þess að bæta stöð­una. Deutsche Bank bein­línis lagði sjálfur til þær aðgerðir sem gripið var til, sam­kvæmt frá­sögnum í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is.

Aldrei langt undan



Milli­ganga Deutsche Bank í við­skiptum við vog­un­ar­sjóð­ina sem eiga kröfur á hina föllnu banka, meðal ann­ars með Ices­a­ve-­kröfu Seðla­banka Hollands, sýnir að bank­inn hefur aldrei verið langt undan þegar kemur að stærstu hags­muna­mál­unum eftir hrun­ið, enda full ástæða fyrir hann til þess að reyna að lág­marka tjónið af fífldjörfum lán­veit­ingum hingað til lands á til­tölu­lega fáum árum, einkum 2004 fram að hrun­inu í októ­ber 2008.

End­an­legir eig­endur vog­un­ar­sjóð­anna sem eru stærstu eig­endur krafna í bú hinna föllnu banka, Burlington Loan Mana­gement þeirra umsvifa­mestur, liggja ekki fyrir en hverjir sem þeir eru þá er nokkuð ljóst að sam­band þeirra við Deutsche Bank virð­ist vera náið. Sé mið tekið af sam­eig­in­legum hags­munum og við­skiptum með kröfur í bú bank­anna sem Deutsche Bank lán­aði til, nán­ast stjórn­laust,  áður en allt hrundi til grunna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None