Fiskveiðiauðlindin og þjóðin – Grein þrjú

Indriði H. Þorláksson heldur áfram að fjalla um auðlindarentu í sjávarútvegi og hlut þjóðarinnar í henni.

Auglýsing

Í greinum 1 og 2 var rætt um auð­lind­arentu, stærð hennar í sjáv­ar­út­vegi, bók­halds­æf­ing­ar, eign­ar­halds­fé­lög og skatta­skjól. Í kafla 5 í þess­ari grein er rætt um verð- og geng­is­breyt­ingar og hvernig greitt hefur verið fyrir vinnu, fjár­magn og auð­lind svo og hvort hlut­deild þjóð­ar­innar sé eðli­leg. Í kafla 6 er fjallað um skatta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og skatta af tekjum fram­leiðslu­þátta í sjáv­ar­út­vegi.

5. Virð­is­auki í sjáv­ar­út­vegi, skipt­ing á vinnu, fjár­magn og auð­lind

Tekju­sveiflur og geng­is­breyt­ing­ar 

Í 4. kafla kemur fram að afkoma í sjáv­ar­út­vegi var góð á árunum 2010 til 2020 og virð­is­auki mik­ill.

Sýnt var hversu stóran hluta hans mátti rekja til hvers fram­leiðslu­þáttar og að hlutur auð­lind­ar, þ.e. rent­an, hafi að jafn­aði verið 47 mrd. kr. á ári. Það sýndi sig hins vegar að rentan hafði verið mjög breyti­lega á tíma­bil­inu, allt frá um 20 mrd. kr. upp í un 68 mrd. kr. á ári.

Rentan er eðli sam­kvæmt háð breyt­ingum á ytri aðstæðum svo sem verði afurða og gengi í meira mæli en aðrar þátta­tekj­ur. Virð­is­auki í sjáv­ar­út­vegi var til­tölu­lega stöð­ugur frá 2010 til 2020, frá 150 til 170 mrd. kr. á ári að frá­töldu fyrsta árinu og árinu 2017, sbr. töflu 1 í 3. kafla. Mynd 1 sýnir árlegan  virð­is­auka þann tíma og hvaða hluta hans var að rekja til hvers fram­leiðslu­þáttar og ber hún með sér að breytin g á virð­is­auk­anum hefur mis­mikil áhrif á ein­staka fram­leiðslu­þætti. Þrátt fyrir sveiflur á virð­is­auk­anum hækk­uðu laun og tengd gjöld á tíma­bil­inu nokkuð stöðugt með frá­vikum sem rekja má til breyt­inga á afla­magni. Hlutur fjár­magns var einnig stöð­ugur og vax­andi en hann ræð­ast af rekstr­ar­fjár­munum og verð­lagi. Rentan er aftur á móti sveiflu­kennd og tekur á sig nær allar breyt­ingar á virð­is­auka hvort sem þær stafa af breyttu afla­magni, gengi eða fisk­verð­i. 

Auglýsing
Rentan er afgangur virð­is­aukans eftir að aðrir fram­leiðslu­þættir hafa fengið sitt. Lækkun hans frá 2016 til 2017 var 24,4 mrd. kr., laun lækk­uðu um 6,2 mrd. kr. vegna minni afla, hluti fjár­magns hækk­aði um 2,4 mrd. kr. en rentan lækk­aði um 20,5 mrd. kr. Auð­linda­gjöld miðuð við rentu hafa hvorki áhrif á end­ur­gjald fyrir laun né fjár­magn og geta ekki sem slík leitt til tap­rekst­urs í sjáv­ar­út­vegi.

Sveifl­urnar í mynd 1 stafa að hluta af breyt­ingum á gengi. Íslenska krónan var sterk á árunum 2016 til 2018 sem leiddi til þess að tekjur sjáv­ar­út­vegs mældar í íslenskum krónum lækk­uðu. Tekjur hans eru að mestu leyti í erlendum gjald­eyri og stórir kostn­að­ar­liðir eru einnig háðir gengi en laun virð­ast að mestu óháð því. Tekjur í erlendum gjald­eyri eru því lík­lega betri mæli­kvarði á afkomu sjáv­ar­út­vegs en tekjur í íslenskum krónum á hlaup­andi geng­i. 

Mynd 2 sýnir heild­ar­tekjur í íslenskum krónum ann­ars vegar á hlaup­andi gengi og hins vegar á verði miðað við með­al­gengi ísl. krón­unnar á árinu 2020. Hún ber með sér að tekjur sjáv­ar­út­vegs í erlendum gjald­eyri hafa verið all stöðugar frá 2011-2020. Hæðin í íslenskum krónum 2011 til 2013 og lægðin frá 2015 til 2017/18 skýr­ast að mestu af gengi krón­unnar á þessum árum. Tekjur árið 2018 voru t.d. þær næst­hæstu á tíma­bil­inu. Tekju­fallið í íslenskum krónum 2017 leiddi þó til þess að veiði­gjöld voru lækkuð veru­lega þótt hagn­að­ar­hluti fjár­magns hafi farið hækk­andi en auð­lind­arentan tekið allan þunga af geng­is­sveifl­unni.

Hluti þjóð­ar­innar í auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­vegi

Til þessa hefur verið fjallað um upp­runa virð­is­auka og þann hluta hans sem rekja má til auð­lindar en ekki það hvort fram­leiðslu­þætt­irnir hafi hver og einn fengið eðli­legan hluta þess virð­is­auka sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn skapar en að því verður nú vik­ið. 

Í fyrri talna­dálk töflu 3 eru þátta­tekjur áranna 2010 til 2020. Virð­is­auki í sjáv­ar­út­vegi var alls 1709 mrd. kr. á þessu tíma­bili. Í hlut vinnu komu laun og tengd gjöld að alls 920 mrd. kr. Hluti fjár­magns, árgreiðslan var 270 mrd. kr. en afgang­ur­inn 519 mrd. kr. var renta af fisk­veiði­auð­lind­inn­i. 

Í síð­ari talna­dálknum eru hins vegar þær tekjur sem greiddar voru fram­leiðslu­þátt­unum í reynd.

Fyrir vinn­una voru greiddir 920 mrd. kr. í laun og tengd gjöld. Hluti fjár­magns, árgreiðslan, var 270 mrd. kr. á tíma­bil­inu en vegna gjafa­kvóta og lágra veiði­gjalda fengu eig­endur fjár­magns­ins ekki bara hlut þess heldur einnig mestan hluta rent­unn­ar. Eig­andi auð­lind­ar­inn­ar, þjóð­in, fékk greitt í sinn hlut ein­ungis það sem tókst að ná inn með veiði­gjöld­um, sam­tals 75 mrd. kr. á þessum ell­efu árum. Það er um 14,5% af auð­lind­arentu á þeim tíma en 85,5% hennar runnu til fjár­magns­eig­end­anna.

Myndir 3 sýnir hlut­falls­lega skipt­ingu virð­is­aukans eftir fram­leiðslu­þáttum og mynd 4 skipt­ingu þess sem eig­endur fram­leiðslu­þátt­anna fengu í reynd í sinn hlut. 

Sam­an­tekt

Auð­lind­arentan er umfram­hagn­að­ur, afgangur virð­is­aukans eftir að vinna og fjár­magn hefur fengið eðli­lega umbun. Rentan er mjög háð ytri aðstæðum svo sem verði og gengi.

Til skipta á hag­hafa 2010 - 2020 voru 1.709 mrd. kr. Laun og tengd gjöld, 920 mrd. kr. voru 54% hluti vinnu í virð­is­auk­an­um. Hluti fjár­magns var 270 mrd. kr.,16%  virð­is­aukans, en tekjur eig­enda fjár­magns voru 714 mrd. kr., þ.e. 42% virð­is­aukans. Fram­lag auð­lind­ar, var 519 mrd. kr. eða 30% virð­is­aukans en greiðsla til eig­enda hennar var 75 mrd. kr. Það er um 4% virð­is­aukans.

6. Skattar í sjáv­ar­út­vegi

Þegar vakin er athygli á að lít­ill hluti auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­vegi skili sér til sam­fé­lags­ins er því oft svarað með því að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin greiði svo mikið af sköttum og gjöldum að ekki sé þörf á að bæta á það. Er það gert með tali um svo­kallað skatta­spor eða full­yrt er að skattar útgerðar séu mjög háir. Engin inn­stæða er fyrir þessum stað­hæf­ing­um. 

Skatta­spor

Hug­takið skatta­spor virð­ist, af Google og heima­síðum ráð­gjafa að dæma, vera fundið upp í PR skyni og selt fyr­ir­tækjum sem telja sig þurfa and­lits­upp­lyft­ingu. Engin sam­ræmd og hvað þá vit­ræn skil­grein­ing á hug­tak­inu finnst. Til­gangur með notkun skatta­spors er að láta líta svo út sem að fyr­ir­tæki sé burða­rás í sam­fé­lags­legri fjár­öflun og virð­ist það helst höfða til fyr­ir­tækja sem vita hið gagn­stæða en telja betra að veifa röngu tré en öngu.

Auglýsing
Í skatta­sporið er safnað saman öllum gjöldum sem unnt er að tengja við fyr­ir­tæki eða atvinnu­grein án til­lits til þess hvort þau snerta efna­hag þess eða hagn­að. Er þá auk tekju­skatt jafnan til­greind, þjón­ustu­gjöld, veiði­gjöld, trygg­inga­gjald, tekju­skattar starfs­manna og jafn­vel virð­is­auka­skatt­ur. Látið er í veðri vaka að skatta­sporið sýni þær tekjur hins opin­bera sem rekja megi til starf­semi fyr­ir­tækis eða atvinnu­grein­ar.

Stað­greiðsla af launum starfs­manna eru oft­ast stærsti hluti þess­ara mæl­inga og með því er látið líta út fyrir að hún sé bor­inn af launa­greið­and­an­um. Sama er að segja um trygg­ing­ar­gjald sem er í reynd borið af laun­þegum en ekki launa­greið­end­um. Skatta­spor atvinnu­greinar er eng­inn mæli­kvarði á fram­lag hennar til þjóð­ar­tekna eða hag almenn­ings af henni og jafn­vel þó litið yrði fram hjá merk­ing­ar­skorti hug­taks­ins styðja talna­legar nið­ur­stöður ekki stað­hæf­ingar um að sjáv­ar­út­vegur skili öðrum meira í þjóð­ar­búið eins og sjá má í pistl­inum Skatta­spor sjáv­ar­út­vegs á heima­síðu minni. Bolli Héð­ins­son hag­fræð­ingur sýnir fram á hald­leysi þessa hug­taks í grein í Kjarn­anum 4. 6. 2018, Lækkun veiði­leyfagjalds og skatta­spor útgerð­ar­innar.

Háir skattar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja

Sú stað­hæf­ing að opin­ber gjöld sjáv­ar­út­vegs séu há, jafn­vel 30 - 60% af hagn­aði í hon­um, er blekk­ing af sama toga og skatta­spor­ið. Ætla má að hún sé byggð á skýrslu Deloitte, (Afkoma sjávar­út­vegs­ins 2020), sem sýnir tölur um skatta, greidd trygg­inga­gjöld og veiði­gjöld útgerð­ar­fyr­ir­tækja. Talna­kunn­átta Deloitte forð­aði þeim að vísu frá því að reikna trygg­inga­gjald og veiði­gjöld sem hlut­fall af hagn­aði eins og gert hefur verið (Á Sprengisandi 26. júní sl.) Þau pró­sent fást með því að bæta við skatta útgerðar ýmsum gjöldum sem ekk­ert hafa með skatta að gera og deila í sam­töl­una með hagn­aði sem lækk­aður hefur verið með fjár­mála­færslum sem ekk­ert hafa með raun­veru­legan hagnað að gera og útkoman því mark­laus.

Trygg­inga­gjald er ekki skattur á fyr­ir­tæki heldur hluti af launa­kostn­aði þess og dregin frá tekju­skatt­stofni og skerða ekki hagnað þess. Fjár­hæð trygg­inga­gjalda ræðst fyrst og fremst af því hversu mann­afla­frek við­kom­andi starf­semin er. Í grein­ingu OECD o.fl. á skatta­málum er t.d. litið á trygg­inga­gjöld sem launa­greið­andi stendur skil á sem skatt á laun sem bor­inn er af laun­þeg­um. Það skiptir launa­greið­endur engu hvort launa­kostn­aður felst í beinum launum eða gjöldum tengdum þeim eins og trygg­inga­gjaldi. Veiði­gjöld eru ekki skattar heldur aðfanga­kostn­aður og eru dregin frá tekju­skatts­stofni. Það er út í hött að reikna trygg­inga­gjald og veiði­gjöld sem hlut­fall af hagn­aði og bera þau saman við tekju­skatt. Hvað væri skatt­hlut­fallið ef hagn­að­ur­inn er núll?

Skatt­byrði sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja

Í fræði­legri umfjöllun og töl­fræði­legri grein­ingu á rík­is­fjár­málum í flestum löndum og hjá alþjóða­stofn­unum er not­aður við­ur­kenndur mæli­kvarði á skatt­lagn­ingu. Hann er ein­fald­lega hlut­fallið milli þess skatts sem lagður er á tekjur og eftir atvikum eignir skatt­að­ila og þeirra tekna sem hann hafði. Sá skattur skerðir ráð­stöf­un­ar­tekjur við­kom­andi skatt­að­ila og færir hluta þeirra til hins opin­bera. Þessa skatt­byrði má reikna fyrir ein­stak­linga sem lög­að­ila, ein­stakar atvinnu­greinar eða efna­hags­lífið allt. Til þess að fá mynd af skatt­byrð­inni þarf tvennt, raun­veru­legar tekjur við­kom­andi og hvað er tekið af þeim með beinum skött­um.

Skattar geta mest orðið 20% af hagn­aði fyr­ir­tækj­anna en eru í reynd lægri vegna íviln­ana svo sem flýti­af­skrifta og ann­arra fjár­mála­færslna. Tekju­skattur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er af þessum ástæðum undir 20% af raun­veru­legum hagn­aði eins og sjá má í töflu 4. Í stað bjag­aðs tekju­skatt­stofns er hagn­aður í henni reikn­aður með því að láta árgreiðslu Hag­stof­unnar koma í stað vaxta og afskrifta hjá Deloitte. 

Í fyrsta fjár­hæða­dálki töfl­unnar er hagnað sjáv­ar­út­vegs reikn­aðan sem EBITDA (hagn­aður fyrir vexti, skatta og afskrift­ir) að frá­dregnum vöxtum af lánsfé vegna kaupa á rekstr­ar­eignum sem áætl­aðir eru 5 mrd. kr. á ári. Er það gert með hlið­sjón af skuldum skv. efna­hags­yf­ir­liti Hag­stofu Íslands (358 - 529 mrd. kr. 2016 - 2019), hlut­falli var­an­legra rekstr­ar­fjár­muna af heild­ar­eignum (um 30% á árunum 2016 til 2019) og vaxta­kjörum á lánum skv. reikn­ingum stór­út­gerða. 

Í öðrum dálki eru til­greindir reikn­aðir tekju­skattar skv. skýrslu Deloitte og í síð­asta dálki er skatt­hlut­fall­ið. Tekju­skattar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á þessum árum eru á bil­inu 11 - 24% af hagn­aði þeirra.

Frá­vik frá skatt­hlut­falli tekju­skatts­laga eru vegna bók­halds­legra fjár­mála­færslna m. a. geng­is­breyt­inga. Tölur þess­ar, þó ein­hverrar óná­kvæmni gæti, sýna að allt tal um háar skatt­greiðslur útgerðar eru stað­lausir staf­ir. Tekju­skattar sjáv­ar­út­vegs eru í reynd aðeins brot þess fjár­hags­lega stuðn­ings sem hann nýtur í nær gjald­frjálsum afnotum af fisk­veiði­auð­lind­inni.

Skattar af þátta­tekjum í sjáv­ar­út­vegi

Allir skattar eru bornir af ein­stak­ling­um. Fyr­ir­tæki eru ein­ungis milli­liðir í skatta­legu til­liti og  tekju­skattar þeirra eru skattar á eig­endur fyr­ir­tækj­anna. Hagn­aður fyr­ir­tækis er tekjur eig­anda þess hvort sem hann er greiddur út sem arður eða safn­ast upp í eigin fé fyr­ir­tæk­is­ins. Tekju­skattur á arð til ein­stak­linga var settur 22% með þeim rökum að búið væri að greiða 20% skatt af hagn­aði fyr­ir­tæk­is­ins og heild­ar­skatt­lagn­ing tekn­anna sé því 37,6% (20 + 0,8x22) eða svipuð og tekju­skattar á laun ein­stak­linga. Það hefur ekki gengið eft­ir. 

Arður greiddur ein­stak­lingum er aðeins lít­ill hluti af hagn­að­inum eins og komið hefur fram. Mestur hluti hagn­að­ar­ins rennur til eign­ar­halds­fé­laga eig­end­anna sem arður eða eigna­auki á hlutum þeirra. Þessum hluta hagn­aðar er komið undan skatt­lagn­ingu eða henni frestað í það óend­an­lega eins og lýst er í kafla 4. Skattur á tekjur eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fé­laga (á reyndar einnig við um margan annan atvinnu­rekst­ur) af rekstri þeirra er því langt frá því að vera nálægt þeim 37,6% sem að framan greinir og er reyndar langtum lægri en skattur laun­þega sem í grein­inni starfa.  

Auglýsing
Af þeim upp­lýs­ingum sem fram hafa komið má reikna út og áætla með við­un­andi nákvæmni skatta af greiddum þátta­tekjum í sjáv­ar­út­vegi, þ.e. skatta af launum starfs­manna, skatta af tekjum sem greiddar eru eig­endum fjár­magns og auð­lind­arent­unni. Þegar litið á sjáv­ar­út­veg í heild og skipt­ingu tekna á hag­hafa og skatt­greiðslur þeirra má álykta eft­ir­far­andi fyrir árin 2010 til 2020:

  • Virð­is­auki, að jafn­aði 155,3 mrd. kr. á ári, var greiddur fyrir vinnu og fjár­magn og auð­lind. Hluti launa og tengdra gjalda var að jafn­aði 83,6 mrd. kr. Í hluti fjár­magns komu 64,9 mrd. kr. og veiði­gjöldin voru að jafn­aði 6,8 mrd. kr.
  • Skatt­skyld laun starfs­manna eru um 83% af launa­kostn­aði og miðað við 30% skatt­hlut­fall hafa tekju­skattar laun­þegar því verið um 25% af launa­kostn­að­in­um. Við bæt­ast um 6,5% trygg­inga­gjald eða sam­tals um 31,5%. Skattar af launum hafi því verið um 26,3 mrd. kr.
  • Við áætlun skatta af eig­endum fjár­magns þarf að leggja saman tekju­skatta fyr­ir­tækja, fjár­magns­skatt af arði sem greiddur var ein­stak­lingum og tekju­skatt af vöxtum sem greiddir voru lán­veit­end­um.
  • Skv. Deloitte voru tekju­skattar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja að jafn­aði 8 millj­arðar á árunum 2016 til 2020. Sé miðað við sama með­al­tal allt frá 2010 hafa tekju­skattar þeirra að jafn­aði verið um 12,5% af raun­veru­legum hagn­aði sjáv­ar­út­vegs á tíma­bil­in­u. 
  • Skv. Deloitte var greiddur arður 2016 til 2020 um 14 mrd. kr. að jafn­aði, um 22% af raun­veru­legum hagn­aði. Sé miðað við það fyrir allt tíma­bilið og að fimmt­ungur arðs­ins, 2,8 mrd kr., hafi verið greiddur ein­stak­lingum og borið 22% fjár­magnstekju­skatt hefur skatt­ur­inn verið um 0,6 mrd. kr. að jafn­aði á ári. 
  • Af tölum Hag­stof­unnar má ráða að vaxta­greiðslur sjáv­ar­út­vegs­fé­laga hafi verið nálægt 10 mrd. kr. á ári að jafn­aði. Sá hluti vaxta sem greiddar eru erlendum lán­veit­endum bera engan eða lít­inn skatt hér á landi. Miðað við að helm­ingur vaxta­greiðsln­anna, um 5 mrd. kr. séu tekjur inn­lendra lána­stofn­ana gæti skattur af þeim verið um 1 mrd. kr. 
  • Sam­tals hafa tekju­skattar sem rekja má til tekna af fjár­magni í sjáv­ar­út­vegi því verið 9,6 mrd. kr. eða 14,8% af raun­veru­legum hagn­aði þeirra.

Skattar í sjáv­ar­út­vegi, sam­an­dregnar nið­ur­stöður

Stað­hæf­ingar um djúp skatta­spor og háar skatt­greiðslur sjáv­ar­út­vegs eru blekk­ing­ar. 

Tafla 5 sýnir áætlað árlegt með­al­tal tekna og skatta í sjáv­ar­út­vegi á árunum 2010 - 2020: 

Rétt­læt­ing á arðráni af auð­lind þjóð­ar­innar með stað­hæf­ingum um háar skatt­greiðslur útgerð­ar­innar er aðeins til­raun til að verja vondan mál­stað með sýnd­ar­rök­um.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar