Fölsuð kynningarherferð

Magnús Hrafn Magnússon, lögmaður sem sérhæfir sig í hugverkarétti, skrifar um nýstárlega kynningarherferð rapparanna Drake og 21 Savage sem felur í sér djúpfölsun á viðtali í Vogue.

Auglýsing

Það fær­ist í auk­ana að eig­endum vöru­merkja og hug­verka sé vilj­andi ögrað sem hluti af mark­aðs­setn­ingu. Nefna má nýlegt dæmi um sölu á pörum af Nike skóm með dropum af manna­blóði í loft­púða í hæl, sem hluti af kynn­ing­ar­efni tón­list­ar­manns­ins Lil Nas X sem ég hef áður fjallað um á þessum vett­vangi.

Tón­list­ar­menn­irnir Drake og 21 Savage gáfu nýverið út plötu sem ber nafnið Her Loss. Platan kom út 4. nóv­em­ber síð­ast­lið­in. Mark­aðs­her­ferð tón­list­ar­mann­anna vegna plöt­unnar var nýstár­leg. Þeir fóru þá leið að setja á svið kynn­ing­ar­efni og við­töl hjá þekktum miðlum sem aldrei fóru í raun fram.

Þannig settu þeir á svið við­tal í The Howard Stern Show, þeir birtu mynd­band sem gaf til kynna að þeir hefðu flutt lag í Sat­ur­day Night Live og þeir létu sem þeir hefðu komið fram í Tiny Desk tón­leika­seríu NRP stöðv­ar­inn­ar. Allt var þetta afar vel útfært og auð­velt að trúa því að um raun­veru­legar fram­komur lista­mann­anna á þessum vett­vangi væri að ræða. Raun­veru­legt kynn­ing­ar­efni.

Auglýsing

Við­brögð miðl­anna voru almennt jákvæð. Þannig lýsti Howard Stern því yfir að hann hefði átt að taka þetta við­tal og NPR bauð þeim félögum að halda „raun­veru­lega“ Tiny Desk tón­leika.

Eitt gerðu þeir þó sem féll ekki í jafn góðan jarð­veg. Þeir und­ir­bjuggu og birtu til­búna for­síðu af hinu þekkta tíma­riti Vogue og birtu á sam­fé­lags­miðlum sem nóv­em­ber tölu­blað. Þá var ein­tökum af blað­inu í heild sinni var dreift á götum New York. Á Instagram birtu þeir sam­eig­in­lega færslu þar sem þeir merktu Vogue tíma­ritið og þökk­uðu heims­frægum rit­stjóra þess, Önnu Win­to­ur, fyrir stuðn­ing­inn:

Condé Nast, eig­andi Vogue, brást við með því að höfða taf­ar­laust mál gegn þeim félög­um. Í máls­höfð­un­inni er meðal ann­ars byggt á broti á vöru­merkja­rétti, órétt­mætum við­skipta­hátt­um, vill­andi aug­lýs­ingum og broti á höf­unda­rétti. Sjá má fyrir sér að unnt væri að halda fram sam­bæri­legum rök­semdum að íslenskum rétti með álit­legum árangri.

Dóm­stóll í New York féllst á tíma­bundið lög­bann vegna notk­unar þeirra á hug­verka­rétt­indum í eigu Condé Nast á meðan málið fær efn­is­með­ferð. Allt efni tengt Vogue hefur verið tekið úr umferð.

Mark­aðs­efni lista­manna af þess­ari stærð­argráðu er úthugsað og þeir hafa aðgang að fær­ustu ráð­gjöfum heims. Gera má ráð fyrir að sú ákvörðun að útbúa „deep fake“ kynn­ing­ar­her­ferð af þessu tagi með við­tölum sem aldrei fóru fram vel und­ir­búin frá öllum hlið­um. Það er óhugs­andi að ráð­gjafar þess­ara lista­manna hafi ekki séð fyrir sér við­spyrnu og laga­legar aðgerð­ir. Máls­höfðun Condé Nast hefur enda fengið gríð­ar­lega athygli og fréttaum­fjöllun um málið verið mun víð­tæk­ari og meira áber­andi en ann­ars hefði ver­ið.

Lík­ast til gera áætl­anir mark­aðs- og lög­fræði­ráð­gjafa þeirra félaga ráð fyrir að unnt verði að ná sam­komu­lagi við Condé Nast utan réttar eins og var á end­anum gert vegna máls­höfð­unar Nike í kjöl­far blóð­dropa í loft­púðum skópara satans sem nefndir voru hér í upp­hafi. Bóta­greiðslur undir slíkum kring­um­stæðum eru að jafn­aði trún­að­ar­mál. Það virð­ist því sem hugs­an­legar bætur sam­kvæmt sam­komu­lagi vegna brota á hug­verka­rétt­indum séu orðnar hluti af áætl­unum og jafn­vel ásætt­an­legur her­kostn­aður hjá þeim sem veita marðk­aðs­ráð­gjöf í Banda­ríkj­unum nú um stund­ir. Athyglin sem fáist með því vegi upp á móti kostn­aði.

Slík nið­ur­staða er þó háð því að eig­endur hug­verk­ana sem rótað er í með þessum hætti séu reiðu­búnir að semja. Bótakrafa Condé Nast í því máli sem nú hefur verið höfðað og bíður með­ferðar er fjórar millj­ónir doll­ara eða allur hagn­aður plöt­unn­ar, hvort sem reyn­ist hærra!

Höf­undur er lög­­­maður sem sér­­hæfir sig m.a. í hug­verka­rétti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar