Fórnir fyrir komandi kynslóðir

Auglýsing

Eitt af því sem kalla mætti galla á því lýð­ræð­is­fyr­ir­komu­lagi sem við höfum komið okkur upp er inn­byggð skamm­sýni. Stjórn­mála­menn sækja sér umboð frá kjós­endum til fjög­urra ára í senn en það er ekki nóg til þess að gera var­an­legar og vel ígrund­aðar breyt­ing­ar. Mario Drag­hi, for­seti banka­ráðs Seðla­banka Evr­ópu, er stundum kall­aður mik­il­væg­asti stjórn­mála­­maður Evr­ópu í erlendum fjöl­miðlum af þess­ari ástæðu. Stjórn­mála­menn hafa komið og horfið jafn­harðan í Evr­ópu á und­an­förnum árum, ekki síst í Suð­ur­-­Evr­ópu, án þess að stærstu vanda­málin hafi verið leyst.

Af þessum ástæðum hafa spjótin beinst að Seðla­­bank­anum og ýmsum alþjóða­stofn­un­um; þar eru lín­urnar lagðar í stórum málum oft á tíð­um. Hér á landi er stundum rætt um að þjóðir Evr­ópu séu að fram­selja full­veldi til alþjóða­stofn­ana eins og Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B), með þátt­töku í alþjóða­sam­starf­inu í gegnum form­lega aðild að ESB. Vand­inn mun fremur vera póli­tískt óþol kjós­enda í erf­iðum aðstæð­um. Það gefst ein­fald­lega ekki tími til þess að búa til lang­tíma­sýn út úr vand­ræð­um.

almennt_08_05_2014

Auglýsing

Lang­tíma­sýnin getur orðið til



Við­skipta­ráð var gagn­rýnt mikið í kjöl­far hruns­ins fyrir við­hlæj­enda­hlut­verkið sem ráðið var í gagn­vart því jafn­væg­is­­leysi sem ein­kenndi íslenska fjár­mála­kerfið og hag­kerfið í heild. Þetta var rétt­mæt gagn­rýni. Ólíkt mörgum öðrum sam­tökum – svo ekki sé talað um stjórn­mála­menn – baðst ráðið afsök­unar á ofmati sínu á eigin ágæti með form­legum hætti. Þetta var virð­ing­ar­vert og til fyr­ir­mynd­ar. Síðan hefur ráðið leitt mik­il­væga sér­fræði­vinnu, með hjálp ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins McK­ins­ey. Form­legum sam­ráðs­vett­vangi stjórn­mála­manna, fræði­manna, atvinnu­rek­enda, verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og sér­fræð­inga úr atvinnu­líf­inu var komið á og ítar­leg vinna sett af stað. Mark­mið þess­arar vinnu má setja fram sem vopn gegn inn­byggðum galla lýð­ræð­is­kerf­is­ins; það er að marka lang­tíma­sýn til að tryggja betri lífs­kjör sem er hafin upp fyrir póli­tískt þras, skamm­tíma­mið­aða vinnu. Þessi sýn getur orðið til ef stjórn­mála­menn láta kné fylgja kviði og beygja sig undir þessa mik­il­vægu aðferða­fræði.

Eins og banka­bónus­arnir



Í eðli sínu er hið sið­ferði­lega vanda­mál skamm­tíma­sýn­innar á vett­vangi stjórn­mál­anna svipað inn­byggðum galla við bón­us­greiðslu­kerfi í banka­geir­an­um. Í mörgum fjár­mála­­fyr­ir­tækjum hafa bónus­kerfi verið byggð upp í sam­hengi við stærð samn­inga, rekstr­ar­af­komu í sam­tím­an­um, fremur en að horfa til þess end­ur­heimta á löngum tíma. Þarna verður til hvati sem sér­fræð­ingar hafa sumir hverjir full­yrt að sé rótin að röngum og of áhættu­sæknum ákvörð­un­um, hvorki meira né minna. Þar á meðal er einn virt­asti hag­fræð­ingur heims og fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ingur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, Simon John­son. Banka­menn þurfa að klára rök­ræð­una um þessi mál og vera opnir fyrir því að hugs­an­lega sé núver­andi fyr­ir­komu­lag á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum með inn­byggðan veik­leika; skamm­tíma­sýn í stað lang­tíma­sýn­ar.

Póli­tík og sér­fræði­þekk­ing



Ís­land stendur enn frammi fyrir miklum vand­ræðum eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins og gjald­mið­ils­ins. Skamm­tíma­lækn­ingar duga ekki til þess að leysa málin og engin auð­veld lausn er til, sökum hárra opin­berra skulda, fjár­magns­hafta og skuld­bind­inga í erlendum gjald­eyri. Aðeins lang­tíma­sýn getur leitt þjóð­ina út úr ógöng­unum og áfram í átt til betri lífs­kjara. Engar æfingar munu duga, engir galdr­ar. Þótt sjaldan sé á það minnst er til staðar tæki­færi til þess að leggj­ast yfir vanda­málin og setja kom­andi kyn­slóðir framar þeirri sem er með vanda­málin í hönd­un­um. Það er oft þung­bært fyrir stjórn­mála­­menn að gefa vin­sældir sínar eftir með lang­tíma­hags­muni þjóð­ar­innar í húfi. En nákvæm­lega þetta er staðan á Íslandi. Stjórn­mála­menn hafa komið og far­ið, vin­sældir ýmist vaxa hratt eða hrynja. Póli­tísk kreppa er við­var­andi á meðan ekki er gerð minnsta til­raun til þess að end­ur­skil­greina hið póli­tíska starf út frá lang­tíma­sýn, hags­munum kom­andi kyn­slóða.

Vett­vang­ur­inn er til staðar



Vett­vang­ur­inn sem skap­aður hefur ver­ið, eftir frum­kvæði Við­skipta­ráðs, er merki­leg til­raun til þess að upp­hefja stjórn­mála­­starfið úr skamm­sýn­inni yfir í lang­tíma­sýn­ina. Þetta starf fór af stað af miklum krafti en betur má ef duga skal. Úthaldið í vinn­unni ætti að vera drifið áfram af mik­il­vægi lang­tíma­sýn­ar­innar og þess þekkta veru­leika að góðir hlutir ger­ast hægt og bít­andi.

Tug­millj­arða pen­inga­gjafir úr skuldum vöfnum rík­is­sjóði, sem nú er verið að und­ir­búa með upp­setn­ingu vef­síðu og hug­bún­að­ar, er ágætt dæmi skamm­sýni stjórn­mála­manna og hvaða áhrif hún getur haft á vin­sæld­ir. Lýð­ur­inn bíður spenntur eftir pen­inga­gjöf­un­um, en kom­andi kyn­slóðir vita ekki af því að pen­ing­arnir hefðu getað farið í að bæta hag þeirra.

Pén­ingar



Í þessum aðstæð­um, sem allir lands­menn eru að glíma við, er hollt að horfa til boð­skapar þeirra sem hafa skrá­sett þær miklu fórnir sem kyn­slóðir Íslend­inga hafa fært svo að sú sem nú lifir búi við aukin tæki­færi. Snill­ing­ur­inn Hall­dór Lax­ness er lík­lega sá Íslend­ingur sem hefur skrá­sett þessar fórnir með magn­aðri hætti en nokkur ann­ar. Þar er á öllu tek­ið; pén­ing­un­um, valdi, stétta­bar­áttu og mann­legum breysk­leika ekki síst. Dýpsti boð­skap­ur­inn, gegnum gang­andi í öllum hans verk­um, er best lýst sem sífelldri bar­áttu á milli þröng­sýni og víð­sýni. Í hinu fyrra er mað­ur­inn eins og veð­hlaupa­hross, rör­sýnin blindar honum sýn. Víð­sýnin er hins vegar eig­in­legt leið­ar­ljós í lífs­ins gangi. Hún er enn fremur for­senda þess að geta mótað lang­tíma­sýn­ina, kom­andi kyn­slóðum til heilla.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None