Auglýsing

Það hefur verið for­vitni­leg, erfið og góð reynsla að stofna til rekstrar alveg frá grunni, úr engu í eitt­hvað. Áskor­unin sem heldur öllum á tánum er sú að halda jafn­vægi milli gjalda og tekna. Það er hið sam­eig­in­lega verk­efni allra sem að rekstr­inum standa. Fá meira í kass­ann heldur en fer úr hon­um, að með­al­tali, og reyna svo að bregð­ast við hratt í þau skipti sem það gengur ekki. Það þarf að færa fórnir sem geta verið nokkuð erf­iðar og reynt á.

Mín rekstr­ar­reynsla hefur fram að þessu verið bundin við rekstur heim­il­is­ins. Hann er krefj­andi og um margt flók­inn og erf­ið­ur. Óvissu­þættir í heim­il­is­rekstri eru oft mun fleiri en í rekstri hjá fyr­ir­tækjum sem eru með stóra efna­hags­reikn­inga. Óvænt við­hald, veik­indi, bil­aður bíll, verð­bólgu­skot, hækkun stjórn­mála­manna á opin­berum gjöldum og skött­um. Allt getur þetta kallað á tíma­bundið ójafn­vægi í heim­il­is­rekstr­inum og í versta falli þarf að grípa til sárs­auka­fullra aðgerða strax. Þessi óvissu­at­riði vega líka oft hlut­falls­lega þungt miðað við velt­una, sem gerir ákvarð­ana­töku oft snúna og við­kvæma.

Þessi reynsla er góð og nyt­sam­leg þegar kemur að fyr­ir­tækja­rekstri. Í grunn­inn snýst þetta um það að búa til jafn­vægi milli útgjalda og tekna, og bregð­ast við ef það raskast. Best er að skulda aldrei neitt og reyna að haga málum þannig en það er ekki á allt kos­ið.

Skattur ofan á launa­kostnað



Eitt atriði hefur setið fastar í huga mér en önnur þegar að þessu fyrsta starfs­ári Kjarn­ans kem­ur.

Það er trygg­inga­gjaldið svo­nefnda. Stjórn­mála­menn hafa valið að leggja það flatt ofan á allan launa­kostn­að, óháð stærð og umfangs rekstr­ar. Þetta, það er að huga ekki sér­stak­lega að litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, finnst mér vera rangt hjá stjórn­mála­mönn­unum og ég hef grun­semdir um að þessi skattur eyði störfum og dragi úr tekjum rík­is­sjóðs þegar allt er talið, einkum þegar kemur að nýsköp­un­ar­starfi.

Á stað­greiðslu­ár­inu 2014 er trygg­inga­gjalds­hlut­fallið sam­tals 7,59% ofan á laun, sam­kvæmt vef­síðu rík­is­skatt­stjóra. Þar af er trygg­inga­gjaldið sjálft 6,04%, atvinnu­trygg­inga­gjald 1,45%, og síðan bæt­ast við gjald í ábyrgða­sjóð launa (0,05%) og mark­aðs­gjald (0,05%).

Auglýsing

Launa­kostn­aður vegur þyngst hjá litlum fyr­ir­tækjum og er hlut­falls­lega erf­ið­asti þátt­ur­inn þegar kemur að því að hag­ræða. Tæp­lega átta pró­senta skattur ofan á launa­kostn­að, hjá fyr­ir­tæki með undir 100 millj­ónir í árlegar tekj­ur, er víð­áttu­vit­laus hug­mynd í flestum til­vik­um. Svo ég tali nú ekki um að leggja gjaldið ofan á laun hjá fyr­ir­tækjum sem eru jafn­vel ekki með neinar tekj­ur, eins og algengt er með frum­kvöðla­fyr­ir­tæki og upp­finn­inga­starf­semi ýmiss konar sem gengur fyrir áhættu- og rann­sókn­ar­fé.

Skatt­ur­inn verður í þeim til­fellum fyrst og síð­ast að hindrun við að ná í fjár­magn, þar sem óhjá­kvæmi­legt er að fjár­festar sem koma að rekstr­inum þurfa að líta svo á að þeir eigi að greiða þennan him­in­háa skatt og taka hann beint inn í áhætt­una sem fylgir því að snúa upp­finn­ingum eða góðum hug­myndum í stöndugan og góðan rekst­ur. Átta pró­senta álag ofan á launin er slatti til við­bótar við annað sem metið er í inn í ávöxt­un­ar­mögu­leik­ana. Kostn­að­ur­inn við hvern starfs­mann með um 500 þús­und krónur í laun fer nálægt 600 þús­und­um, svo dæmi sé tek­ið.

Skiptir flesta máli



Þetta eru engin jað­ar­mál fyrir atvinnu­líf­ið. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa kynnt á opnum fundum sín­um, og fleiri raun­ar, vinna 70 pró­sent Íslend­inga hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um. Þessi him­in­hái skattur á lítil fyr­ir­tæki er ein stærsta hindr­unin í veg­inum fyrir hröðum vexti þeirra. Með því að sér­sníða þetta gjald að hags­munum litlu fyr­ir­tækj­anna og frum­kvöðla, til dæmis með því að lækka gjaldið í tvö pró­sent fyrir öll fyr­ir­tæki með minna en 100 millj­ónir í árlegar tekjur eða sem upp­fylla skil­yrði sem nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­fyr­ir­tæki, aukast lík­urnar á því að fjár­magnið nýt­ist til vaxt­ar. Á þessu stigi í líf­tíma fyr­ir­tækja er þetta oft á tíðum spurn­ing um líf eða dauða. Trygg­inga­gjaldið er vissu­lega mik­il­vægur tekju­stofn fyrir rík­is­sjóð en þetta er spurn­ing um hvort lækkun gjalds­ins á mesta áhættu­tíma í rekstri fyr­ir­tækja, það er alveg í blá­­byrj­un­inni, geti hugs­an­lega leitt til fjölg­unar starfa og þar með á end­anum meiri tekna fyrir rík­is­sjóð og sam­fé­lag­ið. Ég trúi því að svo geti ver­ið.

Stjórn­mála­menn­irnir vita ekki best hvernig á að fara með pen­inga og hafa margir hverjir ekki hunds­vit á því hvernig það er að reka einka­fyr­ir­tæki úti í bæ. Þeir hafa í raun engar for­sendur til þess að meta það almenni­lega og verða því að leggja við hlustir þegar ábend­ingar ber­ast. Í mínum huga þurfa þeir að kafa meira ofan í skatt­kerfið og velta því fyrir sér hvort skatt­arnir sem þeir leggja á rekstur sé stundum bara til skaða. Dragi úr tekjum rík­is­sjóðs og drepi jafn­vel frum­kvöðla­starf­semi í fæð­ingu.

Það blasir við að þetta gengur ekki



Því miður blasir það við að tæp­lega átta pró­senta skattur ofan á launa­kostnað lít­illa fyr­ir­tækja getur hindrað mögu­leika á því að ná í fjár­magn, eykur áhættu fjár­festa umtals­vert og dregur auk þess úr mögu­leik­anum á hröðum innri vexti, eins og oft er mik­il­vægt á fyrstu stigum fyr­ir­tækja.

Þessi létt­væga reynsla mín, ann­ars vegar af rekstri heim­ilis og hins vegar sem þátt­tak­andi í því að stofna fyr­ir­tækið sem gefur út Kjarn­ann, segir mér að oft geti verið erfitt að eiga við hindr­anir sem eru föst for­senda sem ekk­ert er hægt að gera í annað en að borga. Þannig er það með átta pró­senta skatt ofan á laun í umsvifa­litlum rekstri. Hann einn og sér getur ráðið úrslitum um hvort það tak­ist að ná jafn­vægi milli útgjalda og tekna.

Því miður er ég ekki von­góður um að stjórn­mála­menn­irnir muni beita sér fyrir því að auka umsvif frum­kvöðla og lít­illa fyr­ir­tækja með skyn­sömum aðgerðum eins og lækkun trygg­inga­gjalds hjá þeim. En von­andi eykst áhugi þeirra á því að athuga hvort það geti verið að gjöldin sem þeir lög­festa á hverju ári geri ekk­ert gagn fyrir rík­is­sjóð, heldur þvert á móti. Ef sú athugun leiðir það í ljós að meiri líkur séu á því að hið full­komna jafn­vægi milli gjalda og tekna náist ef gerðar eru breyt­ing­ar, þá verður þeim von­andi hrint í fram­kvæmd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None