Auglýsing

Það hefur verið for­vitni­leg, erfið og góð reynsla að stofna til rekstrar alveg frá grunni, úr engu í eitt­hvað. Áskor­unin sem heldur öllum á tánum er sú að halda jafn­vægi milli gjalda og tekna. Það er hið sam­eig­in­lega verk­efni allra sem að rekstr­inum standa. Fá meira í kass­ann heldur en fer úr hon­um, að með­al­tali, og reyna svo að bregð­ast við hratt í þau skipti sem það gengur ekki. Það þarf að færa fórnir sem geta verið nokkuð erf­iðar og reynt á.

Mín rekstr­ar­reynsla hefur fram að þessu verið bundin við rekstur heim­il­is­ins. Hann er krefj­andi og um margt flók­inn og erf­ið­ur. Óvissu­þættir í heim­il­is­rekstri eru oft mun fleiri en í rekstri hjá fyr­ir­tækjum sem eru með stóra efna­hags­reikn­inga. Óvænt við­hald, veik­indi, bil­aður bíll, verð­bólgu­skot, hækkun stjórn­mála­manna á opin­berum gjöldum og skött­um. Allt getur þetta kallað á tíma­bundið ójafn­vægi í heim­il­is­rekstr­inum og í versta falli þarf að grípa til sárs­auka­fullra aðgerða strax. Þessi óvissu­at­riði vega líka oft hlut­falls­lega þungt miðað við velt­una, sem gerir ákvarð­ana­töku oft snúna og við­kvæma.

Þessi reynsla er góð og nyt­sam­leg þegar kemur að fyr­ir­tækja­rekstri. Í grunn­inn snýst þetta um það að búa til jafn­vægi milli útgjalda og tekna, og bregð­ast við ef það raskast. Best er að skulda aldrei neitt og reyna að haga málum þannig en það er ekki á allt kos­ið.

Skattur ofan á launa­kostnaðEitt atriði hefur setið fastar í huga mér en önnur þegar að þessu fyrsta starfs­ári Kjarn­ans kem­ur.

Það er trygg­inga­gjaldið svo­nefnda. Stjórn­mála­menn hafa valið að leggja það flatt ofan á allan launa­kostn­að, óháð stærð og umfangs rekstr­ar. Þetta, það er að huga ekki sér­stak­lega að litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, finnst mér vera rangt hjá stjórn­mála­mönn­unum og ég hef grun­semdir um að þessi skattur eyði störfum og dragi úr tekjum rík­is­sjóðs þegar allt er talið, einkum þegar kemur að nýsköp­un­ar­starfi.

Á stað­greiðslu­ár­inu 2014 er trygg­inga­gjalds­hlut­fallið sam­tals 7,59% ofan á laun, sam­kvæmt vef­síðu rík­is­skatt­stjóra. Þar af er trygg­inga­gjaldið sjálft 6,04%, atvinnu­trygg­inga­gjald 1,45%, og síðan bæt­ast við gjald í ábyrgða­sjóð launa (0,05%) og mark­aðs­gjald (0,05%).

Auglýsing

Launa­kostn­aður vegur þyngst hjá litlum fyr­ir­tækjum og er hlut­falls­lega erf­ið­asti þátt­ur­inn þegar kemur að því að hag­ræða. Tæp­lega átta pró­senta skattur ofan á launa­kostn­að, hjá fyr­ir­tæki með undir 100 millj­ónir í árlegar tekj­ur, er víð­áttu­vit­laus hug­mynd í flestum til­vik­um. Svo ég tali nú ekki um að leggja gjaldið ofan á laun hjá fyr­ir­tækjum sem eru jafn­vel ekki með neinar tekj­ur, eins og algengt er með frum­kvöðla­fyr­ir­tæki og upp­finn­inga­starf­semi ýmiss konar sem gengur fyrir áhættu- og rann­sókn­ar­fé.

Skatt­ur­inn verður í þeim til­fellum fyrst og síð­ast að hindrun við að ná í fjár­magn, þar sem óhjá­kvæmi­legt er að fjár­festar sem koma að rekstr­inum þurfa að líta svo á að þeir eigi að greiða þennan him­in­háa skatt og taka hann beint inn í áhætt­una sem fylgir því að snúa upp­finn­ingum eða góðum hug­myndum í stöndugan og góðan rekst­ur. Átta pró­senta álag ofan á launin er slatti til við­bótar við annað sem metið er í inn í ávöxt­un­ar­mögu­leik­ana. Kostn­að­ur­inn við hvern starfs­mann með um 500 þús­und krónur í laun fer nálægt 600 þús­und­um, svo dæmi sé tek­ið.

Skiptir flesta máliÞetta eru engin jað­ar­mál fyrir atvinnu­líf­ið. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa kynnt á opnum fundum sín­um, og fleiri raun­ar, vinna 70 pró­sent Íslend­inga hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um. Þessi him­in­hái skattur á lítil fyr­ir­tæki er ein stærsta hindr­unin í veg­inum fyrir hröðum vexti þeirra. Með því að sér­sníða þetta gjald að hags­munum litlu fyr­ir­tækj­anna og frum­kvöðla, til dæmis með því að lækka gjaldið í tvö pró­sent fyrir öll fyr­ir­tæki með minna en 100 millj­ónir í árlegar tekjur eða sem upp­fylla skil­yrði sem nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­fyr­ir­tæki, aukast lík­urnar á því að fjár­magnið nýt­ist til vaxt­ar. Á þessu stigi í líf­tíma fyr­ir­tækja er þetta oft á tíðum spurn­ing um líf eða dauða. Trygg­inga­gjaldið er vissu­lega mik­il­vægur tekju­stofn fyrir rík­is­sjóð en þetta er spurn­ing um hvort lækkun gjalds­ins á mesta áhættu­tíma í rekstri fyr­ir­tækja, það er alveg í blá­­byrj­un­inni, geti hugs­an­lega leitt til fjölg­unar starfa og þar með á end­anum meiri tekna fyrir rík­is­sjóð og sam­fé­lag­ið. Ég trúi því að svo geti ver­ið.

Stjórn­mála­menn­irnir vita ekki best hvernig á að fara með pen­inga og hafa margir hverjir ekki hunds­vit á því hvernig það er að reka einka­fyr­ir­tæki úti í bæ. Þeir hafa í raun engar for­sendur til þess að meta það almenni­lega og verða því að leggja við hlustir þegar ábend­ingar ber­ast. Í mínum huga þurfa þeir að kafa meira ofan í skatt­kerfið og velta því fyrir sér hvort skatt­arnir sem þeir leggja á rekstur sé stundum bara til skaða. Dragi úr tekjum rík­is­sjóðs og drepi jafn­vel frum­kvöðla­starf­semi í fæð­ingu.

Það blasir við að þetta gengur ekkiÞví miður blasir það við að tæp­lega átta pró­senta skattur ofan á launa­kostnað lít­illa fyr­ir­tækja getur hindrað mögu­leika á því að ná í fjár­magn, eykur áhættu fjár­festa umtals­vert og dregur auk þess úr mögu­leik­anum á hröðum innri vexti, eins og oft er mik­il­vægt á fyrstu stigum fyr­ir­tækja.

Þessi létt­væga reynsla mín, ann­ars vegar af rekstri heim­ilis og hins vegar sem þátt­tak­andi í því að stofna fyr­ir­tækið sem gefur út Kjarn­ann, segir mér að oft geti verið erfitt að eiga við hindr­anir sem eru föst for­senda sem ekk­ert er hægt að gera í annað en að borga. Þannig er það með átta pró­senta skatt ofan á laun í umsvifa­litlum rekstri. Hann einn og sér getur ráðið úrslitum um hvort það tak­ist að ná jafn­vægi milli útgjalda og tekna.

Því miður er ég ekki von­góður um að stjórn­mála­menn­irnir muni beita sér fyrir því að auka umsvif frum­kvöðla og lít­illa fyr­ir­tækja með skyn­sömum aðgerðum eins og lækkun trygg­inga­gjalds hjá þeim. En von­andi eykst áhugi þeirra á því að athuga hvort það geti verið að gjöldin sem þeir lög­festa á hverju ári geri ekk­ert gagn fyrir rík­is­sjóð, heldur þvert á móti. Ef sú athugun leiðir það í ljós að meiri líkur séu á því að hið full­komna jafn­vægi milli gjalda og tekna náist ef gerðar eru breyt­ing­ar, þá verður þeim von­andi hrint í fram­kvæmd.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None