Gamla valdið upplifir máttleysi sitt

Auglýsing

Björn Bjarna­son, sem einu sinni var einn valda­mesti maður lands­ins, hefur verið að dunda sér við að reyna að draga úr trú­verð­ug­leika Kjarn­ans und­an­farna daga vegna skrifa okkar um þá nið­ur­stöðu Per­sónu­verndar að lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi brotið lög. Alls hefur Björn ritað fjórar færslur um okkur á einni viku.

Nið­ur­staða Per­sónu­verndar er reyndar alveg skýr. Í nið­ur­stöð­unni segir að emb­ætt­is­færslan hafi brotið í bága við lög. Og það er nið­ur­staða allra fjöl­miðla sem lesið hafa úrskurð­inn utan Morg­un­blaðs­ins að lög hafi verið brot­in. Allra.

Það sem tek­ist hefur verið á um eftir að nið­ur­staðan var birt er hvort það sé í lagi að lög­reglu­stjóri brjóti lög eða ekki. Birni finnst það ekki skipta máli. Gott og vel.

Auglýsing

Fjall­aðu um það sem ég vil að þú fjallir um!



Þeir sem hafa lesið það sem Björn Bjarna­son skrifar í gegnum tíð­ina vita að hann er ekki mikið fyrir að rök­styðja mál sitt með dæmum heldur notar mun frekar lýs­ing­ar­orð eins og „sér­kenni­legt“ og „und­ar­legt“ og stað­hæf­ingar á borð við „við blasir“ og „það dettur engum í hug að...“ Björn vill mun fremur að fjöl­miðlar fjalli um rann­sókn leka­máls­ins, sem honum finnst óeðli­leg, en um efn­is­at­riði þess máls. Látum þetta allt liggja milli hluta, enda Björn, fyrrum ráð­herra, algjör­lega frjáls að sínum skoð­unum og álykt­un­um.

Hann, líkt og margir sam­ferð­ar­menn hans í líf­inu, fellur hins vegar í þann pytt að bera bein­leiðis ósann­indi á borð þegar hann hjólar í nafn­greinda menn til að vega að trú­verð­ug­leika þeirra. Þessi hópur manna heldur enda að eng­inn geri neitt nema það sé í þágu ein­hverra ann­ar­legra sér­hags­muna.

Hann, líkt og margir sam­ferð­ar­menn hans í líf­inu, fellur hins vegar í þann pytt að bera bein­leiðis ósann­indi á borð þegar hann hjólar í nafn­greinda menn til að vega að trú­verð­ug­leika þeirra. Þessi hópur manna heldur enda að eng­inn geri neitt nema það sé í þágu ein­hverra ann­ar­legra sér­hags­muna. Um dag­inn del­er­aði háskóla­pró­fess­or, vinur Björns, um að við værum að ganga erinda erlenda kröfu­hafa, án þess að geta sýnt fram á það, enda er það ósatt.

Gam­al­gróin tengsl sem eru ekki raun­veru­leg



Björn hefur oft dottið í þennan gír. Og nú vill hann skýra allar fréttir Kjarn­ans um mál lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og það að við höfum skúbbað skýrslu Per­sónu­verndar í mál­inu, með því að þetta megi allt rekja til gam­al­gró­inna tengsla minna við Þórð Sveins­son, lög­fræð­ings hjá Per­sónu­vernd.

Tvennt í þessu. Í fyrsta lagi er mjög skrýtið fyrir blaða­menn að vera gagn­rýndir fyrir að skúbba. Það er bein­línis í starfs­lýs­ing­unni að reyna að vera fyrstur með frétt­irn­ar. Í öðru lagi þekki ég Þórð Sveins­son ekk­ert. Núll. Ég held að ég hafi aldrei hitt hann og kannski talað við hann tví­vegis í síma fyrir ein­hverjum sjö eða átta árum í tengslum við frétta­skrif. „Gam­al­gróin tengsl“ mín við hann eru því eng­in.

Staðið í lappir gagn­vart vald­inu



Björn byggir þessa aðdróttun sína á Face­book-­færslu manns sem blogg­aði oft um mig þegar ég skrif­aði fréttir af rann­sókn Per­sónu­verndar á söfnun Alcan í Straums­vík á per­sónu­grein­an­legum upp­lýs­ingum um íbúa Hafn­ar­fjarðar í aðdrag­anda kosn­inga um stækkun þess álvers. Þeim manni var mjög umhugað um að ég og þessi Þórður værum í ein­hverjum tengsl­um. Þau tengsl voru hins veg­ar ein­ungis til í huga hans.

Vert er að rifja upp að nið­ur­staða Per­sónu­verndar í því máli var sú að Alcan hefði brotið lög við söfnun per­sónu­upp­lýs­ing­anna. Allar fréttir voru því réttar og sann­ar.

­Leka­málið sýndi að fjöl­miðlar lands­ins geta staðið af sér vald­níð. Þeir bug­ast ekki undan oki gam­alla valdatrölla sem vilja fá að mála veru­leika allra í sínum lit­um, og halda alltaf ein á penslinum.

Leka­málið sýndi að fjöl­miðlar lands­ins geta staðið af sér vald­níð. Þeir bug­ast ekki undan oki gam­alla valdatrölla sem vilja fá að mála veru­leika allra í sínum lit­um, og halda alltaf ein á pensl­in­um. Það er nán­ast eng­inn fjöl­mið­ill und­an­skil­inn í þessu. DV, 365-miðl­arn­ir, RÚV, mbl.is, Kjarn­inn, Pressu­miðl­arn­ir, Reykja­vík Viku­blað o.s.frv. Þeir stóðu í lapp­irnar þegar valdið sagði þeim að hætta að fjalla um mál­in. Og nið­ur­staðan er dómur yfir aðstoð­ar­manni fyrir leka og afsögn ráð­herra fyrir vald­níðslu.

Kjarn­inn, líkt og flestir aðrir fjöl­miðl­ar, er ein­ungis að segja fréttir af máli sem skiptir sam­fé­lagið miklu. Traust á lög­regl­unni er gríð­ar­lega mik­il­vægt.

Gömlu með­ölin eru lyf­leysa



Þessar fréttir eru ekki sagðir vegna þess að fram­kvæmda­stjór­inn okkar á pabba í lögg­unni, eða vegna þess þess að afi minn heit­inn hafi verið lög­ga, eða vegna þess að ein­hver sem vinnur hjá okkur átti kær­ustu sem átti pabba sem var lögga fyrir ára­tug síð­an. Þær eru ekki sagðar vegna þess að Þórður Sveins­son, maður sem vinnur hjá eft­ir­lits­stofnun og ég þekki ekk­ert, sé að nýta sér „gam­al­gróin tengsl“. Hvaða hag ætti Per­són­un­vernd enda að hafa af því að nið­ur­staða hennar leki áður en stofn­unin vill birta hana?

Það virð­ist hins vegar vera að gömlum valda­kreðsum sé mjög umhugað um að skýra frétta­flutn­ing með öðru en sann­leik­an­um. Þær nota gömlu með­ölin sín til að koma því á fram­færi. Og það er dásam­legt að þau eru hætt að virka. Þegar fólk áttar sig á því að þau eru lyf­leysa hverfa áhrifin sam­stund­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None