Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Stefna Við­reisnar er þokka­lega vel unn­in, en í henni eru atriði sem valda ákveðnum áhyggj­um.

Fyrsta atriði stefn­unnar er lofts­lags­mál. Meg­in­mark­mið er að upp­fylla Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið, sem getur tæp­lega talist metn­að­ar­fullt, við eigum jú að standa við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar. Mikið er gert úr aðgerða­á­ætlun sem skuli lögð fram til fimm ára sem þings­á­lykt­un­ar­til­laga. Með skýrum mark­mið­um. Talað er um 7,6% árlegan sam­drátt í losun sem ætti að leiða til 55% sam­dráttar á 10 árum.

Við­reisn vill nota hag­ræna hvata til að hvetja til orku­skipta. Nefnt er sér­stak­lega kolefn­is­gjald og að það skuli vera tekju­hlut­laust, það er að á móti þeim tekjum sem af því fást verði aðrir skattar og gjöld lækk­uð. Sem er mjög af hinu góða.

Auglýsing

Talað er um að tryggja nægt fram­boð af end­ur­nýj­an­legri orku til þess að orku­skipti geti farið fram. Það er í sjálfu sér aug­ljóst, en hvernig verður það gert? Með meiri virkj­un­um, með orku­sparn­aði á öðrum sviðum eða með því að segja upp ein­hverjum núver­andi orku­sölu­samn­ing­um. Allt eru þetta færar leið­ir, mis­góð­ar, en hvað hefur flokk­ur­inn í huga?

Að banna nýskrán­ingar bensín og dísil­bíla árið 2025 virkar mjög metn­að­ar­fullt. En gæti leitt til þess að árið 2024 verði stórt ár í inn­flutn­ingi slíkra bíla. Það er nefni­lega ekki gef­ið, þó svo að það von­andi ræt­ist, að komin verði fram not­hæf tækni sem hentar stærri bílum svo sem vöru­bílum og rút­um.

Eitt atriðið er að setja sjálf­stæð mark­mið fyrir losun sem fellur undir beina ábyrgð stjórn­valda, það sem fellur undir við­skipta­kerfi ESB og land­notk­un. Mark­miðin eru góð og gild, en þarna vantar að huga að leiðum til að ná þeim.

Hringrás­ar­hag­kerfið fær sína umfjöllun og ljóst mark­mið að gera sorp að nýti­legu hrá­efni. Ákaf­lega gott mark­mið, en enn sem fyrr vantar að gera grein fyrir ein­hverjum leiðum að mark­inu. Eins og til dæmis að sam­ræma sorp­flokkun milli sveit­ar­fé­laga. Bann við urðun líf­ræns úrgangs er ein­göngu mögu­legt ef tekst að end­ur­nýta úrgang­inn. Það er þess vegna hæpið að benda á bann sem fyrsta val­kost. Umfjöll­unin er mjög á því stigi að tala um hug­tök en ekki lausn­ir.

Talað er um að með rekj­an­legu kolefn­is­spori geti neyt­endur tekið upp­lýstar ákvarð­an­ir. En ekk­ert um það að slíkum upp­lýs­ingum sé komið á fram­færi við neyt­end­ur. Í fram­haldi af því er talað um að þeir sem menga skuli greiða gjald í sam­ræmi við það. Ekki er alveg ljóst hvert sam­hengið er, en það er vara­samt að blanda saman kolefn­is­spori vöru og losun vegna ein­hverrar starf­semi. Kolefn­is­spor vöru er rakið til fjölda fram­leið­enda og yfir landa­mæri ef því er að skipta. Sem er mun víð­tækara en losun frá ein­stöku fram­leiðslu­ferli. Ef meng­un­ar­gjald er grundað á kolefn­is­spori er hætt við að sama ferlið sé skatt­lagt oft.

Mikið er lagt upp úr sjálf­bærni. Sem er jákvætt en þar er líka dálítið mikið rótað í hug­tökum án þess að skil­greindar séu leiðir að mark­miði.

Eitt atriði er til mik­illar fyr­ir­mynd­ar. Að aðgangur að sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar sé tíma­bund­inn og afgjald verði ákveðið af mark­aði þar sem því verður við kom­ið. Þá kemur að því hvort Við­reisn styðji ákvæði í stjórn­ar­skrá um sam­eign þjóð­ar­innar á auð­lind­um.

Ramma­á­ætlun fær sína umfjöllun og er flokk­ur­inn fylgj­andi áfram­hald­andi notkun á þeirri hug­mynda­fræði. Og að raf­orku­fyr­ir­tækjum verði gert að full­nýta sína fram­leiðslu­getu áður en ný virkj­ana­leyfi verði gef­in. Það er mjög hæpið því að bygg­ing virkj­unar getur tekið ein­hver ár.

Vernd og end­ur­heimt vist­kerfa fær sína umfjöll­un, öfga­lausa og raun­hæfa. En í sjálfu sér ekki mikið um mark­mið og leið­ir. Að end­ur­heimta helm­ing þess vot­lendis sem þurrkað hefur verið og er ekki í notkun ætti að vera mögu­legt, jafn­vel meira, en það veit bara eng­inn hvert umfangið er. Hætt er við að svo stór svæði séu í notkun undir rækt­un, byggð og ann­að, að mark­miðið um 50% minni losun náist ekki.

End­ur­skoðun á styrkja­kerfi land­bún­að­ar­ins fær sína umfjöll­un. Mark­mið er að gera styrkja­kerfið umhverf­is­miðað í stað fram­leiðslu­mið­aðs eins og það er núna. Og að auð­velda bændum að færa sig yfir í umhverf­is­vænni land­bún­að. Þetta eru mjög góðar hug­mynd­ir.

Stuttur kafli er um nátt­úru­vernd. Þar er lögð áhersla á að tryggja fjár­magn til land­vörslu og til að tryggja vernd svæða gegn ágengni. Minnst á mögu­lega gjald­töku í sátt við almenn­ing og sveit­ar­fé­lög. En engar skýrar hug­myndir um hvernig það ætti að nást.

Í heild eru mörg góð atriði í þess­ari stefnu. Stundum vill text­inn detta út í upp­taln­ingu á hug­tökum án sér­stak­lega mik­illar mein­ing­ar. Þá vilja mark­mið og leiðir gleym­ast.

Sam­an­tekt

Póli­tískt gæti þessi stefna laðað að atkvæði. Hún er í flestum atriðum svipuð stefnu margra ann­arra flokka þannig að það ætti að vera styrkur til að koma flestum atriðum í fram­kvæmd.

Efna­hags­lega er byggt á hug­myndum um meng­un­ar­bóta­regl­una. Og talað um að á móti meng­un­ar­gjöldum verði aðrir skattar lækk­að­ir. Sem er for­senda þess að sátt ríki um slíkt fyr­ir­komu­lag.

Sam­fé­lags­lega virð­ist stefnt að því að nauð­syn­legar aðgerðir komi ekki illa niður á nein­um. Sem er gott. Kafli um land­vörslu og frið­lýst svæði gerir ráð fyrir að efla byggð í nágrenni þjóð­garða.

Tækni­lega tekur stefnan ekki á mörgum þátt­um. Til­finn­ingin af að lesa kafl­ann um hringrás­ar­hag­kerfið er að tækni­legar for­sendur séu óljós­ar. Bjart­sýni ríkir um að hægt sé að leysa tækni­leg vanda­mál í orku­skiptum í sam­göng­um.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar