Ekki hægt að banna óhamingjuna sem leiðir til fíkniefnaneyslu

Auglýsing

Flestum er illa við fíkni­efni. Fíkn orsakar enda í flestum til­fellum vol­æði og glund­roða í nán­asta umhverfi þess sem verður henni að bráð. Í hart­nær hálfa öld hafa vest­ræn ríki gengið mis­langt í því að reyna að banna fíkn­ina í burtu með því að refsa fólki grimmi­lega fyrir að hafa fíkni­efni undir hönd­um, selja þau eða færa á milli staða.

Það hefur ekki verið neinn staður fyrir skítugt fólk inni í stáss­stofu sam­fé­lags­ins. Það er betur geymt niðri í kjall­ara þess.

Dra­kónísk nálgun sem hefur mis­tek­ist



Engin þjóð hefur gengið jafn langt í þessum málum og land hinna frjálsu og hug­uðu, Banda­rík­in. Banda­ríkja­menn fang­elsa hærra hlut­fall þegna sinna en nokk­urt annað ríki. Í lok árs 2012 voru 707 af hverjum 100 þús­und Banda­ríkja­mönnum í fang­elsi.

Frá því að Ric­hard Nixon, þáver­andi for­seti, hóf hið alræmda „Fíkni­efna­stríð“ (e. War on drugs) árið 1971 hafa Banda­ríkin eytt rúm­lega einni billjón dölum í það. Þessir pen­ingar hafa til dæmis farið í aukna lög­gæslu,fleiri fang­elsi og fjölgun dóm­ara, enda hefur stríðið leitt af sér hátt í 50 millj­ónir hand­tök­ur.

Auglýsing

Á þessu tíma­bili hefur fjöldi þeirra Banda­ríkja­manna sem eru á bak­við lás og slá farið úr því að vera undir hálfri milljón manna í að vera um 2,3 millj­ónir manna

Á þessu tíma­bili hefur fjöldi þeirra Banda­ríkja­manna sem eru á bak­við lás og slá farið úr því að vera undir hálfri milljón manna í að vera um 2,3 millj­ónir manna. Stór hluti þessa hóps situr í fang­elsi vegna fíkni­efna­mála. Á sama tíma og fíkni­efna­stríðið hefur fjölgað föngum um tæp­lega tvær millj­ónir hefur notkun á ólög­legum fíkni­efnum í Banda­ríkj­unum staðið í stað. Fíkni­efni eru auk þess bæði hreinni, fleiri og aðgengi­legri en þau voru þegar stríðið hófst.

Hin dra­kóníska nálgun á vanda­mál­ið, að ætla sér að banna það í burtu og fjar­lægja þá sem verða því að bráð úr sam­fé­lag­inu, hefur því alls ekki virk­að. Hún hefur raunar ein­ungis gert hlut­ina verri. Mun verri.

Fólk leitar í fíkni­efni þegar það verður óþarft



Það er víð­tekin skoðun í Banda­ríkj­unum að fíkni­efna­stríðið sé ein­fald­lega hjól í þeim harða kapital­isma sem þar er rek­inn. Með fækkun verka­manna­starfa og flutn­ingi verk­smiðja til ann­arra landa þar sem vinnu­afl er ódýr­ara hurfu mjög mörg störf sem áður borg­uðu nægi­lega vel til að fram­fleyta fjöl­skyld­um. Mis­skipt­ing hefur sam­hliða auk­ist alveg ævin­týra­lega.

Í dag á rík­asta eitt pró­sent heims­ins um helm­ing auðs hans. Á eft­ir­hrunsár­un­um, frá byrjun árs 2009, hefur rík­asta eitt pró­sent Banda­ríkj­anna tekið til sín um 95 pró­sent af öllum við­bót­ar­auð sem hefur skapast, á meðan að 90 pró­sent þjóð­ar­innar hefur orðið fátæk­ari. Mis­skipt­ingin hefur ekki verið jafn mikil síðan á þriðja ára­tugn­um, rétt áður en kreppan mikla skall á í kjöl­far alls­herj­ar­hruns fjár­mála­kerf­is­ins.

Þegar fólk er án atvinnu, án til­gangs og jafn­vel án sjálfs­virð­ingar vegna þess að því finnst það til óþurftar fyrir sam­fé­lagið þá verður það óhamingjusamt.

Þegar fólk er án atvinnu, án til­gangs og jafn­vel án sjálfs­virð­ingar vegna þess að því finnst það til óþurftar fyrir sam­fé­lagið þá verður það óham­ingju­samt. Slík óham­ingja fær fólk oft til að leita leiða til að deyfa hana ef aðrar leiðir til að ná við­un­andi félags­legri og efna­hags­legri stöðu eru ekki til stað­ar. Fljót­leg­asta, og ódýrasta, leiðin til að deyfa óham­ingju er að nota hug­breyt­andi efni sem oft á tíðum eru ólög­leg.

Bak­aður hrær­ing­ur=100 sinnum hærri refs­ing



Í Banda­ríkj­unum hefur meira að segja verið litið frekar niður á neyt­endur ákveð­inna fíkni­efna en ann­arra. Og þeir sem neyta þeirra geta átt von á harð­ari refs­ing­um. Þegar krakk­neyslu reið sér til rúms á níunda ára­tug síð­ustu aldar sam­þykkti Ron­ald Reagan, þáver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, meðal ann­ars lög sem í fólst að sá sem var grip­inn með krakk fékk 100 sinnum hærri dóm en sá sem var grip­inn með sama magn af kóka­íni í duft­formi.

­Fyrir þá sem ekki vita er krakk búið til úr kóka­íni. Eini mun­ur­inn er sá að bök­un­ar­sóda og vatni er bætt við og hrær­ing­ur­inn síðan bak­aður þannig að hægt sé að reykja afurð­ina.

Fyrir þá sem ekki vita er krakk búið til úr kóka­íni. Eini mun­ur­inn er sá að bök­un­ar­sóda og vatni er bætt við og hrær­ing­ur­inn síðan bak­aður þannig að hægt sé að reykja afurð­ina. Það kemur lík­lega fáum á óvart að krakk­neysla var almenn­ust á meðal svartra Banda­ríkja­manna sem bjuggu í fátækt, á meðan að kóka­ínn­eyslu var mun dreifð­ari milli þjóð­fé­lags­hópa. Þetta fyr­ir­komu­lag var við lýði þar til að Barack Obama sam­þykkti breyt­ingar á lög­un­um. Nú fá krakk­neyt­endur ein­ungis 18 sinnum hærri dóm en kóka­ín­n­eyt­end­ur.

Skelfi­leg birt­ing­ar­mynd



Á Íslandi er birt­ing­ar­mynd okkar stríðs gegn fíkni­efnum ekki jafn öfga­kennd og í Banda­ríkj­un­um. En hún er samt skelfi­leg.  Flestir þeirra 139 fanga sem afplána í íslenskum fang­elsum í dag sitja inni fyrir fíkni­efna­brot, eða 42 tals­ins.  Þegar þeir sem afplána utan fang­elsis eru taldir með eru fíkni­efnafang­arnir 55. Það eru fleiri en sitja sam­tals inni fyrir kyn­ferð­is- og ofbeld­is­brot, en þeir eru 47 alls.

Þessi þróun hefur átt sér langan aðdrag­anda. Páll Win­kel, sem nú er for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­unn­ar, skrif­aði kandi­dats­rit­gerð fyrir nokkuð mörgum árum um þróun fíkni­efna­dóma á á Íslandi frá 1972 til árs­ins 1998. Nið­ur­stöður hans sýndu að með­al­lengd dóma á tíma­bil­inu 1972 til 1980 voru rúmir tveir mán­uð­ir. Næstu árin þyngd­ust refs­ingar hægt og bít­andi. Á síð­ast tíma­bil­inu sem Páll skoð­aði, frá 1996 til 1998, var með­al­tal fall­ina dóma á fjórða ár. Þar vógu mest nokkrir mjög þungir dómar vegna inn­flutn­ings á e-töfl­um, meðal ann­ars sex ára dómur yfir manni sem flutti 964 e-töflur og 88 grömm af kóka­íni til lands­ins.

Sam­fé­lags­leg hystería leiddi til hærri dóma



Það greip nefni­lega um sig hystería á Íslandi með eftir að það fór að bera á e-töflu­notkun hér­lend­is. Mik­ill sam­fé­lags­legur þrýst­ingur var settur á herð­ingu refs­inga og for­dæm­ingu þeirra sem að slíkri neyslu komu.

­Vegna þess hversu vel nýttur refsiramm­inn var orð­inn í fíkni­efna­málum um síð­ustu ald­ar­mót var hann hækk­aður úr tíu árum í tólf árið 2001.

Vegna þess hversu vel nýttur refsiramm­inn var orð­inn í fíkni­efna­málum um síð­ustu ald­ar­mót var hann hækk­aður úr tíu árum í tólf árið 2001. Á þeim tíma féll dómur vegna mesta magns e-taflna sem fluttar höfðu verið inn, 14.292 töfl­ur, sem fundur á manni sem milli­lenti hér­lendis á leið sinni til Banda­ríkj­ana. Hann var dæmdur í níu ára fang­elsi. Árið eftir að hinn víð­ari refsirammi tók gildi var Aust­ur­rík­is­maður grip­inn með hátt í 70.000 e-töflur auk fjölda ann­arra fíkni­efna. Hann var dæmdur í tólf ára fang­elsi, eða hámarks­refs­ingu, í hér­aði en sá dómur var styttur í níu ár í Hæsta­rétti.

Brotum fjölgar og refs­ingar þyngj­ast



Dómar mild­uð­ust um tíma eftir ald­ar­mót en svo upp­hófst þetta stríð rík­is­ins við borg­ar­anna aft­ur.

Með­al­lengd refs­inga þeirra fanga sem afplána nú fyrir stór­fellt fíkni­efna­brot í íslenskum fang­elsum, eða öðrum úrræðum utan þeirra, er 68 mán­uð­ir, eða tæp sex ár. Með­al­lengd refs­inga er næstum því tvisvar sinnum lengri en hún var árið 2012 og hefur ein­ungis einu sinni verið lengri en í dag í sögu þjóð­ar­inn­ar,  á e-töflu árinu mikla árið 2001.

Á meðan að brotum í flestum afbrota­flokkum hefur fækkað hefur fíkni­efna­brotum fjölgað umtals­vert. Alls voru framin 2.183 slík brot í fyrra sam­kvæmt töl­fræði rík­is­lög­reglu­stjóra. Um 70 pró­sent fíkni­efna­brota er vegna vörslu og með­ferðar á fíkni­efnum og er aukn­ing skráðra brota lang­mest í þeim brota­flokki. Sala, dreif­ing og inn­fluttn­ingur á fíkni­efnum hefur einnig auk­ist mik­ið.

Efsta lagið sleppur að mestu



Ég hef setið þónokkur rétt­ar­höld vegna fíkni­efna­inn­flutn­ings. Það tekur mann ekki langan tíma að átta sig á að þeir sem dæmdir eru fyrir slíkan eru í fæstum til­fellum aðil­arnir sem skipu­leggja, og græða mest á, smygl­inu. Höf­uð­paur­arnir eru næg­lega séðir til að halda nógu mik­illi fjar­lægð. Á meðan að fót­göngu­liðar und­ir­heima taka alla áhætt­una situr efsta lagið í glæpapýramíd­anum á sól­baðs­stof­unum eða drykkju­hol­unum sem það notar til að þvo afrakst­ur­inn, oft í félags­skap hins nauð­syn­lega milli­lags allrar skipu­lagðar glæp­a­starf­semi, lög­manna og end­ur­skoð­enda.

Oftar en ekki eru fót­göngu­lið­arnir svokölluð burð­ar­dýr. Þau eru ýmist ungir íslenskir krakkar sem fara í smygl­ferðir til að gera upp skuld­ir, aldr­aðir meg­in­lands­búar að drýgja elli­líf­eyr­inn eða skugga­legir snoð­kollar frá Eystra­salts­ríkj­unum sem líta út fyrir að upp­lifa meira ógeð á einum degi í sínu heimaum­hverfi en íslenskir und­ir­heimar sjá á einu ári.

Ekki hægt að banna burt óham­ingju



Þetta eru oftar en ekki ekki fólk sem er beint hættu­legt sam­fé­lagi sínu. Það er veikt, óham­ingju­samt, býr við von­lausan félags­legan veru­leika og er vissu­lega til tra­falla með atferli sínu. En það er engin lausn fólgin í því að loka það inni og brenni­merkja það síðan frá fullri þátt­töku í sam­fé­lag­inu þegar það losn­ar.

Það er ekki hægt að banna burt óham­ingju og það er ekki hægt að banna burtu þau efni sem það sækir í til að deyfa þá óhamingju.

Það er okkur gríð­ar­lega mik­il­vægt sam­fé­lags­mál að við förum að nálg­ast fíkni­efna­neyslu sem félags­legt- og heil­brigð­is­vanda­mál, ekki sem glæp. Það er ekki hægt að banna burt óham­ingju og það er ekki hægt að banna burtu þau efni sem það sækir í til að deyfa þá óham­ingju.

Með þeirri stefnu sem nú er við lýði, að refsa fólki grimmi­lega fyrir að vera sjúk­ling­ar, færum við líka verstu ein­stak­lingum okkar sam­fé­lags mikil völd. Seðla­banki Íslands áætlar að velta ólög­legrar starf­semi á borð við fíkni­efna­sölu, smygl, vændi og heima­brugg sé um 6,6 millj­arðar króna á ári. Þetta eru pen­ingar sem glæpa­væð­ing færir botn­mennum íslensks sam­fé­lags og gerir þeim kleift að stunda sín myrkra­verk áfram.

Þetta eru mið­aldra, mis­þroska, sið­laus­ir, veð­ur­barn­ir, harð­gerðir glæpa­menn sem eyði­leggja kippur af ungum stúlkum og drengjum á hverju ári með því að gera þau að þrælum sínum í gegnum fíkni­efna­á­nauð.  Fyrir stúlk­urnar er sú ánauð oft kyn­ferð­is­leg, og veldur óbæt­an­legum skaða fyrir lífs­tíð. Fyrir drengi er hún fólgin í þátt­töku í afbrotum sem skila þeim oft ungum í fang­elsi og dæmdum úr leik í sam­fé­lagi manna.

Verðum að skipta um kúrs



Þrátt fyrir að glæpa­væð­ing fíkni­efna hafi ekki skilað neinum árangri öðrum en þeim að fylla fang­elsin okkar af týndum ung­menn­um, vist sem kostar íslenska ríkið 7,4 millj­ónir króna á hvern haus á ári, þá er mik­ill meiri­hluti Íslend­ingar enn þeirrar skoð­unar að það eigi að refsa fyrir neyslu fíkni­efna.

Skoð­unin virð­ist líka eiga harða stuðn­ings­menn á meðal þing­manna, þótt heil­brigð­is­ráð­herr­ann vilji skoða afglæpa­væð­ingu af mik­illi alvöru. Þor­steinn Sæmunds­son, þing­maður  Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði til dæmis í umræðum um málið í vor að hann vildi ráð­ast að rótum vand­ans með því að efla lög­gæslu á landa­mær­um.  „ Við leysum þessi mál ekki endi­lega með því að hlaupa til í fljótræði og breyta um kúr­s,“ sagði Þor­steinn.

Að við­ur­kenn­ing á að ekki sé hægt að banna í burtu þetta sam­fé­lags­lýti jafn­gildi upp­gjöf gagn­vart vanda­mál­inu. Þetta er röng nálgun.

Við­mót Þor­steins end­ur­speglar mjög vel þá víð­teknu skoðun að það sé með ein­hverjum hætti sið­ferð­is­lega rangt að reyna nýja lausn á stór­tæku vanda­máli, þegar aug­ljóst er að sú lausn sem reynd hefur verið ára­tugum saman virkar ekki, og gerir raunar vanda­málið miklu verra fyrir sam­fé­lag­ið. Að við­ur­kenn­ing á að ekki sé hægt að banna í burtu þetta sam­fé­lags­lýti jafn­gildi upp­gjöf gagn­vart vanda­mál­inu. Þetta er röng nálg­un.

Það þarf að hjálpa veiku fólki, ekki fang­elsa og brenni­merkja það. Það þarf að slá vopn­in, og pen­ing­ana, úr höndum þess fámenna hóps sem nýtir sér þetta veika fólk. Reynsla Banda­ríkja­manna af stríði sínu við borg­ar­anna, sem er orðið sjálf­stætt sam­fé­lags­legt krabba­mein, á að vera öllum öðrum þjóðum víti til varn­að­ar.

Við verðum að hætta að banna skítuga fólkið úr stáss­stof­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None