Helgi hittir Helga á fundum

Auglýsing

Helgi Magn­ús­son fjár­festir keypti á dög­unum þrjár millj­ónir hluta í N1 sem er skráð á mark­að, í gegnum félagið Hof­garða. Sam­tals voru við­skiptin upp á 109 millj­ónir króna og nemur heild­ar­eign félags­ins 9,7 millj­ónum hluta, sem nemur meira 360 millj­ónum króna að mark­aðsvirði.

Það sem er athygl­is­vert við fjár­fest­ingar Helga á mark­aði er að hann er einnig meðal þeirra sem eru í for­svari fyrir Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna. Þar situr hann í stjórn og er vara­for­maður stjórn­ar.

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er stærsti hlut­hafi N1 með 14,2 pró­sent hlut og situr Helgi í umboði sjóðs­ins í stjórn N1, og gegnir þar vara­for­mennsku.

Auglýsing

Hér takast því á ólíkir hags­mun­ir. Ann­ars vegar per­sónu­legir hags­munir Helga, vegna fjár­fest­inga hans með bréf N1, og síðan hags­munir sjóðs­fé­laga Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. Þessir hags­munir eru ólík­ir, enda hafa for­sendur við­skipta með bréfin á hverjum tíma verið ólík­ar. Þar með talið gengi bréfa í við­skiptum á hverjum tíma, enda ráða tíma­setn­ingar við­skipta með skráð bréf öllu um for­sendur ávöxt­unar þegar fram í sæk­ir.

Spurn­ingin sem eðli­legt er að spyrja varð­andi þessa hags­muni er hvernig gengur að aðskilja þá þegar kemur að með­ferð gagna og upp­lýs­inga.

Það kemur sér óneit­an­lega vel fyrir fjár­fest­inn Helga Magn­ús­son að vita nákvæm­lega hvað stærsti hlut­haf­inn er að hugsa, þegar kemur að N1, stjórn­endum þess og stefnu. Eng­inn annar einka­fjár­festir í félag­inu getur búið yfir þessum upp­lýs­ing­um, á nákvæm­lega sama tíma og Helgi.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að marka sér skýra afstöðu þegar kemur að hags­munum stjórn­manna og starfs­mönnum sjóð­anna. Hvenær eru hags­muna­á­rekstrar og hvenær ekki? Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna ætti að leggja sér­staka áherslu á að hafa þessa hluti á hreinu, með hags­muni sjóðs­fé­laga í far­ar­broddi, enda illa brenndur af hags­muna­á­rekstr­um.

Starfs­maður sjóðs­ins var í stór­felldum gjald­eyr­is­við­skiptum skömmu fyrir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, þar sem hann tók þver­öf­uga stöðu við sjóð­inn og hagn­að­ist um 600 millj­ónir króna per­sónu­lega, á sama tíma og sjóð­ur­inn sjálfur tap­aði tugum millj­arða á sínu veð­máli, sem leiddi til skerð­ingar á líf­eyri sjóð­fé­laga. Ákæra var gefin út vegna þessa, þar sem starfs­mað­ur­inn taldi ekki fram þessar tekj­ur.

Óhætt er að segja að líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfi að hugsa vel um hvernig þeir geti hindrað hags­muna­á­rekstra á örmark­aðnum íslenska, þar sem þeir eru drif­kraft­ur­inn á fjár­mála­mark­aði. Helgi Magn­ús­son fjár­festir og Helgi Magn­ús­son stjórn­ar­maður Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna geta ekki annað en hist á fund­um, þar sem þeir eru einn og sami mað­ur­inn. Líka inn á stjórn­ar­fundum hjá N1. Ómögu­legt er annað en að „þeir“ viti hvað er framundan þegar kemur að fjár­fest­ingum Helga og líf­eyr­is­sjóðs­ins, og hvaða lang­tíma­sýn þessir hlut­hafar hafa á félagið sem um ræðir og fjár­fest­ing­arnar í bréfum þess.

En hvor ætli kaupi eða selji á und­an, og hvers vegna, þegar að því kem­ur? Það er full­kom­lega sann­gjarnt að velta þessum spurn­ingum upp í fjöl­miðlum en líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að svara því skýrt í gegnum reglur sem þeir setja sér, hvernig þeir telja best að hindra hags­muna­á­rekstra með hags­muni sjóðs­fé­laga að leið­ar­ljósi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari